Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 26
n Fjölskyldan faldi sig undir stiganum í fjóra daga n Heimilið í rúst eftir loftárás n Óhljóðin í sprengjunum ærandi n Borgin lyktar af blóði Þ að tók Areej Al-Ashehab nokkrar mínútur að átta sig á því að vopnahléið væri raunverulegt. Þar sem hún sat í felum undir stiganum á sundurtættu húsinu ásamt fjöl- skyldu sinni ætlaði hún vart að trúa því að stríðið væri loks á enda. Síð- ustu mínútur hafði hún beðið í von og óvon en ekkert lát virtist vera á sprengjuregninu, þar til það hætti skyndilega á slaginu níu. Í kjölfarið brutust út mikil fagnaðarlæti, fólk þyrptist út á götur þar sem það söng, klappaði saman höndum og öskraði í gleðivímu að Palestínumenn hefðu unnið, stríðið væri búið. „Við höfum þjáðst nóg“ Hálftíma áður hafði blaðamað- ur DV rætt við Areej sem er 24 ára og er verk efnastjóri hjá Sameinuðu þjóðunum í því að efla konur á svæð- inu og lýsti ástandinu á Gaza síðustu daga. „Það væri of vægt til orða tek- ið að segja að hér sé verið að fremja fjöldamorð,“ sagði hún. „Það er ver- ið að drepa borgara, konur og börn. Sumir týna lífinu, aðrir missa vini eða vandamenn. Á bak við hvert morð er saga, saga af fjölskyldu sem syrgir, börnum sem eru orðin mun- aðarlaus. Við heyrum nöfn þeirra sem deyja og við þekkjum suma þeirra. Ég hef misst vini en þakka Guði fyrir að ég hef ekki misst neinn nákominn. Engu að síður hefur þetta áhrif á okkur. Við förum í gegnum minningarnar og vitum að við mun- um aldrei sjá þetta fólk aftur. Það er mjög sárt. Það er mjög erfitt að hugsa um þetta. Við lifum í ótta, við lifum í ótta við að missa einhvern sem er okkur nákominn. Aðstæðurnar eru virkilega slæm- ar og hafa verið það síðan stríðið hófst. Síðasta kvöld var það erfið- asta því þá réðust þeir að öllum við- kvæmustu svæðunum, meðal annars á verslunarmiðstöð. Núna þegar ég tala við þig þá hef ég öðlast von um vopnahlé eftir hálftíma. En í gær var líka sagt að vopnahlé ætti að hefjast á miðnætti en því miður hafa árásirn- ar aldrei verið verri en þá. Þeir réðust á marga staði í kringum okkur og ég trúði því ekki að ég væri lifandi þegar ég vaknaði upp í morgun og að fjöl- skyldan mín væri hjá mér. Vinkona mín er tveggja barna móðir og börnin hennar grétu við- stöðulaust alla nóttina þannig að hún fór í morgun til móður sinnar sem býr í mínu hverfi, þrátt fyrir að það sé alls ekki öruggt, bara til þess að geta verið hjá mömmu sinni, svo hún þyrfti ekki að vera ein með börn- in. Núna er ég ekki bjartsýn, þótt ég voni auðvitað að þetta taki brátt enda, en ég vil heldur ekki verða fyrir sömu vonbrigðum og í gær. En ég get fullvissað þig um að það vilja allir á Gaza að stríði taki enda. Fólk þolir þetta ekki lengur, það þolir ekki meiri þjáningar. Við höfum þjáðst nóg, við getum ekki meira,“ sagði Areej. Eina skjólið undir stiganum „Það eru allir að bíða eftir því að eitt- hvað gerist, áðan fengum við loforð um að vopnahlé yrði komið á klukk- an níu. Núna er klukkan hálfníu og við bíðum og vonum að þetta taki enda. Ég er í þeim hópi. Húsið okkar eyðilagðist því ég bý rétt hjá innanríkisráðuneytinu og það var ráðist á það síðasta föstudag. Í rauninni var allt hverfið rústað um leið,“ segir Areej. Hún býr með foreldrum sínum, systur og fjórum bræðrum í miðri borginni, í hverfi sem heitir Tal al Hawa og er talið mjög hættulegt á þessum tímum. „Margir yfirgáfu