Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 18
Átökin eru um
annað sætið
18 Fréttir 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað
H
anna Birna Kristjánsdóttir,
oddviti Sjálfstæðisflokks í
borgarstjórn, er næsta ör-
uggur leiðtogi í aðdraganda
prófkjörsins að mati við-
mælenda DV innan úr flokknum.
Raunverulega baráttan í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík snýst
um annað sætið á listanum. Illugi
Gunnarsson, þingmaður flokksins,
sækist þó einnig eftir fyrsta sætinu
en barátta hans er að öllum líkindum
við Guðlaug Þór Þórðarson, þing-
mann flokksins. Guðlaugur Þór sæk-
ist eftir öðru sæti listans og er ekki
einn um hituna. Illugi og Guðlaugur
tókust á árið 2009 en þá stóð Illugi
uppi sem sigurvegari og oddviti
flokksins í Reykjavík.
Auk Guðlaugs leitast þing-
mennirnir Birgir Ármannsson og
Pétur Blöndal eftir öðru sæti og þar
með að leiða flokkinn í öðru hvoru
Reykjavíkurkjördæminu. Pétur hefur
setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn
frá árinu 1995. Hann nýtur vinsælda
ákveðins hóps innan flokksins en
ólíklegt þykir að hann muni raun-
verulega eiga möguleika í forystu-
sæti á listanum. Það sama má segja
um Birgi sem þykir vinnusamur og
klár en skorta hæfileika til að heilla
kjósendur. Þeir munu þó líklega ekki
tapa þingsætum sínum eftir að hafa
náð ágætum árangri í síðasta próf-
kjöri, þá sérstaklega Pétur sem var
óvæntur hástökkvari á lista flokksins
árið 2009.
Strikaður út árið 2009
Fortíð Guðlaugs Þórs virðist ekki
ætla að þvælast mikið fyrir honum.
Frá því að hann vakti fyrst athygli
í stjórnmálum hefur hann tekist á
við umdeilt styrkjamál Sjálfstæð-
isflokksins, sín eigin styrkjamál og
umdeilan lega viðskiptafortíð, eins
og DV hefur fjallað um. Þá var hann
færður niður um eitt sæti á lista
flokksins í síðustu alþingiskosning-
um eftir að 1.933 kjósendur strikuðu
annaðhvort yfir Guðlaug Þór eða
færðu hann niður um sæti. Við það
féll hann úr oddvitasætinu og nið-
ur í annað sæti listans í Reykjavíkur-
kjördæmi suður.
Viðmælendur DV voru þó flestir
sammála um að Guðlaugur ætti sína
dyggu stuðningsmenn sem myndu
vilja halda honum ofarlega á lista
flokksins, í öruggu þingsæti. Líklega
mun Guðlaugur halda þingsætinu
hvort sem hann endar í öðru sætinu,
eins og hann leitast eftir, eða fell-
ur niður í þriðja eða jafnvel fjórða
sætið. Kosið er fyrir bæði Reykja-
víkurkjördæmin í einu í prófkjörinu
og táknar annað sæti listans leið-
togasæti í öðru hvoru kjördæminu.
Þriðja og fjórða sætið tákna þannig
annað sæti listans í öðru hvoru kjör-
dæminu.
Færri flekkir á Illuga
Illugi hefur hins vegar ekki jafn um-
deildan bakgrunn og sögu í stjórn-
málum og Guðlaugur Þór. Hann er
þó ekki með jafn breiðan stuðning
flokksmanna á bak við sig og Hanna
Birna er með. Það er því á bratt-
ann að sækja fyrir þingmanninn
sem var í oddvitasætinu fyrir síð-
ustu kosningar. Hann settist fyrst á
þing árið 2007 og var í þingliði Sjálf-
stæðisflokksins í hruninu. Illugi vék
tímabundið sæti í kjölfar hrunsins
og útgáfu rannsóknarskýrslu Alþing-
is á aðdraganda og orsökum þess.
Ástæðan fyrir tímabundnu brott-
hvarfi Illuga var aðkoma hans að
Sjóði 9 hjá Glitni banka.
Eftir þingkosningarnar árið 2009
varð Illugi gerður að þingflokksfor-
manni. Embættið endurheimti hann
svo úr höndum Ragnheiðar Elínar
Árnadóttur, þingkonu flokksins í
Suðurkjördæmi, eftir að hann snéri
til baka úr leyfinu. Endurkoma hans
í stól þingflokksformannsins féll ekki
í kramið hjá öllum flokksfélögum
og voru konur í flokknum sérstak-
lega óánægðar með að Ragnheiður
Elín hefði verið látin víkja. Þá er ekki
hægt að vænta þess að þeir sjálfstæð-
ismenn sem ekki eru í aðdáenda-
hópi Davíðs Oddssonar, fyrrverandi
formanns flokksins, muni fylkja sér
að baki Illuga en hann starfaði sem
pólitískur ráðgjafi Davíðs bæði í for-
sætisráðuneytinu og utanríkisráðu-
neytinu á nokkurra ára tímabili.
