Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 31
Já, ég er fín fyrirmynd Gersamlega tilgangslaust Gillz segist vera fórnarlamb öfgahópa og fábjána. – MonitorSighvatur Björgvinsson sér ekki ástæðu til að svara bloggurum. – Fréttablaðið Spurningin „Ég ætla að lesa ævisögu Benja- míns Eiríkssonar og Undirstöð- una eftir Ayn Rand.“ Kjartan Magnússon 17 ára nemi „Mig langar að lesa nýju bókina hans Þórarins Eldjárns. Það er eina bókin sem ég man eftir núna.“ Þórunn Þórarinsdóttir 51 árs ráðgjafi „Ég held að muni ekki lesa mikið um jólin.“ Benjamín Liam 15 ára nemi „Ætli ég lesi ekki bókina hennar Yrsu og kannski annan og þriðja hlutann af Fimmtíu gráum skuggum.“ Annette Mayer 47 ára kortagerðarkona „Ég ætla að byrja á því að lesa bókina Húsið eftir Stefán Mána.“ Anna Jóhannsdóttir 18 ára nemi Hvaða bækur ætlar þú að lesa um jólin? 1 Gerði allt vitlaust á Facebook með þessari mynd Lindsey Stone var send í launalaust leyfi eftir ónærgætna mynd í kirkjugarði. 2 „Já, ég er fín fyrirmynd“ Egill Einarsson segist vera fórnarlamb öfgahópa og fábjána. 3 „Sjúkleg og truflandi“ mannætulögga Lögreglumaður- inn Gilberto Valle hélt gagnagrunn yfir konur sem hann ætlaði að elda og eta. 4 Siv segir myndatökur trufla sakborninga og vitni Siv Friðleifsdóttir vill banna myndatökur í dómshúsum og -sölum. 5 Lögmaður á móti samkyn-hneigð sakaður um fram- leiðslu á barnaklámi Lisa Biron þvingaði táningsstúlku til að hafa mök við aðra manneskju og myndaði atburðinn. 6 Amma ók ölvuð með barna-barnið Íslensk amma var flutt á lögreglustöð eftir ölvunarakstur. Barnaverndaryfirvöld hafa verið upplýst um málið. Mest lesið á DV.is Vonlausa stríðið Viðbúnaður Þó svo að lögregla hafi verið með mikinn viðbúnað þegar réttarhöld fóru fram yfir sakborningum í umfangsmiklu máli í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudag var nokkuð létt yfir lögreglumönnum í dómshúsinu. MYND EYÞÓR ÁRNASONMyndin Umræða 31Helgarblað 23.–25. nóvember 2012 H ið alþjóðlega stríð gegn fíkni- efnum hefur tapast með skelfilegum afleiðingum fyrir einstaklinga og samfélög um heim allan.“ Á þessum orðum hefst skýrsla sem kom út í júní í fyrra. Að henni standa engir aukvisar en hún er unnin af Global Commission on Drug Policy á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna og meðal skýrsluhöfunda eru menn eins og Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari SÞ, Thorvald Stoltenberg fyrr- verandi utanríkisráðherra Noregs, Ge- orge Paoandreou, þá forsætisráðherra Grikklands, Ruth Dreifuss, fyrrverandi forseti Sviss, og fleiri kanónur á sviði al- þjóðastjórnmála og mannréttinda. Í grundvallaratriðum er ég sam- mála niðurstöðum þessa ágæta plaggs. Stríðið gegn fíkniefnum sem Nixon lýsti yfir fyrir meira en 40 árum hefur reynst algjörlega misheppnað og þær aðferðir sem áttu að stemma stigu við vandanum hafa gert meiri skaða en gagn. Milljónir manna hafa verið fang- elsaðar með hörmulegum afleiðingum fyrir þá og þeirra nánustu án þess að það hafi haft nokkur áhrif á framboð eða eftirspurn á fíkniefnum. Í fram- leiðsluríkjunum geisa stríð vegna þessara mála, í Mexíkó deyja árlega þúsundir manna í