Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 38
38 Viðtal 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað ekki sálufélaga í þessum efnum væri sambandið dálítið dauðadæmt.“ Óvænt þunguð Þórdís og Víðir eiga einn son saman, Hafliða Frey, sem varð þriggja ára í september. Hún segist ekki hafa verið búin að gera upp við sig hvort móður­ hlutverkið væri fyrir hana þegar hún varð óvænt þunguð. „Að verða for­ eldri var aðlaðandi tilhugsun í fjar­ lægri framtíð. En svo varð ég ófrísk al­ gjörlega óundirbúið. Þetta kom okkur í opna skjöldu og ég viðurkenni að ég varð pínu óttaslegin. Það er yfirþyrm­ andi að fá svona stórt verkefni óvænt í hendurnar. En, eins og flestir sem hafa eignast barn geta borið vitni um, þá er maður ofsalega þakklátur í dag fyrir að fá að taka þátt í að móta líf annars einstaklings frá grunni. Sonur minn er að kenna mér margt um lífið. Hann til að mynda kveður allt, kveður skóna sína, kveður bílinn þegar við erum búin að leggja. Mér finnst þetta svolítið fallegt, hann verður svo vel tengdur umhverfinu og lítur á það sem ákveðna framlengingu af sjálfum sér. Margir eyða allri æv­ inni til að upplifa þessa tengingu við umheiminn. Hann er bara þriggja ára og er með þetta. Ég hef reynt að apa þetta upp eftir honum; að taka að­ stæðum heilshugar þegar ég kem inn í þær og kveðja þær þegar ég fer úr þeim. Þannig er maður meira í núinu. Þetta er ofboðslega dýrmætt og ég held að lífshamingjuna sé að finna í þessu augnabliki sem er núna. Ég er þakklát syni mínum fyrir allt sem hann hefur kennt mér og stjúpbörn­ unum líka.“ Hún viðurkennir að það hafi ver­ ið ákveðin áskorun að eignast stjúp­ börn. „Slíkt er bæði áskorun fyrir stjúpforeldri og stjúpbarn. Það er flókið að mynda náin tengsl strax eins og krafan vill oft verða en ég held að okkur hafi tekist þetta nokkuð vel. Við fórum með raunsæjar hugmyndir inn í þetta samband. Ég held að það sé mikilvægt að stjúpforeldrar gefi sjálfum sér ákveðið svigrúm og setji ekki miklar kröfur á eigin herðar um að það eigi að vera foreldri númer tvö. Í flestum tilfellum á barnið móður eða föður og í raun á stjúpforeldri ekki að fara í samkeppni. Mín leið er að umgangast mín stjúpbörn af virðingu og kærleik, öðl­ ast traust og gera mitt besta. Þær eiga mömmu sem elskar þær út af lífinu og ég er ágætis viðbót. Ég held að það sé besta leiðin til að horfa á svona að­ stæður.“ Með alvarlegan sjúkdóm Hluti af því af hverju þungunin kom Þórdísi svo á óvart var sú staðreynd að hún efaðist um eigin frjósemi eft­ ir áralanga baráttu við sjúkdóminn endómetríósu eða endó eins og hann er kallaður í daglegu máli í dag. „Ég varð því mjög hissa og gaf þungun­ inni enn meira vægi, hugsaði sem svo að þetta væri kannski mitt tækifæri. Ég get vel hugsað mér að eignast annað barn og í þetta sinn með ein­ beittan brotavilja. Það væri gaman að fara í þetta á eigin forsendum,“ segir hún en bætir við að þótt sjúk­ dómurinn hafi ekki verið slæmur síðan Hafliði kom í heiminn sé engin lækning við honum. Hún viti því ekki hvort koma hans í heiminn hafi ver­ ið kraftaverk. „Auðvitað eru öll börn kraftaverk en oft er það þannig að konum virðist batna af endó þegar þær eignast börn. Sjúkdómurinn hefur allavega ekki rænt mig lífsgæð­ unum á sama hátt og áður en ég býst við að þurfa að glíma við afleiðingar hans um ókomna tíð. Ég er glöð á meðan ég er hraust.“ Endómetrósía, eða legslímuflakk eins og hann kallaðist áður, er krónískur sjúkdómur sem veldur miklum sársauka við blæðingar. Þór­ dís segir að þótt hún hafi ekki mætt beinum fordómum hafi umræða um sjúkdóminn verið lítil í gegnum tíðina þótt ákveðin vakning hafi nú orðið. „Það er ekki mikill skilning­ ur gagnvart móðurlífsverkjum. Kon­ ur eiga bara að sætta sig við að þetta sé hluti af tíðahringnum. Hins vegar er þessi tegund verkja sem konur með endó þjást af það svakaleg að það á ekkert skylt við túrverki auk þess sem sjúkdómurinn getur þróast út í krabbamein og ófrjósemi. Þess vegna er þetta háalvarlegt mál. Konur sem fá mjög sterka túrverki sem hreinlega bera þær ofurliði eiga ekki að hunsa þau einkenni heldur leita til læknis til að vita hvort um sjúkdóminn sé að ræða og þá fá við­ eigandi meðferð.