Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Side 56
Þar hitti
Mikki
naglann á
höfuðið!
Skrifar sjálfur
í Morgunblaðið
n Óskar Magnússon, lögmaður
og útgefandi Morgunblaðsins,
er eins og margir vita vel ritfær
maður, en hann ritaði meðal
annars smásagnasafnið Borðaði
ég kvöldmat í gær og Ég sé ekkert
svona gleraugnalaus. Óskar, sem
eitt sinn var fréttastjóri DV, rifj-
aði upp gamla blaðamannstakta
fyrr í vikunni en glöggir lesendur
Morgunblaðsins tóku eftir því að
bakfrétt þriðjudagsins var skrif-
uð af Óskari sjálfum. Fréttin fjall-
aði um lítinn grillvagn á Hellu
þar sem Óskar hefur væntan-
lega sjálfur verið staddur þar sem
hann er einnig skrifaður fyrir
myndinni sem fylgdi fréttinni.
Sölvi einhleypur
n Fjölmiðlamaðurinn Sölvi
Tryggvason er einhleypur en hann
átti í sambandi við tónlistarkon-
una Védísi Vantídu um nokkurt
skeið. Frá þessu er greint á for-
síðu Séð og heyrt en Védís skipar
poppdúettinn Galaxies ásamt feg-
urðardrottningunni Magdalenu
Dubik. Sölvi var áður í sambandi
með Silviu Santana Briem en
hann sagði frá því í viðtali við DV
á síðasta ári að hann væri ævin-
lega þakklátur fyrir þann tíma sem
þau hefðu átt saman. Sölvi sem er
33 ára hefur undanfarin misseri
verið með frétta-
skýringaþættina
Málið á Skjá Ein-
um en þar hefur
hann stungið á
hinum ýmsu kýl-
um sam félagsins.
Ekki allir sáttir
við Björk
n Útvarpsmaðurinn þjóðkunni
Ólafur Páll Gunnarsson var að sjálf-
sögðu staddur á tónlistarhátíðinni
á Hróarskeldu um liðna helgi, að
njóta tónlistar þeirra fjölmörgu
hljómsveita sem þar komu fram.
Stórstjarna Íslendinga, Björk Guð-
mundsdóttir, kom fram á hátíðinni
og vakti að vanda mikla athygli og
fékk mjög misjafna dóma þeirra
sem á hlýddu. Óli Palli, eins og
hann er oftast kallaður, skrifaði
færslu á Facebook í vik-
unni sem hljóðaði svona:
„Íslendingur sem stóð
rétt hjá mér á tónleikum Bjarkar á
Roskilde Festival
síðasta sunnu-
dag: „Ég segi
nú bara eins
og Mikki
refur – (með
rödd Mikka
refs) ... þetta
er mesta rugl
sem ég hef á
ævi minni
heyrt“.“
L
eikkonan og fyrirsætan Heiða
Rún Sigurðardóttir hefur land-
að hlutverki í nýjum frönskum
sjónvarpsþáttum sem nefnast
Le Grand. Með aðalhlutverk þátt-
anna fer enginn annar en Jean Reno
sem er einna þekktastur fyrir hlut-
verk sitt í kvikmyndinni Léon. Hand-
ritshöfundur og framleiðandi þátt-
anna er René Balcer sem meðal
annars hefur skrifað og framleitt yfir
tvö hundruð Law & Order þætti.
Þættirnir fjalla um miskunnar-
lausan en vandvirkan lögreglumann
sem svífst einskis til að leysa erfið og
dularfull morðmál. Heiða Rún mun
leika dóttur Reno í þáttunum en tök-
ur á þeim hefjast í næstu viku. Þrátt
fyrir að um franska þáttaröð sé að
ræða verða þættirnir á ensku.
Heiða Rún nam leiklist við Drama
Centre London en skólinn er hluti af
hinum virta Saint Martins College of
Art and Design og þykir einn af bestu
leiklistarskólum í Bretlandi. Áður en
Heiða Rún hóf leiklistarnám starfaði
hún sem fyrirsæta, meðal annars í
Bombay á Indlandi.
Þar sem Heiða Rún nam erlend-
is er hún í Brynjunum, sem er félags-
skapur kvenna sem hafa lært leiklist
erlendis. Þær óskuðu henni til ham-
ingju með hlutverkið á Facebook:
„Óskum Brynjunni Heida Run Sig-
urdardottir innilega til hamingju
með að hreppa hlutverk í sjónvarps-
þáttunum Le Grand þar sem hún
mun leika dóttur Jean Reno! Hlökk-
um til að sjá hana á skjánum með
honum og óskum henni góðs gengis
í tökunum sem hefjast í næstu viku!
:)“ Heiða Rún þakkaði fyrir kveðjuna
og er að vonum kát með hlutverkið.
Ekki náðist í hana við vinnslu fréttar-
innar.
Leikur á móti Jean Reno
n Heiða Rún hefur landað hlutverki í franskri þáttaröð
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 13.–15. júlí 2012 80. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr.
Fékk hlutverk Heiða Rún mun leika á
móti Jean Reno í nýrri franskri þáttaröð.
(MYND: SKjÁSKOT AF FACEBOOK)