Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.12.2014, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 27.12.2014, Qupperneq 56
 | 8 27. desember 2014 | miðvikudagur MAGNÚS G. ÞÓRÐARSON RÚV JANÚAR Stjórn Ríkisútvarps- ins tilkynnti þann 26. janúar að ákveðið hefði verið að ráða Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóra Borgar- leikhússins, sem útvarpsstjóra. Magnús var leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar frá árinu 2004 til 2008 þegar hann tók við Borgarleikhúsinu. ORRI HAUKSSON SÍMINN FEBRÚAR Orri Hauksson tók við stöðu forstjóra Símans í febrúar þegar rekstur fjarskipta- fyrirtækisins og móðurfélagsins Skipta var sam- einaður undir nafni Símans. Hann tók við af Sævari Frey Þráinssyni, forstjóra Símans til sjö ára. SALÓME GUÐMUNDSDÓTTIR KLAK INNOVIT FEBRÚAR Salóme Guð- mundsdóttir var ráðin framkvæmda- stjóri nýsköpunar- og frumkvöðlaset- ursins Klak Innovit í febrúar. Salóme tók við af Kristjáni Kristjánssyni en hún hafði áður starfað sem forstöðumaður opna háskólans í HR frá árinu 2011. JÓN BJÖRNSSON FESTI FEBRÚAR Jón Björnsson var ráðinn forstjóri Festa hf. þegar framtakssjóðurinn SÍA II keypti hluta af innlendri starfsemi Norvíkur ásamt hópi fjár- festa. Jón var áður forstjóri Orf Líftækni, Magasin du Nord og Haga hf. HELGI Þ. ARASON LANDSBRÉF MAÍ Helgi Þór Arason var ráðinn forstjóri Landsbréfa í byrjun maí. Hann var áður forstöðumaður markaðsviðskipta í Landsbankanum og tók við starfinu af Sigþóri Jónssyni sem var ráðinn til Straums fjárfestingarbanka. SÆVAR FREYR ÞRÁINSSON 365 MIÐLAR MAÍ Sævar Freyr Þráinsson, fyrr- verandi forstjóri Símans, var ráðinn aðstoðarforstjóri 365 miðla í maí. Tveimur mán- uðum síðar var tilkynnt að hann tæki við starfi forstjóra fyrirtækisins af Ara Edwald. SIGURÐUR PÁLL HAUKSSON DELOITTE JÚNÍ Í byrjun júní til- kynnti Deloitte um ráðningu Sigurðar Páls Haukssonar í starf forstjóra endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækisins. Sigurður hafði þá verið meðeigandi í Deloitte frá árinu 2003. JÓN ÓLAFUR HALLDÓRSSON OLÍS JÚLÍ Í júlí var tilkynnt að Jón Ólafur Hall- dórsson myndi taka við starfi forstjóra Olís en Einar Benedikts- son hafði óskað í maí eftir því að fá að láta af störfum. Einar hefur starfað hjá olíufélaginu sem framkvæmdastjóri undanfarna tvo áratugi. MAGNÚS ÞÓR ÁSMUNDSSON ALCOA FJARÐAÁL OKTÓBER Í haust var tilkynnt um að Magnús Þór Ásmundsson, for- stjóri Alcoa á Íslandi, myndi einnig gegna starfi forstjóra Alcoa Fjarðaáls. Magnús tók við starfinu af Janne Sigurðsson þegar hún var ráðin forstöðumaður upplýsingatæknimála hjá Alcoa á heimsvísu. SIGURHJÖRTUR SIGFÚSSON MANNVIT OKTÓBER Sigurhjörtur Sigfússon var ráðinn forstjóri Mannvits í október en hann hafði þá gegnt starfi fjármálastjóra fyrir- tækisins frá árinu 2012. Eyjólfur Árni Rafnsson, sem gegnt hefur starfi forstjóra Mannvits síðustu12 ár, lætur af störfum sem forstjóri um áramótin. ÓLAFUR STEPHENSEN FÉLAG ATVINNUREKENDA OKTÓBER Ólafur Stephensen tók við starfi framkvæmdastjóra Félags atvinnurek- enda í október. Rúmum mánuði áður lét hann af starfi ritstjóra Fréttablaðsins og annarra fréttamiðla 365. Áður var hann ritstjóri Morgunblaðsins og 24 stunda. J A N Ú A R F E B R Ú A R M A R S A P R Í L M A Í J Ú N Í J Ú L Í Á G Ú S T S E P T E M B E R O K T Ó B E R N Ó V E M B E R D E S E M B E R KRISTINN D. GRÉTARSSON ORF LÍFTÆKNI MARS Kristinn D. Grétarsson settist í forstjórastól Orf Líftækni og dótturfélagsins Sif Cosmetics um miðjan mars. Hann var áður forstjóri líftæknifyrirtækisins Mentis Cura. MARGRÉT SANDERS SVÞ MARS Aðalfundur Sam- taka verslunar og þjónustu (SVÞ) kaus