Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 36
Þ að er ekki minn stíll að for­ dæma hlutina fyrirfram en ég dreg ekki dul á það að ég var efins í fyrstu. En svo las ég mér til, bæði um bók­ ina og höfundinn, og komst að ýmsu sem mér fannst svolítið smart. Þessi kona hefur komist áfram á eigin verðleikum og er mjög verðlaunaður höfundur,“ segir Þórdís Elva Þor­ valdsdóttir sem, ásamt Þóru Karitas Árnadóttur, hefur þýtt erótísku ástar­ söguna Þú afhjúpar mig eftir Sylviu Day. Skoðar áhrif kynferðisofbeldis Þrátt fyrir ungan aldur hefur Þórdís Elva komið víða við. Hún er harður femínisti, menntuð leikkona sem bætti nýverið við sig meistaragráðu í ritstjórn og útgáfu eftir að hafa setið að skrifum undanfarin ár. Hún skrif­ aði bókina Á mannamáli árið 2009 og hlaut verðlaun fyrir og hefur samið mörg leikverk sem hafa verið sýnd á sviði. Hún situr auk þess í stjórn Kvennaathvarfsins og hefur látið til sín taka í samfélagsumræðunni. Sér í lagi þeirri sem snýr að kynbundu of­ beldi. Þú afhjúpar mig flokkast sem eró­ tísk ástarsaga en slíkar bókmenntir hafa verið að ryðja sér til rúms upp á síðkastið með bókina Fimmtíu gráa skugga í fararbroddi. Þórdís seg­ ir að þótt báðar bækurnar séu hluti af erótísku bylgjunni sé margt ólíkt með þeim. „Í Þú afhjúpar mig standa aðal persónurnar jafnt að vígi, sem á ekki við í Fimmtíu gráum skuggum. Bókin var líka tilnefnd sem ein af rómantískustu bókum ársins á Ama­ zon. Fimmtíu gráir skuggar komust þar ekki á blað. Ég ákvað að lesa bókina áður en ég gerði upp hug minn og mjög framar lega í sögunni kemur fram að aðalpersónan hefur verið beitt kyn­ ferðisofbeldi. Bókin vekur upp ýmsar áleitnar spurningar á borð við áhrif kynferðisofbeldis á traust, ástarsam­ bönd og á kynlíf, spurningar sem hingað til hefur skort. Þegar konu er nauðgað í bíómynd endar hennar saga oftast þar. Það vantar að því séu gerð skil hvernig hún byggir sig upp aftur og hvernig ofbeldið mótar líf hennar og samskipti hennar við annað fólk. Það fannst mér áhuga­ vert. Það var ekkert sem stuðaði mig á þann hátt að ég gæti ekki tekið að mér að þýða þessa bók.“ Óplægður akur Þórdís telur erótísku bylgjuna af­ leiðingu tilkomu rafbókarinnar. „Fólk þorir að lesa djarfara efni því það sér enginn bókarkápuna. Þú get­ ur verið að lesa hvaða bók sem er í lest eða strætó án þess að neinn viti hvað þú ert að lesa. Þess vegna finnst mér mikilvægt að þeir sem eru forvitnir um þessa erótísku bylgju hafi fleiri en einn valkost. Í þessari bók eru aðal­ persónurnar jafningjar og beita ekki ofbeldi í sínu kynlífi. Það má fjalla meira um líf eftir ofbeldi. Í fjölmiðl­ um er ofbeldi sett fram í æsifrétta­ stíl og oftast lýkur umfjölluninni við ofbeldið sjálft. Mér liggur hins vegar forvitni á að vita hvernig konum og körlum, sem hafa brotist út úr of­ beldi, vegnar í framhaldinu. Eins og til dæmis stelpan sem var í átta ára ánauð í kjallaraklefa í Austurríki og fékk svakalega athygli á sínum tíma en svo hefur ekkert spurst til hennar. Auðvitað ber að virða einkalíf fólks en ég held að þögnin sé ekki síð­ ur til komin vegna þess að fjölmiðl­ um finnst ekkert æsandi við hennar hversdagslíf. Þolendur ofbeldis af alls konar toga hefðu gott að því að fá að fylgjast með því hvernig líf fólks þróast í kjölfar ofbeldis. Þetta er að mörgu leyti