Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 30
Sandkorn
Ö
fgar og rugl er það fyrsta sem
kemur upp í hugann þegar
horft er til þeirrar tillögu
Sivjar Friðleifsdóttur, þing
manns Framsóknarflokksins,
að myndatökur verði alfarið bannað
ar í dómshúsum og nágrenni þeirra.
Samkvæmt hugmynd þingmannsins
verða það eingöngu starfsmenn dóm
stóla sem mega taka myndir þegar um
er að ræða málaferli. Þarna er skýr vilji
þingmanns til að þagga niður umræðu
og hamla því að sagan verði skráð með
eðlilegum hætti. Skýrt dæmi um skað
leg inngrip af þessu tagi var þegar for
stokkaður sýslumaður á Ísafirði bann
aði myndatökur af hörmungarsvæði
snjóflóðanna í Súðavík. Afleiðingin
er óbætanlegt tjón fyrir sögu þjóðar.
Annað dæmi um yfirgang og þöggun
er þegar dómari í undirrétti bannaði
tímabundið í vikunni fréttaflutning í
máli þar sem réttað var yfir tveimur al
ræmdum hrottum.
Tekið skal fram að stundum er
ástæða til að loka réttarhöldum. Þetta
á sérstaklega við þar sem um er að
ræða barnaníð og hlífa þarf fórnar
lömbum. Aldrei má víkja frá þeirri
reglu að auka ekki harm fórnarlamba
kynferðisofbeldis. En þá á að heyra til
undantekninga að réttarhöldum sé
lokað.
Íslenskir dómstólar hafa verið á
undarlegum og sumpart óútskýran
legum brautum undanfarin ár. Geð
þótti hefur gjarna vikið réttlætisgyðj
unni til hliðar og dómarar fengið
útrás í að refsa saklausum. Þetta hefur
sérstaklega átt við í meiðyrðamálum
sem sótt hafa verið á hendur ritstjórn
DV. Fréttastjóri og ritstjóri DV voru
lögsóttir af Eiði Smára Guðjohnsen
knattspyrnumanni sem vildi ekki að
sannleikurinn um fjármál hans kæmi
fram í blaðinu. Hann tapaði málinu
en hinum lögsóttu var gert að greiða
málsvarnarlaunin. Hið sama átti við í
Krónuníðingsmáli Heiðars Más Guð
jónssonar fjárfestis. DV var sýknað af
þöggunarkröfu fjárfestisins en Hæsti
réttur ákvað að íþyngja þeim sem lög
sóttir voru með því að láta þá greiða
vörn sína. Þetta eru sömu dómstólar
og hafa verið dæmdir sekir af Mann
réttindadómstóli Evrópu og gert að
greiða tveimur blaðamönnum háar
miskabætur vegna dómsmorða. Og
fleiri mál sem snúa að gölluðum og
illviljuðum dómum eru á leið fyrir
sama dómstól.
Tillaga Sivjar er enn ein birtingar
mynd þeirrar tilhneigingar að dóms
mál verði þögguð niður. Líkleg skýring
þess að Siv setur málið fram er að hún
hefur nýlega gengið í gegnum dóms
mál. Sjálf er hún á útleið af Alþingi en
hefur ákveðið að draga persónulegt
mál inn á Alþingi Íslendinga.
Umfjöllun um dómsmál er hluti af
uppgjöri sem þarf að vera fyrir opnum
tjöldum. Refsing vegna glæpa hefur
lítinn tilgang ef hún er í kyrrþey. Og
mál sem umvafin eru þagnarhjúpi
eru ekki líkleg til þess að samfélagið
allt læri af þeim. En það er jafnljóst að
ekki er boðlegt að saklausum sé refs
að. Fjölmiðlar og dómstólar verða að
hafa til þess vit og þroska að halda
skilmerkilega til haga bæði sekt og
sakleysi þeirra sem ganga í gegnum
málaferli. Dekur við glæpamenn á
ekki rétt á sér. Þöggun um sekt eða
refsi gleði gagnvart saklausum ættu
ekki að líðast í íslensku réttarkerfi.
Geir styður Brynjar
n Hæstaréttarlögmaðurinn
orðhvati, Brynjar Níelsson, er
vinsæll meðal sjálfstæðis
manna þótt femínistar hafi
fyrirvara varðandi hann.
Hann sækist nú eftir þriðja
sæti á lista Sjálfstæðisflokks
ins í Reykjavík og hélt fram
boðsteiti á dögunum. Á
meðal þeirra sem heiðruðu
Brynjar með nærveru sinni
var Geir H. Haarde, fyrrver
andi formaður Sjálfstæð
isflokksins. Hélt hann stutt
ávarp og fór fögrum orðum
um samherja sinn. Því er
spáð að Brynjar lendi ofar
lega í prófkjörinu.
