Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað
Guðlaugur Þór
kærður
3 Guðlaugur Þór Þórðar-
son, þingmaður
Sjálfstæðisflokks-
ins, hefur verið
kærður til sérstaks
saksóknara fyrir
meint umboðs-
svik og mútuþægni
vegna viðskipta einkahlutafélags-
ins Bogmannsins ehf. við Lands-
banka Íslands. Kæran var lögð fram
á þriðjudaginn, þann 20. nóvember.
Kærandi er Gunnar Andersen, fyrr-
verandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins,
sem nú sætir ákæru vegna meintra
lögbrota í starfi. Ríkissaksóknari hef-
ur ákært Gunnar fyrir að hafa aflað
gagna um viðskipti Bogmannsins
ehf. við Landsbankann.
Dagsleyfi
endaði illa
2 Þorsteinn Kragh, sem
dæmdur var í níu
ára fangelsi fyrir
innflutning á tæp-
lega 200 kílóum af
hassi og 1,5 kílóum
af kókaíni árið 2009,
var fyrir nokkrum vikum staðinn að
kókaínneyslu í dagsleyfi sem hann
fékk frá Kvíabryggju á Snæfellsnesi.
Kókaínið fannst í þvagi Þorsteins
eftir að hann hafði skilað sér of seint
í fangelsið úr dagsleyfinu. Þótti
ástand Þorsteins bera þess merki að
hann kynni að hafa notað fíkniefni í
leyfinu. Hann hefur nú verið færður
á Litla-Hraun og mun hann einnig
þurfa að sitja lengur í fangelsi en
hann hefði þurft.
Veitti Sævari 100
milljónir í lán
1 Sameinaði líf-eyrissjóður-
inn lánaði hjónun-
um Sævari Jónssyni
og Helgu Daníels-
dóttur rúmlega 100
milljónir króna út á
500 fermetra glæsi-
hýsi við Mosprýði
10 eftir íslenska bankahrunið. Á
þeim tíma voru hjónin í veruleg-
um fjárhagsvandræðum en sem
kunnugt er var Sævar persónulega
lýstur gjaldþrota árið 2009. Þetta
kom fram í DV á mánudag. Blaðið
greindi svo frá því á miðvikudag að
framkvæmdastjóri sjóðsins, Krist-
ján Örn Sigurðsson, hefði verið
kallaður á teppið til að svara fyrir
lánveitinguna til Sævars.
Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni
E
ignarhaldsfélag Björgólfs
Thors Björgólfssonar tapaði
47 milljónum króna í fyrra á
glæsihýsinu á Fríkirkjuvegi
11 sem kennt er við langafa
hans, Thor Jensen. Thor byggði
húsið, sem er um 1.000 fermetrar,
í upphafi síðustu aldar og bjó þar
um árabil ásamt fjölskyldu sinni.
Þetta kemur fram í ársreikningi
Novators F-11, félagsins sem held-
ur utan um eignarhaldið á húsinu,
sem var skilað til ársreikningaskrár
þann 6. nóvember síðastliðinn. Fé-
lagið tapaði 34 milljónum króna
árið 2010.
Í ársreikningnum kemur fram
að félagið hafi ekki haft neinar tekj-
ur árið 2011 en eini tilgangur þess
er að halda utan um eignarhaldið
á húsinu. Tapið skýrist af kostnaði
við húsið, fasteignagjöldum og
vaxtakostnaði af lánum. Afborganir
af húsinu eru hins vegar mjög litlar
á hverju ári, á milli 3,5 til 4,8 millj-
ónir fram til ársins 2016.
Húsið er í eigu Novators, fjár-
festingarfélags Björgólfs Thors,
sem svo aftur er í eigu eignarhalds-
félagsins BeeTeeBee Ltd. sem skráð
er á Bresku Jómfrúaeyjum. Húsið á
Fríkirkjuvegi 11 er því á endanum í
eigu félags á Bresku Jómfrúaeyjum.
Borgaði 650 milljónir fyrir húsið
Björgólfur keypti húsið af Reykja-
víkurborg á 650 milljónir króna, um
þreföldu fasteignamati hússins í
maí, árið 2008 með það fyrir augum
að opna þar safn um langafa sinn.
