Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Síða 48
É g ólst upp með Cosmo-blöð- in og er kynfræðingur – þess vegna sló ég til þegar útgef- andinn spurði hvort ég vildi taka að mér að þýða þessa bók,“ segir kynfræðingurinn Sigríður Dögg sem þýddi Eldheitan leiðarvísir að leyndardómum kynlífs þar sem rit- stjórar Cosmopolitan velja unaðsráð handa lesendum. „Það er auðvitað ekkert eitt sem virkar fyrir alla og sjálf reyni ég að hvetja þá sem til mín leita til að tala saman. Ég veit samt að það eru margir að leita að svona ráðlegging- um og það er alltaf gott að fá tillög- ur en svo verður maður að prófa sig áfram og finna hvað hentar. Þetta er svona eins og með matreiðsluupp- skriftir. Við breytum þeim og bætum eftir okkar smekk.“ Í bókinni er ýmislegt að finna sem tengist kynlífi og þar á með- al þá lífseigu mýtu að stærð limsins skipti máli. „Stærðin virðist mjög algengt áhyggjuefni á meðal karl- manna. Margir tengja getu og út- hald við typpið en í rauninni tengist slíkt typpinu ekki neitt. Ég tek gjarn- an dæmi með manninn sem er með stærsta typpi í heimi. Hann býr ekki í Playboy-höllinni heldur er hann þunglyndur og býr einn í New York og er ekki í sambandi. Það eina sem við þurfum í kyn- lífi er einhver með hendur og munn. Það er hægt að gera allt með því. Limurinn er enginn stjarna í þessu, langt í frá,“ segir Sigga Dögg og bæt- ir við að samfarirnar sjálfar séu held- ur ekki aðalmálið. „Þær eru kannski bara fimm til tíu mínútur en keleríið getur tekið 20–30 mínútur.“ Sigga Dögg vill þó ekki ganga svo langt og segja typpið ofmetið. „Mér þykir mjög vænt um typpið og hef lesið mér mikið til um sögu þess. Typpið sjálft er alls ekki ofmetið en stærðin á því er það. Fréttin af manninum sem fékk verðlaun fyr- ir typpapumpu sýnir hvað umræðan er á miklum villigötum. Sá sem bjó til pumpuna líkti typpinu við upphand- leggsvöðva. Sannleikurinn er hins vegar sá að limurinn er enginn vöðvi. Annars væru allir að þjálfa hann á líkamsræktarstöð. Auðvitað er allt til en flestir karlmenn mannkyns eru með nægilega stórt typpi fyrir hvaða einstakling sem er, sama hvort það er karl eða kona.“ Sigga Dögg segir bókina hvetja til umræðu um kynlíf. „Þarna er hvatt til sjálfsfróunar og til þess að fólk láti heyra í sér í kynlífi. Þessi bók get- ur því opnað á samræður og það er alltaf frábært,“ segir Sigga Dögg og bætir við að bókin hafi fengið frá- bærar viðtökur. „Við vorum með kon- ukvöld síðasta föstudagskvöld þar sem við kynntum bókina. Þar voru ólíkar konur að fagna því að þarna væri komin hreinskilin og aðgengi- leg nálgun um alls konar hluti sem tengjast kynlífi, einhvers konar kyn- lífsleiðarvísir. Rauði þráðurinn er að tala saman, það er alltaf lykillinn í þessu.“ Aðspurð segist hún aldrei fá leið á að ræða um kynlíf. „Kynlífsumræða er svo ótrúlega breytileg og snert- ir svo marga fleti. Hins vegar get ég fengið leið á nálgun sumra,“ segir hún og bætir við að hún fái ótrúlega mikið af persónulegum spurningum. „Mitt kynlíf er eins og hjá öllum, það kemur engum við. Það getur verið leiðinlegt þegar fólk á erfitt með að skilja að ég get talað um eitthvað og fjallað á hlutlausan hátt án þess að stunda það sjálf eða vera hrifin af því. Svo finnst mér líka leiðigjarnt þegar fólk vill að ég fordæmi ákveðna kyn- hegðun, að þetta og hitt sé slæmt eða ógeðslegt. Fólk getur jafnvel reiðst mér fyrir að taka ekki afstöðu.“ n indiana@dv.is 48 Lífsstíll 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað Reynir Traustason Baráttan við holdið Þ að getur á köfl- um verið erfitt að vera feitur í samfélagi þar sem útlitsdýrkun stendur flestu öðru ofar. Feitt fólk er gjarnan ofsótt með dylgjum eða undirliggjandi fyrirlitningu. Fátt þykir snautlegra en feitur einstaklingur að reyna að hlaupa eða stökkva. Við búum í samfélagi þar sem hinir grönnu eru Guðir. Ég þekki þetta afskaplega vel eftir að hafa mest af minni hunds- og kattartíð verið of þungur. Stund- um meira að segja alltof þungur. S árustu minningar unglings- áranna snúast einmitt um stríðni vegna yfirvigtarinnar. Mér er sérstaklega minnis- stætt þegar ég var eitt sinn í leikfimi. All- ir áttu að stökkva yfir svokallaðan leikfimishest. Ég tók gott tilhlaup en náði ekki nauðsynlegu flugtaki og brotlenti á pungnum með ægilegum sársauka. Bekkj- arfélagarnir skellihlógu. Það var eins og ísköld krumla læsti sig um sál mína. Það kvöld grét ég mig í svefn. Ég var feitur og ómöguleg- ur. Sjálfsmyndin var brotin. Á unglingsárunum grenntist ég og stríðninni sleppti. Eft- ir að ég komst á fullorðins- ár safnaðist aftur á mig fita. Sálarskaðinn frá unglingsárunum var til staðar. Það var ekkert verra í lífinu en að vera of feitur. En þótt ég hefði þá reynslu að hafa verið nær ofsóttur vegna holdafarsins var ég sjálfur lítið skárri en of- sækjendur bernskuáranna. Mér er minnisstætt að fyrir nokkrum árum vann ég með blaðakonu sem var afskaplega grönn og straumlínulaga. Hennar helsti veikleik var sá að kunna vel að meta bjór. Þegar fram liðu stund- ir tók ég eftir því að magi henn- ar var framsettur orðinn. Þá varð mér illilega á í messunni. „Er þetta barn eða bjór?