Fréttablaðið - 27.12.2014, Síða 18

Fréttablaðið - 27.12.2014, Síða 18
27. desember 2014 LAUGARDAGUR | HELGIN | 18 Síðastliðin þrjú ár hefur Hjalta- lín haldið tónleika á Rosenberg á milli jóla og nýárs. Tónleika- haldið fer að verða ein af jóla- hefðunum. „Við erum mörg í hljómsveitinni og öll á kafi í alls kyns verkefnum,“ segir Sigríð- ur Thorlacius, söngkona Hjalta- lín. „Það er svo mikið að gera hjá öllum og tveir meðlimir hljóm- sveitarinnar eru með annan fót- inn erlendis. En yfir jólin eru allir heima og þá er gaman að geta skellt í tónleika.“ Sigríður segir fólk spyrja hvort Hjaltalín sé hætt en hún segir það vera fjarri lagi. „Við förum að undirbúa vinnu á nýju efni á komandi ári. Við viljum ekki endalaust vera að spila bara til að spila, en það gefur okkur mikið að hittast. Það er alveg ákveð- in stemning sem fylgir því að syngja með Hjaltalín og ég sakna þess oft. Hljómsveitin er á marg- an hátt nær hjartanu en annað, þetta er eins og að vera heima hjá sér.“ erla@frettabladid.is Á DISK KÓRS AKUREYRAR- KIRKJU, Ó, ÞÚ HLJÓÐA TÍÐ með klassísk- um jólalögum eins og Hátíð fer að höndum ein, Jésú, þú ert vort jólaljós og Það aldin út er sprungið. HELGIN 27. desember 2014 LAUGARDAGUR FARÐU HLUSTAÐU LESTU HORFÐU… Í KIRKJU og fangaðu jólaand- ann. Í Bústaðakirkju verður jólatrésskemmtun barnanna sem hefst klukkan 14 með jólahelgi- stund, síðan tekur gleðin völd. Á SÍÐUSTU MYNDINA í þríleiknum um hinn fræga Hobbita. Hún er jólamynd í Smárabíói og Háskólabíói og er byggð á ævintýraskáldsögu breska rithöfundarins J.R.R. Tolkien. ILLUR FENGUR, sögulega skáldsögu Finnboga Her- mannssonar sem segir frá for- kastanlegri meðferð á sauðaþjófi við Breiðafjörðinn sem ginntur var suður til Reykjavíkur á fölskum forsendum. Sigurður Atli Sigurðsson, listamaður Leikur jólasvein óumbeðinn „Ég var að spá í að leika jólasvein, fara í fyrirtæki og vera með skemmtiatriði, án þess að það hafi verið pantað. Það var ein hugmynd.“ Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leikkona Útvarpsþáttur og afmælisboð „Á laugardaginn ætla ég að fara í systkinaboð. Á sunnudeginum ætla ég að vera með útvarps- þáttinn Sigga og Lolla á Rás 2 og fara svo í afmæli til vinkonu minnar sem á afmæli.“ Marín Manda Magnúsdóttir, athafnakona og gleðigjafi Skrifar lista „Ég mun eflaust sitja við tölv- una og skrifa „to do“ lista fyrir nýja árið en efst á þeim lista verður að stunda „mindfulness“ svo ég hætti að skrifa svona lista og verði bara í núinu.“ Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður Dansa af mér jólasteikina Laugardagurinn, hann fer bara í dansleikjahald. Ég verð eiginlega að frá morgni til kvölds á Spot í Kópa- vogi með massíft Pallaball til fjögur um morguninn og hristi þar af mér jólamatinn. Sunnudagurinn fer svo í það að reyna að sofa út eftir hasarinn. Koma saman um jólin Hjaltalín heldur tónleika á Rosenberg í kvöld. Hljómsveitin stefnir á að vinna nýtt efni á nýju ári. FRÉTTABLAÐ IÐ /ERN IR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.