Fréttablaðið - 12.12.2014, Side 4

Fréttablaðið - 12.12.2014, Side 4
12. desember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Guðni, ertu mikill kaffimaður? „Nei. ég drekk ekki kaffi.“ Vegna ástandsins sem stafar af verk- falli lækna liggur Guðni Páll Viktorsson á kaffistofu hjartadeildar Landspítalans og veit ekki hvað að honum amar. SPURNING DAGSINS HEILBRIGÐISMÁL Síðustu verk- fallslotu fyrir áramót lauk í gær, fimmtudag 11. desember, og enn hefur ekki verið boðað til nýs fundar. Ástandið á spítölum landsins er víða mjög slæmt. Í gær var nýrnaþegi sem þurfti að vera í einangrun vegna sýkingarhættu, lagður inn á baðherbergi deildar 13-E á Landspítalanum við Hring- braut. Hildur Þóra Hallbjörnsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á deild 13-E, segir algengt að baðher- bergið sé notað fyrir sjúklinga. „Ef allar aðrar stofur eru upp- teknar sem við notum í einangr- un, þá notum við baðherberg- ið. Við höfum líka þurft að nota setustofuna og ganginn. Deildin er nýtt 105%. Það er alltaf fullt í hverju einasta plássi og það eru mjög oft sjúklingar á ganginum en ástandið hefur verið sérlega erfitt nú í verkfalli lækna. Þetta getur ekki gengið svona til lengd- ar,“ segir hún. Hildur Þóra segir að starfs- fólk Landspítalans reyni að gera vistina eins bærilega og mögu- legt er. „En auðvitað er þetta óboðlegt, segir hún og lýsir vist- inni: „Fæturnir eru þar sem kló- settið er og höfuðið er þar sem sturtan er.“ Í gær fjallaði Fréttablaðið um áhrif verkfallsins á hjartadeild Landspítalans þar sem sjúkling- ar hafa beðið frá mánudegi eftir nauðsynlegum rannsóknum og aðgerðum. Þá var rætt við Guðna Pál Viktorsson, ungan mann sem lagður var inn á mánudagskvöld vegna einkenna frá hjarta en hefur ekki farið í nauðsynlegar rannsóknir og veit því ekki enn hvað amar að honum. „Það er svívirðilegt, nú er staðan sú að öryggi sjúklinga er ekki tryggt,“ segir Ólafur Ólafs- son, fyrrverandi landlæknir, um fregnir af ástandinu á spítölum landsins nú í vikunni. „Þetta eru ekki bara nauðsyn- legar rannsóknir sem sjúklingar bíða eftir, þær eru í mörgum til- fellum lífsnauðsynlegar,“ ítrekar Ólafur og nefnir sem dæmi gang- ráðsísetningar og hjartaþræðing- ar sem aðgerðir sem geti bjargað lífi fólks. Magnús Pétursson ríkissátta- semjari segir ekki enn komið fram nýtt efni sem gefi tilefni til fundar. „Auðvitað er verið að vinna í þessu á öllum vígstöðvum. Það finna allir til skyldunnar að leysa þessa deilu, en það er efnið sem ræður því hvort og hvenær er boðað til fundar.“ kristjanabjorg@frettabladid.is Nýrnaþegi liggur inni á baðherbergi Nýrnaþegi í einangrun var lagður inn á baðherbergi á deild 13-E. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, segir svívirðilegt að öryggi sjúklinga sé ekki tryggt. ÓBOÐLEG SJÚKRAVIST „Fæturnir eru þar sem klósettið er og höfuðið er þar sem sturtan er,“ segir Hildur Þóra. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM Það er svívirðilegt, nú er staðan sú að sjúkling- ar eru í lífshættu vegna þess að ekki hefur verið samið. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir. Sjúkrastofur á Landspítalanum eru það yfirfullar að ekki er hægt að rýma deildir til að þrífa þær þegar skæðir smitsjúkdómar koma upp. Tæpum þremur vikum eftir að mósasmit kom upp á bráðalegudeild hefur ekki enn tekist að klára viðeigandi þrif. Fimm smit hafa komið upp á bráðalegudeildum Landspítalans á þessu ári. Mósabakterían er skað- leg þar sem hún er ónæm fyrir sýklalyfjum sem gerir meðhöndlun erfiða. Þá er hún bráðsmitandi. Rúmanýting á spítalanum hefur verið um hundrað prósent á síðasta ári. Staðan er því sú að sjúklingar liggja inni á deildum þó þar hafi komið upp smit. „Við höfum ekki haft svigrúm til þess að tæma deildirnar svo við höfum þurft að þrífa í áföngum, sem er mjög þungt í vöfum. Þetta er erfitt fyrir sjúk- lingana og starfsfólkið, líka bara upp á allt verklagið sem tekur mun lengri tíma,“ sagði Hlíf Steingríms- dóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs, í fréttum Stöðvar 2 í gær. Hlíf segir það áhyggjuefni hvað rúmanýtingin er mikil og hversu lítið svigrúm gefst til að takast á við svona uppákomur, sem verða endurtekið. Að sögn starfsfólks á gangi sem nú er verið að þrífa í áföngum er álagið mikið. Unnið er við að takmarka útbreiðslu og uppræta smit. Sótthreinsa þarf gard- ínur, rúmföt og borðbúnað og öllu því sem ekki er innsiglað í plast er hent; bleyjum, bókum, blöðum og svo framvegis. Því er bæði óhentugt og tímafrekt fyrir starfsemina að geta ekki lokað deildinni og klárað viðeigandi þrif. - þþo Ekki hægt að rýma deildir til að þrífa þær ÞJÓNUSTA Bónus var oftast með lægsta verðið á ýmsum vöru- tegundum sem í boði eru fyrir jólahátíðina, eða í 77 tilvikum af 105. Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á jólamatvöru í níu matvöruverslunum á höfuðborg- arsvæðinu. Oftast var á milli 25 og 50 prósenta verðmunur á hæsta og lægsta verði. Krónan var ódýrust í 10 tilvikum. Samkaup-Úrval bauð upp á hæsta verðið í 32 til- vikum og Iceland í Engihjalla var með hæsta verðið í 27 tilvikum. Mestur verðmunur var á ódýr- ustu fersku jarðar berjunum en þau voru dýrust á 3.495 krónur hjá Hagkaupum en ódýrust á 1.709 kr. hjá Krónunni, verðmun- urinn er 1.786 kr. eða 105 prósent. - sa Verðkönnun ASÍ: Bónus með lægsta verðið HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðis- stofnun Norðurlands (HN) hefur ráðið þrjá stjórnendur til starfa við stofnunina. HN tók til starfa 1. október 2014 við sameiningu heilbrigðisstofnana á Norður- landi, allt frá Þingeyjarsýslum til Blönduóss. Guðný Friðriksdóttir hefur verið ráðin framkvæmda- stjóri hjúkrunar, Örn Ragnarsson framkvæmdastjóri lækninga við stofnunina og Guðmundur Magn- ússon framkvæmdastjóri fjár- mála- og stoðþjónustu. - sa Sameinuð heilbrigðisstofnun: Þrír stjórnendur ráðnir til HN MOSFELLSBÆR Bæjarstjórn Mos- fellsbæjar samþykkti fjárhags- áætlun bæjarins fyrir árið 2015 á bæjarstjórnarfundi sínum í gær. Gert er ráð fyrir óbreyttum leikskólagjöldum á næsta ári og hækkun á frístundaávísun um 10 prósent. Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 35 milljónir króna. Standa á vörð um grunn- og velferðarþjónustu sem veitt er af stofnunum bæjarins. Laun starfsmanna bæjarins munu hækka á árinu 2015 í kjöl- far samninga við flesta starfs- hópa sveitarfélagsins. „Starfsfólk sveitarfélaga hefur setið eftir í launahækkunum á síðustu árum og það er vel að því komið að fá kjör sín bætt,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri. - sa Fjárhagsáætlun samþykkt: Leikskólagjöld haldast óbreytt KÍNA Ansi óvenjulegt jólatré er að finna í verslunarmiðstöðinni Shen- yang í Kína. Tréð er þrettán metra hátt og skreytt með tíu þúsund eld- rauðum rósum. Það var evrópskur listamaður sem skreytti tréð og hann er sagður hafa verið tíu sólarhringa að vinna verkið. - vh Óvenjulegar jólaskreytingar í verslunarmiðstöð í Kína: Tíu þúsund rósir prýða jólatréð ELDRAUTT Tréð er skreytt með eldrauðum rósum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY VIÐSKIPTI Þúsundir viðskiptavina Íbúðalánasjóðs geta ekki greitt upp lán sín eða endurfjármagnað þau vegna uppgreiðslugjalds sem sjóð- urinn gerir kröfu um og hleypur á milljónum króna. Rætt hefur verið um að bankarnir taki yfir lánasafn sjóðsins. Alls eru 138 milljarðar af útlánasafni Íbúðalánasjóðs með uppgreiðslugjaldi og því er ljóst að þúsundir viðskiptavina sjóðsins eru með slík lán. Fréttastofan hefur undir höndum tölvupóstsamskipti viðskiptavinar Íbúðalánasjóðs v ið forstjóra sjóðsins en þessi viðskiptavinur er fastur, getur ekki endurfjármagn- að lán sitt eða stækkað við sig þar sem Íbúða- lánasjóður gerir kröfu um hátt í 5 milljóna króna uppgreiðslugjald á láninu, sem er næstum allt eigið fé hans í íbúðinni. Umræddur við- skiptavinur segir að sér líði eins og í skuldafangelsi með þetta hang- andi yfir sér. Í tölvupóstum sem Sigurður Er- lingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sendi manninum segir að undir- búningsvinna vegna þessa vanda sé komin á bið. Úr póstum hans má lesa að tillögur verkefnastjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála sem starfaði á vettvangi félags- málaráðuneytisins hafi ekki komið með neinar lausnir á uppgreiðslu- gjaldsvandanum. - þþ Alls eru 138 milljarðar af útlánum Íbúðalánasjóðs með uppgreiðslugjaldi: Fastir inni með lán sín hjá ÍLS SIGURÐUR ERLINGSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.