Fréttablaðið - 27.12.2014, Side 4

Fréttablaðið - 27.12.2014, Side 4
27. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | Ég minni á að elds- neytiskostn- aðurinn skiptir verulegu máli í þessum rekstri. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. 4 50% þjóðarinnar munu hafa snætt hamborg- arhrygg á aðfangadag. runnu til snjómoksturs hjá Reykjavíkurborg á þessu ári. 500 milljónir 2,3 milljarðar er virði fj ölmiðla-umfj öllunar vegna Inspired by Iceland árin 2012 og 13. 2.000 starfsmönnum fj ár- málafyrirtækja hefur verið sagt upp frá hruni. 80 21.12.2014 ➜ 28.12.2014 24 vörugám-ar hafa farið í sjóinn af skipum Eim- skips í desember. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is 12 hross drukknuðu í Bessa- staðatjörn í vikunni. 3.500 Reykvíkingar, af 120.000, eru í göngufæri við vínbúð. ferkílómetrar lands eru komnir undir Norna- hraun eft ir gos í Holu- hrauni í 4 mánuði. ht.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT AKRANES • AKUREYRI • HÚSAVÍK • EGILSSTAÐIR • SELFOSS • REYKJANESBÆR • REYKJAVÍK Engin venjuleg upplifun Við kynnum Philips Ambilight 9000 sjónvörpin Ultra HD með Android NEYTENDUR Ekki er útlit fyrir að verð á leigubílaþjónustu eða ferðum með hópbílum lækki á næstu mánuðum þrátt fyrir að bensínlítrinn hafi nú lækkað um 31 krónu, miðað við meðalverð á árinu, og dísilolían um 25 krónur. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýnir að lækkunin hafi ekki skilað lægri fargjöldum leigu- og hópbíla. „Ég minni á að eldsneytiskostn- aður skiptir verulegu máli í þess- um rekstri og á auðvitað að skila sér í lækkuðu verði til neytenda. Verðlækkun á eldsneyti hefur verið það mikil að það er ekki annað réttlætanlegt en að þessi fyrirtæki skili henni út í verðlag- ið,“ segir Jóhannes. Guðmundur Börkur Thoraren- sen, framkvæmdastjóri Bifreiða- stöðvar Reykjavíkur (BSR), segir lækkun olíuverðs einungis koma í veg fyrir að leigubílaþjónusta fyrir tækisins hækki í verði. „Staðan er þannig að það er eitt og hálft ár síðan við hækkuðum síðast og það kostar töluvert að breyta mælunum því þeir þurfa löggildingu og svo framvegis. Þetta er kannski eins og hálfs til tveggja prósenta launahækkun fyrir bílstjórana þannig að við erum allavega ekki að fara að hlaupa til. En ef þetta helst svona hefur þetta þau áhrif að það verð- ur síður þörf fyrir verðhækkun,“ segir Guðmundur. Hann býst ekki við að eftir- spurn eigi eftir að dragast saman á heimsvísu og þar af leiðandi hljóti verðlækkanir nú að vera tímabundnar. „Við sveiflumst ekki eftir ein- hverjum mánaðasveiflum á olíu- verði,“ segir Guðmundur. Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Excurs ions – Kynnis- ferða, segir ekki útlit fyrir að gjaldskrá hópbifreiða fyrir- tækisins lækki á næstunni. „Flestir okkar samningar eru bundnir í erlendri mynt til lengri tíma og því ekki mikið að marka verðlækkanir sem ná yfir stutt tímabil. Einnig hafa verðhækk- anir á olíu ekki haft áhrif á verð- miðann okkar hingað til,“ segir Kristján. Reykjavík Excursions ætlar að hans sögn að taka tillit til olíu- verðslækkunarinnar ef hún verð- ur langvarandi. Spurður hversu langur tími þurfi að líða, segir Kristján: „Það er erfitt að segja. Við erum núna að semja mjög langt fram í tímann og senda út verð til erlendra samningsaðila fyrir næsta sumar og jafnvel næsta vetur. Við þyrftum því að sjá þetta langvarandi í að lágmarki sex mánuði.“ haraldur@frettabladid.is Far með strætó og leigubílum lækkar ekki í takt við eldsneyti Lækkun eldsneytisverðs hefur engin áhrif á fargjöld leigubíla eða hópbifreiða. Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir óbreytt gjald. Framkvæmdastjóri BSR segir þau hins vegar ekki geta sveiflast eins og olíuverð. LEIGUBÍLAR Bensínlítrinn kostaði um 210 krónur fyrir jól. Samkvæmt upplýsingum frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefur meðalverð á bensíni á árinu verið um 240 krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLUMÁL Brotist var inn í húsnæði Fjölskylduhjálpar Íslands við Iðufell í fyrrinótt. Engu var stolið þar sem þrjót- arnir komust ekki í verðmæti. Hins vegar voru rúður brotnar í forstofu og gámi sem nýttur er undir kertaframleiðslu. „Þetta er skelfilegt og ég skil ekki hvað fólki gengur til þar sem við erum hjálparstofnun,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, for- maður Fjölskylduhjálpar. Þetta hafi verið í fjórða sinn í mánuðinum sem gerð sé til- raun til að brjótast inn í húsnæði félagsins. - skh, jóe Fjórða innbrotið í desember: Brotist inn hjá Fjölskylduhjálp INNBROT Rúður voru brotnar í hús- næði því er Fjölskylduhjálp hefur til afnota. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ SÝRLAND Safi al-Kasaesbeh, faðir jórdanska flugmannsins sem var handsamaður af ISIS eftir að her- þota hans brotlenti í Sýrlandi á dögunum, hefur biðlað til ISIS um að koma vel fram við son sinn. „Ég vil ekki lýsa honum sem gísl. Ég kalla hann gest,“ sagði al-Kasa- esbeh við Reuters-fréttastofuna. „Hann er gestur meðal bræðra okkar í hinu íslamska ríki Sýr- lands. Ég bið þá í nafni guðs og með sæmd spámannsins Múham- eðs að friður sé með honum og að þið takið við honum sem gesti og farið vel með hann.“ Jórdanía er eitt af nokkrum Arabaríkjum sem taka þátt í loft- árásum gegn íslamska ríkinu. - þij Brotlenti jórdanskri herþotu: Faðir biðlar til ISIS-samtakanna Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá BJART OG KALT á landinu í dag en á morgun snýst í stífa sunnanátt með hlýnandi veðri. Yfirleitt úrkomulítið en þykknar upp vestan til með hvassviðri annað kvöld. Hvöss suðlæg átt einnig á mánudag með mikilli rigningu sunnanlands. -4° 3 m/s -2° 4 m/s -3° 5 m/s 1° 7 m/s 13-20 m/s V-til annað kvöld. 10-18 m/s. Gildistími korta er um hádegi 10° 26° -13° 7° 11° -6° 2° 1° 1° 22° 8° 17° 17° 12° 2° -2° 1° 1° -4° 5 m/s 0° 9 m/s -3° 6 m/s 0° 5 m/s -3° 3 m/s -2° 5 m/s -9° 6 m/s 5° 8° 3° 6° 2° 6° 0° 5° 2° 5° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MÁNUDAGUR Á MORGUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.