Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.12.2014, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 12.12.2014, Qupperneq 82
12. desember 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 52 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Tífaldi Grammy-verðlaunahafinn og djassgoðsögnin Arturo Sando- val efnir til djassveislu, ásamt hljómsveit sinni, í Eldborgarsal Hörpu 18. febrúar. Sandoval, sem fæddist á Kúbu en er núna bandarískur ríkisborg- ari, mun m.a. heiðra minningu góðvinar síns og lærimeistara Dizzie Gillespie en nýjasta plata djassarans, Dear Diz, er óður til Gillespie. „Ég hef rosalega gaman af djassi og einhvern veginn finnst mér þessir erlendu djassarar ekki hafa verið duglegir að koma til Íslands. Ég var með Chick Korea [í Eldborg] í fyrra og það gekk rosalega vel, þannig að mig lang- aði að fá annan djassara,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson. „Það eru alltaf einhverjir jóla- tónleikar og popp- og rokktón- leikar en sjaldan sem koma svona alvöru djasstónleikar,“ bætir hann við og telur miða á tónleikana hina fullkomnu jólagjöf fyrir íslenska djassgeggjara. „Þeir sem hafa snefil af áhuga á djassi ættu að skella sér á þessa tónleika. Hann Sandoval er algjör snillingur á þessi hljóðfæri sem hann spilar á.“ Arturo Sandoval hefur, auk þess að spila mikið með Gillespie, spil- að með mörgum þekktustu djass- tónlistarmönnnum heims en einnig með listamönnum á borð við Frank Sinatra, Paul Anka, Rod Stewart, Alicia Keys og Justin Timberlake. Hann spilaði með Celine Dion á Óskarsverðlaununum, á Grammy- hátíðinni með Timberlake og með Keys á Billboard-hátíðinni. Fjallað var um ævi hins 65 ára Sandoval í sjónvarpsmyndinni For Love or Country: The Arturo Sand- oval Story sem kom út árið 2000 með Andy Garcia í hlutverki djass- arans. Miðasala á tónleikana hefst mánu daginn 15. desember á Harpa. is, Midi.is og í síma 5285050. freyr@frettabladid.is Tífaldur Grammy-hafi til Íslands í febrúar Djassgoðsögnin Arturo Sandoval stígur á svið í Eldborgarsalnum. Hefur spilað með Frank Sinatra og Justin Timberlake og er lærisveinn sjálfs Dizzie Gillespie. SANDOVAL Arturo Sandoval heiðrar minningu Dizzie Gillespie á sinni nýjustu plötu, Dear Diz. Margverðlaunaður tónlistarmaður Auk þess að vera tífaldur Grammy-verðlaunahafi hefur Sandoval sjö sinnum til viðbótar verið tilnefndur til þessara virtu verðlauna. Hann hefur jafnframt sex sinnum hlotið bandarísku Billboard-verðlaunin, auk Emmy-verðlaunanna. Á síðasta ári fékk hann afhenta Frelsisorðuna úr hendi Baracks Obama Bandaríkjaforseta við hátíðlega athöfn. Miðasala á: EXODUS 3D KL. 5.45 - 9 MOCKINGJAY– PART 1 KL. 8 – 10.40 DUMB AND DUMBER TO KL. 5.30 – 8 – 10.30 MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 5.30 NIGHTCRAWLER KL. 8 – 10.30 ST. VINCENT KL. 5.30 EXODUS 3D KL. 4.30 – 8 - 11 EXODUS 2D KL. 8 - 11 EXODUS 3D LÚXUS KL. 4.30 – 8 - 11 MOCKINGJAY – PART 1 KL. 8 – 10.45 BIG HERO 6 3D KL. 3.15 – 5.30 BIG HERO 6 2D KL. 3.15 – 5.30 MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 3.15 DUMB AND DUMBER TO KL. 5.30 - 8 – 10.30 JÓLAMYNDIN Í ÁR KRINGLUNNI SPARBÍÓ AKUREYRI KEFLAVÍK ÁLFABAKKA EGILSHÖLL T.V. SÉÐ & HEYRT EMPIRENEW YORK POST TIME OUT LONDON HOLLYWOOD REPORTER EMPIRE EMPIRE ROLLING STONE Jólamyndin 2014 Jólamyndin 2014 7, 11 3:30, 5:45 4 10 5% Amma er blind. Hún er samt með opin augun og þau virka eðlileg en hún bara sér ekki neitt með þeim.“ SVONA lýsir Jón Gnarr ömmu sinni í bók- inni Indjáninn. En amma hans er ekki ein um þetta. Stundum er eins og þorri heilu þjóðanna neiti að sjá og vilji helst láta vernda sig og leiða. Þeir sem ala á óttanum fá svo að leiða það. Dæmi: GEORGE nokkur Wallace sagði, þegar hann bauð sig fyrst fram sem fylkistjóri Alabama, að ef hann væri ekki nógu mikill maður til að virða fólk óháð kynþætti þess þá væri hann ekki nógu mikill maður til að vera fylkisstjóri. Þessi manngæskulegi mál- flutningur skilaði honum engu og beið hann afhroð. Lét hann þetta sér að kenn- ingu verða og hóf hatramman áróður gegn öðrum kynþáttum og tryggði sér þannig langa setu sem fylkisstjóri. Þegar svartir fengu kosningarétt dó hann ekki ráðalaus og hóf áróður gegn kommúnistum með glimrandi árangri. HÉR á Spáni rekur hvert spillingar- málið annað. Meðal annars hefur kom- ist upp um svart bókhald Lýðflokksins þar sem bókfært er á mestu ráðamenn flokks- ins. Ekki er nóg með að þessir herrar svíki af almenningi heldur lætur stjórnin það fáa launafólk sem eftir er greiða vannærð- um bönkum eins og Bankia sem hefur svo í skjóli valdamanna skáldað afkomureikninga sína. Reyndist þar gömlum fjármálaráðherra úr Lýðflokknum ekki vera stirt um stef. SÓSÍALISTAR geta trútt um talað því þeir eru engir eftirbátar í þessum efnum en kominn er fram á sjónarsviðið nýr flokkur, Podemos, sem kalla mætti Við getum víst. Eftir því sem honum vex fiskur um hrygg leggja menn harðar að sér að reyna að finna hneykslismál tengd nýliðunum en lítið hefur áunnist. Það verður gaman að fylgjast með, en áróðurinn um að hér fari allt á hliðina ef nýi flokkurinn kemst til valda gefur til kynna að ráðamenn trúi að til sé fullt af augum sem ekki vilji sjá. ÞAÐ væri svo að bera í bakkafullan læk- inn að minnast á litlu þjóðina sem kenndi tveimur flokkum um efnahagslegt og mór- alskt hrun sitt en kaus þá svo aftur til valda nokkrum árum síðar. Allar þessar blindu ömmur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.