Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.12.2014, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 27.12.2014, Qupperneq 8
27. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is Byrjaðu nýja árið á hlýjum stað. Sólarferðir til Tenerife og Kanarí í janúar á tilboðsverði. HAMFARIR Tíu ár eru liðin frá því að jarð- skjálfti, 9,1 að styrk, reið yfir á Indlands- hafi og kom af stað flóðbylgju sem kost- aði um 230 þúsund manns lífið. Staðfest er að tæplega 185 þúsund manns, af tæp- lega sextíu þjóðernum, hafi látist og ríf- lega 45 þúsunda er enn saknað. Flóðbylgjan, sem var allt að sextán metra há er hún náði landi, olli meðal annars manntjóni á Srí Lanka, í Taí- landi, Sómalíu, á Maldíve-eyjum og í Suður-Afríku. Mestur varð skaðinn hins vegar í Indónesíu þar sem yfir 130 þús- und manns létust og meira en hálf millj- ón varð heimilislaus. Athafnir voru haldnar víðsvegar um Suðaustur-Asíu til að minnast hamfar- anna og þeirra sem í þeim létust. Í Banda Aceh, höfuðstað Aceh-héraðs í Indónes- íu sem var það svæði sem verst varð úti, stýrði Jusuf Kalla, varaforseti landsins, athöfninni. Hún fór fram við fjöldagrafir fórnarlambanna. „Þúsundir líka lágu hér á þessum velli. Tárin sem féllu voru tár sorgar, hræðslu og ringulreiðar. Við áttum ekk- ert nema bænina,“ sagði Kalla. Hann bætti við að lengi hefðu staðið bardagar milli stjórnvalda og uppreisnarmanna í héraðinu en í kjölfar hamfaranna hefðu allir lagst á eitt við að endurbyggja landið. Fyrr um daginn höfðu þúsundir komið saman í mosku bæjarins og hlýtt á klerkinn. Moskan var nánast eina húsið sem stóð eftir flóðbylgjuna. Í Taílandi lagði forsætisráðherrann, Prayut Chan-ocha, blómsveig að lög- reglubát sem skolaði tvo kílómetra upp á land með vatnsflaumnum. Báturinn er nú minnisvarði um þá sem létust en tæpur helmingur þeirra sem fórust þar í landi var erlendir ferðamenn. Í Srí Lanka hefur Samudra Devi-lest- in verið endurbyggð en hún var meðal þess sem eyðilagðist þar í landi. Tæp- lega 1.300 farþegar lestarinnar létust. Í tilefni dagsins fór hún sérstaka ferð til að minnast þeirra. Ættingjar þeirra sem létust fóru um borð í lestina og staðnæmdust á þeim stað er flóðbylgjan grandaði fyrirrennara hennar. Yfir fimm hundruð Svíar létust í flóð- bylgjunni og var þeirra minnst í dóm- kirkjunni í Uppsölum. Í kjölfar hörm- unganna hafa þau lönd sem liggja að Indlandshafi komið fyrir flóðbylgju- viðvörunarkerfum. Yfir 400 milljónum dollara hefur verið varið til verksins í 28 löndum. Hækki yfirborð sjávar í kjöl- far stórra skjálfta flýr fólk strendurnar og kemur sér í var á svæði sem stendur hærra. Reglulega eru haldnar æfingar um hvernig bregðast eigi við sé mögu- legrar flóðbylgju að vænta. Umdeilt er meðal sérfræðinga hve áreiðanlegt kerf- ið sé og hvort nóg hafi verið gert til að fyrirbyggja að annar eins mannskaði verði vegna flóðbylgna á þessu svæði heimsins. johannoli@frettabladid.is Áratugur liðinn frá mannskæðu flóðbylgjunni á Indlandshafi Fyrir tíu árum, á annan dag jóla, varð jarðskjálfti á Indlandshafi sem kom af stað flóðbylgju sem kostaði þúsundir mannslífa. Minningar- athafnir voru haldnar víðsvegar í gær til minningar um fórnarlömbin. Flóðbylgjan olli manntjóni á Srí Lanka, í Taílandi og víðar. ÞÁ OG NÚ Þessi mynd sýnir Banda Aceh á eynni Súmötru í Indónes- íu í janúar 2005 og síðan í upphafi þessa mánaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP MINNINGARATHÖFN Mahinda Rajapakse, forseti Srí Lanka, hafði tveggja mínútna þögn í forsetahöllinni til að minnast þeirra sem létust. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP SAMFÉLAG Ró og spekt var á fæð- ingardeildum landsins yfir hátíð- irnar. Sjö börn fæddust á öðrum degi jóla á fæðingardeild Landspítal- ans. Fimm börn komu í heiminn á jóladag og einnig á aðfangadag. Á Þorláksmessu fæddust ellefu börn. Að sögn ljósmóður á Landspítal- anum er þessi fæðingartíðni nokk- uð undir meðaltali og jólabörnin því fá í ár. Fæðingar eru alla jafna færri á hátíðisdögum í desember en aðra daga ársins og kunna ljós- mæður engar skýringar á því. Fyrir utan fæðingardeild Land- spítalans eru fæðingardeildir á Akranesi, Ísafirði, Akureyri, í Neskaupstað, Vestmannaeyjum, á Selfossi og í Keflavík. Á Akranesi fæddist 263. barn ársins á Þorláksmessu en tvö börn fæddust á jóladag á Akureyri. Fæðingum hefur fjölgað nokkuð í Neskaupstað undanfarin ár og þar kom 79. barn ársins í heiminn á Þorláksmessu. - kbg Fá börn komu í heiminn nú yfir jólahátíðina: Ró á fæðingardeild RÓLEGHEIT Í DESEM- BER Fá börn fæðast að venju á hátíðis- dögum í desember. SAMFÉLAGSMÁL Sjö íbúar, börn og konur, voru í Kvennaathvarfinu yfir hátíðirnar vegna heimilisofbeldis. Börnin fengu gjafir frá velunnur- um athvarfsins og opnuðu þær við skreytt jólatré, þá var boðið upp á hátíðarmat á aðfangadagskvöld og jóladag. „Við viljum auðvitað að enginn gisti í Kvennaathvarfinu, síst á jólum. En þótt aðstæður séu vondar er allt reynt til að gera jólin hátíð- leg,“ segir Sigþrúður Guðmunds- dóttir, framkvæmdastýra athvarfs- ins, og segir bakgrunn þeirra sem koma í athvarfið margvíslegan og því fari jólahald í athvarfinu eftir því hverjir gista þar. „Við hlustum svolítið eftir því, svo eru margir sem hugsa hlýlega til okkar í Kvennaathvarfinu og því er hægt að gefa gjafir og hafa jóla- mat.“ Hún segist ekki verða mikið vör við það að ofbeldismenn séu fjar- lægðir af heimilum sínum, þótt það hafi borið árangur á Suðurnesjum í átaki gegn heimilisofbeldi þar. Hún væntir þess þó að það verði regla fremur en undantekning vegna orða nýs lögreglustjóra á höfuðborgar- svæðinu, Sigríðar Guðjónsdóttur. „Í lögum eru heimildir til að fjar- lægja ofbeldismann af heimili í stað þess að þolendur þurfi að flýja,“ sagði Sigþrúður. - kbg Sjö íbúar héldu jólin hátíðleg í Kvennaathvarfinu: Lögregla bregðist við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.