Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 12
A ðalmeðferð í máli Ann- þórs Kristjáns Karlsson- ar, Barkar Birgissonar og átta annarra karlmanna er nú lokið. Ákæruatriðin eru nokkur talsins og snúa að sérstak- lega hættulegum líkamsárásun, fjár- kúgunum og frelsissviptingum sem áttu sér stað yfir nokkurra mánaða tímabil frá október í fyrra og fram í janúar. Allir ákærðu neita sök í meginatriðum að undanskildum tveimur, Smára Valgeirssyni og Kaj Anton A. Larsen, sem viðurkenna að hafa beitt vopnum í árás í Háholti í Mosfellsbæ í byrjun janúar. Farið er fram á átta ára fangelsi yfir Annþóri en sjö ára fangelsi yfir Berki. Mikil öryggisgæsla Réttarhöldin hafa verið stíf, enda margir sakborningar og brotaþolar sem koma við sögu. Óhætt er að fullyrða að málið sé eitt stærsta sakamál sem komið hef- ur fyrir dómstóla hér á landi og að einnig hafi aldrei verið jafn mikil öryggisgæsla líkt og nú. Löggæslan á staðnum beindist þó aðallega að Berki Birgissyni, en að minnsta kosti tveir lögreglumenn fylgdu honum hvert fótmál í dómshúsinu og fór hann aldrei úr þeirra augsýn fyrir utan þegar hann vildi fá að ræða við verjanda sinn einslega. Virkaði rólegur Börkur var alla jafna rólegur í dóm- sal, en hafði augljóslega miklar skoðanir á hvaða spurningar verj- andi hans ætti að bera fram og ræddi mikið við hann í hálfum hljóðum inni í salnum. Það var þó í eitt skipti, eftir að verjandi hans hafði neitað að spyrja rannsóknarlögreglumann út í samantekt sem hann ritaði upp úr mynddiskum af yfirheyrslum, að háreysti í þinghléi heyrðust úr öðr- um dómsal. Þar lét Börkur greini- lega í ljósi óánægju sína við verjanda sinn með þeim hætti að lögreglan sá ástæðu til að athuga hvort þörf væri á að skerast í leikinn. Svo var ekki en lögreglan var ekki langt undan. Fylgt á salernið Það hefur greinilega ekki þótt jafnmikil ógn stafa af Annþóri sem þó mátti ekki fá að bregða sér á sal- ernið án fylgdar lögreglumanna. Hann mátti þó sitja einn inni í dóm- salnum í þinghléum þar sem hann ræddi frjálslega við verjendur sem og saksóknara. Fjölmargir komu fyrir dóminn og gáfu skýrslu um aðild sína að mál- inu. Það má segja að bæði vitnis- burður sakborninga sem og brota- þola hafi varpað ljósi á lífsstíl manna sem lifa og hrærast í undirheimum, en allir þeir sem að málinu koma eiga að baki sakaferil, þó að hann sé misalvarlegur og mislangur. Til að mynda kom fram í vitnis- burði Annþórs að menn séu hik- laust beittir sektum eða látnir borga skaðabætur séu þeir taldir gera eitt- hvað á hlut annarra í órétti. Annþór vildi ekki meina að sjálfsagt þætti að beita menn líkamlegu ofbeldi og benti á að oft kæmu menn saman og reyndu að komast að samkomulagi á friðsaman hátt. Jafnframt furðaði Annþór sig á því að mönnum þætti svokallað svæfingartak sem hann játaði að hafa tekið 21 árs karlmann inni í Sólbaðsstofunni Sól í Hafnar- firði eitthvað tiltökumál. Sagði hann því oft vera beitt og benti á að þar væri lögreglan ekki undanskilin. Einnig vakti athygli að allir þess- ir einstaklingar bera jafnan á sér ýmis barefli svo sem kylfur, sleggj- ur, handlóð eða annað innan seil- ingar ef af einhverjum ástæðum þeir þyrftu að þeim að halda. Þoldi ekki návist Annþórs og Barkar Í vitnisburði ungs manns sem er brotaþoli í árás sem átti sér stað á heimili í Grafarvogi 15. desember í fyrra kom átakanlega í ljós hversu harður heimur þeirra manna er sem tilheyra þeim jaðarhópi sam- félagsins sem kominn var saman við þinghaldið. Maðurinn gaf vitnisburð sinn að Berki og Annþóri fjarstöddum þar sem geðlæknir hafði gefið út vottorð þess efnis að andleg heilsa hans þyldi ekki návist Barkar og Annþórs. Hann lýsti því hvernig hann hafði áður unnið fyrir Börk, meðal annars með því að stela. „Seinast átti ég að brjótast inn í Byko og stela þremur blöndunar- tækjum fyrir eitthvað hótel sem hann rekur. Ég gerði það ekki og fór í felur. Þá kom hræðslan yfir mig því ég vissi að hann myndi gera eitthvað. Þegar hann stóð yfir mér [á meðan árásin átti sér stað, innsk. blm.] þá talaði hann um þetta.“ Bað um vernd fyrir Berki Það lýsir kannski best örvæntingu þessa unga manns að áður en árásin átti sér stað hafði hann leit- að til lögreglunnar og beðið um vernd fyrir Berki. Þegar lögreglan tjáði honum að hún gæti ekkert gert nema Börkur hefði gert hon- um eitthvað, bað hann vini sína um að skera sig í framan með rifinni bjórdós. Hann fór í kjölfarið á lög- reglustöð og sagði að Börkur hefði veitt sér áverkana en dró framburð sinn til baka þegar lögreglan gekk á hann. Þá höfðu vinir mannsins viðurkennt fyrir lögreglu að hafa veitt honum áverkana að hans beiðni. Aðspurður af hverju hann lét vini sína framkvæma þennan óhugnanlega verknað sagði hann: „Ég var mjög hræddur.“ Aðalmeðferð í málinu er nú lokið og nú á aðeins eftir að kveða upp dóm sem verður gert innan fjögurra vikna. n n Ljósi varpað á ofbeldi innan undirheimanna n Fjögurra daga aðalmeðferð lokið LÉT SKERA SIG Í FRAMAN Í VON UM AÐ FÁ VERND Leiddur fyrir dóm Börkur Birgisson huldi andlit sitt á leið inn í dómsal. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Seinast átti ég að brjótast inn í Byko og stela þremur blöndunartækjum fyr- ir eitthvað hótel sem hann rekur. 12 Fréttir 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.