Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 28
28 Erlent 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað Ísraelar hótuðu landárásum létu Hamas-liðar ekki af flugskeytaárás- unum. Herskáir Palestínumenn héldu árásunum áfram og flugskeyti hæfði íbúabyggð þar sem nokkrir særðust. Leiðtogi í Hamas-samtökunum þingaði með egypskum og tyrknesk- um ráðamönnum í Kaíró en Ísraelar voru reiðubúnir til þess að herða aðgerðirnar og innanríkisráðherra Ísraels sagði að markmiðið væri að sprengja Gaza aftur á miðaldir, eyðileggja grunnstoðir samfélags- ins, taka í sundur vegi og neita íbúum um aðgang að vatni. Mohamed Morsi, forseti Egyptalands reyndi að miðla málum og varaði Ísraela við því að senda landher á svæðið. Laugardagurinn 17. nóvember Um 50 eru látnir og yfir 365 eru særðir, þar af 130 konur og börn. Opinberar byggingar á Gaza voru jafnaðar við jörðu, höfuðstöðv- ar Hamas-stjórnarinnar gjöreyðilögðust og sjónarvottar sögðu að fjór- um sprengjum hefði verið varpað á skrifstofubyggingu forsætisráherr- ans. Háttsettur liðsmaður Hamas-samtakanna féll í loftárás á þéttbýlar flóttamannabúðir en yfir þrjátíu manns særðust í árásinni, þeirra á meðal voru mörg börn. Lítil stúlka, D‘awa Abd Karim, fannst und- ir rústunum og var talin af þegar í ljós kom að hún hafði aðeins misst meðvitund. Í Rafah féll Osama Al Quadi, 25 ára karlmaður, þegar flug- skeyti var varpað á mótorhjólið hans. Þá voru moskur, neðanjarðar- göng og lögreglustöðvar sprengdar upp. Talið er að sprengjuregnið kosti Ísraelsmenn daglega 42 milljónir Bandaríkjadala. Þjóðvegum sem liggja að Gaza var lokað og talið að allsherjar innrás væri í undirbúningi. Palestínumenn skutu tugum eldflauga yfir landamærin til Ísraels, meðal annars að Tel Aviv og Jerúsalem. Óttaslegnir íbúar þar flykktust í loftvarnarskýli. Árásir Palestínumanna eru frumstæðar, erfitt er að stýra eldflaugunum og þær valda oftast litlum skemmdum. Engu að síður særðust að minnsta kosti fimm. Samkvæmt dagblaðinu Yediot Aharonot samþykktu Hamas-lið- ar vopnahlé í suðri ef Ísraelar afléttu umsátrinu. Tayyip Erdogan, for- sætisráðherra Tyrklands, og Mohamed Morsi, forseti Egyptalands, for- dæmdu árásir Ísraelsmanna en Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði Ísraela eiga fullan rétt á því að verja hendur sínar. Föstudagurinn 16. nóvember Um 30 Palestínumenn eru fallnir og 280 særðir. Forsætisráðherra Egyptalands fór til Gaza til að sýna samstöðu með Palestínumönnum. Ísraelar hafa gert á annað hundrað loftárásir og ráðist á hernaðarmannvirki, þjálfunarbúðir skæruliða og opinber- ar byggingar. Innanríkisráðuneytið var sprengt upp og fleiri opinberar byggingar. Ísraelar urðu við kröfu Egypta um vopnahlé í þrjár klukkustundir en síðan hófust árásirnar að nýju. Varalið ísraelska hersins var kallað út en það telur um 30 þúsund manns og samþykkt var að kalla út 75 þúsund heimavarnarliða. Þungavopn voru flutt að landamærunum. Talið var að innrás landhers væri í vændum. „Hryðjuverkamenn skulu borga fyr- ir stigmagnaðar árásir,“ var sagt í útvarpinu og íbúar Palestínu óttuðust það sem var í vændum. Palestínumenn skutu flugskeytum á Tel Aviv og Jerúsalem en engan sakaði. Flugskeyti sem skotið var að Tel Aviv lenti í sjónum og það sem átti að lenda í Jerúsalem hafnaði í landtökubyggð sunnan við borgina án þess að valda manntjóni. Flugskeytin