Fréttablaðið - 12.12.2014, Side 29

Fréttablaðið - 12.12.2014, Side 29
FÖSTUDAGUR 12. desember 2014 | SKOÐUN | 27 Í DAG Sif Sigmarsdóttir rithöfundur Mig langar til að gefa ríkis- stjórninni „high five“. Aldrei þessu vant gerði hún eitthvað sem olli litlum sem engum usla, eitthvað sem keppir ekki við afturendann á Kim Kar- dashian um að leggja internetið á hliðina. Fáir æstu sig yfir skipun Ólafar Nordal sem innanríkis- ráðherra í síðustu viku. Allir virtust frekar sáttir ef undan eru skilin einstaka harma- kvein gamalla flokksjálka sem héldu að lýðræðið virkaði eins og röðin á Bæjarins bestu, ef maður stæði nógu lengi í henni hlotnaðist manni að endingu ein með öllu. Öllum að óvörum barst hins vegar kaldur efa- semdastrekkingur úr óvænt- ustu átt. Brjóstaskoran á Clinton Fjöldi langþreyttra karlmanna mun andvarpa af armæðu ofan í morgunkaffið sitt yfir eftir- farandi yfirlýsingu: Það er ekki tekið út með sældinni að vera kona í stjórnmálum. Byrja þess- ar kerlingar að væla. En þetta er einfaldlega staðreynd. Fjöldi rannsókna sýnir að konur eiga erfiðara uppdráttar í stjórnmál- um en karlar. Í kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2008 var gerð rannsókn við Johns Hopkins-háskólann á umfjöll- un um frambjóðendur til þessa æðsta embættis þar í landi frá því fyrsta konan gaf kost á sér í stöðuna árið 1872. Sam- kvæmt rannsókninni er ekki aðeins fjallað að jafnaði tvisv- ar sinnum meira um karlfram- bjóðendur en kvenframbjóð- endur í fjölmiðlum heldur er sú umfjöllun sem kvenframbjóð- endur fá oftar gagnrýnin og háðsleg en í tilfellum karlanna. Konurnar eru sagðar óprakt- ískur kostur, jafnvel vanhæf- ar. Þrisvar sinnum meira pláss fer í að lýsa fjölskylduhögum þeirra og útliti. Algengara er að dregnar séu upp af þeim staðal ímyndir og þær sagðar þjást af skapsveiflum. Meiri líkur eru á að aldur þeirra sé tilgreindur en starfstitli þeirra sleppt. Aðeins 16% umfjöllun- arinnar um konur tengjast mál- efnum sem þær standa fyrir miðað við 27% umfjöllunarinn- ar um karlmenn. Það sem er mest sláandi er að lítil breyt- ing hefur orðið á málum síðan 1872. Hillary Clinton sem nú er sögð íhuga framboð til for- seta Bandaríkjanna öðru sinni hefur ekki farið varhluta af þessu heilkenni. Er hún kljáðist við Barack Obama um að verða forsetaframbjóðandi demó- krata í kosningunum 2008 birti hið virta dagblað Washington Post ýtarlega grein um brjósta- skoruna á henni sem hafði sést glitta í við störf hennar sem öldungadeildarþingmað- ur. Einn vinsælasti útvarps- maður Bandaríkjanna spurði landa sína að því hvort þeir vildu í alvörunni þurfa að horfa upp á konu eldast fyrir augum þeirra. Og nú hafa fjölmiðlar þar vestra neglt ástæðuna fyrir því af hverju Hillary Clinton ætti ekki að sækjast eftir því að verða forseti árið 2016. Chelsea Clinton, dóttir þeirra Hillary og Bills Clinton, hafði ekki fyrr tilkynnt um að hún og maður hennar ættu von á barni í apríl síðastliðnum en fýluleg- um fyrirsögnum aftan úr forn- eskju rigndi yfir 21. öldina. Amma! Hvernig getur amma verið forseti? Hún á að vera að sinna barnabarninu. Enginn virtist þó velta fyrir sér hvort Jeb Bush, líklegur forsetafram- bjóðandi repúblikana, hefði tíma til að sinna forsetaemb- ættinu þótt hann væri afi. Hvernig gengur heyskapurinn? „Hafðir þú engar áhyggjur af því að þú hefðir ekki nægt þrek í starfið?