Fréttablaðið - 12.12.2014, Side 88

Fréttablaðið - 12.12.2014, Side 88
12. desember 2014 FÖSTUDAGUR| SPORT | 58 FÓTBOLTI Sigurganga Real Madrid er þegar orðin söguleg á Spáni en stórstjörnuliðið á Santiago Berna- béu þarf að skrifa fleiri kafla í sögubókina ætli liðið sér að verja titilinn sinn í Meistaradeildinni. Fimm önnur lið hafa náð í fullt hús í riðlakeppni Meistaradeild- arinnar frá því að hún var sofnuð árið 1992 en ekkert þeirra hefur unnið titilinn um vorið. Real Madrid-menn voru í sömu stöðu fyrir þremur árum og duttu þá út í vítakeppni í undanúrslitum. Spænska félagið er nú það eina sem á tvö lið sem hafa náð fullu húsi. Real Madrid fagnaði sínum 19. sigri í röð á þriðjudagskvöldið þegar liðið vann 4-0 sigur á búlg- arska liðinu Ludogorets Razgrad í lokaleik sínum í riðlakeppninni. Yfirburðir Real Madrid-liðsins voru algjörir, það fékk ellefu stig- um meira en næsta lið og öll hin liðin voru með neikvæða markatölu. „Ég geri mér grein fyrir því að ég er með einstakan hóp leik- manna,“ sagði Carlo Ancelotti eftir sigurinn en með honum sló liðið spænska metið sem erki- fjendurnir í Barcelona settu undir stjórn Franks Rijkaard tímabilið 2005 til 2006. Evrópumeistararnir þurfa fimm sigra í viðbót til að jafna heims- met brasilíska liðsins Coritiba sem vann 24 leiki árið 2011. Félagið gæti tryggt sér annan til áður en metið fellur því framundan er Heimsmeistarakeppni félagsliða í Marokkó í þessum mánuði. „Ég er í mjög góðu sambandi við leikmenn mína. Þeir eru mér allir mjög mikilvægir og ég nota hvert tækifæri til að þakka þeim,“ sagði Carlo Ancelotti en liðið hefur nú unnið alla leiki sína síðan það tapaði 1-2 fyrir Atlético Madrid á heimavelli 13. september. „Ég vissi að ég myndi fá svar frá mínum leikmönnum en gat aldrei ímyndað mér að svar leikmann- anna væri að vinna næstu nítján leiki,“ sagði Ancelotti. Real Madrid fór taplaust í gegn- um tíu fyrstu leiki sína í Meist- aradeildinni 2011-12 (9 sigrar og 1 jafntefli) en tapaði þá fyrri und- anúrslitaleiknum 2-1 á útivelli á móti Bayern München. Real vann seinni leikinn 2-1 en tapaði svo 3-1 í vítakeppni og var því úr leik. Aðeins eitt af „fullkomnu“ lið- unum hefur komist lengra en AC Milan spilaði til úrslita vorið 1993 þegar sigurvegari riðilsins fór beint í úrslitaleikinn. Hvort Real Madrid komist svo langt eða jafn- vel einu skrefi lengra kemur ekki í ljós fyrr en á nýju ári en það efast enginn um að það eru fá félög í heiminum sem er betur mönnuð. Hér á síðunni má sjá yfirlit yfir hin fimm félögin sem unnu alla leiki sína í riðlakeppni Meistara- deildarinnar en misstigu sig síðan á leiðinni að bikarnum. - óój Ekki svo fullkomin eft ir allt saman Real Madrid varð í vikunni aðeins sjötta liðið sem nær fullu húsi í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en hingað til hefur það ekki boðað gott fyrir „fullkomnu“ liðin þegar þau spila í útsláttarkeppninni. AC MILAN 1992-1993 6 sigrar í 6 leikjum Markatala: +10 (11-1) Þjálfari: Fabio Capello - MARKASKORARAR Í RIÐLAKEPPNI - Marco van Basten 4 Marco Simone 3 Frank Rijkaard 1 Jean-Pierre Papin 1 Stefano Eranio 1 Daniele Massaro 1 - FRAMHALDIÐ - Tapaði 1-0 fyrir Marseille í úrslitaleiknum í München. Basile Boli skoraði eina mark leiksins á 43. mínútu. PARIS SAINT-GERMAIN 1994-1995 6 sigrar í 6 leikjum Markatala: +9 (12-3) Þjálfari: Luis Fernandez - MARKASKORARAR Í RIÐLAKEPPNI - George Weah 6 Daniel Bravo 1 Paul Le Guen 1 Valdo 1 Vincent Guérin 1 David Ginola 1 Raí 1 - FRAMHALDIÐ - Datt úr fyrir ítalska liðinu AC Milan í undanúrslitum (0-1 og 0-2). SPARTAK MOSKVA 1995-1996 6 sigrar í 6 leikjum Markatala: +11 (15-4) Þjálfari: Oleg Romantsev - MARKASKORARAR Í RIÐLAKEPPNI - Yuriy Nikiforov 3 Sergei Yuran 3 Ramiz Mamedov 2 Valeriy Kechinov 2 Dmitriy Alenichev 2 Valeriy Shmarov 1 Andrey Tikhonov 1 Ilia Tsymbalar 1 - FRAMHALDIÐ - Datt út fyrir franska liðinu Nantes í átta liða úrslitum (0-2 og 2-2). BARCELONA 2002-2003 6 sigrar í 6 leikjum Markatala: +9 (13-4) Þjálfari: Louis van Gaal (Radomir Antić tók liðinu við í janúar) - MARKASKORARAR Í RIÐLAKEPPNI - Javier Saviola 3 Patrick Kluivert 2 Luis Enrique 2 Gaizka Mendieta 1 Frank de Boer 1 Juan Román Riquelme 1 Dani García 1 Gerard López 1 Geovanni 1 - FRAMHALDIÐ - Datt út fyrir ítalska liðinu Juventus í átta liða úrslitum (1-1 og 1-2). REAL MADRID 2011-2012 6 sigrar í 6 leikjum Markatala: +17 (19-2) Þjálfari: José Mourinho - MARKASKORARAR Í RIÐLAKEPPNI -Karim Benzema 4 José Callejón 4 Cristiano Ronaldo 3 Gonzalo Higuaín 2 Ángel Di María 1 Kaká 1 Sami Khedira 1 Sergio Ramos 1 Mesut Özil 1 Sjálfsmark 1 - FRAMHALDIÐ - Datt út fyrir þýska liðinu Bayern München í vítakeppni í undanúrslitum. ÖRLÖG „FULLKOMNU“ LIÐANNA ÚR RIÐLAKEPPNI MEISTARADEILDARINNAR: TVEIR FRÁBÆRIR Cristiano Ronaldo og Gareth Bale. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Skaft ahlíð 24 | 105 Reykjavík | 512 5000 | Auglýsingar 512-5401 | visir.is HELGARBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Ómissandi hluti af góðri helgi FRÉTTABLAÐIÐ ER HELGARBLAÐIÐ BÓKAÚTGÁFA ER FÍKN Útgefendurnir Jóhann Páll Valdimarsson, Guðrún Vilmundar- dóttir og Tómas Hermannsson ræða harða samkeppni á íslenskum bókamarkaði, ástríðuna fyrir starfinu og spennufallið á aðfangadag eftir jólabókaflóðið. Aldrei fleiri flóttamenn Sameinuðu þjóðirnar segja nærri 60 millj- ónir manns þurfa á brýnni aðstoð að halda. Andlegur anarkisti Gunný Ísis Magnúsdóttir talar um heim- ildarmynd sem hún gerði um svitahof, fíkn, trú og tilraunir til sjálfsheilunar. Eins og að eiga sumar- bústað fyrir austan Ásgeir Guðmundsson flugstjóri byggir lúxushús í miðri Kalahari-eyði- mörkinni og veiðir villt dýr.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.