Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.12.2014, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 12.12.2014, Qupperneq 44
6 • LÍFIÐ 12. DESEMBER 2014 Bryndís Hákonardóttir segir augun vera glugga að innra ástandi líkamans. V iðskiptafræðingurinn Bryndís Hákonardótt- ir venti kvæði sínu í kross fyrir tæplega tíu árum þegar hún flutti með eiginmanni sínum og þremur börnum til Danmerkur. Við kom- una þangað ákvað hún að skipta algerlega um starfsvettvang og hóf nám í næringarþerapíu við Center for Ernæring og Terapi í Kaupmannahöfn. „Ástæðan fyrir því að ég ákvað að breyta um stefnu í lífinu var aðallega sú að eftir að ég eignaðist mitt fyrsta barn þá byrjaði ég að fá ofnæmi. Fyrst voru það ákveðin frjókorn sem ég hafði ofnæmi fyrir, en svo fór ég að fá ofnæmi fyrir hinum ýmsu matvörum og þá helst flestum ávöxtum og hnetum en einnig dýrum. Ég hafði lengi haft mikinn áhuga á mataræði og verið svolítið að kafa í þau fræði sjálf. Auk þess sem ég stundaði námi í CET tók ég líffærafræði, lífeðlisfræði og meinafræði hjá Skolen for Alternativ Terapi,“ segir Bryndís. Lausnina að finna í mataræðinu Að námi loknu starfaði Bryndís sem næringarþerap- isti hjá fyrirtækinu ITK2 í Kaupmannahöfn þar sem hún hjálpaði veiku fólki að komast aftur út á vinnu- markaðinn og í dag á hún og rekur sitt eigið fyrir- tæki, Your Body Knows. „Eftir að hafa unnið hjá ITK2 í þrjú ár ákvað ég að stofna mitt eigið fyrirtæki og býð þar upp á næringarráðgjöf, fyrirlestra, de- tox-námskeið, lithimnulestur og fleira því tengt, bæði hér í Danmörku og á Íslandi.“ Hún segir marga kljást við misalvarlega lífsstílssjúkdóma í dag og magn- ið af næringarsnauðum mat í boði of mikið. „Ég tel mataræðið vera mun einfaldara en við þorum að trúa. Í stað þess að telja hitaein- ingar eða vera að spá í prótein-, fitu- eða kolvetnahlutfall fæðunnar, munu allir njóta góðs af því að borða meira af náttúrulegri, safaríkri og lífrænni fæðu. Það er svo margt sem hefur neikvæð áhrif á líf okkar í dag; við borðum meira af skyndibit- um og unnum næringarlaus- um matvörum en við höfum nokkurn tíma gert, drekk- um meira af gosdrykkjum, áfengum drykkjum og borð- um meira sælgæti. Svo eru verslanir á hverju horni í dag og margar hverjar opnar allan sólarhringinn. Við lifum mjög hreyfingarsnauðu, en þó hröðu og oft stressuðu lífi, með of litlum svefni og erum oft og tíðum með daglegar áhyggjur og samviskubit sem hafa áhrif á okkur. Allt þetta hefur mikil áhrif á heilsuna og getur verið orsök þess að margir þjást af ýmsum lífsstíls- sjúkdómum,“ segir Bryndís og bætir við að oft sé ekkert gert í málunum fyrr en vandamálið er orðið alvarlegt og þá þarf oft að gera miklar breytingar á lífsstílnum sem krefjast mikils aga og það gæti tekið líkam- ann langan tíma að finna jafnvægið að nýju. Augun gluggar að innra ástandi Fyrir mörgum árum fór Bryndís í krossbandaað- gerð en náði sér aldrei að fullu og leitaði sér því hjálp- ar hjá óhefðbundnum lækni sem systir hennar benti á. „Hann byrjaði á því að kíkja í augun á mér og sagði: „Uss, þessi aðgerð á hnénu á þér er mjög illa gerð, en ég get hjálpað þér.