Frosti vill málgagn
n Frosti Sigurjónsson, fram
bjóðandi Framsóknarflokks
ins í Reykjavík, hefur áhyggj
ur af litlu fylgi flokksins.
Hann mætti í Bítið til að lýsa
skoðunum sínum. Greining
Frosta á fylgiskreppunni er
sú að flokkinn skorti mál
gagn. Hann benti á að Sjálf
stæðisflokkurinn hefði
Moggann en Framsókn ekk
ert síðan dagblaðið Tím
inn hvarf af sjónarsviðinu.
Fyrir nokkrum misserum
reyndu framsóknarmenn
að kaupa Fréttatímann en
hrukku undan. Ljóst er að
þeir munu halda áfram til að
bjarga fylginu.
Leiðtogakreppa?
n Þótt Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson og nánustu
bandamenn innan Fram
sóknarflokksins telji að
snautlegt
fylgi flokks
ins sé vegna
þess að rödd
þeirra heyr
ist ekki eru
aðrir á þeirri
skoðun að
ástæðunnar sé að leita hjá
formanninum sjálfum.
Hann hafi góðan málstað
en sé einstakur klaufi í al
mannatengslum. Þar beri
hæst samskiptin við Höskuld
Þór Þórhallsson þingmann
á Akureyri. Til eru þeir sem
telja leiðtogaskipti vera
nauðsynleg og mikið mann
val sé í flokknum til að fylla
skarð formannsins.
Smugan og VG
n Innan Samfylkingar eru
uppi sömu sjónarmið og í
Framsókn varðandi skort á
málgagni. Þar á bæ horfir
fólk öfundaraugum á Smug
una sem er meðal annars
í eigu Steingríms J. Sigfús-
sonar og VG og haldið úti
fyrir almannafé. Fullyrt er
að flokksmenn hafi kannað
kostnað við að koma upp
vefsíðu til að breiða út boð
skapinn en hætt við þegar í
ljós kom að það myndi kosta
tugi milljóna króna. Fylgis
hrun VG bendir hins vegar
til þess að fjölmiðillinn geri
engan gæfumun.
Þetta er helför Þetta atriði með Nova var grín
Amany El Garth óttast um líf fjölskyldu sinnar á Gaza. – DV Sigmar Guðmundsson svarar fyrir atriði í síðasta Hraðfréttatíma Kastljóssins. – DV.is
Geðþótti dómara
N
ú heyrist sami söngurinn um
Gaza og jafnan heyrist þegar
Ísraelar láta til skara skríða gegn
Palestínumönnum. Vísað er í
„deiluaðila“ sem báðir hafi rétt til þess
að verja sig. Þar er átt við að Ísrael sé í
fullum rétti í árásarstríði sínu því að á
þá hafi einnig verið skotið.
En mynstrið er alltaf það sama:
Þegar stjórnvöld í Ísrael ætla að hefja
hernaðaraðgerðir er aðdragandinn
stigvaxandi áreitni – aukin „gæsla“,
handtökur og einstaka aftökur ‒ þar til
að upp úr sýður og herskáustu sam
tök Palestínumanna svara fyrir sig.
Við þetta ráða lögformleg stjórnvöld
í Palestínu ekki. Þegar hér er komið
sögu segjast Ísraelsmenn sjá sig knúna
til að grípa til varna einsog það heitir.
Skiptir þá engu þótt flaugar sem að
þeim hefur verið beint séu heimasmíð
aðar og valdi takmörkuðu tjóni, en
þeirra eigin vopn tæknivæddustu víga
tól sem fyrirfinnast enda eyðileggingin
og manntjónið eftir því. Síðan hefjast
umræður innan veggja þjóðþinga
heimsins um að hefja þurfi samninga
viðræður og komast að samkomulagi
til frambúðar. Þegar vopnin eru síðan
lögð niður – í bili – hverfur allt til „hins
venjulega“ að nýju, nema að hið venju
lega er svo óvenjulegt að það ætti ekki
að vera til.
Veruleikinn
Veruleikans vegna er nauðsynlegt að
rifja upp söguna. Ísraelsríki var stofnað
árið 1948 að undangengnum áratuga
skipulegum flutningum til svæðisins.
Land hafði verið tekið af Palestínu
mönnum, sumt keypt, og vopnavaldi
beitt. Átök urðu viðvarandi og sú skipt
ing sem Sameinuðu þjóðirnar gerðu
tillögu um 29. nóvember 1947 var í
óþökk Palestínumanna og nágranna
þjóða. Ekki væri hægt að taka land frá
einni þjóð og gefa annarri. Landa
mærin sem SÞ drógu upp gerðu ráð
fyrir helmingaskiptum. En í stríðinu
1948–1949 lögðu Ísraelsmenn undir
sig fjórðung landsins til viðbótar og
voru þá komnir með 78% upphaflegrar
Palestínu undir nýtt ríki, Ísrael. Í Sex
daga stríðinu 1967 lögðu Ísraelar alla
Palestínu undir sig. Síðan þá hafa Sam
einuðu þjóðirnar samþykkt margar
ályktanir um að Ísrael skili hertekna
landinu, en þessar ályktanir hafa alltaf
verið hunsaðar.
