Fréttablaðið - 27.12.2014, Side 18

Fréttablaðið - 27.12.2014, Side 18
27. desember 2014 LAUGARDAGUR | HELGIN | 18 Síðastliðin þrjú ár hefur Hjalta- lín haldið tónleika á Rosenberg á milli jóla og nýárs. Tónleika- haldið fer að verða ein af jóla- hefðunum. „Við erum mörg í hljómsveitinni og öll á kafi í alls kyns verkefnum,“ segir Sigríð- ur Thorlacius, söngkona Hjalta- lín. „Það er svo mikið að gera hjá öllum og tveir meðlimir hljóm- sveitarinnar eru með annan fót- inn erlendis. En yfir jólin eru allir heima og þá er gaman að geta skellt í tónleika.“ Sigríður segir fólk spyrja hvort Hjaltalín sé hætt en hún segir það vera fjarri lagi. „Við förum að undirbúa vinnu á nýju efni á komandi ári. Við viljum ekki endalaust vera að spila bara til að spila, en það gefur okkur mikið að hittast. Það er alveg ákveð- in stemning sem fylgir því að syngja með Hjaltalín og ég sakna þess oft. Hljómsveitin er á marg- an hátt nær hjartanu en annað, þetta er eins og að vera heima hjá sér.“ erla@frettabladid.is Á DISK KÓRS AKUREYRAR- KIRKJU, Ó, ÞÚ HLJÓÐA TÍÐ með klassísk- um jólalögum eins og Hátíð fer að höndum ein, Jésú, þú ert vort jólaljós og Það aldin út er sprungið. HELGIN 27. desember 2014 LAUGARDAGUR FARÐU HLUSTAÐU LESTU HORFÐU… Í KIRKJU og fangaðu jólaand- ann. Í Bústaðakirkju verður jólatrésskemmtun barnanna sem hefst klukkan 14 með jólahelgi- stund, síðan tekur gleðin völd. Á SÍÐUSTU MYNDINA í þríleiknum um hinn fræga Hobbita. Hún er jólamynd í Smárabíói og Háskólabíói og er byggð á ævintýraskáldsögu breska rithöfundarins J.R.R. Tolkien. ILLUR FENGUR, sögulega skáldsögu Finnboga Her- mannssonar sem segir frá for- kastanlegri meðferð á sauðaþjófi við Breiðafjörðinn sem ginntur var suður til Reykjavíkur á fölskum forsendum. Sigurður Atli Sigurðsson, listamaður Leikur jólasvein óumbeðinn „Ég var að spá í að leika jólasvein, fara í fyrirtæki og vera með skemmtiatriði, án þess að það hafi verið pantað. Það var ein hugmynd.“ Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leikkona Útvarpsþáttur og afmælisboð „Á laugardaginn ætla ég að fara í systkinaboð. Á sunnudeginum ætla ég að vera með útvarps- þáttinn Sigga og Lolla á Rás 2 og fara svo í afmæli til vinkonu minnar sem á afmæli.“ Marín Manda Magnúsdóttir, athafnakona og gleðigjafi Skrifar lista „Ég mun eflaust sitja við tölv- una og skrifa „to do“ lista fyrir nýja árið en efst á þeim lista verður að stunda „mindfulness“ svo ég hætti að skrifa svona lista og verði bara í núinu.“ Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður Dansa af mér jólasteikina Laugardagurinn, hann fer bara í dansleikjahald. Ég verð eiginlega að frá morgni til kvölds á Spot í Kópa- vogi með massíft Pallaball til fjögur um morguninn og hristi þar af mér jólamatinn. Sunnudagurinn fer svo í það að reyna að sofa út eftir hasarinn. Koma saman um jólin Hjaltalín heldur tónleika á Rosenberg í kvöld. Hljómsveitin stefnir á að vinna nýtt efni á nýju ári. FRÉTTABLAÐ IÐ /ERN IR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.