Fréttablaðið - 12.12.2014, Side 28

Fréttablaðið - 12.12.2014, Side 28
12. desember 2014 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Að leita ljóssins Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins og tíður gestur í þessum dálki, talaði um Borgunarsölu Landsbankans á þingi. Hann var ósáttur við bankastjóra Landsbankans og að hér væri ekki hætt við frekari sölu, heldur ætti að selja annað greiðslukortafyrirtæki. „Af hverju leitar maðurinn ekki að einhverjum sem hefur ljós til þess að lýsa upp þetta myrkur sem hann er í? Og af hverju gengur hann í sömu gildruna aftur, að selja öflugt fyrirtæki á fyrsta tilboði? Ég hélt að það væru margir fjárfestar á Íslandi sem væru í vandræðum með að fjárfesta, meðal annars vegna hafta. Ég skil þetta ekki,“ sagði Þor- steinn Sæmundsson. Fokdýr áróðurssýning Steingrímur J. Sigfússon fór á flug á Alþingi í gær og fann þá að því að Bjarni Benediktsson svarar ekki spurningum um gang skuldaleiðrétt- ingarinnar. „Hvort tveggja gengur ekki upp, að sú kynning hafi byggst á fullnægjandi upplýsingum en að núna, mánuði seinna, geti ráðherra engu svarað. Mér er nær að halda að ráðherra hafi frekari málsvörn í svari sínu nú en að áróðurssölumessan í Hörpu hafi byggt á einhverjum vitrænum gögnum. Þetta er stóralvarlegt mál, herra forseti, og ég ítreka óskir mínar um að þetta verði rætt í forsætisnefnd,“ sagði Steingrímur undir bjölluleik forseta þingsins. Ráðherra með reisupassa Stefán Ólafsson, prófessor við Há- skóla Íslands, er í hópi þeirra sem finna að náttúrupassa Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Hann segir ráð- herrann vilja troða náttúrupassa ofan í kok á þjóðinni. Stefán segir einnig að honum virðist „… sem ráðherrann vilji ganga erinda hóteleigenda sem ekki vilja gistináttaskatt eða hærra þrep virðisaukaskatts á ferðaþjón- ustu (þótt hvort tveggja sé algengt í grannríkjunum). Ráðherrann virðist líka ætla að leyfa landeigendum að vera sjálfir með gjaldtöku, eins og fitjað var upp á í fyrra. Kannski er meginmarkmið ráðherrans með „nátt- úrupassanum“ að lögmæta gjaldtöku landeigenda.“ sme@frettabladid.is Frumvarp um afnám lágmarksútsvars hefur verið lagt fram á Alþingi enn eina ferðina. Markmiðið virðist vera að auka frelsi sveitarstjórna og takmarka óhófleg afskipti löggjafans. Afnáminu er ætlað að leiða til jákvæðrar samkeppni milli sveitar- félaga með tilliti til útsvarsgreiðslna. Hvernig geta það talist óhófleg afskipti að kveða á um lágmarksútsvar í lögum, þegar það telst eðlilegt að hafa ákvæði um hámarksútsvar? Og hvernig er hægt að fullyrða að ekki sé verið að leggja til breyt- ingar á lögbundnu hlutverki sveitarfélag- anna? Þessi skilgreining á frelsi og afskipt- um er þröng og tækifærissinnuð. Hún er kunnugleg og til þess eins gerð að þjóna markmiðum frjálshyggjunnar um lægri skatta án þess að afleiðingar fyrir samfé- lagið séu kannaðar til hlítar. Lögbundn- ar skyldur sveitarfélaga eru margar og flóknar og felast m.a. í rekstri grunnskóla, félagslegs húsnæðis og sorphirðu. Ólög- bundin verkefni eru síst færri en ekki síður mikilvæg. Verkefnin kosta peninga. Mest er fjármagnað með útsvarinu, sem byggir á samfélagssáttmála um að við fjármögn- um ákveðna grundvallarþjónustu í sam- einingu. Auðvitað ríkir ágreiningur um hversu stór hluti verkefnanna skuli fjár- magnaður með útsvarinu, hvort þau skuli fjármögnuð að fullu eða hvort notendum beri að greiða hluta. Aldrei nokkurn tímann hefur þó verið stungið upp á annars konar tekjuöflun að fullu. Samkeppnissjónarmið frumvarpsins halda ekki, enda ekki um fyrirtæki að ræða heldur samfélög. Verk- efni sveitarfélaganna eru ekki vara sem hægt er að bjóða á afslætti, ekki frekar en verkefni heimila eða fjölskyldna. Sveitar- félögin eru mynduð utan um þessi verkefni og íbúarnir fjármagna þau og framkvæma með lýðræðislegum aðferðum. Aftur tek ég fram að auðvitað er ágreiningur um fjár- mögnun eða framkvæmd einstakra verk- efna, en ekki fyrirkomulagið í heild. Eigi sveitarfélög að keppa um eitthvað, þá er margt mikilvægara en útsvarið. Lífsgæði, menntun, frístundir, umhverfi, samgöng- ur og húsnæði og hvernig hægt sé að nýta fjármunina sem best í þágu samfélagsins alls. Frumvarp um afnám lágmarksútsvars endurspeglar gerbreytta hugmyndafræði, þar sem gert er ráð fyrir