Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Side 20
É g tel að hægri róttæklingar hafi mótað umræðuna á Íslandi,“ segir Stefán Ólafsson, prófessor og formaður Þjóð mála stofnunar. „Þeir hafa með því ekki bara fært miðjuna í stjórnmálunum langt til hægri heldur hafa þeir einnig gert umræðuna ómerkilegri, vegna þess að þeir bera enga virðingu fyrir stað­ reyndum.“ Stefán er staddur í Grikklandi um þessar mundir en DV hafði sam­ band við hann vegna umræðu um að hugsanlega ætli hann sér í framboð fyrir Samfylkinguna í næstu kosning­ um. Stefán hefur raunar verið orð­ aður við formannsframboð fyrst af Smáfuglum amx.is og síðar af Agli Helgasyni sjónvarpsmanni. „Ég er ekki í stjórnmálum. Er ekki flokks­ bundinn í neinum flokki og er ekki með nein áform um að fara í stjórn­ mál. Það gefur því auga leið að ég er ekki að fara í formannsframboð í flokki sem ég er ekki meðlimur í.“ Herferð gegn Jóhönnu Í nýlegum skrifum Stefáns, færslu sem ber heitið „Styrmir stjórnar Samfylkingunni“, bendir Stefán á ít­ rekuð skrif Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Evrópuvaktarinnar, þar sem Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráð­ herra og formaður Samfylkingarinn­ ar, er sögð standa höllum fæti sem formaður flokksins. „Hann hefur sagt að hún hljóti að hætta. Ef hún haldi áfram muni Samfylkingin bíða af­ hroð í kosningum að ári. Hann hefur ávarpað þingmenn Samfylkingarinn­ ar og sagt við þá að fæstir þeirra muni komast aftur á þing ef Jóhanna leiði Samfylkinguna áfram. Hann reif­ ar hverjir eigi að taka við af henni og svo framvegis. Svona gengur þetta í síbylju, eins og rispuð hljómplata. Til að hafa áhrif,“ skrifar Stefán á bloggsíðu sinni á vefmiðlinum Eyj­ unni. Þá vekur athygli að Stefán lýs­ ir afdráttarlaust þeirri skoðun sinni að Jóhanna sé pólitísk afrekskona. „Enginn stjórnmálaflokkur hefur efni á að setja pólitíska afreksmenn sína til hliðar – síst af öllu ef það er einlæg ósk pólitískra andstæðinga hans!“ DV spurði Stefán hvort ekki mætti túlka skrifin sem afdráttarlausa yfirlýsingu um að hann telji ekki þörf á að Jó­ hanna stígi til hliðar. „Ég hefði haldið það,“ svarar Stefán. Makalaust virðingarleysi Ólafur telur kenningar um fram­ boðshug hans raunar fráleitar og dæmi um virðingarleysi áróðurs­ manna fyrir umræðunni. „Það er raunar makalaust að menn eins og Styrmir Gunnarsson, Páll Vilhjálms­ son og mykjudreifararnir á AMX skuli taka svona ákvarðanir fyrir mig og alveg út í loftið. Þetta eru allt harðsvíraðir áróðursmenn og þeir byggja þessi skrif sín á skálduðum ósannindum,“ segir Stefán. Þar vitn­ ar hann til að mynda til skrifa Styrmis um að innan Samfylkingarinnar sé hópur fólks sem vilji sjá Stefán í for­ mannsframboði en sams konar skrif hafa sést á vef Smáfuglanna sem og bloggsíðu Páls Vilhjálmssonar, fram­ kvæmdastjóra Heimssýnar. Djarfir við lygar „Það er einmitt meginástæðan fyrir því að ég ákvað að fara að blogga að mér hefur blöskrað hve lítið staðreyndir eiga upp á pall­ borðið í þjóðmálaumræðunni og hve menn eru orðnir djarfir við að ljúga að þjóðinni í pólitískum til­ gangi.“ Hann segir hægriróttæk­ linga ekki aðeins hafa fært miðju stjórnmálanna með yfirtöku sinni á þjóðmálaumræðunni. Að mati Stefáns er umræðan einnig ómerki­ legri vegna aðgangshörku áróðurs­ manna gegn óþægilegum stað­ reyndum. „Þeir bera enga virðingu fyrir staðreyndum. Þeir hika ekki við að afbaka upplýsingar, fara vís­ vitandi rangt með og afvegaleiða almenning, í þeim tilgangi að ná pólitískum markmiðum, það er að ná auknum áhrifum og völdum. Þeir stimpla staðreyndaupplýs­ ingar sem vinstriboðskap ef þeim líkar ekki við niðurstöðurnar.“ Óþægilegar staðreyndir Sjálfur segist Stefán hafa fengið að finna fyrir aðferðum áróðursmanna í eigin starfi. Þannig hafi niðurstöð­ ur rannsókna hans á þróun skatt­ byrði hér á landi ekki fallið í kramið hjá róttækum hægriáróðursmönn­ um. Hann hafi þó aðeins komið á framfæri staðreyndum og það frá að­ ilum eins og Hagstofu Íslands, OECD og ríkisskattstjóra. „Þetta voru stað­ reyndir frá hlutlausum aðilum. Ég boðaði aldrei neina skattastefnu sem ég aðhylltist sjálfur, sagði bara hvern­ ig hlutirnir væru að þróast, sam­ kvæmt gögnunum,“ segir Stefán um rannsóknir sínar. „Staðreyndirnar voru þessum aðilum óþægilegar og þá voru þær bæði stimplaðar og af­ bakaðar – í viðamikilli síbylju. Mark­ miðið var að blekkja almenning.“ Viðtækar þöggunaraðferðir „Ég vonast til að leggja því lið, að stað­ reyndum verði tekið af meiri alvöru í framtíðinni og að þjóðin láti ekki stórpólitíska kuklara og sölumenn snákaolíu stýra umræðunni,“ segir Stefán ástæðu þess að hann bloggar nú af miklum móð. „Þessar aðgerðir hægriróttæklinganna á Íslandi bein­ ast ekki bara að fræðimönnum sem voga sér að birta óþægilegar stað­ reyndir heldur beinist þetta einnig að blaðamönnum. Þetta er hluti af víðtækum þöggunaraðgerðum, sem áttu sinn þátt í því fyrir hrun að halda mikilvægum staðreyndum frá þjóð­ inni.“ 20 Fréttir 13.–15. júlí 2012 Helgarblað „Bera enga virðingu fyrir staðreyndum“ „Þeir stimpla stað- reyndaupplýsingar sem vinstriboðskap ef þeim líkar ekki við niður- stöðurnar. n Óflokksbundinn og ekki á leið í formannsslag n Staðreyndir stimplaðar „vinstri“ Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is „Ég er ekki að fara í formannsfram- boð í flokki sem ég er ekki meðlimur í Áhugasamur um Samfylkinguna Styrmir Gunnarsson ritstýrir Evrópuvaktinni og fer mikinn um þörfina á formannsskipt- um í Samfylkingunni. Ábyrgðarmaður Smáfuglanna Friðbjörn Orri Ketilsson er ritstjóri amx.is þar sem nafnlausir skoðanapistlar Smáfugl- anna birtast. Ekki Baugspenni Páll Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Heimssýnar, heldur úti persónulegu bloggi um stjórnmál þar sem staða Jóhönnu er gjarnan rædd. Vill leggja staðreyndum lið Stefán Ólafsson segir áróðurs- menn hægriróttæklinga hafa stundað víðtækar þöggunarað- gerðir undanfarin ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.