Fréttablaðið - 27.12.2014, Qupperneq 72
27. desember 2014 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 40
„Það eru ekki ákveðin spor heldur
er farið eftir grunni í sambandi við
öndun og hvernig við hreyfum okkur.
Við erum að finna okkar eigin dans
og frelsa dansarann sem býr í okkur,“
segir Sigurborg Kr. Hannesdóttir,
5rytma kennari.
5rytma dansinn var þróaður af
Gabrielle Roth og snýst ekki um ákveð-
in dansspor heldur um fimm rytma,
flæði, stakkató, kaos, lýrík og kyrrð.
„Þegar við dönsum verður til alda.
Við keyrum orkuna smátt og smátt upp
og endum í kyrrðinni. Þannig flæðir
líka lífsorkan, hún er eins og alda.“
En að sögn Sigurborgar er dansinn
manninum eðlislægur. „Eins og við
sjáum hjá börnum þegar þau heyra
tónlist eða takt, þau byrja bara að
hreyfa sig.“
Sigurborg kynntist 5rytma dans-
inum árið 1999. „Ég var búin að taka
ákvörðun um
að flytja, fara
í óvissuferð
og láta lífið
leiða mig,“
segir hún.
„Ég átti kass-
ettu með tón-
list sem Roth
hafði gefið
út og próf-
aði að dansa
sjálf inni í
eldhúsi og
það hjálpaði
mér mikið.
Það má eigin-
lega orða það
þannig að ég hafi dansað mig í gegnum
breytingarnar,“ segir hún glöð í bragði.
Árið 2008 lauk Sigurborg kennara-
þjálfun hjá Roth. „Þetta er svolítið
skylt hugleiðslu og jóga að því leyti að
við við erum að tengjast kjarnanum,
sálinni og andanum í gegnum líkam-
ann.“ Hún segir tjáninguna sem hún
upplifir í gegnum 5rytma dansinn sér
mikilvæga.
Undanfarin ár hefur hún haldið nám-
skeiðið Veldu þína leið, stuttu fyrir ára-
mót. „Námskeiðið styður okkur í því
að fara í gegnum þessi tímamót. Við
þekkjum það öll að líta yfir farinn veg,
sjá ártalið hverfa á sjónvarpsskjánum
og strengja áramótaheit sem endast
misjafnlega vel.“
Á námskeiðinu skipar 5rytma dans-
inn veigamikið hlutverk. „Alls konar
hlutir sem við upplifum á einu ári,
gleði og sorgir. Stundum eru erfiðleik-
ar, missir og sigrar og við horfum yfir
þetta allt saman og kveðjum það. Við
gerum þetta að mestu leyti í gegnum
dansinn og hreyfingu og það er dýpra
en þegar maður gerir það í huganum.“
Einnig vinna þátttakendur klippimynd
með markmiðum fyrir árið auk þess
sem markþjálfi verður til aðstoðar.
Námskeiðið verður haldið í Yogavin
og hefst klukkan ellefu í dag.
gydaloa@frettabladid.is
TÍMAMÓT
Námskeiðið
styður okkur í
því að fara í
gegnum þessi
tímamót. Við
þekkjum það öll
að líta yfir farin
veg, sjá ártalið
hverfa á sjón-
varpsskjánum og
strengja ára-
mótaheit.
MERKISATBURÐIR
1394 Jörundarkirkja á Hólum brotnar í ofsaveðri.
1904 Abbey Theatre opnað í Dublin.
1919 Sænska kvikmyndafyrirtækið Svensk Filmindustri er stofn-
að.
1936 Ungmennafélagið Valur er stofnað á Reyðarfirði.
1945 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og
Alþjóðabankinn eru stofnaðir.
1956 Staðfest eru lög um bann við
hnefaleikum á Íslandi, bæði keppni og
sýningu.
