Fréttablaðið - 27.12.2014, Side 8
27. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8
Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi.
Sími 585 4000 www.uu.is
Byrjaðu nýja árið á
hlýjum stað. Sólarferðir
til Tenerife og Kanarí í
janúar á tilboðsverði.
HAMFARIR Tíu ár eru liðin frá því að jarð-
skjálfti, 9,1 að styrk, reið yfir á Indlands-
hafi og kom af stað flóðbylgju sem kost-
aði um 230 þúsund manns lífið. Staðfest
er að tæplega 185 þúsund manns, af tæp-
lega sextíu þjóðernum, hafi látist og ríf-
lega 45 þúsunda er enn saknað.
Flóðbylgjan, sem var allt að sextán
metra há er hún náði landi, olli meðal
annars manntjóni á Srí Lanka, í Taí-
landi, Sómalíu, á Maldíve-eyjum og í
Suður-Afríku. Mestur varð skaðinn hins
vegar í Indónesíu þar sem yfir 130 þús-
und manns létust og meira en hálf millj-
ón varð heimilislaus.
Athafnir voru haldnar víðsvegar um
Suðaustur-Asíu til að minnast hamfar-
anna og þeirra sem í þeim létust. Í Banda
Aceh, höfuðstað Aceh-héraðs í Indónes-
íu sem var það svæði sem verst varð úti,
stýrði Jusuf Kalla, varaforseti landsins,
athöfninni. Hún fór fram við fjöldagrafir
fórnarlambanna.
„Þúsundir líka lágu hér á þessum
velli. Tárin sem féllu voru tár sorgar,
hræðslu og ringulreiðar. Við áttum ekk-
ert nema bænina,“ sagði Kalla. Hann
bætti við að lengi hefðu staðið bardagar
milli stjórnvalda og uppreisnarmanna í
héraðinu en í kjölfar hamfaranna hefðu
allir lagst á eitt við að endurbyggja
landið. Fyrr um daginn höfðu þúsundir
komið saman í mosku bæjarins og hlýtt
á klerkinn. Moskan var nánast eina húsið
sem stóð eftir flóðbylgjuna.
Í Taílandi lagði forsætisráðherrann,
Prayut Chan-ocha, blómsveig að lög-
reglubát sem skolaði tvo kílómetra upp
á land með vatnsflaumnum. Báturinn
er nú minnisvarði um þá sem létust en
tæpur helmingur þeirra sem fórust þar
í landi var erlendir ferðamenn.
Í Srí Lanka hefur Samudra Devi-lest-
in verið endurbyggð en hún var meðal
þess sem eyðilagðist þar í landi. Tæp-
lega 1.300 farþegar lestarinnar létust.
Í tilefni dagsins fór hún sérstaka ferð
til að minnast þeirra. Ættingjar þeirra
sem létust fóru um borð í lestina og
staðnæmdust á þeim stað er flóðbylgjan
grandaði fyrirrennara hennar.
Yfir fimm hundruð Svíar létust í flóð-
bylgjunni og var þeirra minnst í dóm-
kirkjunni í Uppsölum. Í kjölfar hörm-
unganna hafa þau lönd sem liggja að
Indlandshafi komið fyrir flóðbylgju-
viðvörunarkerfum. Yfir 400 milljónum
dollara hefur verið varið til verksins í
28 löndum. Hækki yfirborð sjávar í kjöl-
far stórra skjálfta flýr fólk strendurnar
og kemur sér í var á svæði sem stendur
hærra. Reglulega eru haldnar æfingar
um hvernig bregðast eigi við sé mögu-
legrar flóðbylgju að vænta. Umdeilt er
meðal sérfræðinga hve áreiðanlegt kerf-
ið sé og hvort nóg hafi verið gert til að
fyrirbyggja að annar eins mannskaði
verði vegna flóðbylgna á þessu svæði
heimsins. johannoli@frettabladid.is
Áratugur liðinn frá mannskæðu
flóðbylgjunni á Indlandshafi
Fyrir tíu árum, á annan dag jóla, varð jarðskjálfti á Indlandshafi sem kom af stað flóðbylgju sem kostaði þúsundir mannslífa. Minningar-
athafnir voru haldnar víðsvegar í gær til minningar um fórnarlömbin. Flóðbylgjan olli manntjóni á Srí Lanka, í Taílandi og víðar.
