Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað Vilja nöfn stærstu eigenda n Þingmenn ræða um leiðir til að auka á gagnsæi fyrirtækja E fnahags- og skattanefnd skoðar nú þann möguleika að skylda fyrirtæki til að upplýsa hverjir eigi stærsta hlut í viðkomandi félögum í ársreikningum sínum. Hugmyndin er að þetta muni auka á gagnsæi en algengt er að stór fyrir- tæki séu í eigu annarra fyrirtækja eða eignarhaldsfélaga þar sem einstakl- ingarnir sem raunverulega standa á bak við eignarhlutinn eru hvergi nefndir. Lilja Mósesdóttir, þingmaður utan flokka, greindi frá því á Facebook-síðu sinni á miðvikudag að hún hefði tekið málið upp í nefndinni. Helgi Hjörvar, formaður nefndarinnar, staðfestir að umræðan hafi átt sér stað í samtali við Smuguna, þar sem hann talaði um að raunverulega væri þetta spurning um hverjir ættu Ísland. Stundum getur eignarhald verið afskaplega flókið og leitt í skattaskjól eða ríki þar sem ekki er gott aðgengi að upplýsingum í fyrirtækjaskrám og eignarhaldið því óljóst. Mörg dæmi eru um það hér á landi að ekki sé hægt að staðfesta eignarhald á einstaka fyrir tækjum þar sem slóð skúffufyrir- tækja hylur raunverulegt eignarhald fyrirtækja. Ársreikningar eru birtir opinber- lega hér á landi og er það Fyrirtækja- skrá Íslands, sem heyrir undir ríkis- skattstjóra, sem heldur utan um þær upplýsingar. Mikið ber á því að árs- reikningum sé ekki skilað á tilsettum tíma og hefur Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri lýst því yfir að embættið þurfi á frekari úrræðum að halda til að beita gagnvart fyrirtækjum sem ekki standa skil á sínu. n adalsteinn@dv.is Í slenska útgerðarfélagið Samherji hagnaðist um tæplega 2,6 millj- arða íslenskra króna á fiskveiðum við strendur Vestur-Afríku á síð- asta ári. Þetta kemur fram í ný- birtum ársreikningi fyrirtækisins sem heldur utan um eignarhald og rekstur á þeim togurum Samherja sem stunda veiðar í Afríku, Polaris Seafood ehf., áður Katla Seafood ehf. Ársreikningnum var skilað til fyrir- tækjaskrár ríkisskattstjóra þann 12. nóvember síðastliðinn. Hagnaður fé- lagsins, sem gerir upp reikninga sína í bandarískum dollurum, nam tæp- lega 21 milljón dollara og er eigin- fjárstaða félagsins jákvæð um 156,4 milljónir dollara, rúmlega 19 millj- arða króna. Stærstu eigendur Sam- herja eru Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson. Glitnir lánaði Samherja Samherji keypti útgerðina í Afríku, sem rekur sex verksmiðjutogara sem stunda fiskveiðar við strendur Mári- taníu, Marokkó, Namibíu og fleiri landa, af útgerðarfyrirtækinu Sjóla- skipum á vormánuðum 2007 fyrir um 190 milljónir evra, um 16 millj- arða króna miðað við gengi krón- unnar á þeim tíma. Togararnir veiða aðallega hestamakríl og sardínu. Glitnir fjármagnaði viðskiptin en kaupverðið nam 16,5 milljörðum, samkvæmt ársreikningi Samherja fyrir árið 2007. Samanlagður hagnaður Samherja af Afríkuveiðunum frá árinu 2007 til 2011 nemur um 160 milljónum dollara, en hagnaðurinn frá 2007 til 2010 nam 139 milljónum dollara, samkvæmt grein sem birt var í DV fyrr á árinu. Á milli 30 og 40 prósent af heildarhagnaði Á milli 30 og 40 prósent af heildar- tekjum Samherja síðastliðin ár má rekja til Afríkuveiðanna samkvæmt heimildum DV. Um sextíu prósent af starfsemi Samherja eru erlendis, meðal annars í Afríku. Samherji er langöflugasta útgerðarfyrirtæki landsins og eitt það stærsta í Evrópu. Fullyrða má að ekkert íslenskt út- gerðarfyrirtæki í sögu landsins hafi náð viðlíka útbreiðslu og vexti og Samherji hefur náð enda teygir starfsemi félagsins sig til nokkurra heimsálfa. DV hefur gert tilraunir til að ræða um Afríkuveiðarnar við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, en hann hefur ekki viljað það. „Ég ætla ekki að fara út í þetta við þig.