Fréttablaðið - 27.12.2014, Side 53

Fréttablaðið - 27.12.2014, Side 53
| ATVINNA | Óskað er eftir rekstraraðila fyrir Gistiskýlið Velferðarsvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér rekstur neyðargistiskýlis fyrir karla - Gistiskýlisins. Um er að ræða úrræði sem rekið hefur verið í Reykjavík á undanförnum árum, en samningur við núverandi rekstraraðila rennur út þann 28. febrúar 2015. Hlutverk Gistiskýlisins er að veita hús- næðislausum körlum næsturgistingu á grundvelli kröfulýsingar sem fyrir liggur um þjónustuna. Þjónustusamnin- gur til 3ja ára verður gerður við þann aðila sem valinn verður til að reka þjónustuna. Leitað er eftir einstaklingum eða félagasamtökum sem hafa reynslu af þjónustu við fólk sem á við marghátt- aða félagslega erfiðleika að stríða með sérstakri áherslu á reynslu af vinnu með fólki sem á við áfengis- og vímuefnavanda að etja. Daglegur rekstur og þjónusta er í höndum þjónustusala, en til daglegs reksturs teljast t.d. starfsmannamál, almennur rekstur húsnæðis og eldhúss, þvottur og skipting rúmfata á hverjum degi auk annarrar þjónustu. Reykjavíkurborg leggur til húsnæði fyrir rekstur Gistiskýlisins. Gert er ráð fyrir því að 20 karlar gisti í einu að meðaltali yfir árið. Sturtu- og hreinlætisaðstaða er fyrir notendur Gistiskýlisins og aðstaða í þvottahúsi er til að þvo föt sín. Þjónustutími Gistiskýlisins er a.m.k. frá kl. 17:00 – kl. 10:00 næsta dag, alla daga ársins og þarf þjónustusali að tryggja að starfsemin sé ætíð mönnuð nægilega mörgum starfsmönnum svo unnt sé að veita þá þjónustu sem skilgreind er í kröfulýsingu. Að lágmarki eru tveir starfsmenn á vakt á opnunartíma. Frekari upplýsingar veitir Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða, sigtryggur.jonsson@reykjavik.is. Kröfulýsingu er að finna á vefslóðinni http://reykjavik.is/stadir/thjonustumidstod-midborgar-og-hlida Áhugasamir skili inn umsókn um verkefnið fyrir lok starfsdags þann 14. janúar 2015. Velferðarsvið Ertu í stuði? Hófst þú nám í rafiðngrein, raf- eða rafvélavirkjun, rafveituvirkjun eða rafeindavirkjun en laukst því ekki? Ertu að starfa við þær greinar þrátt fyrir að hafa ekki lokið sveinsprófi? Hefur þú hug á að ljúka því námi sem þú hófst? Kynningarfundur verður á Stórhöfða 27 mánudaginn 5. janúar 2015 kl. 17:00. “Ertu í stuði?” er verkefni sem ætlað er að finna leiðir til að meta þá færni sem þátttakendur hafa aflað sér í námi og starfi. Markmiðið er að þátttakendur ljúki sveinsprófi. Nánari upplýsingar er hægt að fá á heimasíðu Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins www.rafnam.is - Raunfærnimat eða í síma 580 5252 VERSLUNARSTJÓRI: Ber ábyrgð á rekstri verslunarinnar HÆFNISKRÖFUR: NETTÓ MJÓDD SPENNANDI TÆKIFÆRI FYRIR ÖFLUGAN VERSLUNARSTJÓRA! Kræsingar & kostakjör www.netto.is Umsóknir ásamt starfsferliskrá sendist á umsokn@netto.is. Allar nánari upplýsingar veitir Guðni Erlendsson, starfsmanna- fulltrúi í síma 421-5400. Umsóknarfrestur er til og með 11. janúar nk. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. LAUGARDAGUR 27. desember 2014 15

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.