Fréttablaðið - 27.12.2014, Síða 38
FÓLK|HELGIN
Steingrími Karli Teague, hljómborðsleikara og söngvara hljómsveitarinnar Moses Hightower, finnst það skemmtilegasta
við jólin að þá koma þeir sem búa í útlöndum
heim. „Mér finnst jólin sjálf fín en kannski hef
ég spilað of mikið á jólahlaðborðum þegar ég
var unglingur þannig að það eru ekki margar
jólahefðir sem mér finnst ómissandi. Mér finnst
mest gaman að vera með fjölskyldunni og vin-
unum og slappa af. Kærastan mín býr í Dan-
mörku og hún verður heima um hátíðirnar og
flestir vinirnir líka. Ég er á þeim aldri að margir
í kringum mig búa í útlöndum og við strákarnir
í Moses Hightower höfum allir búið einhvers
staðar úti og höfum ekki búið hér á landi á
sama tíma síðan hljómsveitin var stofnuð. Ég
og Andri Ólafsson, bassaleikari og söngvari,
bjuggum í Hollandi, Magnús Trygvason Elias-
sen trommari bjó í Noregi og gítarleikarinn
okkar, Daníel Friðrik Böðvarsson, býr í Berlín.
Hann er búinn að búa þar svo lengi að hann
er kominn með aflitað hár eins og ég held að
gerist bara þegar fólk er búið að búa nógu lengi
í Þýskalandi, það eru einhvers konar ofnæmis-
viðbrögð,“ segir Steingrímur á léttu nótunum.
HNOÐA NÝJU EFNI SAMAN
Aðspurður hvort meðlimir Moses Hightower
séu góðir vinir segir Steini, eins og hann er kall-
aður, að þeir séu alls engir vinir, þeir fljúgi hver
í sinni einkaþotunni eins og meðlimir hljóm-
sveitarinnar The Eagles og hittist bara á sviði.
Hann dregur þó fljótt í land og segir að þeir séu
mjög góðir vinir. „Það fer kannski óþarflega
mikill tími í að hafa gaman og djóka af þeim
annars litla tíma sem við höfum en við verðum
að fá að gera það líka þar sem við hittumst svo
sjaldan.“
Þeir verða allir á landinu yfir hátíðirnar og
ætla að spila saman á Húrra á þriðjudaginn,
30. desember næstkomandi. Þá segir Steini að
stefnan verði sett á að spila einhver ný lög.
Eftir áramót ætla strákarnir í Moses High tower
að fara í stúdíó til að taka upp nýja plötu.
„Þegar Moses kemur saman reynum við að nýta
tímann vel og við ætlum að reyna að hnoða ein-
hverju nýju saman á nýju ári. Við lögðum upp
með ákveðna hluti fyrir sjö árum þegar bandið
var stofnað en ég held að við höfum ekki endað
á því að gera nákvæmlega það sem ætluðum.
Við vitum ekkert hvernig þetta fer núna, við
erum búnir að semja slatta en svo breytist
margt í stúdíói. Þegar við höfum gert plötur
finnst okkur þær ekkert flottar á meðan við
erum að gera þær, vonandi verður þetta bara
okkur til sóma,“ segir Steini hógvær.
SPILA LÍKA MEÐ ÖÐRUM BÖNDUM
Hljómsveitin spilar sálarskotna tónlist og
strákarnir syngja einungis á íslensku. Þeir hafa
fengið fjölda tilnefninga til Íslensku tónlistar-
verðlaunanna fyrir fyrri plötur sínar og meðal
annars fengu þeir Steini og Andri verðlaun sem
bestu textasmiðir ársins 2012 fyrir texta plöt-
unnar „Önnur Mósebók“. „Ég held að tónlistin
okkar væri ekkert svo sérstök ef við værum að
syngja á útlensku. Þegar við vorum að byrja
fannst fólki skemmtilegt að heyra að við værum
að gera íslenska texta við svona tónlist. Okkur
finnst líka öllum svo gaman að íslenskunni og
það er skemmtilegt þegar maður nær að gera
eitthvað sem fólki finnst sniðugt.“
Þeir félagar spila allir með öðrum hljómsveit-
um sem hafa ferðast erlendis og spilað. „Þegar
Moses er fengin til að spila í útlöndum er það
yfirleitt þegar verið er að halda upp á norræna
menningu eða eitthvað í sambandi við það.
Við vorum til dæmis fengnir til að spila á Ís-
lendingadeginum í Manitoba í Kanada í sumar.
Það gekk vel og var mjög gaman en ég get ekki
sagt að Moses Hightower stefni á heimsfrægð,“
segir Steini og hlær.
STEFNA EKKI Á HEIMSFRÆGÐ
SÁLARSKOTIN TÓNLIST Meðlimir hljómsveitarinnar Moses Hightower eru allir á landinu yfir hátíðirnar. Þeir spila á tónleikum
næstkomandi þriðjudag og eru á leið í stúdíó eftir áramót til að taka upp nýja plötu. Allir textar Moses Hightower eru á íslensku og
þegar þeir spila í útlöndum er það yfirleitt á viðburðum tengdum norrænni sögu eins og til dæmis á Íslendingadeginum í Manitoba.
MOSES HIGHTOWER
Strákarnir verða með
tónleika á Húrra þann
30. desember þar sem
þeir stefna á að flytja
eitthvað af nýju efni. Frá
vinstri: Andri, Magnús,
Steini og Daníel er í
stólnum.
MYND/STEFÁN