Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 54
54 Afþreying 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað Spennandi Pressa Þ riðja þáttaröðin af Pressu hefur stað- ið fyrir sínu. Í þessari þáttaröð var tekin fyrir barátta innflytj- enda á Íslandi við glæpagengi af bíræfnustu gerð. Blaðakonan Lára, sem leikin er af Söru Dögg Ásgeirsdóttur, blandast inn í málið, bæði í gegnum vinnu og einkalíf en unglingsdóttir hennar er í tygjum við einn glæpamanninn. Þættirnir eru mátulega trúverðugir; gera að vísu líf blaðamannsins aðeins meira spennandi en það raunveru- lega er alla jafna en þannig á líka sjónvarp að vera. Tog- streita Láru milli einkalífs og vinnu hefur aldrei verið meiri en í þessari seríu og sérstaklega núna þegar dóttir hennar flæk- ist inn í söguþráðinn. Það sem oft háir íslensku leiknu sjón- varpsefni er hversu ótrúverð- ugt það er, samtöl vandræða- leg og oft og tíðum ofleikin. Það er sem betur fer ekki þannig í Pressu og það næst að skapa hjá manni raunverulega spennu. Leikararnir standa sig allir með prýði, bæði blaða- mennirnir, glæpamennirnir, fjölskylda Láru og innflytjend- urnir. Hvort að glæpagengið í Pressu spegli raunverulegan raunveruleika glæpamanna á Íslandi veit ég ekki en er nokk- uð viss um að það sé nærri lagi í einhverjum tilvikum. Hins vegar er það ekki aðalat- riðið heldur það að Pressa er með hæfilegt magn af spennu og drama sem skilar sér í góð- um sjónvarpsþætti sem held- ur manni við skjáinn. Pressa er vel unninn íslenskur sjónvarps- þáttur og vona ég að verði fram- hald á þó maður sé nú ekki viss um að Lára treysti sér aftur á Póstinn eftir allt sem hefur gerst í þessari þáttaröð. Maður vonar það þó. Sjónvarpsdagskrá Föstudagur 23. nóvember Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport dv.is/gulapressan Hah, blogg?! Teflt á Loftleiðum Helgina 10.–11. desember fer fram atskákmót Icelandair.Tefldar verða 14 um- ferðir eða 7 umferðir hvorn dag og umhugsunartíminn er 15 mínútur á mann. Þetta er opin sveitakeppni og til að tryggja spennandi og skemmtilega keppni verður hámark á heildarstigafjölda hverjar sveitar, eða 8.500 stig í hverri umferð. Miðað er við alþjóðleg stig en ef alþjóðleg stig eru ekki til stað- ar er miðað við íslensk stig. Þó að þetta sé opin sveitakeppni eru fyrirtæki, stofnanir, klúbbar, eða önnur félög hvött til að senda lið til keppni. n Hótel Natura, áður Hótel Loftleiðir n 10.-11. desember, byrjað klukkan 13:00 báða dagana n 4 í liði, leyfilegt að hafa 3 varamenn n Þátttöku fjöldi 14-26 sveitir n 14 umferðir n Þátttökugjald: 14.000 á sveitina Meðal verðlauna eru farseðlar til Evrópu auk annarra veglegra verðlauna. Skráning fer fram á skak.is. Mótið fór fram í fyrsta sinn í fyrra og gladdi það margan skákmanninn að geta teflt á Loftleiðum á ný. Hér áður fyrr voru nefnilega ansi mörg og merkilegt skákmót sem haldin voru þar, m.a. Reykjavíkurskákmótið. Mótið í fyrra var geysilega sterkt og nokkrir stórmeistarar með sem og alþjóðlegir meistarar. Stigahámarkið gerði það að verkum að margar sveitir voru áþekk- ar að styrkleika rétt undir 8500 hámarksstigum. Þrátt fyrir að sveitirnar voru svipaðar að stigum voru þær mjög mismunandi samsettar. Nokkrar sveitir sýndu mikla taktík með því að fá stigalausa skákmenn á 4. borð sem voru á að styrkleika á við 1800-2000 stiga-menn. Þannig var hægt að stilla upp stórmeisturum á efstu borðin án þess að sprenga hámarkið. Aðrar sveitir voru jafnari með ekki meir en 100-200stigamun á 1. Og 4. borði. Frábært mót, allir að skrá sig sem fyrst á skak.is!! dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið 15.40 Ástareldur 2,8 (Sturm der Liebe) Endur- sýndir þættir vikunnar. 16.30 Ástareldur (Sturm der Liebe) Endursýndir þættir vikunnar. 