átökum tengdum fíkniefnaframleiðslu og útflutningi. Þá hefur verið bent á að ástandið ýti undir útbreiðslu HIV-veirunnar. Stríðið gegn fíkniefnum hefur valdið gífurlegum skaða, skert mannréttindi fíkla og jaðarsett þá. Það hefur skapað gríðarstóran, alþjóðlegan undirheima- markað með fíkniefni sem stjórnað er af fólki sem virðist nánast ósnertan- legt. Á meðan eru þeir sem neðstir eru í keðjunni – neytendur, götusalar og burðardýr – skilgreindir glæpamenn þótt í mörgum tilfellum séu þeir frekar fórnarlömb en eiginlegir gerendur og skaði enga nema sig sjálfa. Í mínum huga er fíkniefnavandinn heilbrigðisvandi. Ef fíkn er á annað borð sjúkdómur (og það tel ég að sé) þá er öll vímuefnafíkn sjúkleg, ekki bara fíkn í löglega vímugjafa. Og sjúku fólki þarf að hjálpa og allir eiga rétt á að lifa með reisn. Þá virðist í sumum tilfellum lítið samræmi á milli skað- semi fíkniefna og lagalegrar stöðu þeirra. Fá fíkniefni valda meiri skaða en áfengi, bæði hjá þeim sem hefur misst stjórn á neyslu sinni og umhverfi hans. En hvað er þá til ráða? Í fyrsta lagi þarf að „afglæpavæða“ fíkniefnaheim- inn. Það á ekki að taka fast á þeim sem eru neðstir í keðjunni svo lengi sem þeir skaða ekki aðra. Skoða þarf af fullri alvöru hvort hægt sé að taka fíkniefna- markaðinn yfir, t.d. með einhverju stigi lögleiðingar mýkri efna og dreifingu neysluskammta á harðari efnum beint til fíkla. Á meðan hagnaðarvonin í fíkniefnainnflutningi og -dreifingu er eins mikil og hún er mun markaðurinn lifa góðu lífi og halda áfram að stækka. Fíkniefnaheimurinn eins og hann er nú er meginstoð skipulagðrar glæpa- starfsemi, hér sem annars staðar. Efla þarf heilbrigðisþjónustu fyrir neytendur fíkniefna. Sprautur og sprautunálar þurfa að vera ókeypis f yrir þá sem á þeim þurfa að halda til að stemma stigu við útbreiðslu sjúkdóma á borð við HIV og lifrarbólgu og fíklar ættu aldrei að þurfa að óttast að leita til læknis eða lögreglu. Fólk ætti ekki að þurfa að stunda glæpsamlegt líferni til að fjármagna neysluna, það kemur á endanum niður á samfélaginu öllu. Í mörgum tilfellum er hægt að koma í veg fyrir dauðsföll vegna ofneyslu með aðgengi að heilbrigðisstarfsfólki og gæðaeftirliti með efnunum. Og við þurfum fjölbreyttari meðferðarúrræði. Gott starf er unnið hjá SÁÁ og víðar en það hentar ekki endilega öllum. Við þurfum að halda áfram með öfl- ugar forvarnir en forðast hræðsluáróður sem engu skilar hvort sem er. Hlúa þarf sérstaklega að þeim sem standa höll- um fæti og eru í áhættuhópum. Og við megum ekki vera hrædd við að tala um þetta, kryfja vandann og leggja til leið- ir til úrbóta. Ég kalla eftir yfirvegaðri og opinni umræðu um þessi mál. Förum yfir reynslu landa sem reynt hafa aðr- ar leiðir til að stemma stigu við vand- anum, svo sem Portúgal og nokkurra annarra Evrópulanda sem og Kanada, og reynum að læra af því sem þar hefur gengið vel. Ráðumst á vandann með mennsk- una að vopni en ekki með vígbúinni lögreglu, forvirkum rannsóknarheim- ildum og aukinni hörku. Kjallari Margrét Tryggvadóttir „Á meðan hagnað- arvonin í fíkniefna- innflutningi og -dreifingu er eins mikil og hún er mun markaðurinn lifa góðu