Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Síða 54
54 Afþreying 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað
Spennandi Pressa
Þ
riðja þáttaröðin af
Pressu hefur stað-
ið fyrir sínu. Í þessari
þáttaröð var tekin
fyrir barátta innflytj-
enda á Íslandi við glæpagengi
af bíræfnustu gerð. Blaðakonan
Lára, sem leikin er af Söru Dögg
Ásgeirsdóttur, blandast inn í
málið, bæði í gegnum vinnu
og einkalíf en unglingsdóttir
hennar er í tygjum við einn
glæpamanninn.
Þættirnir eru mátulega
trúverðugir; gera að vísu líf
blaðamannsins aðeins meira
spennandi en það raunveru-
lega er alla jafna en þannig
á líka sjónvarp að vera. Tog-
streita Láru milli einkalífs og
vinnu hefur aldrei verið meiri
en í þessari seríu og sérstaklega
núna þegar dóttir hennar flæk-
ist inn í söguþráðinn. Það sem
oft háir íslensku leiknu sjón-
varpsefni er hversu ótrúverð-
ugt það er, samtöl vandræða-
leg og oft og tíðum ofleikin. Það
er sem betur fer ekki þannig í
Pressu og það næst að skapa hjá
manni raunverulega spennu.
Leikararnir standa sig
allir með prýði, bæði blaða-
mennirnir, glæpamennirnir,
fjölskylda Láru og innflytjend-
urnir. Hvort að glæpagengið í
Pressu spegli raunverulegan
raunveruleika glæpamanna á
Íslandi veit ég ekki en er nokk-
uð viss um að það sé nærri
lagi í einhverjum tilvikum.
Hins vegar er það ekki aðalat-
riðið heldur það að Pressa er
með hæfilegt magn af spennu
og drama sem skilar sér í góð-
um sjónvarpsþætti sem held-
ur manni við skjáinn. Pressa er
vel unninn íslenskur sjónvarps-
þáttur og vona ég að verði fram-
hald á þó maður sé nú ekki viss
um að Lára treysti sér aftur á
Póstinn eftir allt sem hefur gerst
í þessari þáttaröð. Maður vonar
það þó.
Sjónvarpsdagskrá Föstudagur 23. nóvember
Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport
dv.is/gulapressan
Hah, blogg?!
Teflt á Loftleiðum
Helgina 10.–11. desember fer fram atskákmót Icelandair.Tefldar verða 14 um-
ferðir eða 7 umferðir hvorn dag og umhugsunartíminn er 15 mínútur á mann.
Þetta er opin sveitakeppni og til að tryggja spennandi og skemmtilega
keppni verður hámark á heildarstigafjölda hverjar sveitar, eða 8.500 stig í
hverri umferð. Miðað er við alþjóðleg stig en ef alþjóðleg stig eru ekki til stað-
ar er miðað við íslensk stig. Þó að þetta sé opin sveitakeppni eru fyrirtæki,
stofnanir, klúbbar, eða önnur félög hvött til að senda lið til keppni.
n Hótel Natura, áður Hótel Loftleiðir
n 10.-11. desember, byrjað klukkan 13:00 báða dagana
n 4 í liði, leyfilegt að hafa 3 varamenn
n Þátttöku fjöldi 14-26 sveitir
n 14 umferðir
n Þátttökugjald: 14.000 á sveitina
Meðal verðlauna eru farseðlar til Evrópu auk annarra veglegra verðlauna.
Skráning fer fram á skak.is.