17.20 Babar (1:26) (Babar and the Adventures of Badou) 17.44 Bombubyrgið (12:26) (Blast Lab) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Hljómskálinn (1:4) Þáttaröð um íslenska tónlist í umsjón Sig- tryggs Baldurssonar. Honum til halds og trausts eru Guðmundur Kristinn Jónsson og Bragi Valdimar Skúlason. Farið er um víðan völl íslensku tónlistarsen- unnar og þekktir tónlistarmenn fengnir til að vinna nýtt efni fyrir þættina. Textað á síðu 888 í Textavarpi. e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.40 Á tali við Hemma Gunn (Gísli Marteinn Baldursson) Hemmi Gunn og Þórhallur Gunnarsson rifja upp gamla tíma og kynna á ný gesti sem slógu í gegn í þáttum Hemma á sínum tíma. Gestur þáttarins er Gísli Mart- einn Baldursson. Dagskrárgerð: Egill Eðvarsson. Textað á síðu 888 í Textavarpi. 20.30 Útsvar (Álftanes - Reykjavík) Spurningakeppni sveitarfé- laga. Að þessu sinni mætast lið Álftaness og Reykjavíkur. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Brynja Þorgeirsdóttir. 21.40 Dans dans dans - Keppendur kynntir Í þættinum eru kynntir þeir keppendur sem stíga á svið á laugardagskvöld. 21.50 The Rolling Stones 7,4 (The Rolling Stones - Crossfire Hurricane) Heimildamynd um rokkhljómsveitina The Rolling Stones og feril hennar. Rætt er við hljómsveitarmeðlimi og sýndar upptökur frá tónleikum auk gamalla fréttamynda. Höfundur myndarinnar er Brett Morgen. 23.45 Í landi mínu (In My Country) Blaðamaður af Washington Post er sendur til Suður-Afríku að fylgjast með yfirheyrslum Sannleiksnefndarinnar. Leik- stjóri er John Boorman og með- al leikenda eru Juliette Binoche, Samuel L. Jackson og Brendan Gleeson. Bresk bíómynd frá 2005. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. e. 01.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:05 Malcolm In the Middle (19:22) 08:30 Ellen 8,8 (48:170)09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (29:175) 10:15 Sjálfstætt fólk (28:30) 10:55 Hank (8:10) 11:20 Til Death (1:18) 11:50 Masterchef USA (4:20) 12:35 Nágrannar 13:00 Last Man Standing (4:24) 13:25 Field of Dreams 15:10 Game Tíví 15:35 Barnatími Stöðvar 2 16:50 Bold and the Beautiful 17:10 Nágrannar 17:35 Ellen (49:170) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:11 Veður 19:20 Simpson-fjölskyldan (14:22) 19:45 Týnda kynslóðin (12:24) 20:10 MasterChef Ísland (1:9) Frábærir þættir þar sem íslenskir áhugakokkar fá að reyna fyrir sér í matargerð en fjöldi fólks skráði sig til leiks. Fjölbreyttar þrautir í matreiðslu verða lagðar fyrir keppendur, þar til einn þeirra stendur uppi sem sigurvegari, einni milljón króna ríkari og með nafnbótina fyrsti meistarakokkur Íslands. Í dómnefnd eru Friðrika Hjördís Geirsdóttir, Ólafur Örn Ólafsson og Eyþór Rúnarsson. 20:55 The X-Factor (18:27) Önnur þáttaröð af bandarísku útgáfunni af þessum sívinsæla þætti en talsverðar breytingar hafa verið gerðar á dómefndinni en auk þeirra Simon Cowell og L.A. Reid hafa ný bæst í hópinn engin önnur en Britney Spears auk bandarísku söng- og leikkonunnar Demi Lovato. 22:25 Dodgeball: A True Underdog Story 6,6 Óborganleg gamanmynd með Ben Stiller og Vince Vaughn sem varð ein sú vinsælasta sem sýnd var í kvikmyndahúsum á síðasta ári. 00:00 Crank: High Voltage 01:35 Magnolia 8,0 Myndin segir sögu nokkurra ólíkra einstak- linga sem eiga það þó sameigin- legt að þurfa að glíma við ýmis vandamál daglegs lífs. Þetta eru dauðvona þáttastjórnandi, dóttir hans sem er heróínsjúk- lingur, seinheppinn lögreglu- maður, fyrrverandi og núverandi undrabarn, gamall dauðvona maður og hjúkrunarfræðingur sem sér um hann. Tilviljunin tengir þessar manneskjur og breytir lífi þeirra allra til frambúðar. 04:40 Rambo 06:10 Simpson-fjölskyldan (14:22) 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Rachael Ray (e) 08:45 Dr. Phil (e) 09:35 Pepsi MAX tónlist 15:20 Parenthood (17:22) (e) 16:05 My Mom Is Obsessed (6:6) (e) 16:55 Rachael Ray 17:40 Dr. Phil 18:20 Survivor 6,5 (3:15) (e) Einn vinsælasti þáttur SkjásEins frá upphafi snýr nú aftur. Að þessu sinni verða keppendur að þrauka á Samóa eyjum, allt þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. 