Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 42
R
ithöfundurinn Kristín
Steinsdóttir hefur í nógu að
snúast þessa dagana. Hún
ferðast um landið og les
upp úr nýrri bók sinni um
Bjarna-Dísu.
Í skáldsögu Kristínar fær göm-
ul þjóðsaga nýtt líf og Kristín gef-
ur Þórdísi Þorsteinsdóttur, Dísu,
orðið.
Dísa hefur ekki átt sér sérstakan
málsvara fyrr. Sagan segir að
Dísa hafi fundist með lífsmarki
uppi á heiði eftir að hafa háð bar-
áttu við hamslaust óveður. Afdrif
hennar urðu efni í eina skelfileg-
ustu draugasögu Íslendinga. Dísa
fæddist í lágum torfkofa austur á
landi á öld hjátrúar, 18.öld, nálægt
æskuslóðum Kristínar á Seyðis-
firði.
Hrædd og heilluð
„Ég var hrædd við Dísu, það voru
allir hræddir við drauga, líka Dísu,“
segir Kristín. „Sem lítil stúlka trúði ég
á drauga. Í timburhúsum sem brakar
í fara draugar á stjá. Ég var með mik-
ið hugarflug og var hrædd við alla
draugana í bænum, því þeir voru
margir og sumir nafnkunnir!“
Kristín varð heilluð af sögunni
um Dísu, en trúði ekki að hún ætti
svo óvægna lýsingu skilið sem raun-
in var. „Ég vildi aldrei trúa því að
Dísa hefði verið svona mikill kjáni.
Að fara óklædd á heiðina. Því ég
vissi það sem barn strax að ef ég
færi óklædd út á tröppur þá yrði
mér kalt. Mér fannst þetta mjög
skrýtið. Svo leið og beið. Seinna fór
ég að vinna mikið með þjóðsagna-
arfinn í mínum barnabókum og þá
rifjaði ég oft upp söguna af Dísu. Svo
kristallaðist það fyrir mér að það er
auðvitað bullandi kvenfyrirlitning í
sögunni.“
Kvenfyrirlitning í lýsingum
Þjóðsagnaritarar voru all margir og
flestir lýsa þeir Dísu sem skapvondri
og hégómlegri.
„Við vitum náttúrulega að þjóð-
sagnaritarar hafa sögurnar eftir ein-
hverjum,“ segir Kristín og er um-
hugað um að orð hennar séu ekki
mistúlkuð á þann máta að þjóð-
sagnaritarar hafi verið uppfullir
kvenfyrirlitningar. Lýsingar á Dísu
séu frekar tímanna tákn. „Kannski
höfðu konur sagt frá á þennan hátt,
kannski voru það karlar. En allt um
það þá er myndin af Dísu afar nei-
kvæð. Hún er sögð skapvond og
hégómleg. Hún hefur verið í kaup-
stað í vinnu, í Eskifirði, þar sem voru
danskir kaupmenn og dönsk tíska.
Hún semur sig að þeim sið, segir
einhvers staðar. Sem þýðir að hana
dreymir um tískufatnað, léreftskjól
og serk sem er skyrta sem nær ekki
fram að olnboga. Þetta finnst mér
svo eðlilegt í dag. Af hverju má stúlk-
una ekki langa til að líta vel út þótt
hún sé vinnukona? Kannski fékk
hún enn harkalegri meðferð því hún
hafði verið niðursetningur. Ég veit
það ekki. Hún er komin út fyrir sinn
ramma.
Ég fann sagnaritara sem skrifar
allt aðra lýsingu. Það var hann Sig-
mundur Long. Hann skrifar að Dísa
hafi verið vel klædd. Hann talar ekki
um vonda skapgerð, heldur aðeins
um unga stúlku á ferð með bróður
sínum. Það gladdi mig.
