Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað Guðlaugur Þór kærður 3 Guðlaugur Þór Þórðar- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, hefur verið kærður til sérstaks saksóknara fyrir meint umboðs- svik og mútuþægni vegna viðskipta einkahlutafélags- ins Bogmannsins ehf. við Lands- banka Íslands. Kæran var lögð fram á þriðjudaginn, þann 20. nóvember. Kærandi er Gunnar Andersen, fyrr- verandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sem nú sætir ákæru vegna meintra lögbrota í starfi. Ríkissaksóknari hef- ur ákært Gunnar fyrir að hafa aflað gagna um viðskipti Bogmannsins ehf. við Landsbankann. Dagsleyfi endaði illa 2 Þorsteinn Kragh, sem dæmdur var í níu ára fangelsi fyrir innflutning á tæp- lega 200 kílóum af hassi og 1,5 kílóum af kókaíni árið 2009, var fyrir nokkrum vikum staðinn að kókaínneyslu í dagsleyfi sem hann fékk frá Kvíabryggju á Snæfellsnesi. Kókaínið fannst í þvagi Þorsteins eftir að hann hafði skilað sér of seint í fangelsið úr dagsleyfinu. Þótti ástand Þorsteins bera þess merki að hann kynni að hafa notað fíkniefni í leyfinu. Hann hefur nú verið færður á Litla-Hraun og mun hann einnig þurfa að sitja lengur í fangelsi en hann hefði þurft. Veitti Sævari 100 milljónir í lán 1 Sameinaði líf-eyrissjóður- inn lánaði hjónun- um Sævari Jónssyni og Helgu Daníels- dóttur rúmlega 100 milljónir króna út á 500 fermetra glæsi- hýsi við Mosprýði 10 eftir íslenska bankahrunið. Á þeim tíma voru hjónin í veruleg- um fjárhagsvandræðum en sem kunnugt er var Sævar persónulega lýstur gjaldþrota árið 2009. Þetta kom fram í DV á mánudag. Blaðið greindi svo frá því á miðvikudag að framkvæmdastjóri sjóðsins, Krist- ján Örn Sigurðsson, hefði verið kallaður á teppið til að svara fyrir lánveitinguna til Sævars. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni E ignarhaldsfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar tapaði 47 milljónum króna í fyrra á glæsihýsinu á Fríkirkjuvegi 11 sem kennt er við langafa hans, Thor Jensen. Thor byggði húsið, sem er um 1.000 fermetrar, í upphafi síðustu aldar og bjó þar um árabil ásamt fjölskyldu sinni. Þetta kemur fram í ársreikningi Novators F-11, félagsins sem held- ur utan um eignarhaldið á húsinu, sem var skilað til ársreikningaskrár þann 6. nóvember síðastliðinn. Fé- lagið tapaði 34 milljónum króna árið 2010. Í ársreikningnum kemur fram að félagið hafi ekki haft neinar tekj- ur árið 2011 en eini tilgangur þess er að halda utan um eignarhaldið á húsinu. Tapið skýrist af kostnaði við húsið, fasteignagjöldum og vaxtakostnaði af lánum. Afborganir af húsinu eru hins vegar mjög litlar á hverju ári, á milli 3,5 til 4,8 millj- ónir fram til ársins 2016. Húsið er í eigu Novators, fjár- festingarfélags Björgólfs Thors, sem svo aftur er í eigu eignarhalds- félagsins BeeTeeBee Ltd. sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjum. Húsið á Fríkirkjuvegi 11 er því á endanum í eigu félags á Bresku Jómfrúaeyjum. Borgaði 650 milljónir fyrir húsið Björgólfur keypti húsið af Reykja- víkurborg á 650 milljónir króna, um þreföldu fasteignamati hússins í maí, árið 2008 með það fyrir augum að opna þar safn um langafa sinn. Endurbætur á húsinu hafa hins vegar setið á hakanum, samkvæmt Ragnhildi Sverrisdóttur, talskonu Björgólfs, í viðtali í DV í fyrra. „Hús- inu er haldið við, það sem þarf. En gagngerar endurbætur á svona stóru 100 ára gömlu timburhúsi eru mikið fyrirtæki og þær kosta sitt. Þetta er hins vegar planið; þetta er allt spurning um þolinmæði.