Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Qupperneq 44
44 Menning 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað Ungir höfundar fá sviðið n Fjögur verk eftir unga danshöfunda frumsýnd í Borgarleikhúsinu Í gærkvöldi frumsýndi Íslenski dans- flokkurinn á Nýja sviði Borgar- leikhússins fjögur verk eftir unga, upprennandi danshöfunda undir yfirskriftinni Á nýju sviði. Verkið TIL er eftir Frank Fannar Pedersen. Eftir að Frank útskrifaðist frá Listdansskóla Íslands árið 2008 hef- ur hann dansað með Íslenska dans- flokknum og IT Dansa á Barcelona á Spáni. Frank var ráðinn sem sóló- dansari við dansflokkinn í Wiesbaden í Þýskalandi árið 2011 þar sem hann dansar í dag undir stjórn Stephans Thoss. Verkið TIL er um konu sem lifir á mörkum ímyndunar og raun- veruleika og sækir danshöfundur- inn innblástur í persónu Guðrúnar Ósvífursdóttur og setningar hennar: „Þeim var ég verst er ég unni mest“. Verkið Og þá aldrei framar eftir Steve Lorenz tekur á umpólun og breytingum. Það skoðar augnablik þegar eitthvað stórvægilegt gerist sem breytir lífi manns varanlega. Steve lenti sjálfur í skelfilegri lífsreynslu þegar hann slasaðist lífshættulega við æfingar. Hann hefur nú jafnað sig að fullu og Íslendingar fylgjast með honum keppa í Dans dans dans á RÚV. Svo vill til að unnusta hans, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, á einnig verk á sýn- ingunni, en verkið Ótta er eftir hana, Ásgeir Helga Magnússon og Unni El- ísabetu Gunnarsdóttur. Ótta er um óróleikann sem margir finna fyrir milli klukkan 03.00 til 06.00. Yngsti danshöfundur kvöldsins er Karl Friðrik Hjaltason. Verkið Allegro Con Brioer er samið utan um tónverk Dmitri Shostakovich og reynir Karl að draga fram upplifun sína af tónsmíð- um Shostakovich. n Saman í dansinum Hjördís Lilja og Steve Lorenz eru kærustu­ par og eru höfundar hvort síns verksins á sýningu Íslenska dansflokksins. A ðeins tvennt virðist eilíft í Bretaveldi þessa dagana, annars vegar Elísabet drottn- ing og hins vegar James Bond. Bæði voru talin af um tíma á 10. áratugnum, Bond vegna endaloka Kalda stríðsins og Elísabet eftir dauða Díönu, en hafa undanfarin ár átt glæsta endurkomu. Í sumar mátti sjá himinháar eftir- myndir af konungsfjölskyldunni með- fram ánni Thames í tilefni af sextíu ára stjórnartíð drottningar, og í nýjustu Bond-mynd stendur njósnari hennar hátignar við sömu á og horfir yfir Big Ben, en er sjálfur líklegast orðinn jafn mikið tákn um Bretaveldi og klukkan sjálf. Hin unga drottning Árið 1953 var um margt erfiður tími fyrir Breta. Þeir höfðu farið með sigur af hólmi í síðari heimsstyrjöld, en máttu nú horfa upp á heimsveldi sitt liðast í sundur og Bandaríkin taka við forystu í alþjóðamálum. Winston Churchill var aftur orðinn forsætis- ráðherra, en var háaldraður og að- eins skugginn af þeirri hetju sem hafði leitt þjóðina í orrustunni um Bretland rúmum áratug áður. Það sem helst vakti upp þjóðarstoltið, þá sérstaklega á með- al íhaldssamari Breta, var krýning hinnar 27 ára gömlu Elísabetar til drottningar. Faðir hennar Georg VI. (sá sem Colin Firth leikur í The King‘s Speech) hafði látist fyrir aldur fram sökum krabbameins og neyðst til að taka við krúnunni þegar bróðir hans sagði af sér vegna skilnaðarmála. Nú töluðu sumir um að ný Elísabet- aröld væri hafin, og vísuðu í þá daga þegar heimsveldið var að þenjast út og Shake speare var upp á sitt besta. Eiginkonan lítt hrifinn Enginn nýr Shakespeare birt- ist, en þetta sama ár kom út bókin Casino Royale er fjallaði um njósnar- ann James Bond og hlaut töluverða athygli. Höfundur var hinn fyrrverandi njósnari Ian Fleming, sem hafði með- al annars verið í Portúgal í stríðinu þar sem hann spilaði póker við nasista og tapaði stórt. Bókinni var því ekki að- eins ætlað að endurreisa hetjuímynd Breta, heldur einnig að lina samvisku Flemings sem hafði með þessum hætti fjármagnað njósnir Gestapo á Íberíu- skaga. Margir vilja einnig meina að henni hafi verið ætlað að ganga í aug- un á nýbakaðri eiginkonu Flemings sem hann hafði stolið frá fyrri eigin- manni hennar og útgefanda Daily Mail, en hann hafði ekki erindi sem erfiði. Ann Fleming fannst þetta held- ur klámfengið og kaus frekar sam- skipti við gáfumenni á borð við