Fréttablaðið - 27.12.2014, Side 24

Fréttablaðið - 27.12.2014, Side 24
27. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 Bestu erlendu myndir ársins Fréttaljósmyndarar hafa á árinu sem er að líða sjaldnast látið sig vanta þegar stóratburðir gerast og fært heimsbyggð- inni myndir af styrjöldum, hamförum, flóttafólki, kosningum, mótmæla- fundum, hryðjuverkum og hversdags- atburðum af öllu tagi. STRÍÐ Í SÝRLANDI Ekkert lát er á styrjöldinni í Sýrlandi, sem geisað hefur síðan í mars 2011 þegar fyrstu átökin hófust milli stjórnvalda og mótmælenda. Hátt á þriðja þúsund manns eru látnir, meira en þrjár milljónir flúnar úr landi og um fimm milljónir á vergangi innanlands. Myndin er tekin í borginni Aleppo þann 9. júlí eftir loftárás stjórnarhersins. Maður ber tvær stúlkur burt frá vettvangi eyðileggingarinnar. NORDICPHOTOS/AFP Á FLÓTTA TIL EVRÓPU Á hverju ári reyna tugir þúsunda manna að komast til Evrópusambandsins frá Afríkulöndum og Mið-Austurlöndum. Þúsundir láta lífið á leiðinni yfir Miðjarðarhafið. Þessir menn eru að reyna að klifra yfir rammgirt landamæri spænsku borgarinnar Melilla, sem er á norðurströnd Marokkós, í von um að komast þaðan yfir sundið til Spánar. NORDICPHOTOS/AFP HJÚKRUNARKONA LEIÐIR EBÓLUSMITAÐA STÚLKU Í MONRÓVÍU, HÖFUÐBORG LÍBERÍU Ebólufaraldurinn, sem geisað hefur í nokkrum ríkjum vestanverðrar Afríku, er á hægu undanhaldi en hefur á árinu kostað nærri sjö þúsund manns lífið. SJÁLFSTÆÐISVILJI Í KATALÓNÍU Þann 11. september héldu Katalóníubúar sína árlegu þjóðhátíð. Stemningin þetta árið var óvenju mikil og góð vegna vaknandi vona um að þjóðaratkvæðagreiðsla í nóvember myndi leiða til sjálfstæðis og aðskilnaðar frá Spáni. Þeir draumar rættust þó ekki. MÓTMÆLI LÝÐRÆÐISSINNA Í HONG KONG Lögreglumenn hvíla sig eftir að hafa skotið táragashylkjum á tugi þúsunda mótmælenda, sem sætta sig ekki við að kínversk stjórnvöld ráði því hverjir verði í framboði til kosninga í Hong Kong. Myndin er tekin í lok september, stuttu eftir að mótmælin hófust.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.