möguleikanum á að ekkert útsvar verði innheimt. Frumvarp- ið boðar rof á þeirri sátt sem ríkt hefur um að íbúar fjármagni verkefni sveitarfélag- anna í sameiningu og kynnir til leiks hug- myndafræði um sveitarfélög sem fyrirtæki sem bjóði varning á hagstæðum kjörum. Það væri mikil afturför og því óskandi að Alþingi hafni frumvarpinu. Sveitarfélög eru ekki fyrirtæki SVEITARFÉLÖG Sóley Tómasdóttir forseti borgar- stjórnar www.netto.is Kræsingar & kostakjör AFHJÚPUN REYNIR TRAUSTASON KR Sjómaðurinn Reynir Traustason varð fréttaritari DV á Flateyri. Fréttaritarinn varð ritstjóri og eigandi DV. Við sögu koma átök og hneyksli sem skóku íslenskt sam- félag. Mál Árna Johnsen, Æsumálið, Landssímamálið og nú síðast Leka- málið og átökin sem kostuðu hann starfið. Þetta er fréttaævisaga. B jarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, spurði stjórnarandstöðuna að því í vikunni hvort það væri sanngjörn krafa, í ljósi þess að almennur læknir á Landspítalanum væri með um 1,1 milljón á mánuði í heildarlaun og yfirlæknar með um 1.350 þúsund, að við þá upphæð bættist um það bil ein meðalmánaðarlaun fólks í landinu til að leysa læknaverkfallsdeiluna. Ekki fékkst svar við spurningunni á þinginu í gær enda snýst læknadeilan öll um hana. Deilan hefur nú varað í 60 daga og ekkert bendir til að það styttist í að henni ljúki. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að búið væri að fresta rúmlega 700 aðgerðum. Yfir tvö þúsund dag- og göngudeildarkomum hefur verið frestað. Rætt var við mann sem hefur verið fastur á hjartadeild Landspítalans í fjóra daga. Hann liggur inni á kaffistofu, þar sem allar stofur eru yfirfullar. Sjúk- lingurinn veit ekki enn hvað að honum amar þar sem hann hefur ekki enn undirgengist nauðsyn- legar rannsóknir. Í dag segjum við svo frá því að sjúklingur í einangrun vegna sýkingarhættu þurfi á liggja inni á klósetti vegna plássleysis. Þetta úrræði er víst algengt. Í aðsendri grein í blaðinu í gær sagði Agnar H. Andrésson, hag- fræðingur og læknanemi, frá því að kaupmáttarskerðing lækna síðustu sjö árin nemi um 20 prósentum. Þeir hafi setið eftir með verulega skertan kaupmátt og aukið álag samtímis. Margir læknar hafi sagt starfi sínu lausu eða séu að íhuga það alvarlega. Samfara því séu fáir læknar að flytja heim með fjölskyldur sínar til að fara að vinna í molnandi kerfi og fá lág laun fyrir. Hvernig á að leysa þetta? Ástandið hlýtur að enda einhvern veg- inn og kostirnir eru ekki sérlega margir. Í fyrsta lagi geta læknar sætt sig við mun minni launahækkanir en þeir krefjast í dag og fallist þannig á tilboð ríkisins. Í öðru lagi getur ríkið fallist á kröfur lækna og hækkað laun þeirra umtalsvert. Í þriðja og síðasta lagi geta báðir séð að núverandi staða, bæði vegna afleiðinga verkfalls- ins sem og stöðunnar sem var uppi löngu áður en læknar ákváðu að leggja niður störf, er alveg út úr kortinu og slakað á kröfum sínum. Fyrsti kosturinn er útilokaður. Læknarnir hafa sýnt tennurnar óhikað undanfarið og stefnir í enn harðari og líklegast hættulegri aðgerðir þeirra eftir áramót. Þeim er alvara. Eftir standa kostir tvö og þrjú. Bjarni heldur á veskinu fyrir ríkisstjórnina. Hann hefur eðlilega áhyggjur af stöðugleika og telur erfitt að fylgja þeirri slóð ef ein stétt fær launahækkun um marga tugi prósenta með sambærilegum kröfum allra annarra stétta opinberra starfsmanna í kjölfarið. Líklegast er blanda af kostum tvö og þrjú eina færa leiðin. Ástandið í heilbrigðismálum, bæði hvað varðar launakjör lækna en einnig allan annan aðbúnað, er orðið þannig að þjóðin ber skaða af. Einhvers konar þjóðarsátt þegar kemur að launahækkunum lækna er óumflýjanleg. Íslendingar, þar með taldar allar opinberar stéttir, hljóta að vilja sættast á það að allt sé gert til þess að halda læknum í landinu. Gera aðbúnað þeirra, og sjúklinga, ásættanlegan og búa þannig í haginn að hér getum við lifað óhrædd við að veikjast eða lenda í slysum. Við getum augljóslega ekki hækkað laun allra um tugi prósenta án þess að allt fari hér á hliðina. En læknastéttin er forsenda þess að við getum verið hér yfirhöfuð. Svörum spurn- ingu Bjarna og höldum áfram. Það er nóg komið. Það verður að semja við lækna sem allra fyrst: Þjóðarsátt er óumflýjanleg Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.