hverfið en ég og mín fjölskylda ákváðum að fara hvergi og höfum haldið til undir stiganum á húsinu okkar síðan. Þú getur ímyndað þér hvernig það er, við erum átta sem höldum til í þriggja fermetra rými. Það er eina skjólið sem við höfum. Síðast þegar Ísraelar hófu stríð gegn Gaza yfirgáfum við heimili okk- ar og lærðum þá lexíu að enginn staður er öruggur á Gaza. Nú fengum við skilaboð í farsímana um að við ættum að yfirgefa heimili okkar og fara annað en hvað sem gerist, þótt þeir ráðist inn með landher, þá mun- um við aldrei yfirgefa heimilið okkar. Við verðum hér. Sama hvert þú ferð áttu alltaf á hættu að það sé ráðist á þig. Þannig að ef við reynum að fara frá heimil- inu og með helstu nauðsynjar þá eig- um við á hættu að verða fyrir árás. Það er ráðist á borgara þegar þeir stíga fæti út á götu. Sumir fara í skól- ana en þeir hafa líka hrunið í árásun- um. Við viljum vera örugg.“ Margir matarlausir Daglegt líf fór samstundis úr skorð- um á miðvikudaginn þegar árásirnar hófust. Börnin fara ekki í skóla og fólk fer ekki í vinnu. Fólk heldur sig heima og Areej segir að fólk þori varla út í búð eða á næsta markað til þess að verða sér úti um nauðsynjar. „Sem betur fer vissum við á miðviku- daginn að það væri að hefjast stríð gegn Gaza og þá urðum við okkur úti um mat og vatn sem gæti enst okkur í einhvern tíma. Við fórum í gegnum þetta fyrir fjórum árum og við vitum hvað það þýðir að búa við stríð. Ég þakka Guði fyrir það að okkur tókst að verða okkur úti um nægar birgðir til þess að þurfa ekki að fara úr húsi og setja okkur þar með í hættu. En þá er ég bara að tala um mig og mína fjölskyldu, það voru ekki allir sem gátu þetta og ég veit að margir hafa ekkert að borða því þeir búa á svo hættulegu svæði að þeir eiga ekki séns á að ná í mat. Ef þeir stíga fæti út fyrir hússins dyr eiga þeir á hættu að verða drepnir þannig að sumir hafa verið matarlausir síðan á miðvikudaginn.“ Innanríkisráðherra Ísraels sagði að það ætti að sprengja Gaza aftur á miðaldir, slíta í sundur vegi og koma í veg fyrir að fólk hefði aðgang að vatni. Areej segir að enn sé vatn á Gaza en vatnið sé varla drykkjarhæft. „En það er það eina sem við höfum. Við erum svo heppin að hafa síur en það hafa ekki allir efni á því. En við getum ekki treyst á kranavatnið þannig að við þurfum líka að kaupa vatn.“ Fékk sjokk við að sjá hverfið Á veturna dimmir um fimmleytið á Gaza-svæðinu. Þá versna árás- irnar. Fram að því leyfir fjölskyldan sér stundum að fara upp til þess að borða, þvo sér og teygja úr sér – til að anda. „Sprengjuregnið er ekki eins mikið á daginn. En á meðan það er dimmt þá felum við okkur undir stig- anum.“ Á síðustu átta dögum hefur Areej einu sinni farið út. „Húsið mitt eyði- lagðist í árás á föstudaginn en á sunnudaginn gat ég farið út. Ég fékk algjört sjokk við að sjá hvernig göturnar voru farnar og hvernig hús nágranna voru leikin. Það var ekkert eftir. Sum húsin eru alveg ónýt, það þarf að byggja þau upp aftur. En ég komst ekki langt, það var of hættu- legt að vera á ferli. Það eru engir bílar á götunum og þegar þú ert gangandi á ferð þá áttu á hættu að verða fyrir flugskeyti. Þeir eru farnir að nota annars konar vélar, þú sérð að við sem búum á Gaza erum farin að þekkja vopnin sem Ísraelsmenn nota, og núna eru þeir farnir að nota vélar sem gefa ekki frá sér hljóð. Þannig að þú heyr- ir ekkert, þú sérð bara fólkið