Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.12.2014, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 12.12.2014, Qupperneq 66
Kaupangi Akureyri | Borgartún 37 | nyherji.is/jol | 569 7700 GRÆJAÐU JÓLIN BOSE SOUNDLINK COLOUR LENOVO YOGA 2 10” CANON EOS1200D Verð: 29.900 kr. Tilboðsverð: 42.990 kr. Tilboðsverð: 89.900 kr. Lauflétt þráðlaust ferðahljómtæki. Hljómar af krafti hvar sem er. HD+ skjár og allt að 18 klst. rafhlaða. Ekta græja fyrir sjónvarpsgláp og lestur. M/ 18-55 IS linsu. Kennslubók, námskeið og Camlink þrífótur fylgir með. Valin besta DSLR byrjendavélin af EISA 2014-2015. MENNING 12. desember 2014 FÖSTUDAGUR „Þetta er orðinn árlegur viðburður og ég er eiginlega búinn að týna tölunni á árunum, ætli þau séu ekki orðin sautján,“ segir Sigur- björn Jónsson myndlistarmaður sem á morgun opnar vinnustofu- sýningu á verkum sínum í Stangar- hyl 1a. „Ég sýni verk sem ég hef verið að mála síðustu mánuðina og opna pleisið fyrir gestum og gang- andi.“ Vinnustofa Sigurbjörns er á heimili hans en hann segir að fjöldi gesta valdi ekki vandræðum. „Það koma yfirleitt svona tvö til þrjú hundruð manns, getur orðið svolítið þröngt en það bjargast nú alltaf. Þetta byrjaði bara óvart og átti að vera lítið jólapartí á vinnu- stofunni en það komu svo margir og var svo gaman að þetta festist í sessi.“ Spurður hvort verkin sem hann sýnir nú séu að einhverju leyti frá- brugðin því sem hann hefur áður sýnt segir Sigurbjörn svo vera. „Þetta eru hálfabstrakt verk en með andlitum í, það hef ég ekki gert áður. En svo eru líka öðruvísi verk.“ Hann vill ekki ræða það frekar, verkin tala fyrir sig sjálf, segir hann, og við snúum okkur að því að ræða um opnun sýning- arinnar sem stendur frá klukkan 17 til 20 á morgun. Þar verður að venju boðið upp á djassmúsík en skipulag þess hluta er í höndum Ómars Einarssonar gítarleikara. „Hann kemur alltaf með einhverja spilara með sér og spilar við opn- unina,“ útskýrir Sigurbjörn. „Ég veit ekki betur en að í þetta sinn verði Haukur Gröndal með honum, en það er alveg í höndum Ómars, ég hef aldrei skipt mér neitt af því.“ Sýningin er, eins og áður sagði, í vinnustofu Sigurbjörns í Stangar- hyl 1a og hún verður opin milli klukkan 17 og 19 alla daga til 18. desember. - fsb Byrjaði sem vinnustofupartí Árleg vinnustofusýning Sigurbjörns Jónssonar myndlistarmanns hefst á morgun. SIGURBJÖRN JÓNSSON „Þetta eru hálfabstrakt verk en með andlitum í, það hef ég ekki gert áður.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ „Ef einhvers staðar á að lesa upp úr þessari bók þá er það í Laug- ardalnum,“ segir Kristín Steins- dóttir um Vonarlandið sem hún verður með í farteskinu í Café Flóru á morgun klukkan 14. Þar ætlar hún að lesa upp, spjalla við gesti um líf og aðstæður þvotta- kvennanna sem bókin fjallar um og svara spurningum. Að dag- skrá lokinni býður hún þeim sem áhuga hafa að fylgja sér að þvottalaugunum. „Það er náttúr- lega lítið að sjá í snjónum en við skoðum staðhætti eftir því sem við verður komið,“ segir hún og bætir við að oft hafi snjór verið í dalnum þegar konurnar voru þar við iðju sína. „Laugarnar voru þvottastaður Reykvíkinga áratugum eða öldum saman. Þar var haldið áfram að þvo alveg fram á 1970, þá var komið hús sem konurnar gátu hitað sér kaffisopa í og sest niður og þar voru komnar þvottavélar á vegum borgarinnar,“ lýsir Krist- ín. Saga hennar, Vonarlandið, ger- ist hins vegar löngu fyrr, áður en Laugavegurinn var byggður upp árið 1886. „Mínar konur löbb- uðu ekki um hlaðinn Laugaveg og höfðu hvorki hjólbörur, kerr- ur né annað slíkt. Þær gengu um misgreiðfæra stíga og báru allt á bakinu. Héldu upp Bakarastíginn sem nú er Bankastræti, fram hjá vatnspóstunum, þar sem vatns- berarnir voru teknir til starfa eldsnemma á morgnana, beygðu niður Skuggahverfið sem dreg- ur nafn af bænum Skugga, fóru alveg niður að sjó og meðfram fjörunni yfir Rauðarárósinn. Leiðin lá þar sem Borgartúnið liggur og yfir Fúlalæk sem rann þar sem Kringlumýrarbraut er nú. Hann var viðsjárverður. Þar lét kona lífið þegar hún féll niður af snjóhengju.“ Við fylgjum konunum enn í huganum skáhallt yfir Teigana sem þá hét Kirkjumýri og var stórhættuleg með mógröfum og mýrarkeldum, að sögn Kristín- ar. Eftir þriggja kílómetra göngu voru þær komnar inn í laugar. „Svo var þvegið allan daginn hvernig sem viðraði og margt bar á góma en ekkert hús höfðu þær til að fara inn í með bitann sinn. Á kvöldin gengu þær sömu leið til baka með blautan þvottinn á bakinu,“ segir Kristín. „Þetta voru hvunndagshetjur og maður spyr sig núna, hvernig var þetta hægt?“ Byggingin sem er við þvotta- laugarnar nú hýsti rafstöð að sögn Kristínar. „Húsið sem þvottakon- urnar höfðu til afnota hefur verið rifið. Það var samkomustaður kraftlyftingamanna undir lokin og hét Jakaból. Eftir að konurnar höfðu verið þar að lyfta bölum í áratugi komu kraftlyftingamenn- irnir og lyftu lóðum.“ gun@frettabladid.is Hvunndagshetjur sem báru bala Kristín Steinsdóttir les úr nýrri bók sinni, Vonarlandinu, í Café Flóru í Laugardal á morgun klukkan 14. Þar er hún á söguslóðum því bókin fj allar um þvottakonur. KRISTÍN STEINSDÓTTIR „Svo var þvegið allan daginn hvernig sem viðraði.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.