Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 46
Steðji er beSti jólabjórinn 46 Jólabjór 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað n Árleg jólabjórsmökkun DV fór fram í vikunni S teðji var valinn besti bjór­ inn í hinni árlegu jóla­ bjórsmökkun DV en þessi nýi bjór frá Brugghúsi Steðja hf. í Borgarfirði fékk 8,1 í meðaleinkunn. Í öðru sæti lenti Jólakaldi með 7,1 og Jóla Bock frá Víkingi varð í þriðja sæti með 6,7 í meðaleinkunn. Ell­ efu tegundir af íslenskum jólabjór voru smakkaðar og dæmdar. Það er athyglisvert að nýr bjór á mark­ aði fái hæstu einkunn. Það vek­ ur einnig athygli að besti bjórinn í fyrra, Tuborg Julebryg og Einstök frá Vífilfelli, kom ekki vel út í smökkuninni í ár. Dómnefndin Í dómnefnd sátu Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður og rithöfundur, Rakel Garðars­ dóttir, framkvæmdastjóri Vestur­ ports og knattspyrnustýra FC Ógnar, Andri Freyr Viðarsson dag­ skrárgerðarmaður, Elín Arnar, rit­ stjóri Vikunnar, og Steinn Stefáns­ son á Microbar bjóráhugamaður. DV fékk góðfúslegt leyfi til að halda smökkunina á Dönsku kránni. Hún fór fram með þeim hætti að borinn var fram einn bjór í einu og vissi dómefnd ekki um hvaða bjór var að ræða í hvert skipti. Dómnefndin gaf svo bjórn­ um einkunnir frá 1 upp í 10 og ræddi svo um kosti og galla hverrar tegundar fyrir sig. Haft var sam­ band við bruggverk­ smiðjurnar sem sendu allar bjór til smökkunarinnar nema Gæðingur­Öl ehf. DV taldi hins vegar mikilvægt að hafa alla íslenska jólabjóra með og lagði því út fyrir nokkrum Gæðing­ um. Þéttari en venjulegur bjór Áður en dóm­ nefndin hóf smökkunina voru dómarar spurðir hvað þeim fyndist einkenna góð­ an jólabjór. Þá var nefnt að hann ætti að vera dekkri en venjulegur bjór. „Hann á að vera meiri, þéttari, gera eitthvað ann­ að en venjulegur bjór. Hann þarf að reyna aðeins á og vera bragð­ meiri,“ sagði Steinn. Öll nefndu þau að jólabjór þurfi að vera meira krefjandi og skera sig frá öðrum. Henry sagði jafnframt að hann gæti ekki ítrekað nægilega hve miklu máli umbúðirnar skipa. „Þær skipta öllu máli þegar kemur að stemningunni,“ sagði hann og í kjölfarið var ákveðið að að smökk­ un lokinni myndu þau einnig gefa umsagnir um umbúðirnar. Bjórinn í ár stóðst ekki væntingar Að smökkuninni lokinni voru þau spurð hvort jólabjórinn í ár hafi staðið undir væntingum og það var álit þeirra allra að hann hafi ekki verið nógu góður. Meiri hlut­ inn sé þó yfir meðallagi en jóla­ bjórinn sé þó verri í ár en í fyrra. „Heilt yfir þá erum við með nokkra góða bjóra en það er áhyggju­ efni hvað það eru margir svik­ arar í hópnum. Venjulegir bjór­ ar sem eiga ekkert heima þarna. Þetta er vara sem selst vel og svo virðist sem menn séu að reyna að komast upp með að selja þetta á fölskum forsendum,“ sagði Henry og dómnefndin tók undir þetta með honum og hafði orð á því að þetta væri ljótt gagnvart kaupend­ um. „Það er einhver markaðslykt af þessu. Þetta er hætt að snúast um hvað er nákvæmlega í flösk­ unum. Kannski skrifast þetta á að þeir anna kannski ekki eftirspurn,“ sagði Rakel. Í lokin ræddu þau um að Steðji ætti að fá frumleikaverðlaun fyrir umbúðirnar. „Þetta eru umbúðir sem skapa umtal og það er ná­ kvæmlega það sem óþekkt brugg­ hús þarf á að halda.“ n Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Dómnefndin í ár Fimm manna dómnefnd valdi Steðja besta bjórinn. mynDir sigtryggur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.