Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 35
ræða klassíska jólatónleika þar sem blandað verður saman barokk- og miðaldatónlist og nýrri tónlist. „Þetta eru svona jólin eins og maður man þau í gamla daga,“ útskýrir Kristján. Þóra Einarsdóttir og Auður Gunnars- dóttir munu flytja lögin með Krist- jáni ásamt barnakór Bústaðakirkju. „Þetta eru pínulítið öðruvísi tón- leikar. Hér er mikil áhersla á rokk og ról og dægurlög. Ég hef sjálf- ur tekið þátt í þessu og komið fram með Jólagestum Björgvins og það var skemmtileg reynsla líka. Mér fannst bara vanta glæsilega jólatón- leika sem minna á jólin, trúna, hjart- að og hjartalagið, ástina og kærleik- ann okkar á milli í söng. Ef fólk vill lygna aftur augunum, hugsa um sig og sína og guð almáttugan í gegnum tónlistina þá kemur það á þessa tón- leika.“ Flytur til Íslands fyrir ástina Kristján ljómar allur þegar hann tal- ar um tónleikana sem hann er að skipuleggja og kann því vel að vera á kafi í verkefnum á Íslandi. En að aðal starfi sinnir hann söngkennslu við Söngskóla Sigurðar Demetz. Aðspurður hvort hann hafi verið orðið mettur af söngnum úti, svarar hann neitandi. „En ég get sagt það með góðri samvisku að ég gerði það fyrir mína ástkæru eiginkonu og hún átti það margfalt skilið. Hún er búin að standa með er eins og klettur allan þennan tíma og það var komið að því að sinna henni meira. Þannig ég gerði það, og við öll með opnu hjarta,“ segir Kristján en með þeim til Íslands flutti dóttir þeirra sem nú er 15 ára. Hann viðurkennir þó að það sé smá eftirsjá að Ítalíu. „Það kroppar alltaf í mig. En eftir því sem ég finn meiri hita héðan frá þá minnkar það örugglega,“ segir hann og skellir upp úr. Grætur gleðitárum „Konunni minn var farið að leiðast og langaði í frekara nám. Hún er búin að vera samstarfsmaður minn í þessum harða bransa í 25 ár og í raun minn persónulegi ráðgjafi. Hrunið hafði vissulega þau áhrif að verkefn- unum fór fækkandi um allan heim og konan mín fór að velta fyrir sér hvað hún ætti að gera við sinn tíma.“ Eiginkona Kristjáns, Sigurjóna Sverrisdóttir, tók ákvörðun um að fara í MBA-nám við Háskóla Íslands sem hún lauk nýlega. Í kjölfarið fékk hún vinnu hjá Ráðstefnuborginni Reykjavík eða Meet in Reykjavík eins og það heitir á ensku. Kristján var búinn að gera það gott á alþjóðamarkaði og það var tími til kominn að Sigurjóna fengi líka að blómstra í einhverju sem hún hefði brennandi áhuga á. „Þetta var sam- eiginleg ákvörðun og ég sé ekki eftir henni. Hún blómstrar núna konan. Síðan er það fjölskyldan og barna- börnin, nú er ég orðinn afi fjögurra barna. Þetta togar allt í mann. Þetta er bara allt yndislegt og ég kominn í „aksjón“.“ Hann er hamingjusamur og segist ekki gráta yfir neinu, nema þá gleðitárum af einskærri hamingju. Ástríðan dreif hann áfram Hamingjan fæst vissulega ekki keypt fyrir peninga en umsetinn og vinsæll tenór eins og Kristján hlýtur að hafa verið sterkefnaður, eða hvað? Krist- ján hikar við spurninguna. „Þegar þú ert í þessum hópi at- vinnusöngvara þá eru launin góð en kúfurinn fer mikið af. Í fyrsta lagi eru skattar háir svo þarftu að borga umboðsaðilanum sinn hlut. Þú kemur heim kannski með 30 til 40 prósent af laununum ef vel viðrar. Þannig þó að tölurnar hljómi áhuga- verðar í byrjun þá kvarnast mikið úr þessu,“ segir Kristján sem var aldrei fastráðinn við stóru óperu- eða leik- húsin úti heldur starfaði sjálfstætt. Hann segir ástríðuna fyrir söngnum hafa drifið sig áfram. „Ég er mjög hamingjusamur og stoltur um leið að hafa þetta forskot á sæluna að hafa verið með eftirsótt- ustu söngvurum heims og það eru forréttindi. Þannig ég get ekki verið nema sáttur.“ Hann viðurkennir að það séu töluverð viðbrigði að hafa skyndi- lega söngkennsluna að aðalstarfi en sönginn í bakhöndinni. „En ég er með fína krakka og er búinn að vinna í gegnum tíðina með þekktu- stu tónlistarmönnum heims. Ég hef lært mikið af þessu fólki og miðla því til krakkanna hjá mér. Ég finn að þau eru mjög þakklát fyrir það, þannig ég vona að ég geti verið til mikils gagns hér á Íslandi. Og veit það raunar.