Kyngt nánast öllu
Nú hafa Palestínumenn samþykkt
skiptinguna og tilvist Ísraelsríkis. Og
þeir hafa einnig kyngt hernáminu
1948. Þeir gera aðeins kröfu til
sjálfstæðs og fullvalda ríkis inn
an landamæranna eins og þau voru
fram til ársins 1967, að halda Gaza
og Vestur bakkanum að meðtalinni
AusturJerúsalem. Út á þetta gekk
Óslóarsamkomulagið sem Arafat og
Rabin skrifuðu undir. Nú eru þeir báð
ir horfnir af sjónarsviðinu, Rabin var
myrtur af öfgamönnum í eigin her
búðum. Síðan hafa öfgamenn verið við
völd í Ísrael sem engan frið vilja, nema
þá „frið“ undirgefni og kúgunar. Þeir
settu Arafat líka á aftökulista og hafa
sýnt í verki að þeir ætla ekki að skila
neinu palestínsku landi. Þvert á móti
heldur landrán þeirra áfram og ný
lendur þeirra á Vesturbakkanum verða
æ stærri og fjölmennari.
Palestína berst nú fyrir því að öðlast
viðurkenningu á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna. Þetta ætla Ísraelar að koma í
veg fyrir og hóta eldi og brennisteini ef
Palestínumenn halda þessu til streitu.
Margir ætla að þar sé að hluta komin
skýring á hernaðinum nú.
Stærstu fangabúðir heims
Um Gaza er það að segja að þar búa
1,7 milljónir manns í því sem lýst hefur
verið sem stærstu fangabúðum heims
því svæðið hefur verið í herkví frá ár
inu 2007 og raunar mun lengur.
Þetta er það sem nú er vísað til
sem „deiluaðila“.Voru deiluaðil
ar í Auschwitz? Voru deiluaðilar í
SuðurAfríku? Að sjálfsögðu voru engir
deiluaðilar þar. Að sjálfsögðu voru
ekki uppi tvö jafnrétthá sjónarmið.
Aðeins kúgari og hinn kúgaði. Sama á
við á Gaza. Þess vegna á ekki að krefj
ast samningaviðræðna nú. Krefjast á
að ofbeldinu verði tafarlaust hætt. Þeir
sem því ráða eru Bandaríkjamenn –
þeir halda um pyngjuna og sjá Ísrael
fyrir vopnum. Þess vegna var efnt til
útifundar við bandaríska sendiráðið á
mánudag.
Látum ekki sundra okkur
Í kjölfar útifundarins kom fram fólk
sem gagnrýndi útifundinn og sér
staklega undirritaðan fyrir að tala
tveim tungum. Annars vegar for
dæma fjöldamorð á Gaza og hins
vegar framfylgja Dyflinnarsáttmál
anum um að senda hælisleitendur til
þess lands sem þeir fyrst komu til inn á
Schengensvæðið. Rangar fullyrðingar
hafa komið fram um þetta efni og þyk
ir mér dapurlegt að horfa upp á fólk
halda fram ósönnum staðhæfingum
um hælisleitendur á Íslandi og leggja
að jöfnu hlutskipti þeirra og fólks sem
er verið að murka úr lífið á Gaza. Þetta
grefur undan því sem ég hélt að væri
sameiginlegur málstaður en er þegar
allt kemur til alls eitthvað allt annað.
Ég hef ekki vikið mér undan því að
eiga samtal um málefni flóttafólks og
hælisleitenda á Íslandi. Ég hef heldur
ekki vikið mér undan því að ræða um
ástæður þess að fólk leggst á flótta frá
heimkynnum sínum. Á hinn bóginn á
ég erfitt með að skilja hvað býr að baki
því að blanda slíkri umræðu saman við
baráttuna gegn viðbjóðslegu ofbeldi
og fjöldamorðum í Palestínu. Ég hef
litið svo á að ekkert megi sundra okkur
í þeirri baráttu.
Deiluaðilar?
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRÉTTASKOT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALNÚMER
RITSTJÓRN
ÁSKRIFTARSÍMI
AUGLÝSINGAR
30 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað
„Umfjöllun
um dómsmál
er hluti af uppgjöri
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is
„Voru deiluaðil-
ar í Auschwitz?
Voru deiluaðilar í Suð-
ur-Afríku?“
Kjallari
Ögmundur
Jónasson
innanríkisráðherra skrifar