Fréttablaðið - 12.12.2014, Síða 8

Fréttablaðið - 12.12.2014, Síða 8
12. desember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 MENNTUN Páll Winkel fangelsis- málastjóri telur rétt að Fangelsis- málastofnun sjái um námsráðgjöf fyrir fanga í stað þess að hún sé á borði Fjölbrautaskóla Suðurlands. „Það er fullkomlega eðlilegt að þetta sé inni á borði Fangelsis- málastofnunar sem sér um starf- semi allra fangelsa í landinu, sem eru sex. Það er ekki bara eitt fang- elsi. Við myndum gera okkur grein fyrir því og myndum ekki skera niður stöðu námsráðgjafa úr 100 prósentum í 50 prósent,“ segir Páll Winkel spurður um málið. Fjárskortur hefur valdið því að staða námsráðgjafa fanga var í haust skorin niður úr 100 pró- sent starfsgildi í 50 prósent. Guð- rún Kristjánsdóttir, aðferðafræði- kennari við Háskóla Íslands, sagði við Fréttablaðið fyrr í desember að þetta hefði mikil áhrif á nám fang- anna. Síðan greindi Fréttablaðið frá því að Helga Lind Hjartardótt- ir, námsráðgjafi við Fjölbrauta- skóla Snæfellinga, veitti föngum á Kvíabryggju ráðgjöf í frítíma. „Ég kem við hjá þeim á leiðinni heim eftir vinnu,“ sagði Helga Lind við Fréttablaðið. Páll Winkel segir að áður en staða námsráðgjafa hjá Fjölbrauta- skóla Suðurlands var skorin niður hafi hún gefið föngum mikið. „Þetta er eitt það mikilvægasta sem til er þegar verið er að tala um að reyna að undirbúa fanga undir það að fara út í samfélagið aftur. Það er menntun og nám, í hvaða formi sem það er,“ segir hann. „Ég held að það séu allir sammála um það, hvort sem það eru starfsmenn í fangelsiskerfinu eða fangar, að það þarf að tryggja að lágmarki 100 prósent stöðu í þetta verkefni,“ segir Páll. Staða námsráðgjafa var rædd á fundi allsherjar- og menntamála- nefndar Alþingis í gær. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður nefndar- innar, segir að þingið hafi í gegn- um tíðina samþykkt fjárveitingar til að manna stöðuna. „Svo er samningur við Fjöl- brautaskóla Suðurlands um að sinna þessu verkefni og þess vegna tel ég að það sé alveg ljóst að þessu á að sinna af hálfu skólans,“ segir Unnur Brá. Hún segir mikilvæg- ast að innanríkisráðuneytið og menntamálaráðuneytið fari saman yfir það hvernig þessi þjónusta verði tryggð til framtíðar. „En ég er ekki fylgjandi því að taka þessa fjármuni af fjölbrautaskólanum og flytja þá til Fangelsismálastofnun- ar, vegna þess að ég tel mikilvægt að nota þá reynslu sem er komin á hjá Fjölbrautaskóla Suðurlands og nota þá beintengingu sem er komin við menntakerfið,“ segir Unnur Brá. jonhakon@frettabladid.is Ráðgjafinn verði hjá Fangelsismálastofnun Forstjóri Fangelsismálastofnunar vill að námsráðgjafi starfi hjá stofnuninni og sinni öllum sex fangelsunum á landinu. Tryggja þarf fjármagn fyrir þjónustunni. „Þetta er ekki alveg einfalt. Það sem ég óttast og gæti gerst er að þessi náms- ráðgjafi gæti orðið fastur á skrifstofu í Fangelsismálastofnun,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrauta- skóla Suðurlands, spurð að því hvað henni finnist um það að námsráðgjafi fanga yrði starfsmaður Fangelsismála- stofnunar. „Það sem er lykilatriði er samtal milli