ÞÁ OG NÚ Þessi mynd sýnir Banda Aceh á eynni Súmötru í Indónes-
íu í janúar 2005 og síðan í upphafi þessa mánaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
MINNINGARATHÖFN Mahinda Rajapakse, forseti Srí Lanka, hafði tveggja mínútna þögn í
forsetahöllinni til að minnast þeirra sem létust. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
SAMFÉLAG Ró og spekt var á fæð-
ingardeildum landsins yfir hátíð-
irnar.
Sjö börn fæddust á öðrum degi
jóla á fæðingardeild Landspítal-
ans. Fimm börn komu í heiminn
á jóladag og einnig á aðfangadag.
Á Þorláksmessu fæddust ellefu
börn.
Að sögn ljósmóður á Landspítal-
anum er þessi fæðingartíðni nokk-
uð undir meðaltali og jólabörnin
því fá í ár. Fæðingar eru alla jafna
færri á hátíðisdögum í desember
en aðra daga ársins og kunna ljós-
mæður engar skýringar á því.
Fyrir utan fæðingardeild Land-
spítalans eru fæðingardeildir á
Akranesi, Ísafirði, Akureyri, í
Neskaupstað, Vestmannaeyjum,
á Selfossi og í Keflavík.
Á Akranesi fæddist 263. barn
ársins á Þorláksmessu en tvö börn
fæddust á jóladag á Akureyri.
Fæðingum hefur fjölgað nokkuð í
Neskaupstað undanfarin ár og þar
kom 79. barn ársins í heiminn á
Þorláksmessu. - kbg
Fá börn komu í heiminn nú yfir jólahátíðina:
Ró á fæðingardeild
RÓLEGHEIT
Í DESEM-
BER Fá
börn fæðast
að venju
á hátíðis-
dögum í
desember.
SAMFÉLAGSMÁL Sjö íbúar, börn og
konur, voru í Kvennaathvarfinu yfir
hátíðirnar vegna heimilisofbeldis.
Börnin fengu gjafir frá velunnur-
um athvarfsins og opnuðu þær við
skreytt jólatré, þá var boðið upp á
hátíðarmat á aðfangadagskvöld og
jóladag.
„Við viljum auðvitað að enginn
gisti í Kvennaathvarfinu, síst á
jólum. En þótt aðstæður séu vondar
er allt reynt til að gera jólin hátíð-
leg,“ segir Sigþrúður Guðmunds-
dóttir, framkvæmdastýra athvarfs-
ins, og segir bakgrunn þeirra sem
koma í athvarfið margvíslegan og
því fari jólahald í athvarfinu eftir
því hverjir gista þar.
„Við hlustum svolítið eftir því,
svo eru margir sem hugsa hlýlega
til okkar í Kvennaathvarfinu og því
er hægt að gefa gjafir og hafa jóla-
mat.“
Hún segist ekki verða mikið vör
við það að ofbeldismenn séu fjar-
lægðir af heimilum sínum, þótt það
hafi borið árangur á Suðurnesjum í
átaki gegn heimilisofbeldi þar. Hún
væntir þess þó að það verði regla
fremur en undantekning vegna orða
nýs lögreglustjóra á höfuðborgar-
svæðinu, Sigríðar Guðjónsdóttur.
„Í lögum eru heimildir til að fjar-
lægja ofbeldismann af heimili í stað
þess að þolendur þurfi að flýja,“
sagði Sigþrúður. - kbg
Sjö íbúar héldu jólin hátíðleg í Kvennaathvarfinu:
Lögregla bregðist við