Fréttablaðið - 27.12.2014, Page 44

Fréttablaðið - 27.12.2014, Page 44
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 20142 Vail – Bandaríkin Hinn rómaði bær Vail í Color- ado er markaðsettur sem „uppá- haldsskíðasvæði Bandaríkja- manna“ og eitthvað er víst til í því. Skíðasvæðið í Vail þekur um 2.200 hektara og er stærsta skíðasvæðið í Bandaríkjunum. Í bænum má finna sér ýmislegt annað til dundurs en að skíða því þar eru þó nokkur listagallerí og söfn, hægt að fara á hunda- sleða, á skauta, í hokkí og margt f leira. Kitzbuhel – Austurríki Kitzbuhel er af mörgum kölluð „Perla Alpanna“ og er þekktasti orlofsstaður austurrísku Týróla- fjallanna. Skíðaiðkun hefur verið stunduð í Kitzbuhel síðan 1892 og þar er ein frægasta skíðabrekka heims, „Streif“. Tækifæri til alls kyns íþróttaiðkunar eru þar mörg í fallegri náttúru og í borg með mikla sögu. Hótel og veitinga- staðir eru í hæsta gæðaflokki og þar má einnig finna fullt af litlum kaffihúsum og börum, disk ó- tek, spilavíti og kvikmyndahús. Sjarmi þessa sjö hundruð ára gamla þorps er mikill. Whistler Blackcomb – Breska-Kólumbía Í þessum himinháu fjöllum í Kanada er að finna eitt besta skíðasvæði Norður-Ameríku þar sem lóðréttasta brekkan er til staðar. Þetta hrífandi þorp hefur allt það sem vetraríþróttaiðkend- ur þurfa á að halda; kaffihús, al- þjóðlegar verslanir og yfir hundr- að veitingastaði sem bjóða upp á allra þjóða matseld, meðal ann- ars kínverska, franska, gríska, ítalska, Miðjarðarhafs, mexí- kóska og taílenska. Matur er mikilvægur á þessum stað þar sem skíðaiðkunin sem staður- inn er þekktastur fyrir gerir fólk svangt. Whistler varð fljótt einn besti skíðastaður heims og hefur margsinnis verið valinn besta skíðasvæði Norður-Ameríku af þeim sem þar búa. Japanar eru líka mjög hrifnir af staðnum en þeir hafa valið hann sem sinn uppáhalds alþjóðlega orlofsstað aftur og aftur. Meribel – Frakkland Í Meribel geta allir skíðaiðkend- ur fundið brekkur við sitt hæfi og skemmtilegt næturlíf auk þess sem staðurinn er fjölskyldu- vænn. Meribel hefur verið vin- sæll áfangastaður síðustu sjötíu ár og hefur þróast í takt við tím- ann. Staðurinn sameinar ólíka íþróttamenn, nautnaseggi, sæl- kera, áhugamenn, börn og afa og ömmur, heimamenn og gesti. Saga og menning Meribel er mjög lifandi og margt sem gleð- ur trygga viðskiptavini staðarins. Í gegnum tíðina hafa íbúar Meri- bel hugsað vel um sína verðmæt- ustu eign, fjöllin og umhverfi þeirra. Alyeska – Alaska Allir þeir sem elska að skíða í púðursnjó ættu að hafa Alyeska á listanum sínum. Flestir sem fara til Alaska í skíðaferð hafa stund- að sportið í langan tíma og eru í leit að einhverri öðru vísi upplif- inu, svo sem fjallaskíðamennsku eða þy rlusk íðamennsk u. Í Alyeska hefur meðalsnjókom- an síðastliðin þrjátíu ár verið yfir sextán metrar sem er meira en nóg til að halda skíðabrautunum í góðu ástandi og utanbrautaleið- unum líka í lagi. Byrjendur geta líka fundið brautir við sitt hæfi í Alyeska þar sem nóg er af rudd- um brautum af öllum stærðum og gerðum. Aspen – Bandaríkin Þeir sem vilja skíða með þeim ríku og frægu ættu að fara til Aspen í Colorado. Staðurinn er þekktur fyrir brattar brekkur sínar en þar geta allir fundið sér brekku við sitt hæfi, sama á hvaða stigi þeir eru. Í Aspen geta þeir sem hafa nóg á milli handanna valið úr frábærum gististöðum en þar sem meirihluti gesta er þokkalega fjáður er verðlagið þar frekar hátt. Cortina d‘Ampezzo – Ítalía Cortina hentar minna reyndum skíðamönnum ágætlega þótt þeir vanari geti líkað fundið sér brattar og góðar brekkur. Helsta aðdráttarafl Cortina er hins vegar bærinn sjálf- ur, menningin, matseldin og um- hverfið sjálft fær fólk til að falla í stafi. Bestu skíðasvæðin í heiminum Þegar áfangastaður er valinn fyrir skíðaferðalagið eru margir þættir sem taka þarf tillit til og misjafnt hvað fólk leggur áherslu á í því sambandi. Brekkur og lyftur, gististaðir, veitingastaðir, næturlíf, kostnaður og veðurfar eru allt þættir sem skipta máli. Allir þessir staðir sem tilteknir eru hér eiga það sameiginlegt að þeir komast á hina ýmsu lista sem teknir hafa verið saman um bestu skíðasvæði í heimi. Það er frelsandi að bruna niður skíðabrekkur í góðu veðri. Aspen. Whistler Blackcomb. Kitzbuhel. Vail. MYNDIR/NORDIC PHOTOS/GETTY Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, jonatan@365.is, s. 512-5446 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Hreinsum dúnúlpur Háaleitisbraut 58-60, 108 Rvk - Sími 5531380

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.