19:05 Running Wilde (1:13) (e) Bandarísk gamanþáttaröð frá framleiðendum Arrested Development. Steve Wilde er fordekraður milljarðamæringur sem svífst einskis. Hann hittir æskuástina fyrir tilviljun á ný og gerir hvað hann getur til að tengjast henni á nýjan leik. 19:30 Solsidan 8,3 (1:10) (e) Nýr sænskur gamanþáttur sem slegið hefur í gegn á Norðurlöndunum. Hér segir frá tannlækninum Alex og kærustu hans Önnu og kynnum þeirra af undarlegum fígúrum hverfisins sem þau eru nýflutt í. Alex og Anna flytja í æskuheimili Alex, tískuhverfið Solsidan sem er rétt fyrir utan Stokkhólm, og komast brátt að því að móðr Alex er ekki alveg tilbúin að yfirgefa heimili sitt. 19:55 America’s Funniest Home Videos (33:48) (e) Bráð- skemmtilegur fjölskylduþáttur þar sem sýnd eru fyndin mynd- brot sem venjulegar fjölskyldur hafa fest á filmu. 20:20 America’s Funniest Home Videos (5:44) Bráðskemmti- legur fjölskylduþáttur þar sem sýnd eru fyndin myndbrot sem venjulegar fjölskyldur hafa fest á filmu. 20:45 Minute To Win It 4,8 Einstakur skemmtiþáttur undir stjórn þúsundþjalasmiðsins Guy Fieri. Þátttakendur fá tækifæri til að vinna milljón dollara með því að leysa þrautir sem í fyrstu virðast einfaldar. Amanda og Timothy halda keppninni áfram. 21:30 The Voice (11:15) 00:05 Excused Nýstárlegir stefnumótaþáttur um ólíka einstaklinga sem allir eru í leit að ást. 00:30 House (10:23) (e) 01:20 CSI: New York (14:18) (e) 02:10 Last Resort (1:13) (e) 03:00 A Gifted Man (12:16) (e) 03:50 CSI (6:23) (e) Fyrsta þáttaröð um Gil Grissom og félaga hans í rannsóknardeild lögreglunnar í Las Vegas. 12:00 Formúla 1 - Æfingar 16:00 Formúla 1 - Æfingar 17:30 The Science of Golf 18:00 Spænsku mörkin 18:30 Þýski handboltinn 20:00 Meistaradeild Evrópu 20:30 Spænski boltinn - upphitun 21:00 24/7 Pacquiao - Marquez 21:30 Evrópudeildarmörkin 22:20 Tvöfaldur skolli 22:50 UFC Live Events 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:00 Dóra könnuður 08:25 Doddi litli og Eyrnastór 08:35 UKI 08:45 Stubbarnir 09:10 Strumparnir 09:30 Brunabílarnir 09:50 Mörgæsirnar frá Madagaskar 10:15 Ævintýri Tinna 10:35 Búbbarnir (7:21) 11:00 Stöð 2 Krakkar - barnatími 17:00 Villingarnir 17:25 Xiaolin Showdown 17:50 Tricky TV (2:23) 18:15 Doctors (76:175) 19:00 Ellen (49:170) 19:45 Það var lagið 20:45 Idol-Stjörnuleit 22:05 Entourage (5:12) 22:30 The X-Factor (19:27) 23:15 Það var lagið 00:15 Idol-Stjörnuleit 01:15 Idol-Stjörnuleit (Atkvæða- greiðsla í beinni 3. hópur) 01:35 Entourage (5:12) 02:00 Tónlistarmyndbönd 06:00 ESPN America 08:00 World Tour Championship 2012 (2:4) 13:00 Golfing World 13:50 World Tour Championship 2012 (2:4) 18:50 Ollie ś Ryder Cup (1:1) 19:15 World Tour Championship 2012 (2:4) 00:15 ESPN America SkjárGolf 20:00 Hrafnaþing Heimastjórnin, Bergþór Ólason er gestaráð- herra 21:00 Randver Randver sannar að menning er skemmtileg 21:30 Eldað með Holta Úlfar heldur áfrsm að sýna að kjúklingur er eitthvert besta hráefni sem völ er á ÍNN 09:55 Charlie St. Cloud 11:35 Sammy’s Adventures 13:00 Pride and Prejudice 15:05 Charlie St. Cloud 16:45 Sammy’s Adventures 18:10 Pride and Prejudice 20:20 Main Street 22:00 Unstoppable 23:35 Seven 01:40 Main Street 03:15 Unstoppable Stöð 2 Bíó 15:55 Sunnudagsmessan 17:10 Liverpool - Wigan 18:50 Man. City - Aston Villa 20:30 Heimur úrvalsdeildarinnar 21:00 Enska úrvalsdeildin 21:30 Ensku mörkin - neðri deildir 22:00 WBA - Chelsea 23:40 Enska úrvalsdeildin 00:10 Arsenal - Tottenham Stöð 2 Sport 2 Stöð 2 Krakkar Stöð 2 Gull Grínmyndin Apar á netinu Þessir apar komust yfir fartölvu og fundu ágæt not fyrir hana. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Sjónvarp Pressa 3 Stöð: Stöð 2 Gamlar skákkempur á Loftleiðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.