Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Page 10
n Staðan á atvinnumarkaði talsvert betri núna en í fyrra
Fjöldauppsögnum
Fækkar milli ára
Munar miklu 500 færri misstu
vinnuna í fjöldauppsögnum á fyrstu
sex mánuðum ársins en fyrstu sex
mánuði síðasta árs. Mynd Sigtryggur Ari
10 Fréttir 13.–15. júlí 2012 Helgarblað
Á
tta tilkynningar um hóp-
uppsagnir hafa borist
Vinnumálastofnun á síð-
ustu tólf mánuðum. Í heild
misstu 273 einstaklingar
vinnuna í þessum uppsögnum en
langflestir þeirra misstu vinnuna
á síðasta ári. Aðeins 21 hefur verið
sagt upp í hópuppsögnum það sem
af er ári en það er talsvert minna
en á síðasta ári, þegar 752 einstak-
lingar misstu samtals vinnuna í
slíkum uppsögnum. Atvinnuleysi
hefur á sama tíma dregist saman
og stendur nú í 5,6 prósentum
samkvæmt vefsíðu Vinnumála-
stofnunar.
uppsagnir í sjávarútvegi
Þrátt fyrir að Vinnumálastofnun
hafi ekki verið tilkynnt um hóp-
uppsagnir í júní tilkynnti Vinnslu-
stöðin í Vestmannaeyjum að 41
starfsmanni yrði sagt upp störfum
í fyrirtækinu. Sögðu fulltrúar fyrir-
tækisins að ekki væri hægt að halda
úti jafn öflugri starfsemi eftir að
breytingar voru gerðar á veiðigjöld-
um.
Uppsagnirnar hafa verið um-
deildar og hefur meira að segja einn
af eigendum fyrirtækisins, Guð-
mundur Kristjánsson, útgerðar-
maður í Brimi, sagt opinberlega
að þær væru „sýndarmennska“.
Gaf hann til kynna að meirihluta-
eigendur í Vinnslustöðinni væru að
nota starfsfólk í pólitískum tilgangi
í baráttu sinni gegn fyrirhuguðum
breytingum stjórnvalda á fiskveiði-
stjórnunarkerfinu. Guðmundur
berst þó sjálfur gegn breytingunum
enda á hann kvóta sem er milljarða
króna virði.
Fleiri fyrirtæki í sjávarútvegi
hafa gefið til kynna að uppsagn-
ir séu yfir vofandi nái breytingar
stjórnvalda fram að ganga og
sögðu sjómenn sem mótmæltu
breytingunum á Austurvelli í júní
að þeir mótmæltu af því að þeir
vildu halda vinnunni í samtali
við blaðamann. Óljóst er hvort
það gangi eftir en fyrirhugaðar
breytingar á fiskveiðistjórnunar-
kerfinu og umhverfi fyrir tækja í
sjávarútvegi eru talsverðar.
Betri teikn á lofti
Óvissa í sjávarútvegi kemur þó
ekki í veg fyrir að flest bendi til
þess að jákvæð teikn séu á lofti í
efnahagsmálum hér á landi. Skráð
atvinnuleysi hefur dregist mikið
saman, einkaneysla hefur aukist,
velta fyrir tækja í mörgum tilfell-
um aukist og færri fyrirtæki fara í
gjaldþrot.
Stjórnarandstöðuleiðtoginn
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, hefur þó haldið
því fram að þetta sé ekki ríkjandi
stjórnvöldum að þakka. Hann seg-
ir hagvöxt undanfarinna mánaða
skýrast af góðri tíð í sjávarútvegi og
útflutningsverðmæta sem orkufrek-
ur iðnaður hér á landi skapi. „Ekk-
ert af þessu hefur mikið með það að
gera sem ríkisstjórnin hefur verið
með á prjónunum, heldur hefur rík-
isstjórnin þvert á móti verið að inn-
leiða hamlandi aðgerðir. Þær birtast
meðal annars í því að fjárfesting í at-
vinnulífinu hefur verið óviðunandi
og það er hún sem við verðum að
fá í gang, tækifærin eru svo sannar-
lega til staðar,“ sagði Bjarni í samtali
við RÚV um málið. Erfitt er að festa
hönd á nákvæmlega hvaða aðgerðir
það eru sem skapað hafa betri skil-
yrði í íslensku atvinnulífi en stefna
stjórnvalda hefur verið að ná ríkis-
sjóði á réttan kjöl á næsta ári. Ekki
er víst hvernig til tekst en stjórnvöld
greiddu óvænt inn á lán Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins fyrir áætlun í júní.
Vandi Evrópu okkur hættulegur
Efnahagsmál eru þó í mikilli óvissu
víða annars staðar í heiminum og
er enn verið að glíma við erfiða fjár-
málakreppu í Evrópu. Staða ríkja í
suðurhluta heimsálfunnar er slæm
og er farið að bera á mikilli og auk-
inni óánægju meðal íbúa og leiðtoga
í ríkjum norðar í álfunni sem hing-
að til hafa þurft að taka á sig auknar
byrðar vegna hinna ríkjanna.