Forsætisráðherrastóllinn
skiptir öllu
Nái Hanna Birna góðum sigri í
prófkjörinu um helgina má búast
því að aukin pressa verði á Bjarna
Benediktssyni, formanni flokks-
ins, í stjórnarmyndunarviðræðum
eftir kosningar. Allt bendir til þess
að flokkurinn muni í það minnsta
taka þátt í slíkum viðræðum og jafn-
vel leiða næstu ríkisstjórn. Hann
mælist með yfirburðafylgi í skoðana-
könnunum en margt gæti þó breyst
fram að kosningum. Staða Bjarna
eftir prófkjör flokksins í Suðvestur-
kjördæmi er ekki sterk. Hann náði
efsta sæti listans en var með talsvert
minni stuðning en aðrir formenn
flokksins hafa fengið á síðustu árum.
Persónulegt fylgistap hans nam tug-
um prósentustiga á milli prófkjara.
Bjarni mun því líklega leggja allt
kapp á að fá forsætisráðherrastólinn
eftir kosningar. Hann er eini for-
maður Sjálfstæðisflokksins sem ekki
hefur gegnt forsætisráðherraemb-
ættinu frá því að flokkurinn var stofn-
aður árið 1929. Ef hann nær ekki að
tryggja flokknum forystuhlutverk í
næstu ríkisstjórn mun hann án efa
stimpla sig út sem leiðtogi Sjálfstæð-
isflokksins, sem hefur farið með völd
í landinu langstærstan hluta lýðveld-
istímans. Eftir það ætti Hanna Birna
greiðan aðgang að formannsstólnum
ef marka má vinsældir hennar bæði
innan og utan flokksins í skoðana-
könnunum og í formannsslagnum
sem hún tapaði á síðasta landsfundi
flokksins.
Spurning um stöðu eftir
kosningar
Flest bendir til þess sjálfstæðis-
menn endi með stóran þinghóp eft-
ir næstu kosningar. Þeir töpuðu níu
mönnum í kosningunum árið 2009
en skoðana kannanir benda til þess
að þeir endurheimti marga, ef ekki
alla, af hinum glötuðu þingsæt-
um. Því má búast við að flokkurinn
verði með marga þingmenn í Reykja-
víkurkjördæmunum. Það er því ekki
spurning hvort þeir sem eru í hörð-
ustu baráttunni á toppnum séu að
reyna að halda sæti sínu á þingi held-
ur snýst spurningin um hvaða stöðu
þeir verða í að loknum kosningum.
Hvort um sé að ræða framtíðarleið-
toga flokksins eða hvort þingsæti sé
mesta ábyrgðastaðan sem viðkom-
andi bjóðist hjá flokknum.
Fá sæti eru í ríkisstjórn eftir að ráðu-
neytunum var fækkað fyrir nokkrum
mánuðum. Nema að ný ríkisstjórn
muni taka upp á því að skipta innan-
ríkis-, velferðar- og atvinnuvegaráðu-
neytunum aftur upp í smærri ein-
ingar eru ekki margir þingmenn sem
hafa kost á að gera einhvers konar til-
kall til embættis. Þá mun án efa vera
horft til stærstu kjördæmanna og leið-
toga þeirra. Baráttan snýst því ekki síst
um í hvaða stöðu þingmenn flokksins
verða í stjórnarmyndunarviðræðum
við hlið Bjarna. n
n Hanna Birna á breiðan stuðningshóp n Guðlaugur ætlar að vinna Illuga
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Maður með fortíð Guðlaugur
virðist eiga mörg líf í pólitík en
hann hefur bæði þurft að bera
hitann og þungann af styrkja-
málum Sjálfstæðisflokksins,
sínum eigin styrkjamálum og að
hafa verið færður niður á lista
flokksins fyrir síðustu kosningar.
Mynd SIgtryggur ArI
Örugg á toppnum Flest bendir til þess að Hanna Birna
muni setjast í leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Hún hefur leitt listann í
borgarstjórn um nokkurt skeið. Viðmælendur DV telja hana
örugga um sigur í prófkjörinu um helgina.
Á brattann að sækja Illugi nýtur stuðnings margra
Sjálfstæðismanna en sá stuðningur mun líklega ekki
tryggja honum oddvitasætið í kjördæminu. Hann var
oddviti í Reykjavík eftir síðasta prófkjör flokksins, þar
sem hann bar sigurorð af Guðlaugi Þór.