eru mun langdrægari en þau sem Palestínumenn hafa áður haft yfir að ráða og draga allt að 75 kíló- metra. Frá því á miðvikudag hafa Palestínumenn skotið yfir 550 flug- skeytum á Ísrael og Ísraelsher skotið yfir 600 sprengjum á Gaza. Spenn- an fór stöðugt vaxandi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til neyðarfundar. Sendiherrar Egyptalands og annarra Arabaríkja báðu um fundinn, og kröfðust þess að öryggisráðið fordæmdi Ísraela fyrir árásirnar. Ban Ki- moon lofaði að fara á vettvang. Fimmtudagur 15. nóvember Um 19 Palestínumenn hafa látist og 235 eru særðir. Sjö Hamas-liðar eru drepnir og tugir særðir. Omar, ellefu mánaða sonur Jihad Misharawi, fréttaritara BBC, dó þegar sprengjubrot hitti heimili þeirra. Haneen Tafesh, tíu mánaða stúlka, dó af völdum áverka eftir loftárásir á borgina. Hún var í gjörgæslu í nokkra klukkutíma áður en hún lést af sárum sínum. Þá lést barnshafandi kona, tvö börn og eldri kona. Skortur er á nauðsynjum og hvergi er skjól. Alls hafa Palestínumenn skotið 280 flugskeytum á þessum tveimur dögum. Þrír ísraelskir borgarar féllu í árásunum og 16 særðust. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði að öllum ráðum yrði beitt til að tryggja öryggi ísraelsks almennings. Hamas-samtökin hafna viðræðum um vopnahlé á Gaza, segja allt tal um slíkt blekkingar- leik Ísraelsmanna sem hefðu hrundið átökunum af stað með 150 árás- um síðasta sólarhringinn. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvatti bæði leiðtoga Palestínu- manna og Ísraels, til að sýna stillingu og koma í veg fyrir að átökin stig- magnist. Susan Rice, sendiherra Bandaríkjanna, sagði að Hamas-liðar hefðu skotið um 770 flugskeytum á Ísrael frá Gazaströnd í ár, Ísraelar yrðu að fá að verja sig. Miðvikudagur 14. nóvember Að minnsta kosti átta eru látnir og um 60 eru særðir. Ísraelar felldu Ahmed Jaabari, herstjóra Hamas-hreyfingarinnar og lífvörð hans. Sex menn féllu með Jaabari, þar af tvö börn, í loftárásum á svæðið. Ísraelsmenn gerðu á annan tug loftárása á Gaza og vörpuðu sprengj- um á geymslustaði fyrir langdræg flugskeyti og skotpalla og íbúahverfi, meðal annars Al Tuffah sem er sögulegt hverfi. Íbúar upplifðu sig hvergi örugga. Mahmoud Abu Soawin, 65 ára karlmaður, féll í árásunum. Sendimaður Palestínumanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að tilgangur árása Ísraela á Gaza sé að reyna að koma í veg fyrir atkvæða- greiðslu í Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um að ríki Palest- ínumanna fá aðild að Sameinuðu þjóðunum sem áheyrnarfulltrúi. Liberman, utanríkisráðherra Ísraels, hótaði að Ísraelar felldu Abbas forseta og ríkisstjórn hans ef Palestínumenn hættu ekki við umsókn- ina. Ísraelsmenn segja að Ahmed Jaabari hafi verið felldur því hann hafi fjármagnað hryðjuverkastarfsemi og skipulagt árásir á Ísraelsmenn, Hamas-liðar hefðu skotið meira en 120 flugskeytum frá Gaza að undan- förnu. Talsmaður Hamas sagði að Ísraelsmenn muni iðrast aðgerða sinna. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, óskaði eftir neyðar- fundi í Arababandalaginu og óskaði eftir hjálp. Sendiherra Eygptalands í Ísrael var kallaður heim. eins og aðrir. Fólkið á Gaza er frið- sælt fólk sem þráir frið. En eftir að Ísraelar hertóku landið hafa Palest- ínumenn reynt að verjast árásum þeirra. Ég hef samt alltaf sagt að ég vil finna lausn á því, mynda tvö ríki og gleyma öllu sem á undan er geng- ið, svo við getum búið hér í friði með þeim. En akkúrat núna þegar ég sit hérna undir stiganum þá efast ég og vil bara að Ísraelar láti landið mitt í friði. Þeir hertóku Palestínu og ráð- ast á borgara. Reyndar hafa öfga- hópar í Palestínu líka ráðist á borg- ara en árásir þeirra hafi aldrei verið neitt í líkingu við þetta. Og ég vil ekki að þeir geri það, ég vil ekki að öfga- hópar í Palestínu ráðist á borgara í Ísrael. Við erum ekki hryðjuverka- menn, það er ekki satt,“ sagði Areej á miðvikudagskvöld en blaðamaður kvaddi hana rétt áður en vopnahléið átti að hefjast. Vonar að friðurinn endist Á fimmtudag var allt annað hljóð í Areej sem hló og virtist vera hátt uppi í gleðivímu. „Ég er með góðar fréttir,“ sagði hún þegar hún svaraði. „Á slaginu níu þá hættu þeir. Stríðið er búið,“ sagði hún áköf og bætti því við að fólk hefði hópast saman úti á götu til þess að fagna. „Í fyrsta sinn í átta daga þá svaf ég eins og barn, í nótt var ég aldrei vakin upp við hljóðin í sprengjunum. Ég var svo glöð þegar ég vaknaði,“ segir Areej hlæjandi. Öllu alvarlegri bætir hún því þó við að hún sé ekki viss um að vopna- hléið sé varanlegt. „Mér skilst að það hafi aðeins verið samið um vopnahlé í 73 tíma og þá eigi Ísraelar og Palest- ínumenn eftir að tala saman aftur til þess að staðfesta samninginn. Þótt við séum hamingjusöm erum við enn áhyggjufull undir niðri.“ Lífið er þó hafið á ný. „Það er eins og fólk hafi losnað úr fangelsi. Það eru allir úti og hér er fullt hús af fólki sem er komið til þess að athuga hvort það er allt í lagi með okkur og gleðjast yfir því að þetta sé búið. Ég fór út í morgun og sá að fólk er á fullu við að hreinsa húsin sín. Hjálparsamtök eru að taka saman upplýsingar um fjölda látinna og skoða eyðilegginguna. Það er ver- ið að fara á milli staða og taka stöð- una á fólki, sjá hvort það vanti mat eða plast í gluggana. Eins er verið að skoða hvað það missti, margir misstu húsgögnin sín og víða vant- ar hurðir og glugga í húsin. En það veit enginn hvað gerist næst. Við verðum bara að bíða og vona að þetta sé endanlegt. Ég vona að vopnahléið endist næstu árin. Við viljum ekki frekari átök. Þetta var martröð.“ n „Í nótt var ég aldrei vakin upp við hljóðin í sprengjunum. Ég var svo glöð þegar ég vaknaði. Ákallar Guð Ísraelskur hermaður biður bænirnar sínar við landamærin að Gaza þar sem herinn var í viðbragðsstöðu, tilbúinn til að ráðast inn þegar kallið kæmi. Flugskeytin flugu yfir landamærin úr báðum áttum. Á hættuslóðum Palestínskur maður gengur með eigur sínar á asnanum fram hjá opinber- um byggingum sem eru nú í rúst. Areej hélt sig heima og sagði það of hættulegt að stíga fæti út fyrir hússins dyr. Það væri ekki hægt að heyra þegar árásir væru gerðar og því væri fólk á hrynja niður á götum úti án þess að geta nokkra björg sér veitt. Læknanemar drepnir Palestínumenn safnast saman í kringum bíl sem varð fyrir loft- árás en læknanemar féllu í árásinni. Mamma Areej var svo hrædd um að börnin hennar færu út að hún var alltaf að kalla nöfn þeirra og fullvissa sig um að þau væru hjá sér. Átök á Vesturbakkanum Palestínskur maður fylgist með ísraelskum hermönnum á Vesturbakkanum á miðviku- daginn en þar brutust út átök vegna mótmæla vegna átakanna á Gaza.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.