Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.12.2014, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 12.12.2014, Qupperneq 56
18 • LÍFIÐ 12. DESEMBER 2014 Ragnheiður Guðmundsdóttir blaðamaður H ildur Yeoman fatahönn- uður og listamaður gaf út nýja línu á dögunum en línan er nú fáanleg í versluninni Kiosk. Hún fékk einnig nýlega hæsta styrk- inn frá hönnunarsjóði Auroru til áframhaldandi vöruþróunar. Lífið forvitnaðist um nýju línuna henn- ar Hildar og hvar hún fær innblást- ur fyrir þessa fallegu hönnun. „Ég nálgast hönnunina út frá teikning- unum mínum og spinn sögur sem skapa heilan heim af vörum. Í byrj- un sköpunarferilsins þá vinn ég oft með músu sem fyrirmynd í vinnu- ferlinu. Músurnar eru allar þær sterku konur sem ég hef í kring- um mig en ég er svo lánsöm að vera umkringd skapandi, sterk- um og áhugaverðum karakterum. Línan sem nú er komin í verslan- ir er unnin út frá einni slíkri konu, ömmu minni, henni Júlíu.“ Amma Hildar var húsmóðir sem bjó í New Jersey en stakk af frá fjölskyldu sinni til að ferðast um Bandaríkin með mótorhjólagengi. „Sterkar konur og persónur sem brjótast út úr þeim borgaralegu gildum sem samfélagið setur okkur voru kveikjan að síðustu línu. Ég hitti hana ekki oft þegar ég var lítil enda bjó hún í Bandaríkjunum en þegar ég hitti hana þá var ég alltaf logandi hrædd við hana og fannst hún alltaf vera hálfgerð norn. Mér hefur seinna verið sagt að hún hafi verið rammgöldrótt týpa með ung- verskt sígaunablóð í æðum.“ Línan samanstendur af kven- legum flíkum þar sem prentið spil- ar stórt hlutverk en það er blanda af ljósmyndum og teikningum eftir Hildi. „Það er mikið af kristöllum og náttúrusteinum í prentinu en auk fatnaðarins er mikið af fallegu skarti í línunni sem er bróderað með steinum sem búa yfir heilandi orku,“ segir Hildur að lokum. FÆ INNBLÁSTUR FRÁ ÖMMU JÚLÍU Hönnuðurinn Hildur Yeoman hefur sent frá sér nýja fatalínu sem innblásin er af sterkum konum sem hafa haft áhrif á líf hennar. Hildur Yeoman sendi frá sér nýja fatalínu á dögunum „Ég nálgast hönnunina út frá teikningum mínum og spinn sögur sem skapa heilan heim af vörum.“ Ef það er einhvern tímann hægt að segja að súkkulaði sé hollt þá eru það þessir molar sem bættir eru með bráðhollum hnetum, berjum og spirulina. SPIRULINA SÚKKULAÐIMOLAR 450 g dökkt súkkulaði 50 g trönuber 50 g pistasíuhnetur 50 g valhnetur, saxaðar 1 msk. spirulina-duft Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði, bætið spirulina-duftinu saman við. Hellið matskeið af bráðna súkkulaðinu á pappírsklædda ofnplötu þannig að það myndi eins konar þunnan hring. Strá- ið söxuðu berjunum og hnetunum yfir og kælið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.