Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 24
24 Fréttir 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað
n Haraldur Líndal Haraldsson hagfræðingur segir vanda flestra sveitarfélaga leysanlegan
E
ins og kunnugt er hafa nokk-
ur sveitarfélög á Íslandi
glímt við mikinn rekstrar-
og skuldavanda eftir banka-
hrunið í október 2008. Þar
frægast er líklega sveitarfélagið
Álftanes. Haraldur Líndal Haralds-
son hagfræðingur hefur unnið við
að aðstoða sveitarfélög við endur-
skipulagningu á rekstri og fjármál-
um á undanförnum tveimur árum.
Hefur hann unnið skýrslur og
gert úttekt fyrir nokkur sveitarfé-
lög þar sem hann hefur komið með
tillögur um hvað megi betur fara
varðandi rekstrar- og skuldamál
þeirra. „Vandamálið í einu sveitar-
félagi getur verið allt öðruvísi í því
næsta,“ segir Haraldur í samtali við
DV.
„Stundum er þetta skulda- og
rekstrarvandi. Stundum er þetta
bara rekstrarvandi. Ég held að það
liggi hins vegar gríðarleg tækifæri til
hagræðingar í rekstri sveitar félaga,“
segir hann. Mörg sveitarfélög séu
í vanda. Það sé hins vegar hans
skoðun að vandi flestra sveitarfé-
laga sé leysanlegur.
Það sé hans hlutverk að vinna
úttekt, greina vandann og skrifa
um það skýrslu. Eftir það leggur
Haraldur fram tillögur að því sem
má betur fara. Í framhaldi af því er
oftast haldinn borgarafundur með
íbúum sveitarfélaganna. „Þannig
fær fólk skilning á því af hverju þarf
að grípa til aðgerða. Það sem er líka
ánægjulegt er að á öllum þessum
stöðum sem ég hef verið að vinna
á þá hefur verið algjör samstaða
um aðgerðir. Engin átök á milli
meirihluta og minnihluta í bæjar-
stjórnum,“ segir hann.
Þrátt fyrir tillögur um hag-
ræðingu segir Haraldur að hvergi
hafi þjónustan hins vegar verið
skert. Í stað þess sé farið í að velta
því fyrir sér hvernig verið sé eyða
hverri krónu, hvort þess þurfi eða
hvort hægt sé að eyða henni á skyn-
samlegri máta.
Rekstur íslenskra sveitarfélaga
ólíkur því sem þekkist erlendis
Þegar Haraldur er spurður að því
hvernig íslensk sveitarfélög standi í
alþjóðlegum samanburði segir hann
svolítið erfitt að leggja mat á það.
„Rekstur íslenskra sveitarfélaga er svo-
lítið öðruvísi en almennt gerist. Það er
nánast undantekning í flestum lönd-
um að sveitarfélög afli sér sjálf tekna.
Yfirleitt koma tekjur sveitarfélaga
beint frá ríkissjóði í gegnum skatttekj-
ur. Þar af leiðandi eru íslensk sveitar-
félög svolítið sér á parti og skulda því
jafnvel meira en almennt gerist annars
staðar,“ segir hann.
Sums staðar megi sveitarfélög ekki
taka lán. Þegar byggja þurfi grunn-
skóla eða eitthvað annað þá komi fjár-
munir fyrir því einfaldlega frá ríkinu.
Því sé alþjóðlegur samanburður svo-
lítið erfiður.
Flest sveitarfélög að taka á
vandanum
Að mati Haraldar fer staða íslensku
sveitarfélaganna batnandi. „Það voru
sett ný lög í byrjun þessa árs með fjár-
málareglum. Þær hafa vakið sveitar-
stjórnarmenn upp í því að spá meira
í rekstur og skuldir. Mörg sveitarfélög
sem jafnvel standa vel hafa því farið í
að skoða rekstrar- og skuldastöðu og
því hafa nýju fjármálareglurnar skap-
að ákveðna vakningu,“ segir hann.
Samkvæmt nýjum sveitarstjórnar-
lögum, sem tóku gildi 1. janúar 2012,
mega sveitarfélög ekki skulda meira en
sem nemur 150 prósentum af reglu-
legum tekjum sveitarfélagsins.
Á tímum góðærisins fóru mörg
sveitarfélög í miklar fjárfestingar á
íþróttamannvirkjum. Á það sérstak-
lega við um Kópavog, Hafnarfjörð og
ekki síst Álftanes sem byggði fræga
sundlaug. Þegar Haraldur er spurð-
ur að því hvort sveitarfélög hafi jafn-
vel farið í að veita of góða þjónustu
segir hann erfitt að leggja mat á það.
„Þjónusta annars staðar er með svip-
uðu sniði og það á líka við um íþrótta-
mannvirki. Sveitarfélögin þurfa að
mæta kröfum íbúanna. Því er ég ekki
viss um að Íslendingar séu að gera
meiri kröfur eða fái betri þjónustu en
þekkist annars staðar.“
Íslenska ríkið þarf að greina
vandann
Að mati Haraldar eru mjög jákvæðir
hlutir að gerast hjá mörgum sveitarfé-
lögum bæði í skuldamálum og í rekstri.