lífi og halda áfram að stækka. Hinir yndislegu englabossar M ikið ofboðslega er lífið nú alltaf yndislegt. Ávallt skal maður fá nýja sýn á aumingjadóm íhaldsins. Og það má nú for- sjónin eiga að hún reddar manni alltaf einhverri kjaftasögunni að kjamsa á. Ef það er ekki stórþjófabrask, þá eru það smákrimmar stóra þjófafélagsins sem komast í fréttir. Og mikið ofboðslega er nú flóran á þeim bænum rík af sóða- pakki sem kemur sér fyrir í ólíklegustu stjórnum; til þess eins að maka eigin krók. Auðvitað hefur allt íhaldsbatteríið svo Moggann, fréttaritara sjallaballa hjá RÚV og manninn með rauða nefið hjá ÍNN til þess að fegra svikin og prettina. Og þetta verður svo til þess að ágætasta fólk lætur narra sig til að styðja röð svikahrappa í prófkjöri stóra þjófafélagsins, sem stundum er kallað Sjálfstæðisflokkurinn. Þeir sem einu sinni komast á spena hjá íhaldinu, totta sig fasta og það þarf eitthvað meira en föst vettlingatök til að slíta þá frá spenum. Reyndar gerast afdankaðir embættisdindlar íhaldsins svo bíræfnir að þeir skulu alltaf koma sér í þá aðstöðu að geta látið lítilmagna gefa sér pening. Þeir eru margir pótintátar íhaldsins sem koma sér í slíka aðstöðu. Við erum ekki einvörðungu að tala um stórtæka glæpamenn sem ræna banka, stela grjóti, reisa sjálfum sér hof eða njóta afskrifta vegna eigin sjálftöku. Nei, við erum einnig að tala um hina yndislegu englabossa sem þykjast vera að vinna í þágu fjöldans, en eru í raun og veru einungis að öngla til sín klinki. Ætli það hafi nokkurn tíma verið rannsakað, hversu marga hundrað- þúsundkalla menn hafa látið hina ólíkustu bleyjusjóði gefa sér í brúð- kaupsgjöf? Ég held að það sé ekki til sá kamar sem sumt fólk myndi ekki kafa í eftir tíkalli. Og víst er það að Sjálf- stæðisflokkurinn á í löngum röðum fólk sem bíður þess með bros á vör að komast á eftirlaun, svo það geti nú haldið áfram að spila rassinn úr bux- unum og skíta upp á þak. Íslendingar eiga eftir að njóta þess í framtíðinni að sjá menn einsog Illuga Gunnarsson, Jón Gunnarsson og gáfnaljósið Birgi Ármannsson, setjast í stjórn einhvers elliheimilisins. Og við eigum eftir að frétta af elliheimilum sem gefa sjálf- stæðismönnum hundraðþúsundkall í afmælisgjöf. Sko … við verðum að hafa það hugfast að allt þetta íhaldshyski hefur þrælað fyrir samfélagið, það hefur fórnað ærunni fyrir okkur hin; til þess eins að fá að ljúga, svíkja og stela. Þetta fyrirmyndarfólk á svo auðvelt með að gleyma eigin afglöpum að það hálfa er helmingi meira en nóg. Einn góðan veðurdag, verða þau saman í einhverri nefndinni, Bjarni Ben, Ólöf Nordal og Þorgerður Katrín. Þá geta þau verið svona einsog ríka liðið sem fer í sæluhús landsins til þess eins að stela klósettpappír. Þá geta þau farið í sama aumingjaleikinn og fyrir- myndirnar; dillibossar íhaldsins sem eru á himinháum launum við að gefa sjálfum sér gjafir. Margur áfram óður fer eykst þú varla hróðurinn en gríðarlega góður er gamli bleyjusjóðurinn. Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Það mættu allir nema tveir Jónas Sig og félagar héldu tónleika á Drangsnesi. – DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.