“ Með- al þess sem tafði endurbæturnar á húsinu, að sögn Ragnhildar, var skuldauppgjör Björgólfs Thors, sem hann gekk frá í fyrra. Húsið bókfært á 650 milljónir Húsið á Fríkirkjuvegi 11 er bókfært á 650 milljónir króna í ársreikningi Novators F-11 ehf. Skuldir félagsins nema rúmlega 313 milljónum króna en félagið tók lán hjá Landsbankan- um þegar húsið var keypt. Í skulda- uppgjörinu við lánardrottna sína samdi Björgólfur Thor um að fá að halda húsinu. Vegna bókfærðs virð- is hússins, sem er um þrefalt hærra en fasteignamat þess, eru eignir fé- lagsins hærri en skuldir þess. n á húsi langafa síns Björgólfur tapar enn n Endurbætur á Fríkirkjuvegi 11 bíða enn n Húsið stendur enn autt„En gagngerar endurbætur á svona stóru 100 ára gömlu timburhúsi eru mikið fyrirtæki og þær kosta sitt. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is 47 milljóna tap Félagið sem á Fríkirkjuveg 11 tapaði 47 milljónum króna í fyrra. Björgólfur Thor hyggst reisa þar safn um afa sinn, Thor Jensen. samsett mynd Jólabjórinn feikivinsæll Líkt og oft áður var mikil sala á jólabjórnum í Vínbúðum landsins fyrstu dagana eftir að bjórinn fór í sölu. Sala á bjórnum hófst í síð- ustu viku og fyrstu þrjá dagana, frá fimmtudegi til sunnudags, seldust alls um hundrað og fimm þúsund lítrar. Í fyrra hófst sala 15. nóvem- ber, á þriðjudegi, en þá seldust 110 þúsund lítrar frá þriðjudegi til laugardags. Ein tegund virðist vera í uppá- haldi hjá bjórþyrstum landsmönn- um en það er Tuburg Christmas Brew en alls seldust rúmir 50 þús- und lítrar af þeirri tegund fyrstu þrjá söludagana sem slagar upp í helm- ing alls jólabjórs sem seldur var. Næst á eftir Tuborg í vinsældum er Víking Jólabjór og Kaldi. Alls seldust tæplega 22 þúsund lítrar af jóla- bjórnum frá Víking en 10 þúsund lítrar af Kalda. Á vef Vínbúðarinnar kemur fram að neytendur virðist því vera íhaldssamir þegar kemur að jólabjórnum því þetta eru nákvæm- lega sömu tegundir og seldist mest af fyrstu dagana í fyrra. Verum sýnileg í umferðinni Að gefnu tilefni áréttar lögregla nauðsyn þess að vegfarendur séu sýnilegir í umferðinni, hvort held- ur sem er gangandi, akandi eða hjólandi. „Öll berum við ábyrgð í umferðinni og undir hverjum og einum komið að standa undir ábyrgðinni. Lögreglan hvetur því ökumenn til að gæta að ljósabún- aði bifreiða sinna og tryggja að hann sé í lagi, hjólandi ökumenn til að virða reglur um ljósabúnað bæði að framan og aftan og gang- andi vegfarendur til að bera endurskin í skammdeginu. Þá hvetur lögreglan einnig hlaupahópa sem eru víða á höfuð borgarsvæðinu til að vera svo sýnilegir sem hægt er í skammdeginu og ekki síður að gæta að umferðarreglum þegar farið er yfir götur, sér í lagi að nota gangbrautir þar sem þær eru. Á þessu hefur verið misbrestur,“ segir lögreglan í tilkynningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.