1986 Snorri Hjartarson, bókavörður og
skáld, lést 80 ára gamall. Hann var eitt
virtasta skáld á Íslandi og hlaut bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs 1981
fyrir bókina Hauströkkrið yfir mér.
1988 Fyrsta fasta bílnúmerið í nýju núm-
erakerfi sett á bifreið Halldórs Ásgríms-
sonar dómsmálaráðherra, HP741. Nýja kerfið gekk í gildi í árs-
byrjun 1989.
2008 Ísraelar hefja hernaðaraðgerðina Operation Cast Lead á
heimastjórnarsvæði Palestínumanna á Gasaströndinni.
Á þessum degi árið 1932 var hið þekkta
kennileiti, Radio City Music Hall, opnað
í byggingunni Rockefeller Center á Man-
hattan í New York. Radio City Music Hall
var hannað af arkitektinum Edward Durell
Stone og innanhússarkitektinum Donald
Deskey í svokölluðum Art Deco-stíl.
Þegar húsið var opnað fyrir almenn-
ingi var meiningin að þar færi aðeins
fram háklassa skemmtun sem hafði
verið vöntun á. Fyrsta sýningin skartaði
stjörnunum Ray Bolger, Doc Rockwell
og Martah Graham en sló ekki í gegn.
Því var ákveðið strax í janúar að sýna
kvikmyndir og styttri skemmtisýningar í
húsinu. Fyrsta bíómyndin sem var sýnd
þar var The Bitter Tea of General Yen
með Barböru Stanwyck í aðalhlutverki
og varð Radio City Music Hall þekkt fyrir
frumsýningar sínar.
Á áttunda áratug síðustu aldar byrjaði
að halla undan fæti þar sem erfitt var
fyrir forsvarsmenn Radio City Music
Hall að tryggja sér myndir sem ekki voru
sýndar annars staðar. Árið 1979 var reglu-
legum bíósýningum hætt.
Nú er fókusinn í húsinu að halda
tónleika og aðrar sýningar en stundum
er breytt út af vananum og sýndar þar
kvikmyndir. Þá hefur mörgum viðburðum
verið sjónvarpað úr Radio City Music Hall
síðustu ár, þar á meðal Grammy- og Tony-
verðlaununum og drætti í NFL-deildinni.
- lkg
ÞETTA GERÐIST: 27. DESEMBER ÁRIÐ 1932
Radio City Music Hall opnað
Dansaði sig í gegnum
breytingar í eldhúsinu
Sigurborg Kr. Hannesdóttir hefur lagt stund á 5rytma dans síðastliðin fi mmtán ár og
hefur undanfarin ár haldið námskeiðið Veldu þína leið, rétt fyrir áramót.
SIGURBORG Byrjaði að dansa í eldhúsinu heima hjá sér. MYND/SIGURBORG
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
SIGURLÍNA INGADÓTTIR
Hlíðargerði 2, Reykjavík,
lést á Landspítalanum laugardaginn
20. desember. Útför hennar fer fram frá
Bústaðakirkju mánudaginn 29. desember
klukkan 13.00.
Garðar Svavarsson
Guðrún Garðarsdóttir Rytter Jacob Rytter
María Garðarsdóttir Hrafn Þór Jörgensson
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa,
sonar og bróður,
SIGURÐAR BALDURSSONAR
læknis,
Blikahjalla 14, Kópavogi,
sem varð bráðkvaddur í Svíþjóð 20. október.
Jóhanna Ingvarsdóttir
Jóhanna María Sigurðardóttir Arnar Þórisson
Erna Guðrún Sigurðardóttir Jón Axel Jónsson
Baldur Sigurðsson Hera Líf Liljudóttir
Ingvar Sigurðsson Helen Jónsdóttir
Sigurveig Þórarinsdóttir
Þórarinn Baldursson
Gunnar Baldursson
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Davíð
Ósvaldsson
útfararstjóri
Óli Pétur
Friðþjófsson
útfararstjóri 551 3485 • www.udo.is