“ Það að hann hafi séð vandamálið í augunum og virkilega hjálpað mér, vakti áhuga minn á þessum fræðum.“ Fljótlega eftir þessa heimsókn skellti Bryndís sér í nám í lithimnufræðum í Englandi og það var þá sem að hún fór að skilja betur sitt innra ástand. „Ég hélt alltaf að ég væri í ágætis málum þar sem ég taldi mig lifa nokkuð heilbrigðu lífi, en það var ekki alveg það sem augun endurspegluðu. Eftir að ég lærði þessi fræði og breytti lífsstílnum, fór ég að finna mikinn mun á öllu ofnæmi sem ég var með. Ég gat ekki einu sinni skorið epli ofan í börnin mín hér áður fyrr, án þess að fá bólgin augu. Í dag borða ég epli og MARGIR ÞJÁST AF ÝMSUM LÍFSSTÍLS- SJÚKDÓMUM Bryndís Hákonardóttir menntaði sig í viðskiptum en eftir að hafa opnað augun fyrir mikilvægi góðrar heilsu ákvað hún að breyta til. Hún fluttist með fjölskyldunni til Danmerkur til þess að læra næringarþerapíu oft mörg á dag án þess að finna fyrir votti af ofnæmi,“ segir hún og bætir við að námið hafi hjálpað henni að skilja betur hvernig líkaminn starfar og hvaða áhrif fæðan og andlegt áreiti hefur á okkur. Með lithimnugreiningu er mynstrið í lithimnu ein- staklingsins greint en himnan er eins og fingrafarið okkar, eins ólíkt og við erum mörg. „Það má segja að augun séu gluggar að innra ástandi líkamans. Miðtaugakerfi líkamans er tengt öllum líffærum, líkamskerfum og öðrum svæðum í líkamanum og sjóntaug augans er tengd miðtauga- kerfinu og tekur við upplýsingum um stöðu líkam- ans.“ Bryndís segir greininguna þó ekki sjúkdóms- greiningu í sjálfu sér heldur sýni hún ástand líffæra og líkamskerfa, uppsöfnun úrgangsefna, bólgumynd- anir og upptöku næringarefna svo dæmi séu tekin. „Lithimnulesturinn hefur oft hjálpað mér að sjá rót vandans og þannig gefið mér færi á að gefa skjólstæð- ingum mínum mjög hnitmiðaðar ráðleggingar til að bæta eigin heilsu,“ segir Bryndís og bætir við að skjól- stæðingurinn fái betri skilning á ástandinu og það hjálpi honum að takast á við það af meiri alvöru því heilsuna þurfi að skoða út frá mörgum sjónarhornum. HOLLAR OG GÓÐAR BANANAPÖNNUKÖKUR (12-15 PÖNNUKÖKUR) 3 bananar, vel stappaðir 3 egg, hrærð saman í djúpri skál 1 tsk. kanill örlítið salt (má sleppa) Stöppuðu banönunum, kanilnum, og saltinu er hrært saman við eggin og þá er deigið tilbúið. Notið smjör eða kókosolíu á pönnuna, setjið tvær matskeiðar af blöndunni í hverja pönnuköku og steikið á pönnu á báðum hliðum þar til þær eru orðnar fallega gylltar. Það getur verið smá galdur að snúa þeim við, en þið komist fljótt upp á lagið með það. Pönnukökurnar eru æðislegar einar sér en líka með smjöri, ávöxtum eða smá hlynsírópi. Friðrika Hjördís Geirsdóttir Umsjónarkona Lífsins „Ég hélt alltaf að ég væri í ágætis málum þar sem ég taldi mig lifa heilbrigðu lífi, en það var ekki það sem augun endurspegluðu.“ 100% hreinar Eggjahvítur Fjölvítamín frá náttúrunnar hendi Án allra aukaefna! Gerilsneyddu eggjahvíturnar eru frábær valkostur í jólabaksturinn. Hugsaðu um hollustuna, veldu eggjahvítur frá Nesbúeggjum. Ís le ns k framleiðsla Heilsuvísir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.