Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Qupperneq 24

Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Qupperneq 24
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM laldir áriS 1311 og í fjórða sinn 1366. Hafði þeim þá fækkað i 3926 síðan um 1100. Á næstu öldum mun ýmsum slikum hagskýrslum hafa verið safnað, en þær voru ekki birtar og hafa því glatazt í skjalasöfnum landsstjórnarinnar. Margt hafa menn að sjálfsögðu hugsað um efnahagsmál á þeim öldum, enda tími fátæktar og hörmunga. Iíeinur það t. d. fram í kveðskap manna, svo sem dr. Björn Sigfússon háskóla- bókavörður hefur bent á i ritgerð í Skírni 1947. Oddur sonur Þórðar á Strjúgi kvað t. d. um Diðrik einokunarkaupmann í Húsavik i byrjun 17. aldar: Diðrik harðnar, dáð hrörnar, drýgir okur, að þokar. Vér látum. Hann hlýtur. Hverfur mundr, skýzt stundum. Kjör féllu, kaup hallast. Kram spillist, fer illa. Menn blindast, mát stendur, magnast rán. Senn gránar. Á síðari hluta 17. aldar eða milli 1670 og 1680 lét Þorleifur lögmaður Kortsson telja landsmenn, og reyndist mannfjöldinn þá vera um 50 000. Árið 1702 voru þeir Árni Magnússon og Páll Vidalín skipaðir i jarðamatsnefndina svo köll- uðu. Sömdu þeir hina kunnu jarðabók sína, og er í henni merkileg haglýsing á jörðum og landbúnaði landsmanna. Að tilhlutan þeirra var og unnið annað mikið afrek i skýrslugerð ári síðar eða 1703. Var þá tekið allsherjar manntal, þar sem getið var nafns, stöðu og aldurs sérhvers manns. Er þetta manntal eitt hið fyrsta sinnar tegundar i heiminum. Er þar ómetanlegan fróðleik að finna, bæði hagsögu- legan og menningarsögulegan. Reyndust lands- menn þá vera 50 144. Áhugi á þvi að safna almennum upplýsing- um um hag landsins vaknar þó ekki, fyrr en Jón Eiriksson vekur athygli bæði landsstjórn- arinnar og þjóðarinnar sjálfrar á nauðsyn slíkra skýrslna. Var hann sjálfur nákunnugur högum landsins. Ritaði hann t. d. langan inn- gang að ferðabók Olaviusar: En öconomisk reyse igjennem Island, sem út kom 1780, og auk þess margt i skýrslur sinar og bréf. Árið 1768 gaf hann út á dönsku útdrátt úr riti þvi, sem Páll lögmaöur Vídalín hafði samið á latinu um sögu og framfaramál íslands og nefnt Deo, regi, patriae eða Guði, konungi og fósturjörð. Er í þvi margvislegur fróðleikur um hagsögu landsins, rætt um efnahagsvanda- mál þess og settar fram úrbótatillögur. Ritgerð Skúla Magnússonar um „Sveita bóndann“ Það er mjög athyglisvert, að samtimis þeim Quesnay og Adam Smith eru uppi á íslandi tveir menn, sem rita á islenzku stórmerkar rit- gerðir, sem tvímælalaust má telja til hagfræði i nútimamerkingu orðsins. Á ég hér við þá Skúla Magnússon landfógeta og Hannes biskup Finsson. Má hiklaust telja þá fyrstu hagfræö- inga íslendinga. í fjórða bindi lærdómslista- félagsritanna 1784 birti Skúli Magnússon rit- gerð, sem hann nefndi „Sveita bóndi“. Er þar borin saman arðsemi ýmiss konar atvinnu- rekstrar, reiknaður út framleiðslukostnaður og rætt um verðlagsmál og peningagildi á þann hátt, að enginn vafi er á því, að Skúli hefur haft kynni af hinni nýju hagfræði hjá stór- þjóðunum. í ritgerð þessari er i fyrsta skipti á íslenzku rætt um efnahagsvandamál á hag- fræðilegan hátt. Það er skemmtilegt að sjá, hversu rika áherzlu Skúli Magnússon legg- ur á ýmsa útreikninga á framleiðslukostn- aði, sem eru að sumu leyti hliðstæðir þeim, sem nú eru mest tiðkaðir hér á landi og þykja ómissandi við hinar mikilverðustu ákvarðanir i efnahagsmálum. Upphaf ritgerðarinnar er þannig: „Meðal þeirra verkefna, sem hið islenzka lær- dómslistafélag æskir, að skráð yrði um sér i lagi, er í þess öðru bindini fvrir árið 1781, ... hið fjórða þetta, fyrst: nákvæm skýring sönn- uð með óbilugum reikningi, um það, livort sveitabóndanum sé þarfara og ábatasamara, að sækja sjó í vertíðum en að hirða sina jarðyrkju, og stunda bú sitt réttilega á meðan. Til að út- skýra þetta greinilega þarf fyrst að álykta, hvernig og upp á hvern grundvöll reikning þennan gjöra skuli; það skilst mér vera eigi eftir nú innfærðum reikningshætti i Courant; hvar af aftur rís sú spurning: Hvað mikið gildir hundrað, alin og fiski, rétt reiknað til Courant? Þessi spurning er mjög svo mikilvæg, á henni riða snart allir íslands reikningar.“ 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.