Peningastefnunefnd Seðlabanka
Íslands viðraði áhyggjur sínar af
þessu í yfirlýsingu 13. júní síðast-
liðinn. Þar kom fram að aðstæður
á alþjóðavísu valdi frekari óvissu
um innlendar efnahags- og verð-
bólguhorfur. Erfiðlega hefur gengið
fyrir bankana að hafa stjórn á verð-
bólgunni hér á landi, sem þó hefur
minnkað umtalsvert frá því sem var
fyrir hrun og strax eftir hrun. Mark-
miðum bankans hefur þó ekki verið
náð og er óvíst hversu vel bankanum
tekst að skýla landinu frá stormviðri
á evrópskum mörkuðum og draga
úr innlendum efnahagssveiflum.
Hópuppsagnir 2011 og 2012
tímasetning Fjöldi tilkynninga Fjöldi starfsmanna
júní 2012 0 0
maí 2012 0 0
apríl 2012 0 0
mars 2012 0 0
febrúar 2012 1 21
janúar 2012 0 0
desember 2011 0 0
nóvember 2011 2 72
október 2011 2 67
september 2011 3 113
ágúst 2011 0 0
júlí 2011 0 0
Samtals 8 273
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
„Ekkert af þessu
hefur mikið með
það að gera sem ríkis-
stjórnin hefur verið með á
prjónunum.
Ekki Jóhönnu að þakka Bjarni Benedikts-
son, formaður Sjálfstæðisflokksins, fullyrðir að
það sé ekki ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur
að þakka að vöxtur sé á Íslandi. Mynd róBErt rEyniSSon
Sættir hafa ekki
komið til tals
Ekki hefur komið til tals í innan-
ríkisráðuneytinu að reyna ná sátt-
um við blaðakonuna Erlu Hlyns-
dóttur varðandi tvö dómsmál sem
þegar hafa verið send út til Mann-
réttindadómstóls Evrópu og bíða
afgreiðslu dómstólsins að því er
kemur fram á Vísi.
Þar kemur fram að samkvæmt
upplýsingum frá ráðuneytinu
standi ekki til í bili að setjast að
samningaborðinu en þó ekki ekki
útilokað að svo verði gert síðar.
Erla var dæmd fyrir að hafa
eftir viðmælanda sínum ummæli
sem birtust í DV um skemmti-
staðinn Strawberries. Voru Erlu
dæmdar tuttugu þúsund evr-
ur í bætur, en fjögur ár eru síðan
málarekstur hennar hófst fyrir
dómstólum.
Nýr bæjar-
stjóri í Garði
Magnús Stefánsson, fyrrverandi
félagsmálaráðherra, mun hefja
störf sem bæjarstjóri í Garði strax í
byrjun næstu viku.
Gengið var formlega frá
ráðningu Magnúsar á bæjar-
stjórnarfundi í hádeginu á
fimmtudag.
Magnús á að baki langa sögu í
pólitísku starfi og stjórnsýslustörf-
um en hann var þingmaður Fram-
sóknarflokksins um árabil og ráð-
herra til skamms tíma.
Magnús er heldur ekki ókunn-
ur sveitarstjórnarstörfum því hann
var sveitarstjóri í Grundarfirði
áður en hann gerðist þingmaður
1995 og þar áður var hann bæjar-
ritari í Ólafsvík.
Velta í dagvöruverslun eykst:
Íslendingar
kaupa fleiri skó
Velta skóverslunar jókst um 16,8
prósent í júní á föstu verðlagi og
um 19,5 prósent á breytilegu verð-
lagi miðað við sama mánuð fyrir
ári. Þetta kemur fram í nýjum töl-
um frá Rannsóknarsetri verslun-
arinnar á Bifröst. Velta í dagvöru-
verslun jókst um 2,5 prósent á
föstu verðlagi í júní miðað við
sama mánuð í fyrra og um 8,9 pró-
sent á breytilegu verðlagi. Leið-
rétt fyrir árstíðabundnum þáttum
jókst velta dagvöruverslana í júní
um 1,2 prósent frá sama mánuði í
fyrra. Verð á dagvöru hefur hækk-
að um 6,2 prósent á síðastliðnum
12 mánuðum.
Sala áfengis jókst um 6,0 pró-
sent í júní miðað við sama mánuð
í fyrra á föstu verðlagi og um 11,4
prósent á breytilegu verðlagi.
Leiðrétt fyrir árstíðabundnum
þáttum dróst velta áfengis í júní
saman um 2,8 prósent frá sama
mánuði í fyrra. Verð á áfengi var
5,1 prósent hærra í júní síðastliðn-
um en í sama mánuði í fyrra.