“ spurði blaðamaður Morgunblaðsins Ólöfu Nordal eftir að hún tók við lyklavöld- um í innanríkisráðuneytinu en Ólöf sigraðist nýverið á illvíg- um veikindum. „Ég hefði, eins og ég sagði, aldrei fallist á að gera þetta, ef ég héldi ekki að ég réði við verkefnið,“ svarar Ólöf. Næsta spurning blaðamanns er eins og löðrungur alla leið frá myrkustu miðöldum. „Eigin- maður þinn, Tómas Már Sigurðs- son, einn af æðstu stjórnendum Alcoa, er væntanlega á þönum um allan heim, starfs síns vegna. Þið eigið fjögur börn, fædd á árunum 1991 til 2004. Hvernig í ósköpunum ætlið þið að púsla þessu öllu saman, eftir að þú ert orðin innanríkisráðherra?“ Halló. Eru þetta Hádegismó- ar? Sautjánhundruð og súrkál hringdi og vildi fá spurninguna sína til baka. Spurning blaðamanns er álíka mikið í takt við tímana og hefði hann spurt Ólöfu hvernig heyskapurinn gengi. Nú, ertu ekki í heyskap? Ó, en hvern- ig fóðrar þú þá skepnurnar? Engar skepnur? Hvaðan kemur þá mjólkin og kjötið? Bónus? Hvað er það? En þú hlýtur að vera farin að undirbúa að taka slátrið. Blaðamönnum er auðvitað frjálst að spyrja viðmælendur sína að hverju sem þeir telja mikilvægt eða veki áhuga les- enda. Sannleikurinn er hins vegar sá að karlmaður hefði aldrei verið spurður sömu spurningar. Um leið og ég gef ríkisstjórn- inni umrætt „high five“ langar mig til að leggja fyrir karl- mennina í henni spurninguna sem allir telja sig vita svarið við: Hvernig gengur að vera bæði ráðherra og pabbi? Geng- ur það ekki bara fínt? Okkur hin vil ég spyrja: Væri því eitthvað öðruvísi farið ef væru þeir konur? Byrja þessar kerlingar að væla Allir virtust frekar sáttir ef undan eru skilin einstaka harmakvein gamalla flokks- jálka sem héldu að lýðræðið virkaði eins og röðin á Bæjarins bestu, ef maður stæði nógu lengi í henni hlotnaðist manni að end- ingu ein með öllu. Öllum að óvörum barst hins vegar kaldur efasemdastrekkingur úr óvæntustu átt. Nú eru jólasveinar farn- ir að koma til byggða með ýmislegt spennandi í skóinn fyrir börnin. Við Íslendingar látum okkur ekki nægja einn jólasvein – eins og flestar þjóðir gera – heldur 13 sem koma einn af öðrum. Það hljóta að fylgja þessu gjafa- stússi mikil útgjöld á jóla- sveinaheimilinu. Það virð- ist einnig hafa orðið mikil gjafabóla hjá jólasveinum undanfarin ár eða áratugi, þar sem hér á árum áður voru gjafir mun minni. Þá fengu krakkar gjarnan ávöxt og kannski örlítið sælgæti um helgar. Svo virðast jólasveinar líka mismuna börnum frekar nú en áður fyrr, þar sem sum barnanna fá mjög dýrar og stórar gjafir, sem komast jafnvel ekki í neina skó, á meðan önnur fá litlar gjafir. Kæru jólasveinar, ég hef áður skrifað ykkur bréf og bent ykkur á að sam- kvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna má ekki mismuna börn- um vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Mig langar að benda ykkur á að það væri kannski skynsam- legt að koma á samvinnu við for- eldrafélög í leikskólum og grunn- skólum um að setja einhver viðmið um gjafir frá