“ spurði ég mína ágætu samstarfskonu. Um leið og ég hafði sleppt orðinu iðraðist ég. Framstæða konan fölnaði við og sagði síðan undurlágt að þetta væri ekki barn. Daginn eftir var hún búin að kaupa sér Herbalife og komin í harða megrun. Maginn gekk aftur inn og þessi ágæta vin- kona mín komst í fyrra form. En ég hef alltaf síðan skammast mín fyrir kjaftháttinn. E ftir því sem árin líða hef ég öðlast skilning á því að feitt fólk er oft fallegra en þeir sem eru horaðir. Dæmi eru um fólk sem samsvarar sér af- skaplega vel þótt það sé langt yfir kjörþyngd. Reyndar er kjarni málsins sá að fegurðin kem- ur innan frá. Það er útgeislunin sem skiptir öllu máli fremur en umfang mannskepnunnar. Það breytir þó ekki því að háðsglós- ur hinna horuðu dynja á feita fólkinu. S jálfur er ég hættur að spegla mig með holdarfarið í huga. Aftur á móti geri ég mér grein fyrir því að of mik- il fita skerðir lífsgæðin. Þeir sem eru of þungir eiga sumir erfiðara með hreyfingu en hinir sem eru nálægt kjörþyngd. Þar liggur hundurinn grafinn. Fyrir mér er nauðsynlegt að halda þyngdinni í skefjum til að geta notið lífsins á hreyfingu. Og það er þess vegna sem ég held áfram að berjast gegn eigin offitu. Lífsgæðin eru mikilvæg. Þetta er spurning um að lifa lífinu. Barn eða bjór? LIMURINN ENGIN STJARNA Í ÞESSU n Sigga Dögg þýddi Eldheitan leiðarvísi að leyndarmálum kynlífs Ritstjórar Cosmopolitan Fjöldi unað sráða sem senda ykk ur bæði á vit sælunn ar EldhEitan lEyndaRdómu m kynlífs Cosmopolitan kynniR: lEiðaRvísi að Sigga Dögg Sigga Dögg segir rauða þráðinn þann að pör tali saman um kynlíf. MYND HEMMI „Mitt kynlíf er eins og hjá öllum, það kemur engum við. Atvinnuleysi eykur líkur á hjartaáfalli n Mikilvægt að halda sér í formi eftir atvinnumissi A ð missa vinnuna eftir fimm- tugt og sextugt getur aukið líkur á hjartaáfalli álíka mikið reykingar. Þetta kemur fram í nýrri bandarískri rannsókn þar sem gögn yfir 13 þúsunda einstaklinga voru skoðuð yfir 20 ára tímabil. Í ljós kom kom að líkur á hjarta- áfalli eykst um fjórðung fyrsta árið eftir atvinnumissi. Sömu niðurstöðu er ekki að finna á meðal þeirra sem hætta sjálfviljugir að vinna. Þetta kemur fram í tímaritinu Archives of Internal Medicine. Sérfræðingar rannsóknarinn- ar telja að stressi sé um að kenna en fyrri rannsóknir hafa einnig bent til þess að andlegt álag auki líkur á hjartasjúkdómum. Einnig kom í ljós að reykingar auka líkurnar mikið, líkt og fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á, en reyk- ingar mældust auka líkurnar um næstum helming eða um 44 prósent. Einstaklingar í yfirþyngd eða þeir sem hreyfa sig lítið sem ekkert eru einnig í meiri hættu auk þess sem hærri aldur, of hár blóðþrýstingur eða sykursýki hefur áhrif. Þeir sem höfðu misst vinnuna reyndust 27 prósent líklegri til þess að fá hjartaáfall, án tillits til starfs- vettvangs. Og líkurnar jukust eftir því sem fólk hafði misst oftar vinnuna. „Atvinnuleysi eykur líkur á hjarta- áfalli á sama hátt og vel þekktar breytur á borð við reykingar og offitu gera. Við teljum að álagið sem fylgi atvinnuleysinu geti útskýrt þessar auknu líkur,“ sagði dr. Donna Arnett hjá American Heart Association og bætti við að atvinnumissir skapi meira andlegt álag hjá einstakling- um en erfið vinna. Samkvæmt Ann McCracken hjá International Stress Management Association geta atvinnulausir minnkað hættuna á hjartaáfalli. „Þú getur kannski ekki breytt þeirri stað- reynd að þú ert atvinnulaus en þú getur breytt því hvernig þú hugsar um þá staðreynd sem mun svo hafa áhrif á heilsuna. Það er mjög mik- ilvægt að atvinnulausir haldi sér í formi, líkamlega og andlega. Farðu í skóla, í nám eða bjóddu fram krafta þína í hjálparstarfi. Notaðu hug- myndaflugið.“ Atvinnulaus Atvinnuleysi getur verið hættulegt ef þú hugar ekki að heilsunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.