Endurbætur á húsinu hafa hins
vegar setið á hakanum, samkvæmt
Ragnhildi Sverrisdóttur, talskonu
Björgólfs, í viðtali í DV í fyrra. „Hús-
inu er haldið við, það sem þarf. En
gagngerar endurbætur á svona
stóru 100 ára gömlu timburhúsi eru
mikið fyrirtæki og þær kosta sitt.
Þetta er hins vegar planið; þetta er
allt spurning um þolinmæði.“ Með-
al þess sem tafði endurbæturnar
á húsinu, að sögn Ragnhildar, var
skuldauppgjör Björgólfs Thors, sem
hann gekk frá í fyrra.
Húsið bókfært á 650 milljónir
Húsið á Fríkirkjuvegi 11 er bókfært
á 650 milljónir króna í ársreikningi
Novators F-11 ehf. Skuldir félagsins
nema rúmlega 313 milljónum króna
en félagið tók lán hjá Landsbankan-
um þegar húsið var keypt. Í skulda-
uppgjörinu við lánardrottna sína
samdi Björgólfur Thor um að fá að
halda húsinu. Vegna bókfærðs virð-
is hússins, sem er um þrefalt hærra
en fasteignamat þess, eru eignir fé-
lagsins hærri en skuldir þess. n
á húsi langafa síns
Björgólfur tapar enn
n Endurbætur á Fríkirkjuvegi 11 bíða enn n Húsið stendur enn autt„En gagngerar
endurbætur á
svona stóru 100 ára
gömlu timburhúsi eru
mikið fyrirtæki og þær
kosta sitt.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
47 milljóna tap
Félagið sem á
Fríkirkjuveg 11 tapaði
47 milljónum króna í
fyrra. Björgólfur Thor
hyggst reisa þar safn
um afa sinn, Thor
Jensen. samsett mynd
Jólabjórinn
feikivinsæll
Líkt og oft áður var mikil sala á
jólabjórnum í Vínbúðum landsins
fyrstu dagana eftir að bjórinn fór
í sölu. Sala á bjórnum hófst í síð-
ustu viku og fyrstu þrjá dagana, frá
fimmtudegi til sunnudags, seldust
alls um hundrað og fimm þúsund
lítrar. Í fyrra hófst sala 15. nóvem-
ber, á þriðjudegi, en þá seldust
110 þúsund lítrar frá þriðjudegi til
laugardags.
Ein tegund virðist vera í uppá-
haldi hjá bjórþyrstum landsmönn-
um en það er Tuburg Christmas
Brew en alls seldust rúmir 50 þús-
und lítrar af þeirri tegund fyrstu þrjá
söludagana sem slagar upp í helm-
ing alls jólabjórs sem seldur var.
Næst á eftir Tuborg í vinsældum er
Víking Jólabjór og Kaldi. Alls seldust
tæplega 22 þúsund lítrar af jóla-
bjórnum frá Víking en 10 þúsund
lítrar af Kalda. Á vef Vínbúðarinnar
kemur fram að neytendur virðist því
vera íhaldssamir þegar kemur að
jólabjórnum því þetta eru nákvæm-
lega sömu tegundir og seldist mest
af fyrstu dagana í fyrra.
Verum sýnileg
í umferðinni
Að gefnu tilefni áréttar lögregla
nauðsyn þess að vegfarendur séu
sýnilegir í umferðinni, hvort held-
ur sem er gangandi, akandi eða
hjólandi. „Öll berum við ábyrgð
í umferðinni og undir hverjum
og einum komið að standa undir
ábyrgðinni. Lögreglan hvetur því
ökumenn til að gæta að ljósabún-
aði bifreiða sinna og tryggja að
hann sé í lagi, hjólandi ökumenn
til að virða reglur um ljósabúnað
bæði að framan og aftan og gang-
andi vegfarendur til að bera
endurskin í skammdeginu.
Þá hvetur lögreglan einnig
hlaupahópa sem eru víða á
höfuð borgarsvæðinu til að
vera svo sýnilegir sem hægt er í
skammdeginu og ekki síður að
gæta að umferðarreglum þegar
farið er yfir götur, sér í lagi að nota
gangbrautir þar sem þær eru. Á
þessu hefur verið misbrestur,“
segir lögreglan í tilkynningu.