Margréti Sanders formann félagsins í mars. Tók hún við af Mar- gréti Kristmanns- dóttur sem sinnti formennsku fyrir SVÞ frá árinu 2009. HERDÍS D. FJELDSTED FSÍ MARS Herdís Dröfn Fjeldsted var ráðin framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Ís- lands (FSÍ) í mars. Hún hafði þá verið fjárfestingarstjóri FSÍ frá árinu 2010 og setið í stjórnum fjöl- margra fyrirtækja. VALGEIR M. BALDURSSON SKELJUNGUR APRÍL Stjórn Skeljungs gekk frá ráðningu Valgeirs Matthíasar Baldurssonar, framkvæmdastjóra neytendasviðs félagsins, í stöðu forstjóra olíufélagsins í apríl. Valgeir hafði þá starfað hjá Skeljungi í fimm ár og tók við af Einari Erni Ólafssyni. STEFÁN SIGURÐSSON VODAFONE MAÍ Stjórn Vodafone réð Stefán Sigurðsson í starf forstjóra fjarskipta- fyrirtækisins í maí síðast- liðnum. Stefán gegndi starfi framkvæmdastjóra Eignastýringar Íslands- banka frá árinu 2008. Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone frá árinu 2009, lét af störfum þegar ráðning Stefáns lá fyrir. ALMAR GUÐMUNDSSON SAMTÖK IÐNAÐARINS ÁGÚST Samtök iðnaðarins (SI) tilkynntu í lok ágúst að Almar Guðmunds- son hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri sam- takanna. Hann var áður framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og þar á undan vann hann við ýmis stjórnunarstörf innan Íslandsbanka. Almar tók við af Kristrúnu Heimis- dóttur sem lét af störfum hjá SI í ágúst eftir aðeins níu mánuði í starfi. GUÐRÚN HAFSTEINSDÓTTIR SAMTÖK IÐNAÐARINS MARS Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss, var kjörin formaður Samtaka iðnaðarins (SI) á aðal- fundi samtakanna í mars. Hún og Svana Helen Björnsdóttir, fyrrverandi formaður SI, gáfu báðar kost á sér í formanns- embættið. GUÐMUNDUR I. ÁSMUNDSSON LANDSNET OKTÓBER Stjórn Landsnets réð Guð- mund Inga Ásmundsson í starf forstjóra fyrirtækisins í lok október. Guðmundur hefur verið aðstoðarfor- stjóri Landsnets frá árinu 2008 og tekur við starfinu núna um áramót af Þórði Guðmundssyni sem hefur stýrt fyrirtækinu frá stofnun þess. Guðmundur Ingi hóf störf hjá Lands- virkjun að námi loknu og var ráðinn kerfisstjóri Landsnets árið 1993. Mannabreytingar á árinu 2014 Mörg af stærstu fyrirtækjum landsins réðu nýja stjórnendur á árinu. Má þar nefna fjarskiptafyrirtækið Voda- fone, Samskip og Deloitte. Markaðurinn tók saman helstu mannabreytingar á árinu sem nú er að líða. ELÍN JÓNSDÓTTIR VÍB JÚLÍ Elín Jóns- dóttir var ráðin framkvæmdastjóri VÍB, eignastýr- ingarþjónustu Íslandsbanka, og tók þá sæti í fram- kvæmdastjórn bankans. Elín tók við af Stefáni Sigurðssyni sem var áður ráðinn forstjóri Vodafone. MAGNÚS GARÐARSSON UNITED SILICON JÚLÍ Magnús Garðars- son var ráðinn framkvæmdastjóri United Silicon í júlí. Fyrirtækið vinnur að byggingu kísilverksmiðju í Helguvík en Magnús bjó áður og starfaði í Danmörku. HANNES FRÍMANN HRÓLFSSON VIRÐING JANÚAR Hannes Frímann Hrólfsson var ráðinn fram- kvæmdastjóri Virðingar þegar félagið sameinað- ist Auði Capital þann 8. janúar. Hann var áður forstjóri Auðar Capital. EYJÓLFUR GUÐMUNDSSON HÁSKÓLINN Á AKUREYRI MAÍ Dr. Eyjólfur Guð- mundsson var ráðinn rektor Há- skólans á Akureyri (HA) um miðjan maí. Alls bárust sjö umsóknir um starfið. Eyjólfur starfaði áður sem sviðsstjóri greiningar og aðalhagfræðingur CCP. PÁLMAR ÓLI MAGNÚSSON SAMSKIP JÚNÍ Markaðurinn greindi frá því þann 4. júní síðast- liðinn að Pálmar Óli Magnússon hefði verið ráðinn forstjóri Samskipa á Íslandi. Pálmar var áður framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar í þrjú ár og starfsmaður Samskipa frá árinu 1998-2011.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.