„Þar sem ég þekki til eru sveitarfélög
að taka á vandanum. Farið er í aðgerð-
ir til að leysa vandann og því sér fyrir
endann á vandamálinu,“ segir hann.
Haraldur bendir á að þetta hafi
vantað í ríkisfjármálunum og líka til
þess að leysa skuldavanda þjóðarbú-
skaparins. „Það þarf að greina vand-
ann til þess að geta tekið á honum.
Síðan er farið í að leita lausna. Núna
fjórum árum eftir hrun er enn verið
að segja okkur að ekki sé vitað hversu
háar skuldirnar séu. Þegar lán eru tek-
in er skrifað undir lánasamninga. Þeir
samningar ættu að vera til og því á að
vera hægt að finna lausn á vandan-
um,“ segir hann.
Þegar unnið var að úttekt og skýrslu
fyrir Álftanes hafi verið byrjað á því að
greina vandamálið sem sveitarfélagið
glímdi við. Sett hafi verið upp áætlun
um hvað sveitarfélagið gæti borið mik-
ið af skuldum og út frá því hafi verið
unnið. Síðan hafi verið farið í viðræð-
ur við kröfuhafa – samið um skuldir og
niðurfærslu á lánum sveitarfélagsins.
Lítið hafi hins vegar verið gert af því að
endursemja um skuldir íslenska ríkis-
ins og þjóðarbúskaparins í heild. n
ENDURSKIPULEGGUR
SVEITARFÉLÖG
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is
Stærri sveitar-
félög glíma nú
við vanda
„Undanfarin ár hefur fjárhagur margra
sveitarfélaga farið versnandi. Þessi
þróun er ólík því sem áður var að því
leyti að nú eru það mörg af stærri
sveitarfélögunum, sem glíma við
mikinn fjárhagsvanda en á árum áður
voru það frekar fámennu sveitarfélög-
in sem lentu í vanda.
Níu af tíu fjölmennustu sveitarfé-
lögum landsins skipa sér á bekk með
25 skuldsettustu sveitarfélögunum
þar sem skuldir eru yfir 100% af tekj-
um viðkomandi sveitarfélags.
Hjá mörgum sveitarfélögum er
hallarekstur ár eftir ár frekar regla en
undantekning. Sömuleiðis eru dæmi
um fjölmenn sveitarfélög þar sem
veltufé frá rekstri er neikvætt árum
saman, sem þýðir að tekjur viðkom-
andi sveitarfélags standa ekki undir
daglegum útgjöldum þess. Í þeim
tilfellum hafa þau sveitarfélög selt
eignir og/eða tekið ný lán til að standa
undir daglegum rekstri.“ *Hluti af
lokaorðum í skýrslu Samráðsnefndar
ríkis og sveitarfélaga um efnahags-
mál, september 2010. „Fjármálareglur
fyrir sveitarfélög og samráð um
efnahagsmál, úttekt og tillögur.“
„Núna fjórum árum
eftir hrun er enn
verið að segja okkur að
ekki sé vitað hversu háar
skuldirnar séu
0
50
100
150
200
250
H
af
na
rfj
ör
ðu
r
G
ru
nd
ar
fj
ör
ðu
r
Á
lf
ta
ne
s
K
óp
av
og
ur
Á
rb
or
g
Fj
ar
ða
rb
yg
gð
D
jú
pi
vo
gu
r
R
ey
kj
an
es
bæ
r
B
or
ga
rb
yg
gð
Fl
jó
ts
da
ls
hé
ra
ð
Skuldsettustu sveitarfélögin árið 2008
Skuldir sem hlutfall
af tekjum 2008
0
100
200
300
400
500
Á
lf
ta
ne
s
V
og
ar
Sa
nd
ge
rð
i
R
ey
kj
an
es
bæ
r
H
af
na
rfj
ör
ðu
r
Fj
ar
ða
by
gg
ð
B
or
ga
rb
yg
gð
Gr
ím
sn
es
- o
g
Gr
af
ni
ng
sh
r.
G
ru
nd
ar
fj
ör
ðu
r
K
óp
av
og
ur
% %
Skuldir og skuldbindingar
sem hlutfall af tekjum 2008
Álftanes Á tímum góðærisins fóru mörg sveitarfélög í miklar fjárfestingar á íþróttamann-
virkjum. Á Álftanesi var til dæmis ráðist í byggingu nýrrar sundlaugar sem sligaði sveitarfé-
lagið fjárhagslega. MynD SiGtRyGGuR ARi
Leysir vanda
„Vandamálið í einu
sveitarfélagi getur
verið allt öðruvísi í því
næsta,“ segir Haraldur.
MynD RóBeRt ReyniSSon