Lucian Freud, en bæði hún og Ian áttu eftir að eiga ótal elskhuga. Avókadó og gjaldeyrishöft Casino Royale er að mörgu leyti raunsæisleg spennusaga, og óralangt frá þeim ævintýraheim sem Fleming síðar skapaði. Sagan gerist öll í smá- bæ í Norður-Frakklandi, en jafnvel þetta var flestum Englendingum fjar- lægur staður. Rétt eins og Íslendingar þurftu þeir að stríða við gjaldeyris- höft og verðbólgu, og fæstir höfðu tök á að bregða sér í utanlandsferðir, ekki einu sinni rétt yfir sundið. Og þegar Bond gæðir sér á avókadó er hann svo sannarlega að bragða á forboðn- um ávexti. Avókadó var á lista breskra stjórnvalda yfir vörur sem þótti bruðl að flytja inn, á sama tíma og tertubotn- ar voru bannaðir á Íslandi af sömu ástæðum. Carrie Bradshaw og James Bond Fyrsta Bond-bókin gekk nógu vel til að útgefandinn bæði um fleiri, og strax árið eftir birtist Live and Let Die. Hér voru flest öll þau einkenni komin til sögunnar sem við þekkjum, enda þurfti Bond að ferðast meira til að vera skrefi á undan almenningi. Sagan gerðist í Bandaríkjunum og á Jamaíku, þar sem Fleming sjálfur bjó. Einnig er hér fyrsti ofurskúrkurinn kom- inn til sögunnar, sem heldur langar ræður yfir Bond þar sem hann útskýrir áform sín í smáatriðum. Nefnist hann Mr. Big, en þó ekki hinn sami og síð- ar gerði Carrie Bradshaw lífið leitt í Beðmálum í borginni. Bókin innihélt æsispennandi neðansjávarsenur, en köfun var eitt af helstu áhugamálum Flemings auk framhjáhalds, vodka- drykkju og stórreykinga. Að öðru leyti er sagan barn síns tíma, Bond á í höggi við samtök sem berjast fyrir réttind- um blökkumanna í Bandaríkjunum, en reynast að sjálfsögðu vera sovéskir njósnarar. Bandaríkjamaðurinn Jimmy Bond Þrátt fyrir að heiti kaflans „Nigger Heaven“ væri breytt seldust Bond- bækurnar heldur verr í Bandaríkjun- um en í Bretlandi, og endurspeglar það ef til vill hlutverk bandaríska njósnar- ans Felix Leiter sem Bond þarf stöðugt að vera að koma til bjargar. Bond var fyrst og fremst bresk fantasía. Banda- ríkjamenn reyndu þó að eigna sér hann strax árið 1954, þegar sjónvarps- mynd var gerð eftir Casino Royale og söguhetjan varð að bandaríska njósnaranum Jimmy Bond. Myndin hlaut heldur dræmar undirtektir, en bækurnar héldu áfram að koma út, og loks, árið 1962, kom Bond í bíó. Margt hafði breyst í millitíðinni. Haftaárin voru að baki og þegar glæsi- mennið Bond birtist í líki Sean Conn- ery, vel klætt og fágað (Skotinn Conn- ery var víst tekinn rækilega í gegn af framleiðendum til að ná þessari fágun) var það til marks um að Bretar gætu loks farið að sletta úr klaufunum. Kjarnorkustríð í Karíbahafi Myndin var þó ekki byggð á fyrstu Bond-bókinni, heldur á þeirri sjöttu, Dr. No. Hafði hún fengið mun verri dóma í Bretlandi en í Bandaríkjunum, en Bond var nú ætlað á alþjóðamark- að. Sagan hér gerðist að mestu leyti á Jamaíku og hentaði vel, því þegar myndin kom út í október rambaði heimurinn á barmi kjarnorkustyrj- aldar sökum annarrar eyju í Karíba- hafi. Casino Royale varð ekki að alvöru Bond-mynd fyrr en árið 2006, reyndar sama ár og Bretar kláruðu að borga risavaxið lán sem þeir fengu frá Banda- ríkjamönnum til að efla gjaldeyrisforð- ann í kjölfar stríðsins, og var það fyrsta myndin með Daniel Craig. Live and Let Die varð hins vegar að fyrstu Bond- mynd Roger Moore árið 1973. Karnabær og Dr. No Dr. No sló í gegn, margar fleiri fylgdu í kjölfarið og tekið var á móti Sean Connery eins og rokkstjörnu á frum- sýningum. Sama dag og Dr. No kom út gáfu fjórir ungir strákar frá Liverpool út sína fyrstu smáskífu, sem nefndist „Love Me Do.“ Á næstu árum var það til London, frekar en til Los Angeles eða New York, sem æska heimsins leitaði fyrirmynda. Allir hlustuðu á Bítlarokk, fóru á James Bond í bíó og klæddust eins og menn gerðu á Carna- by Street, og meira að segja á Íslandi hét helsta tískubúðin Karnabær í höf- uðið á fyrirmyndinni. Grámygluleika eftirstríðsáranna var lokið og Bretland var aftur komið í tísku. n valur@gmail.com n Grámygluleika eftirstríðsáranna var lokið með glæsileika James Bond Þegar james Bond Bjargaði Bretlandi Sean Connery tekinn í gegn Sean fékk mikla yfirhalningu og varð kyntákn sem spæjarinn kvensami.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.