Mótið fór fram í fyrsta sinn í fyrra og gladdi það margan skákmanninn
að geta teflt á Loftleiðum á ný. Hér áður fyrr voru nefnilega ansi mörg og
merkilegt skákmót sem haldin voru þar, m.a. Reykjavíkurskákmótið. Mótið
í fyrra var geysilega sterkt og nokkrir stórmeistarar með sem og alþjóðlegir
meistarar. Stigahámarkið gerði það að verkum að margar sveitir voru áþekk-
ar að styrkleika rétt undir 8500 hámarksstigum. Þrátt fyrir að sveitirnar voru
svipaðar að stigum voru þær mjög mismunandi samsettar. Nokkrar sveitir
sýndu mikla taktík með því að fá stigalausa skákmenn á 4. borð sem voru
á að styrkleika á við 1800-2000 stiga-menn. Þannig var hægt að stilla upp
stórmeisturum á efstu borðin án þess að sprenga hámarkið. Aðrar sveitir
voru jafnari með ekki meir en 100-200stigamun á 1. Og 4. borði. Frábært mót,
allir að skrá sig sem fyrst á skak.is!!
dv.is/blogg/skaklandid
Stefán Bergsson skrifar
Skáklandið
15.40 Ástareldur 2,8
(Sturm der
Liebe) Endur-
sýndir þættir
vikunnar.
16.30 Ástareldur (Sturm
der Liebe) Endursýndir þættir
vikunnar.
17.20 Babar (1:26) (Babar and the
Adventures of Badou)
17.44 Bombubyrgið (12:26) (Blast
Lab)
18.15 Táknmálsfréttir
18.25 Hljómskálinn (1:4) Þáttaröð um
íslenska tónlist í umsjón Sig-
tryggs Baldurssonar. Honum til
halds og trausts eru Guðmundur
Kristinn Jónsson og Bragi
Valdimar Skúlason. Farið er um
víðan völl íslensku tónlistarsen-
unnar og þekktir tónlistarmenn
fengnir til að vinna nýtt efni fyrir
þættina. Textað á síðu 888 í
Textavarpi. e.
19.00 Fréttir
19.30 Veðurfréttir
19.40 Á tali við Hemma Gunn (Gísli
Marteinn Baldursson) Hemmi
Gunn og Þórhallur Gunnarsson
rifja upp gamla tíma og kynna
á ný gesti sem slógu í gegn í
þáttum Hemma á sínum tíma.
Gestur þáttarins er Gísli Mart-
einn Baldursson. Dagskrárgerð:
Egill Eðvarsson. Textað á síðu
888 í Textavarpi.
20.30 Útsvar (Álftanes - Reykjavík)
Spurningakeppni sveitarfé-
laga. Að þessu sinni mætast
lið Álftaness og Reykjavíkur.
Umsjónarmenn eru Sigmar
Guðmundsson og Brynja
Þorgeirsdóttir.
21.40 Dans dans dans - Keppendur
kynntir Í þættinum eru kynntir
þeir keppendur sem stíga á svið
á laugardagskvöld.
21.50 The Rolling Stones 7,4 (The
Rolling Stones - Crossfire
Hurricane) Heimildamynd um
rokkhljómsveitina The Rolling
Stones og feril hennar. Rætt
er við hljómsveitarmeðlimi og
sýndar upptökur frá tónleikum
auk gamalla fréttamynda.
Höfundur myndarinnar er Brett
Morgen.
23.45 Í landi mínu (In My Country)
Blaðamaður af Washington
Post er sendur til Suður-Afríku
að fylgjast með yfirheyrslum
Sannleiksnefndarinnar. Leik-
stjóri er John Boorman og með-
al leikenda eru Juliette Binoche,
Samuel L. Jackson og Brendan
Gleeson. Bresk bíómynd frá
2005. Atriði í myndinni eru ekki
við hæfi ungra barna. e.
01.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
07:00 Barnatími Stöðvar 2
08:05 Malcolm In the Middle (19:22)
08:30 Ellen 8,8
(48:170)09:15
Bold and the
Beautiful
09:35 Doctors (29:175)
10:15 Sjálfstætt fólk
(28:30)
10:55 Hank (8:10)
11:20 Til Death (1:18)
11:50 Masterchef USA (4:20)
12:35 Nágrannar
13:00 Last Man Standing (4:24)
13:25 Field of Dreams
15:10 Game Tíví
15:35 Barnatími Stöðvar 2
16:50 Bold and the Beautiful
17:10 Nágrannar
17:35 Ellen (49:170)
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:47 Íþróttir
18:54 Ísland í dag
19:11 Veður
19:20 Simpson-fjölskyldan (14:22)
19:45 Týnda kynslóðin (12:24)
20:10 MasterChef Ísland (1:9)
Frábærir þættir þar sem
íslenskir áhugakokkar fá að
reyna fyrir sér í matargerð en
fjöldi fólks skráði sig til leiks.