“ Pönkast í kerfinu Þórdís Elva starfaði sem fréttamaður á RÚV í eitt ár og líkaði vel. „Verk­ efnastaða mín er ansi fljótandi. Ég elti það sem mér finnst áhugavert og það sem mér býðst því stundum þarf einfaldlega að borga reikninga. Reynslan á RÚV var ómetanleg og ég gæti vel hugsað mér að vinna meira innan fjölmiðla. Stærsti fórnarkostnaðurinn við fréttamannsstarfið er að þurfa að halda eigin skoðunum til hliðar. Slíkt er mikil áskorun fyrir mann­ eskju eins og mig. Mig langar alltaf að pönkast í kerfinu og rífa kjaft ef ég upplifi misrétti. Það var það erfiðasta við fréttamennskuna; að setja sjálfið og mínar skoðanir til hliðar og vera hlutlaus. Þótt það sé auðvitað ekk­ ert í heiminum sem heitir fullkomið hlutleysi. Við erum alltaf að taka af­ stöðu, oft ómeðvitað.“ Hún segir skort á starfsöryggi geta verið snúið, sérstaklega eftir að barn kom inn í jöfnuna. „Það getur verið flókið að vita ekki hvað maður er með í tekjur, stundum eru þær háar og svo engar. Þá þarf að skammta sér og drýgja peningana og hugsa þegar maður velur sér verkefni. Ég er mikil hugsjónamanneskja og það kemur oft fyrir að fólk vilji að ég vinni frítt. Það þykir sjálfsagt að biðja þá sem berjast gegn kynferðis­ legu ofbeldi og misrétti að halda ræðu, smiðjur og námskeið ókeypis því allt er þetta í nafni hugsjónarinn­ ar. En þegar öllu er á botninn hvolft þarf þetta fólk líka að borga reikn­ inga. Það er því ekkert sjálfsagt að þetta sé allt unnið í sjálfboðavinnu. Ég hef þurft að smíða regluverk í kringum sjálfa mig og segja stundum nei því ég þarf líka að brauðfæða mig og mína. Ég þori að veðja að þetta er algengara þegar viðfangsefnið er jafn­ rétti kynjanna og málefni kvenna og barna heldur en í karllægari málum. Ætli þeir sem starfa við sjávarútveg og verkfræði séu beðnir um að halda ókeypis fyrirlestra? Ekki eru sjávar­ útvegur og verkfræði eitthvað merki­ legra en jafnrétti. Þetta misrétti stafar af því að málefni sem tengjast kon­ um og börnum eru oft lægra skrifuð. Það ber að hafa í huga og vekja á því athygli.“ Þrátt fyrir að vera menntuð leik­ kona hefur leikferillinn setið á hak­ anum á meðan hún hefur getið sér gott orð sem leikskáld. Verkin henn­ ar hafa verið sýnd á sviði og fengið góða dóma. „Ég skrifa um það sem mér finnst mikilvægt að benda á, það sem við getum bætt í samfélaginu. Á ensku heitir þetta „theater for social change“. Mín leikverk eru öll brennd því marki að vekja athygli á jaðar­ málefnum. Ég hef skrifað um geð­ sjúkdóma, útlitsdýrkun, átraskanir, barna níð og barnahneigð og skoðað hvaða áhrif slíkt hefur á fjölskyldulíf. Þetta eru allt málefni sem annaðhvort er of lítið fjallað um í samfélaginu eða gerð röng skil.“ Allir geta breytt heiminum Aðspurð segist hún ekki vita hvaðan þessi baráttuandi komi. „Ætli þetta sé ekki bara sérviska í mér? Auðvit­ að er ég alin upp við það að ég geti haft áhrif á heiminn og fyrir það er ég þakklát foreldrum mínum. Okkur var kennt að við hefðum rödd og að við gætum beitt henni þótt ég sé sú mín­ um systkinahópi sem er með hvað mestu skoðanir á hlutunum,“ segir hún brosandi en bætir svo alvarleg við: „Mér finnst fólk engan veginn gera sér grein fyrir hversu mikils það er megnugt og held að það sé eitt af vandamálum heimsins; fólk fattar ekki hvað það býr yfir miklu valdi til að breyta hlutunum. Við höfum séð það að stundum þarf ekki nema einn einstakling til að breyta heilu samfélagi. Eins og blökkukonuna Rosu Parks sem neit­ aði að standa upp í strætó á sjötta áratugnum í Bandaríkjunum og olli því að það fór af stað hugarfars­ breyting sem varð til þess að aðskiln­ aðarstefnan var afnumin. Stundum þarf bara eina hug­ sjónamanneskju til að standa upp og mótmæla; eða neita að standa upp eins og Rosa Parks gerði. Við verð­ um að vera meira meðvituð um vægi hvers og eins. Við erum ekki van­ máttug. Það geta allir breytt heimin­ um.“ n Ég var alltaf dúx, eða á meðal þeirra allra hæstu. Sálufélagar Þórdís Elva og Víðir sambýlismaður hennar, en að sögn Þórdísar væri sam- bandið dauðadæmt ef þau deildu ekki svipuðum skoðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.