námsráðgjafa og nemenda. Það er ekki hægt að afgreiða það nema í beinu sambandi þessara aðila á milli. Ég óttast það pínulítið að þetta yrði bara skrifstofustarf sem nýttist föngunum lítið,“ segir Olga Lísa. Hins vegar yrði starfsmaðurinn þá meira inni í öllu ákvarðanaferli hjá stofnuninni. Til dæmis varðandi innritun þegar fanginn kæmi inn. Ráðgjafinn tæki þá þátt í að finna pláss fyrir fangann sem hentaði honum. Olga Lísa segir að kostnaðurinn vegna þess náms sem Fjölbrautaskólinn Suðurlands býður hafi hækkað, vegna þess að föngum í námi hafi fjölgað mikið, vegna þess að kennarar þurfi að keyra á milli staða og bensín hafi hækkað í fyrra og vegna annarra aðstæðna. Fjárveiting fyrir þeirri þjónustu sem var í boði dugi ekki til og því hafi verið ákveðið að skera niður stöðu námsráðgjafa. Olga Lísa segir að þótt námsráðgjafinn færi til Fangelsismálastofnunar mætti skólinn ekkert fjár- magn missa. Krafan um verknám sé sífellt að aukast og verknámið sé dýrara. Námsráðgjafinn geti talað við fangana LITLA-HRAUN Páll Winkel fangelsismálastjóri segir menntun mikilvæga fyrir betrun fanga. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA UNNUR BRÁ KONRÁÐSDÓTTIR PÁLL WINKEL OLGA LÍSA GARÐARSDÓTTIR 1. Hversu mörgum sýrlenskum fl ótta- mönnum bjargaði áhöfn varðskipsins Týs? 2. Hversu margir ferkílómetrar hafa verið ræstir fram hér á landi? 3. Hvar spilar körfuboltakonan Hel- ena Sverrisdóttir? VEISTU SVARIÐ 1. 408 manns 2. 3.900 ferkílómetrar 3. Polkowice í Póllandi EFNAHAGSMÁL Greiningardeild- ir allra þriggja viðskiptabank- anna og IFS greiningar telja að tólf mánaða verðbólga fari undir neðri þolmörk Seðlabankans í desember. Hagstofa Íslands birt- ir verðbólgutölur 19. desember. Gangi þetta eftir mun Seðla- bankinn þurfa að birta greinar- gerð um ástæður fyrir lítilli verð- bólgu og úrbætur í þeim efnum. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5 prósent og eru þolmörkin 1,5 prósent. Samkvæmt mælingu Hagstofunnar var verðbólgan eitt prósent í nóvember. Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,3 prósent í desembermán- uði frá mánuðinum á undan. Tólf mánaða verðbólga hjaðni úr 1,0 prósenti í 0,8 prósent. IFS greining, greiningardeild Arion banka og hagfræðideild Landsbankans spá því hins vegar allar að neysluverðsvísitalan í desember hækki um 0,2 prósent og tólf mánaða verðbólga fari niður í 0,7 prósent. Samkvæmt þeirri spá yrði ársverðbólgan sú lægsta í um tvo áratugi eða síðan í desember árið 1994. Bráðabirgðaspá hagfræðideild- ar Landsbankans gerir ráð fyrir 0,3 prósenta lækkun neysluverðs- vísitölu í janúar, 0,2 prósenta hækkun febrúar og 0,2 prósenta hækkun í mars á næsta ári. Gangi spáin eftir verður tólf mánaða verðbólgan 0,6 prósent í mars. - jhh Fari verðbólgan undir þolmörk mun Seðlabankinn birta greinargerð um ástæður þess og úrbætur: Spá því að verðbólgan fari undir þolmörk Í SEÐLABANKANUM Þeir Már Guð- mundsson og Arnór Sighvatsson þurfa að gera grein fyrir afstöðu Seðlabank- ans ef verðbólgan fer undir eitt prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR VEISTU SVARIÐ?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.