Fjölbreyttar þrautir í matreiðslu
verða lagðar fyrir keppendur,
þar til einn þeirra stendur uppi
sem sigurvegari, einni milljón
króna ríkari og með nafnbótina
fyrsti meistarakokkur Íslands. Í
dómnefnd eru Friðrika Hjördís
Geirsdóttir, Ólafur Örn Ólafsson
og Eyþór Rúnarsson.
20:55 The X-Factor (18:27) Önnur
þáttaröð af bandarísku
útgáfunni af þessum sívinsæla
þætti en talsverðar breytingar
hafa verið gerðar á dómefndinni
en auk þeirra Simon Cowell
og L.A. Reid hafa ný bæst í
hópinn engin önnur en Britney
Spears auk bandarísku söng- og
leikkonunnar Demi Lovato.
22:25 Dodgeball: A True Underdog
Story 6,6 Óborganleg
gamanmynd með Ben Stiller
og Vince Vaughn sem varð ein
sú vinsælasta sem sýnd var í
kvikmyndahúsum á síðasta ári.
00:00 Crank: High Voltage
01:35 Magnolia 8,0 Myndin segir
sögu nokkurra ólíkra einstak-
linga sem eiga það þó sameigin-
legt að þurfa að glíma við ýmis
vandamál daglegs lífs. Þetta
eru dauðvona þáttastjórnandi,
dóttir hans sem er heróínsjúk-
lingur, seinheppinn lögreglu-
maður, fyrrverandi og núverandi
undrabarn, gamall dauðvona
maður og hjúkrunarfræðingur
sem sér um hann. Tilviljunin
tengir þessar manneskjur
og breytir lífi þeirra allra til
frambúðar.
04:40 Rambo
06:10 Simpson-fjölskyldan (14:22)
06:00 Pepsi MAX tónlist
08:00 Rachael Ray (e)
08:45 Dr. Phil (e)
09:35 Pepsi MAX tónlist
15:20 Parenthood (17:22) (e)
16:05 My Mom Is Obsessed (6:6) (e)
16:55 Rachael Ray
17:40 Dr. Phil
18:20 Survivor 6,5
(3:15) (e) Einn
vinsælasti
þáttur SkjásEins
frá upphafi snýr
nú aftur. Að þessu sinni verða
keppendur að þrauka á Samóa
eyjum, allt þar til einn stendur
uppi sem sigurvegari.
19:05 Running Wilde (1:13) (e)
Bandarísk gamanþáttaröð
frá framleiðendum Arrested
Development. Steve Wilde er
fordekraður milljarðamæringur
sem svífst einskis. Hann hittir
æskuástina fyrir tilviljun á ný
og gerir hvað hann getur til að
tengjast henni á nýjan leik.
19:30 Solsidan 8,3 (1:10) (e) Nýr
sænskur gamanþáttur
sem slegið hefur í gegn á
Norðurlöndunum. Hér segir frá
tannlækninum Alex og kærustu
hans Önnu og kynnum þeirra af
undarlegum fígúrum hverfisins
sem þau eru nýflutt í. Alex og
Anna flytja í æskuheimili Alex,
tískuhverfið Solsidan sem er
rétt fyrir utan Stokkhólm, og
komast brátt að því að móðr
Alex er ekki alveg tilbúin að
yfirgefa heimili sitt.
19:55 America’s Funniest Home
Videos (33:48) (e) Bráð-
skemmtilegur fjölskylduþáttur
þar sem sýnd eru fyndin mynd-
brot sem venjulegar fjölskyldur
hafa fest á filmu.
20:20 America’s Funniest Home
Videos (5:44) Bráðskemmti-
legur fjölskylduþáttur þar sem
sýnd eru fyndin myndbrot sem
venjulegar fjölskyldur hafa fest
á filmu.