“ En það er ekki bara starfsvettvang- ur Kristjáns sem hefur breyst. Hrunið hafði mikil áhrif á hann fjárhaglsega og breyttust aðstæður fjölskyldunn- ar töluvert í kjölfarið. Síðan þá hefur hann verið að endurmeta gildi lífsins. Þurfti að breyta um lífsstíl „Ég fékk að finna fyrir því og vel það. Ég er bara mennskur eins og við öll og ég slapp ekkert. Ég tapaði miklu.“ Það var þó ekki svo slæmt að ævisparnaður Kristjáns hefði horfið á einu bretti, en var þetta engu að síður dramatískt, eins og hann orðar það sjálfur. Aðspurður hvort hann hafi þurft að breyta um lífsstíl í kjölfarið, svar- ar hann játandi. „Ég þurfti að gíra mig niður. Maður varð bara að gera það. En ég ætla ekki að kvarta, það er fjöldi fólks hér á Íslandi sem er í mjög sorglegum aðstæðum.“ En lifði hann hátt fyrir hrun? „Nei, en við lifðum góðu og skemmtilegu lífi og gerum enn, bara öðruvísi. Maður hugsar um sjálfan sig og þá sem þykir vænt um mann og öfugt. Styrkir ástina og vináttuna. Það hefur meira vægi þegar upp er staðið.“ „Vona að ég sé betri maður“ Kristján telur að öll sú neikvæða reynsla sem hann hefur upplifað í líf- inu hafi kennt honum mikið. „Ég vona ég sé betri maður eftir mín áföll í lífinu.“ Hann telur sig sterkan og með þykkan skráp, það sé ekki auðvelt að brjóta hann niður. „Eftir því sem þú ert stærri þeim mun óvægnari geta árásirnar orðið. Þú tekur í rauninni áhættu með sýnileik- anum og það fylgir þessum pakka, hvort sem þú ert í pólitík, viðskiptum eða listum, þeim mun betur sem þér gengur því varnarlausari ertu.“ Kristján veit líka að fólk lætur oft orð falla án þess að hugsa, hann gerir það stundum sjálfur. „Það sem ég segi vegur svo kannski tíu sinnum þyngra en þegar einhver annar gerir það, þó hann segi sama hlutinn. Þetta getur því verið mjög flókið.“ Hann segist vera jákvæður maður frá náttúrunnar hendi, takist á við áföllin beinn í baki og af æðruleysi. „Ég læt engan og ekkert beygja mig. Ekkert.“ Missti eiginkonu úr krabbameini Óvægin umfjöllun og fjárhagslegur skaði eru þó ekki einu áföllin sem Kristján hefur þurft að takast á við um ævina. Hann þekkir af eigin raun hvernig það er að missa ástvin úr illvígum sjúkdómi. „Ég missti aðra konuna mína úr krabbameini og hef unnið mikið fyrir slíkar stofnanir um allan heim og er heiðursfélagi krabbameinsfélags á Ítalíu,“ segir Kristján og viðurkennir að málefni krabbameinssjúkra hafi verið honum hugleikin síðan. Þau voru saman í um tvö ár og þar af gift í sjö mánuði, en þau giftu sig eftir að hún veiktist. „Ég fylgdist með henni frá því hún greindist og þar til yfir lauk. Það var ofsalega sterk lífsreynsla, og þó það sé skrýtið að segja það þá held ég að ég hafi komið sterkari út úr þeirri reynslu. Eins og við komum inn á áðan með gildi lífsins, þau breyttust. Maður lærir betur að meta vináttuna, ástina og síðast en ekki síst heilsuna. Hvað hún er mikils virði og við eigum að halda í hana.“ Syngur fram í rauðan dauðann Kristján telur þessa baráttu fyrir um 30 árum hafa hjálpað sér að takast á við önnur áföll í lífinu af meira æðru- leysi en ella. „Ég held að manngildið hafi aukist hjá mér við þessa baráttu.“ Kristján segist sjálfur vera við hestaheilsu, 64 ára að aldri, og ætl- ar sér að syngja eins lengi og heilsan leyfir. „Ég syng áfram í tíu ár eða meira,“ segir hann sannfærandi. Áður en leiðir skilja kyssir hann blaðamann á báðar kinnar að ítölskum sið í kveðjuskyni. Tekur síðan kápu blaðamanns af stólnum og færir hann í hana. Vekur uppá- tækið athygli hjá kaffihúsagestum og nokkrir brosa. En Kristján lætur sér fátt um finnast, hann hlær og segist reyna að halda í herramennskuna. Svo er hann rokinn út í nóvember- kuldann. n Viðtal 35Helgarblað 23.–25. nóvember 2012 Kominn heim Kristján kom heim til Íslands fyrir ástina sína, Sigurjónu Sverrisdóttur. Hún hefur alltaf staðið eins og klettur við hlið hans og verið honum ráðgjafi. Kristjáni fannst tími til kominn að hún fengi að blómstra. Mynd SiGtryGGur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.