hrynja niður fyrir framan þig og deyja. Þess vegna förum við ekki út, það er ráð- ist á alla, það er ráðist á borgara og enginn greinarmunur gerður á börn- um, konum og körlum. Óhljóðin í sprengjunum eru hins vegar ærandi, svo há að við getum ekki sofið. Nú eru árásirnar búnar að standa yfir í átta daga og á þeim tíma hef ég kannski sofið í átta tíma. Þegar húmar eru allir vakandi, það bíða allir eftir því hvað gerist, og það á við um okkur öll, það sefur enginn,“ segir Areej sem hefur verið með slæman höfuðverk síðan árásirnar hófust á miðvikudaginn. „Kannski af því að ég get ekki sofið, kannski af því að hljóðin eru svo há og þau eru stöðug.“ Lyktin er líka óhugnanleg. „Þegar þeir réðust á hverfið mitt var lykt af púðri í loftinu. Þeir sem þekkja lykt- ina af blóði finna hana líka. Hús eru eyðilögð og fólk deyr, það er blóð alls staðar. Þannig að eina lyktin sem þú hefur fundið á Gaza síðustu viku er lyktin af púðri og blóði.“ Sér örvæntinguna Hún segir að það sé einnig vesen varðandi rafveituna. „Í síðasta stríði réðust Ísraelar á rafveituna og síðan höfum við verið í vandræðum með rafmagnið. Það er enn vandamál, það er á í átta tíma og dettur svo út í átta tíma. En í einu hverfinu fór raf- magnið alveg af í þessum árásum og það hefur ekki komist aftur á síðan. Þetta hefur skapað fólki mikil vand- ræði,“ segir Areej og hikar. Spyr svo: „Heyrðir þú þetta?“ og útskýrir: „Þeir eru byrjaðir aftur. Klukkan er korter í níu og sprengjurnar falla.“ Aðspurð hvernig hún tekst á við þetta, segist hún ekki vera í jafn- vægi. „Núna er ég aðeins brattari en ég hef verið því það er verið að tala um vopnahlé. Fyrir klukkutíma var ég grátandi og vildi að þessi martröð tæki enda. Við förum öll í gegnum þetta, stundum höldum við að okkur takist að höndla aðstæðurnar, að við séum sterk, en síðan missum við vonina. Mamma og pabbi reyna sitt besta til þess að vera sterk fyrir okkur en ég sé að þau eru við það að bugast. Þau eru hrædd. Þau eru alltaf að telja hvað við erum mörg og kalla nöfn- in okkar, spyrja hvort við séum öll hérna og ítreka það við okkur að við megum ekki fara út. Þau vilja ekki missa okkur. Ég sé það sama ger- ast hjá systkinum mínum, þau eru að reyna að halda þetta út en stund- um sé ég örvæntinguna í augunum á þeim. Stundum finnst okkur eins og við getum þraukað því okkur tókst að komast í gegnum síðasta stríð. Við reynum að hvetja hvert annað áfram og vera sterk. En þetta stríð er mun alvarlegra en það sem átti sér stað fyrir fjórum árum. Ég upplifði þau bæði og þetta er mikið verra. Það er ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi en sem fjöldamorði. Vopnin eru hættu- legri, nema hvað þeir notuðu fosfór- sprengjur síðast, og fólk brennur illa. Núna er ráðist á fleiri almenna borg- ara og fleiri börn hafa dáið. Það er ekki hægt að líkja þessu saman.“ Þráir frelsi Sprengjurnar falla fyrir utan og Areej spyr aftur hvort blaðamaður geti ekki heyrt í þeim. „Núna eru þeir „Ég trúði því ekki að Ég væri lifandi“ Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Það er eins og fólk hafi losnað úr fangelsi. Það eru allir úti og hér er fullt hús af fólki sem er komið til þess að athuga hvort það sé allt í lagi með okkur. „Það er auð- vitað ekki nóg að binda endi á þetta stríð. En akkúrat núna, er það það eina sem ég bið um. 26 Erlent 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.