20:45 Minute To Win It 4,8 Einstakur
skemmtiþáttur undir stjórn
þúsundþjalasmiðsins Guy Fieri.
Þátttakendur fá tækifæri til að
vinna milljón dollara með því að
leysa þrautir sem í fyrstu virðast
einfaldar. Amanda og Timothy
halda keppninni áfram.
21:30 The Voice (11:15)
00:05 Excused Nýstárlegir
stefnumótaþáttur um ólíka
einstaklinga sem allir eru í leit
að ást.
00:30 House (10:23) (e)
01:20 CSI: New York (14:18) (e)
02:10 Last Resort (1:13) (e)
03:00 A Gifted Man (12:16) (e)
03:50 CSI (6:23) (e) Fyrsta þáttaröð
um Gil Grissom og félaga hans í
rannsóknardeild lögreglunnar í
Las Vegas.
12:00 Formúla 1 - Æfingar
16:00 Formúla 1 - Æfingar
17:30 The Science of Golf
18:00 Spænsku mörkin
18:30 Þýski handboltinn
20:00 Meistaradeild Evrópu
20:30 Spænski boltinn - upphitun
21:00 24/7 Pacquiao - Marquez
21:30 Evrópudeildarmörkin
22:20 Tvöfaldur skolli
22:50 UFC Live Events
07:00 Barnatími Stöðvar 2
08:00 Dóra könnuður
08:25 Doddi litli og Eyrnastór
08:35 UKI
08:45 Stubbarnir
09:10 Strumparnir
09:30 Brunabílarnir
09:50 Mörgæsirnar frá Madagaskar
10:15 Ævintýri Tinna
10:35 Búbbarnir (7:21)
11:00 Stöð 2 Krakkar - barnatími
17:00 Villingarnir
17:25 Xiaolin Showdown
17:50 Tricky TV (2:23)
18:15 Doctors (76:175)
19:00 Ellen (49:170)
19:45 Það var lagið
20:45 Idol-Stjörnuleit
22:05 Entourage (5:12)
22:30 The X-Factor (19:27)
23:15 Það var lagið
00:15 Idol-Stjörnuleit
01:15 Idol-Stjörnuleit (Atkvæða-
greiðsla í beinni 3. hópur)
01:35 Entourage (5:12)
02:00 Tónlistarmyndbönd
06:00 ESPN America
08:00 World Tour Championship
2012 (2:4)
13:00 Golfing World
13:50 World Tour Championship
2012 (2:4)
18:50 Ollie ś Ryder Cup (1:1)
19:15 World Tour Championship
2012 (2:4)
00:15 ESPN America
SkjárGolf
20:00 Hrafnaþing Heimastjórnin,
Bergþór Ólason er gestaráð-
herra
21:00 Randver Randver sannar að
menning er skemmtileg
21:30 Eldað með Holta Úlfar heldur
áfrsm að sýna að kjúklingur er
eitthvert besta hráefni sem völ
er á
ÍNN
09:55 Charlie St. Cloud
11:35 Sammy’s Adventures
13:00 Pride and Prejudice
15:05 Charlie St. Cloud
16:45 Sammy’s Adventures
18:10 Pride and Prejudice
20:20 Main Street
22:00 Unstoppable
23:35 Seven
01:40 Main Street
03:15 Unstoppable
Stöð 2 Bíó
15:55 Sunnudagsmessan
17:10 Liverpool - Wigan
18:50 Man. City - Aston Villa
20:30 Heimur úrvalsdeildarinnar
21:00 Enska úrvalsdeildin
21:30 Ensku mörkin - neðri deildir
22:00 WBA - Chelsea
23:40 Enska úrvalsdeildin
00:10 Arsenal - Tottenham
Stöð 2 Sport 2
Stöð 2 Krakkar
Stöð 2 Gull
Grínmyndin
Apar á netinu Þessir apar komust yfir fartölvu og fundu ágæt
not fyrir hana.
Viktoría
Hermannsdóttir
viktoria@dv.is
Sjónvarp
Pressa 3
Stöð: Stöð 2
Gamlar
skákkempur á
Loftleiðum.