ykkur, því börn tala saman og bera sig saman. Samt er það svo að dýrmæt- ustu gjafirnar fara ekki í skó. Þær eru endingargóðar og einstaklega umhverfisvænar. Þær enda ekki í ruslinu eftir jólin, þær þarf ekki einu sinni að endurvinna. Þær munu endast börnunum alla ævi og vaxa og dafna hjá barninu með tímanum. Þessar gjafir stuðla að auknum þroska og bættri sjálfs- mynd barnanna. Þetta eru dýrmæt þroska leikföng, en kosta samt sára- lítið sem ekkert. Ég veit, kæru jóla- sveinar, að það er erfitt fyrir ykkur að gefa börnunum þessar gjafir sjálfir, en þið getið ef til vill gert samning við foreldra barnanna. Stærstu og bestu gjafirnar Stærstu og bestu gjafirnar sem börnin fá er tími með foreldrum sínum og fjölskyldu, umhyggja, gleði, umburðarlyndi, samvera og samtal, vinátta, virðing, hrós, bros, faðmlag, uppörvun, stuðningur, kærleikur, að spila saman, lesa saman, baka saman, horfa á jóla- mynd saman, taka til saman (og taka kannski aðeins minna til), bjóða vinum heim og svo mætti lengi telja. Þessar gjafir fást ekki fyrir peninga en eru afar endingar góðar og mikilvægt inn- legg í andlega velferð barnanna til framtíðar. Þessar gjafir byggja upp sjálfsmynd og sterkan einstak- ling. Með því að gefa þessar dýr- mætu gjafir er þar að auki verið að tryggja að börn njóti þeirra réttinda sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum. Samkvæmt honum eiga börn rétt á umhyggju og vernd, að njóta leiðsagnar og stuðnings foreldra sinna og að umgangast þá báða. Þau eiga rétt á að lifa og þroskast, líkamlega, and- lega og félagslega. Til þess þurfa þau ekki síst að hafa tækifæri til að byggja upp sterka sjálfsmynd, njóta samveru og hvatningar. Þau þurfa líka að læra að meta það sem þau eiga og fá. Börn eiga hins vegar ekki rétt á að öðlast allt það sem hugurinn girnist og að allar þeirra óskir séu uppfylltar. Slíkt getur flokkast sem ofdekur og í raun er ofdekur ein birtingarmynd vanrækslu, sem enginn vill gerast sekur um. Kæru jólasveinar. Þið megið líka hugsa til barna sem lenda í einelti og styðja verkefni sem miða að því að koma í veg fyrir einelti. Með því að fara inn á jolapeysan.is getið þið styrkt Vináttu, forvarn- arverkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gegn einelti í leikskólum, en þangað má gjarn- an rekja rætur eineltis. Við hjá Barnaheillum óskum ykkur að lokum gleðilegra jóla, með von um að hátíðin muni færa ykkur gleði, frið og samveru. Orðsending til jólasveina SAMFÉLAG Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum– Save the Children á Íslandi Falleg bók sem á að vera til á hverju heimili Sími 512 7575 Borgartúni 23 105 Reykjavík heimur@heimur.is www.heimur.is llar helstu þjóðsögurnar úr safni Jóns Árnasonar er nú loks fáanlegar í fallegri bók. Söguhetjurnar mæta ljóslifandi til leiks á teikningum Freydísar Kristjánsdóttur. Sæmundur fróði, Búkolla, Bakkabræður, djákninn á Myrká, Gilitrutt, Galdra-Loftur og aðrir gamlir kunningjar bíða þess að kynnast nýrri kynslóð. ➜ Kæru jólasveinar. Þið megið líka hugsa til barna sem lenda í einelti og styðja verk- efni sem miða að því að koma í veg fyrir einelti.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.