Ég las mér til um það að Sig-
mundur þessi hafði hitt Bjarna,
bróður Dísu. Hann var að vísu ungur
drengur þá, aðeins sex ára. En sá
fundur leið honum aldrei úr minni
því Bjarni var óskaplegur ógæfu-
maður og missti öll sín börn, 13 tals-
ins, en jafnan var talið að Dísa hefði
flýtt fyrir dauða þeirra.“
Vöruð við
Kristín segist hafa byrjað á því að
skrifa um Dísu fyrir löngu. Sagan hafi
aldrei látið hana í friði. Dísa krafðist
þess að fá orðið.
„Þess eldri sem ég varð, því reiðari
varð ég,“ segir Kristín. „Ég fór að
skrifa um Dísu fyrir mörgum árum
síðan. Þegar ég var búin með Ljósu
ákvað ég svo að klára hana. Hún lét
mig ekki í friði, hún Dísa. En ég varð
að skrifa sögu hennar. Ég get sagt þér
að ég var vöruð við. Að bölvun henn-
ar myndi elta mig – hún kæmi á eftir
mér. Hugsa sér að máttur þjóðsagna
okkar sé enn svo mikill,“ segir hún og
hlær og segist ekkert mark hafa tekið
á viðvörununum enda sé hún sann-
færð um að Dísa hefði í dag verið lífs-
glöð dugnaðarstúlka.
„Hún hefði kannski verið fata-
hönnuður eða framkvæmdastjóri
eða álíka,“ segir Kristín og brosir. „Ég
er sannfærð um að hún hefði verið
lífsglöð, dugleg stúlka með bein í
nefinu. Mér finnst svo gaman að geta
brugðið upp mynd af því hvað það
var gaman á þessum tímum. Okkur
hættir svo til þegar við hugsum til
baka að álykta að lífið hafi verið
táradalur. En það var það ekki. Dísa
naut lífsins í ríkum mæli á sinn hátt.“
Kristín fór austur síðasta sumar á
slóðir Dísu og brátt fer hún austur að
lesa. „Ég myndi helst vilja lesa upp úr
bókinni uppi á heiðinni,“ segir hún
og skellir upp úr. „Ef það væri nú í
boði!“
Fann engil á efstu hæð í blokk
Dísa er fjórða bókin sem Kristín
skrifar með fullorðna lesendur í
huga, en hún hefur til langs tíma
verið einn þekktasti barnabókahöf-
undur landsins. Oft er sagt að barna-
bók hennar Engill í Vesturbænum
(2002) hafi verið tímamótaverk á ferli
hennar. Hún segir breytingar hafa
knúið dyra.
„Já, það er rétt að Engill í Vestur-
bænum markar ákveðin skil hjá mér.
Það var kominn tími á breytingar.
Manneskjan þarfnast einfald-
lega breytinga. Við vorum búin að
vera mjög lengi búsett á Skagan-
um og ég hafði skrifað rúmlega 20
barnabækur.
Ég hugsa með mikilli hlýju til
baka á Skagann. En það hefur allt
sinn tíma. Ég tók þá ákvörðun að fara
til Reykjavíkur þegar öll börnin mín
voru flogin úr hreiðrinu.
Ég leigði mér íbúð á 4. hæð yfir
Melabúðinni. Horfði út um glugg-
ann á Hallgrímskirkjuturninn öðrum
Vöruð Við þVí
að skrifa um
Bjarna-Dísu
42 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað
m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g
„Eiríkur er algjör
stílsnillingur“
„Ferskur blær en
mörg vandamál“
Illska
Eiríkur Örn Norðdahl
Black Ops 2
xBox-PC og PS3
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Viðtal „Sem lítil stúlka trúði ég á
drauga. Í dimmum timburhús-
um sem brakar í fara draugar á stjá.
Kristín Steinsdóttir vildi rétta hlut Þórdísar
Þorgeirsdóttur, ungrar stúlku sem hlaut grimmileg
örlög uppi á heiði fyrir 200 árum og varð efni í eina
skelfilegustu þjóðsögu okkar Íslendinga.