“ Samkvæmt nýbirtu ársuppgjöri Samherja fyrir síðastliðið ár nam hagnaður útgerðarrisans 8,8 millj- örðum króna í fyrra sem er besta af- koman í sögu fyrirtækisins. Miðað við hagnaðinn af Afríkuveiðunum í fyrra og heildarhagnað Samherja var Afríkuhagnaðurinn tæplega 30 pró- sent af hagnaði útgerðarfyrirtækisins og dótturfélaga þess. Hlutdeild Afríkuveiðanna í heildarhagnaðin- um var því álíka mikil í fyrra og hún hefur verið síðastliðin ár. Veiða tíu sinnum meira í Afríku Samherji hefur veitt á milli 180 og 280 þúsund tonn af fiski í Afríku á hverju ári síðastliðin fimm ár. Til saman- burðar má geta þess að heildar- kvóti tuttugu stærstu útgerðarfélaga landsins, talið í þorskígildistonnum, nemur tæplega 248 þúsund tonn- um á ári. Þar af er Samherji, sem er í öðru sæti yfir kvótahæstu útgerðir landsins, með kvóta upp á rúmlega 24 þúsund þorskígildistonn á hverju fiskveiðiári. Þess utan á Samherji hlut í Síldarvinnslunni sem er ein af kvótahærri útgerðum landsins. Sam- herji veiðir því árlega um það bil tíu sinnum meira í Afríku en á Íslandi þegar litið er á aflamark félagsins í þorsk ígildistonnum hér á landi. Veiðar Samherja hafa meðal annars farið fram á grundvelli samn- inga sem Evrópusambandið hefur gert við yfirvöld í ríkjunum á vestur- strönd Afríku. Þessir samningar hafa verið harðlega gagnrýndir innan Evrópusambandsins. Spænskur þingmaður, Raul Romeva, hefur haldið því fram að veiðarnar séu ein gerð af nýrri nýlendustefnu (e. neo-colonialism) þar sem Evrópu- búar fái leyfi til að stunda rányrkju við strendur Afríku: „Margir af þeim tvíhliða samningum um fiskveiðar sem Evrópusambandið hefur gert við þróunarríki eru ekkert annað en gróf ný gerð af nýlendustefnu – með þeim er evrópskum fiskiskipum gert kleift að stunda rányrkju við strendur Afríku sem kemur niður á íbúum þessara landa sem reiða sig á fisk- veiðar sér til framfærslu.“ Afríkuveiðar í sögulegu samhengi Guðni Th. Jóhannesson, sagn- fræðingur og einn helsti sérfræðing- ur landsins um þorskastríðin á Ís- landi, hefur sagt í samtali við DV að veiðar Íslendinga við strendur Vest- ur-Afríku séu „hámark tvískinnungs- ins“ þegar samanburðurinn á Afr- íkuveiðunum og þorskastríðunum er skoðaður. „Í allri okkar baráttu fyrir verndun fiskmiðanna var rauði þráðurinn sá að strandríkið skyldi hafa fullan rétt á auðlindunum und- an ströndum þess.“ Í tilfelli Samherja fer hagnaðurinn af veiðunum ekki til viðkomandi landa í Afríku heldur til fyrirtækisins sjálfs. Eignir Polaris Seafood námu rúmlega 264,5 milljónum dollara, tæplega 32,5 milljörðum króna, í lok árs í fyrra. Á móti þessum eign- um voru skuldir upp á rúmlega 108 milljónir dollara, rúmlega 13 millj- arða króna. Staða félagsins er því ógnarsterk enda hafa Afríkuveiðarn- ar gengið mjög vel hjá fyrirtækinu síðastliðin ár. n Græddi 2,6 milljarða á Afríkuveiðunum n 30 prósent af hagnaði Samherja má rekja til Afríkuveiðanna „Ég ætla ekki að fara út í þetta við þig. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is 30 prósent hagnaðarins Um 30 prósent af 8,8 milljarða hagnaði Samherja, útgerðar Þorsteins Más Baldvinssonar, má rekja til veiða félagsins í Afríku. M/V Heinaste er einn af togurum Samherja sem veiðir þar. Vill meira gagnsæi Lilja segist hafa eytt þriðjudeginum í að sannfæra meirihlutann í efnahags- og viðskiptanefnd um að hert yrði á upplýsingaskyldu um eigendur fyrir- tækja í ársreikningum. Mynd EyÞór ÁrnASon Sighvatur snuprar bloggara „Hluti bloggaranna er óskrifandi á íslenskt mál. Miklu fleiri sem ekki getað tjáð sig öðruvísi en með ofstopahætti og gífuryrðum gegn persónu einstaklinga, sem þeim eru ekki að skapi ein- hverra hluta vegna – í þessu til- felli gegn mér. Þeim nenni ég ekki að svara,“ skrifar Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra, í grein í Fréttblað- inu. Þar segir hann frá raun- um sínum eftir að hafa skrif- að um sjálfhverfu kynslóðina svokölluðu. Hann segist hafa lesið athugasemdir netverja við sín skrif. „Þeim tíma var nú illa varið. Ekkert vannst á því annað en það, sem ég áður vissi,“ skrif- ar hann. Fæstir hafi tjáð sig með skiljanlegum rökum en hann þakkar þó Guðmundi Andra Thorssyni og Karli Sigfússyni fyrir sín tilsvör. Eikarbátur á bólakafi Gamall eikarbátur sökk við bryggjuna við Kaffivagninn á Granda í Reykjavíkurhöfn að- faranótt þriðjudags. Svo virðist sem dæla um borð í bátnum hafi ekki virkað sem skyldi og fór báturinn á kaf. Báturinn heitir Ver RE-112 og er netabátur. Hann var smíðað- ur árið 1955 í Danmörku. Starfsmenn Faxaflóahafna gera ráð fyrir að hægt verði að ná bátnum upp. Ekki er talin ástæða til að ætla að olía muni leka frá bátnum í höfnina en eft- ir því sem komist verður næst þá sökk báturinn á sama stað fyrir um tveimur árum. Mikið úrval af föndurvörum og garni, tilvalið í jólaföndrið og jólagjafirnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.