Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 64
Sjálfstæðis-
menn sjá
um sína!
Arnaldur á
toppnum
n Nýjasta bók Arnaldar
Indriðasonar, Reykjavíkurnætur,
var í efsta sæti á metsölulista Ey-
mundsson sem gefinn var út á
miðvikudag. Það má því búast við
því að Reykjavíkurnætur verði í
ansi mörgum jólapökkum þessi
jólin. Nýjasta glæpasaga Yrsu Sig-
urðardóttur, Kuldi, var hins vegar
nokkuð fyrir neðan Arnald á list-
anum, eða í fjórða sæti.
Bókin Hárið, eftir Theó-
dóru Mjöll Skúladóttur,
hefur slegið rækilega
í gegn að undanförnu
og er í öðru sæti á
metsölulista Ey-
mundsson á
eftir Arnaldi.
Í bókinni
er meðal
annars að
finna upp-
skriftir að
70 hár-
greiðslum
og fróðleik um
hárumhirðu.
Sem aldrei fyrr
n Bubbi Morthens er þeirrar gæfu
aðnjótandi að vera ástfanginn
maður. Svo ástfanginn er Bubbi
að margar af hans stöðufærslum
á Facebook í vikunni tengdust
ástinni. „Ástin mín er eins og sól-
in. Þegar henni mislíkar eitthvað
þá er eins gott að fara ekki of ná-
lægt henni því þá brennir maður
sig.“ Þá segir Bubbi ástina sína
vera með augu
svo brún að
honum líði
alltaf líkt
og sumar-
ið sé í full-
um skrúða
þegar
hann lítur í
þau. Líkt og
skáldið sagði:
Það er gott að
elska!
„Varðhundur
flokksins“
„Styrmir kenndi mér ekkert –
nema að hann væri einn af vilj-
ugum dátum kalda stríðsins og
varðhundur flokksins og hags-
muna ákveðinna valda – og
peningaklíku sem honum var
þóknan leg og hann var þókn-
anlegur,“ sagði rithöfundur-
inn Sindri Freysson á Facebook-
síðu sinni þegar
hann var spurður
um hvaða prinsipp
blaðamennskunnar
Styrmir Gunnarsson,
fyrrverandi rit-
stjóri Morgun-
blaðsins hefði
kennt sér.
„Hann drap í
því skyni all-
nokkrar fréttir
sem ég skrifaði
og gátu kom-
ið illa við þessa
vini hans,“ sagði
Sindri og vand-
aði Styrmi ekki
kveðjurnar.
M
aður lærir að brynja sig fyrir
hótunum, ljótleika og öllu
ruglinu sem maður kynnist
í starfinu en þetta mann-
lega má aldrei gleymast. Það má segja
að þetta sé okkar leið til að komast
úr þessu daglega amstri og ljótleika,“
segir Rúnar Jónasson, lögreglumaður
og meðlimur í Löggubandinu sem er
hljómsveit lögreglumanna. Hljóm-
sveitin hefur verið starfandi síðan á
miðjum tíunda áratugnum við góðan
orðstír. Í mars á þessu ári féll frá söngv-
ari sveitarinnar, Sveinn Bjarki Sigurðs-
son, aðeins 39 ára að aldri. Félagar
hans í Löggubandinu vildu gera eitt-
hvað til þess að styrkja fjölskyldu
Sveins en hann skildi eftir sig eigin-
konu og þrjú börn. Þeir ákváðu því að
gefa út lögin Í skugga lífsins og Spegil-
brot sem hægt er að kaupa inni á ton-
list.is. Allur ágóði af sölu laganna renn-
ur beint í styrktarsjóð barna Sveins.
Annað lagið, Spegilbrot, er eftir
Ragnar en hitt eftir Rúnar Sigurðsson,
bróður Sveins. Ragnar segir þá í Lög-
gubandinu sækja í reynslu sína úr lög-
reglunni þegar þeir semja lög. Hann
segir bandið hafa sinnt forvarnarstarfi
til að byrja með. „Þetta byrjaði á því að
við vildum sýna unglingum sem höfðu
farið út af meðalveginum að löggur
væru bara ósköp venjulegt fólk. Við
vorum að reyna að ná til þeirra á ann-
an hátt og sýna þeim að við gætum
rokkað,“ segir hann.
Rúnar segir Löggubandið spila
alls konar tónlist en þó séu þeir mest
í rokkinu. „Við erum rosalega mikið í
rokktónlist og að sjálfsögðu höfum
við gaman af Police,“ segir hann hlæj-
andi og tekur fram að þeir spili alls
kyns tónlist. Hægt er að hlusta á lög
Löggubandsins inni á tonlist.is og
Youtube. n viktoria@dv.is
Rokka í minningu Sveins
n Löggurnar í Löggubandinu rokka og styrkja börn látins félaga
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 23.–25. nóveMBer 2012 136. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr.
Sveinn Bjarki Sveinn lést í mars á þessu
ári eftir baráttu við krabbamein. Vinir hans
í Löggubandinu gefa út tvö lög og ágóðinn
af sölu laganna rennur til styrktar börnum
Sveins.