Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 49
Íslensk með- göngumynd í Vogue Lífsstíll 49Helgarblað 23.–25. nóvember 2012 Ugla Egilsdóttir Ugluvæl Þ egar Lauryn Hill var á toppi fer- ils síns var þrálát fiski- sagan um að hún hataði hvítt fólk og hefði sagt eitt- hvað á þá leið að hún vildi frekar að börnin hennar syltu en að hvítt fólk keypti plöturnar hennar. Hún átti ýmist að hafa sagt þetta á tónleikum eða eitthvað svipað í viðtölum. Úthúðaði hvítu fólki Ég vildi ekki trúa því að átrún- aðargoðið mitt hefði sagt nokk- uð þessu líkt og þurfti að heyra það með eigin eyrum áður en ég tryði því. Miðað við gífurlega frægð hennar á þessum tíma þá hefði átt að vera til upptaka af henni einhvers staðar á netinu að úthúða hvítu fólki. Þess vegna leitaði ég allt internetið á enda að þessum upptökum en fann hreinlega ekkert. Hins vegar fann ég viðtöl við hana þar sem hún reyndi að kveða orðróminn niður. Hún náði aldrei almennilega að hreinsa mannorð sitt af þess- um áburði og ég hef oft heyrt fólk endurtaka þessa sögu. Til- hugsunin um hugsanlegt skít- legt eðli hennar sótti stundum á mig þangað til að ég áttaði mig á því að mér stæði eiginlega hjartanlega á sama þótt þetta væri satt. Sennilega myndi ekki einu sinni bera skugga á aðdá- un mína ef hún væri dæmdur morðingi. Ólíklegar vinkonur Hún býður sig ekki fram í þing- kosningum og þrátt fyrir ein- læga aðdáun mína er frekar ólíklegt að við verðum nokkurn tímann vinkonur. Það er ekk- ert við tónlistina sem bendir til þess að henni standi stuggur af hvítu fólki. Þar af leiðandi hafa meintar skoðanir hennar hverf- andi áhrif á mig. Maður getur víst ekki sett hugsanir inn í höfuðið á öðru fólki með valdi og ég held að það sé algjört lykilatriði í sam- skiptum að maður geti trúað því að breyskleikar annarra smiti ekki út frá sér í allt sem þeir gera. Fólk er nefnilega ekki bara annaðhvort gott eða vont. Átrúnaðar- goðið mitt Lauryn Hill A ndrea Sóleyjar- og Björg- vinsdóttir vinnur þessa dagana að bókinni Bókin okkar sem fjallar um getn- að, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Í bókinni verða ráð, fróðleikur og reynslusögur kvenna. Aldís Pálsdóttir ljósmyndari hefur myndað barnshafandi kon- ur og fæðingar og ein mynda hennar hefur nú ratað í ítalska Vogue. „Það gladdi okkur ákaf- lega mikið,“ segir Andrea í spjalli við blaðamann. „Bókin á bæði að} vera tímalaust uppflettirit, þar sem mæður og feður deila reynslu sinni, og listaverk en bók- in er ríkulega skreytt undurfögrum ljósmyndum, teknum af þunguð- um konum í íslenskri náttúru af Aldísi Pálsdóttur ljósmyndara og stórfenglegum málverkum af því sem myndavél getur ekki fangað, teiknuðum og máluðum af Unni Magna listakonu.“ Móðurhlutverkið veitti inn- blástur Andrea er þriggja barna móð- ir og fékk hugmyndina að bókinni þegar hún gekk með fyrsta barn sitt fyrir um sjö árum. „Það var móðurhlutverkið sem veitti mér innblástur. Mér finnst við enda- laust geta sótt upplýsingar á netið en mér finnst engin íslensk bók vera til um efnið. Ég gerði alltaf ráð fyrir því að einhver myndi nú taka sig til og gefa út rit í þessa veru en það gerðist ekki, svo ég hófst sjálf handa og fékk útgáfusamning hjá Sölku útgáfu. Ég eignaðist svo tvær stúlkur til viðbótar svo útgáfan hefur heldur betur dregist á langinn. Ég verð því afskaplega glöð þegar bókin kem- ur loks út nú í vor.“ Auk þess að vera fræðilegt rit um efnið þar sem farið er í líffræði getnaðar og meðgöngu er bókin stútfull af reynslusögum íslenskra kvenna, góðum ráðum sem hafa gengið manna á milli og frásögn- um af skemmtilegum atvikum sem foreldrar hafa lent í. „Bæði mæður og feður hafa verið að senda okk- ur góð ráð byggð á eigin reynslu. Svo er bókin full af staðreyndum og fróðleik um líkama konunnar og þroska barnsins á meðgöngu, viku fyrir viku. Í því fékk ég stuðn- ing frá þeim Hafdísi Rúnarsdóttur og Ragnheiði Helgu Reynisdóttur sem sáu um alla staðreyndavinnu,“ segir Andrea frá um vinnslu bók- arinnar. Vilja mynda fæðingar kvenna Hún segist stolt af því að bók- in verði mikið kvennaverk. Ljós- myndarinn Aldís fylgist enn með barnshafandi konum í von um að fá að mynda fæðinguna. „Við erum allar mjög stoltar af því að vera hluti af þessu kvennaverki. Nú erum við bara að bíða og vona að þær konur sem eru búnar að segja já treysti okkur fyrir verkinu. Það er ekki sjálfgefið að ljósmyndarinn nái í tæka tíð. Þær láta vita og svo reynir Aldís að ná upp á fæðinga- deild. Þær hafa líka verið svolítið feimnar við að láta mynda sig en vonandi sjá þær hvað þær verða fallegar.“ kristjana@dv.is n Andrea skrifar bók um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu Andrea gengin 37 vikur „Hér er ég gengin 37 vikur með Björgey Njálu, yngstu dóttur mína.“ MYNDIR: ALDÍS PÁLSDÓTTIR Ljósmóðir Hafdís Rúnarsdóttir ljósmóð- ir með nýfætt barn. Myndin sem birtist í Vogue Aldís Pálsdóttir tekur myndir af fæðingum og þunguðum konum í íslenskri náttúru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.