óplægður akur. Annað sem er hitamál fyrir mig er þessi tvískinnungur gagnvart kynlífi annars vegar og ofbeldi hins vegar. Nærtækasta dæmið er vinsælasta kvikmynd landsins, James Bond. Ég hef að vísu ekki séð hana en ég hef séð margar James Bond­myndir og veit að undantekningarlaust liggja ótal manns í valnum í lok hverrar mynd­ ar. Fólk er orðið ónæmt fyrir morðum og drápum í afþreyingarefni. Annað nærtækt dæmi eru fimm framhalds­ þættir sem nú eru sýndir á RÚV þar sem fjallað er um morð og óupp­ lýsta glæpi. Ég hef sjálf tekið að mér að leika morðingja í sjónvarpsþætti en þá hvarflaði ekki að neinum að spyrja mig hvers vegna ég hefði tek­ ið verkefnið að mér, á meðan slíkar spurningar vakna ef viðfangsefnið tengist kynlífi. Samt er kynlíf hluti af lífi venjulegs fólks á meðan morð eru það ekki. Hvert erum við komin ef umfjöllun um kynlíf er einungis í höndum klámmyndaframleiðenda í Hollywood? Sumt af efninu sem þaðan kemur hefur alið af sér rang­ hugmyndir hjá ungu fólki og jafnvel mjög ójafna framkomu, en í klám­ myndum er annar einstaklingurinn oft látinn ráðskast alfarið með hinn.“ Tepra er vandamál Þórdís Elva tekur einnig dæmi úr bókmenntaheiminum. „Þar hafa krimmar verið mjög áberandi. Ótrú­ lega bersöglar lýsingar á virkilega ógeðfelldum morðum og pyntingum er bókmenntagrein sem nýtur virðingar. Það spyr enginn hvort Arn­ aldur eða Yrsa hafi rétt á því að fjalla um ofbeldi, sem þau gera listilega vel og eiga lof skilið fyrir. Þessi erótíska bylgja er hins vegar ennþá svolítil hornkerling, svo ég noti orð sem er lýsandi. Þess­ ar bækur eru skrifaðar af konum og markhópurinn er konur og því er oft þannig farið að hlutir sem eru markaðssettir fyrir konur þykja oft ekki mjög fínn pappír. Það er dálítil lenska að ráðast á það sem ómerki­ lega menningu, léttmeti eða eitthvað slíkt. Gott dæmi er vefsíðan Barnaland, sú ótrúlega fjölnota síða. Þarna ger­ ast innkaup heimilanna í landinu í stórum stíl og þar er hægt að fá svör við öllu milli himins og jarðar. Samt er þessi síða tekin niður sem einhver „kerlingaklúbbur“ og talað í niðr­ andi stíl um hópinn sem notar þetta og „kerlingarnar“ sem þarna eru. Maður er því ekkert svakalega hissa á að þessar bókmenntir falli í lægri flokk. En ég sé ekkert að því að rit­ höfundar geri kynlífi skil á sama hátt og fólk gerir ofbeldi skil. Ég held að tepra sé hluti af vandamálinu. Ef við þorum ekki að fjalla um kynlíf á opinskáan hátt gefum við klámmyndaframleiðendum greiðari aðgang að fólki. Það eru margir lykl­ ar að auknu kynheilbrigði og einn af þeim er að hrista af sér tepruna og þora að gera kynlífi skil og bjóða upp á slíkt í menningunni fyrir þá sem vilja. En á sama tíma er mjög mikil­ vægt að halda því til haga að slík menning er hugsuð fyrir fullorðna og á ekki erindi til barna.“ Villuráfandi í þögninni Þórdís Elva ólst upp í Bandaríkjun­ um, Svíþjóð og Íslandi og flutti ekki endanlega heim fyrr en árið 1991. „Flakkið gerði mann víðsýnni en auðvitað var það líka erfitt. Maður saknaði alltaf gamalla félaga og stundum finnst manni leiðinlegt að geta ekki skroppið í heimsókn til fólks sem hefur þekkt mann lengst. Ég á vini út um hvippinn og hvappinn og í tveimur heims­ álfum svo það er ekki alltaf hlaup­ ið að því. Það getur líka verið flókið að að­ lagast nýjum samfélögum en því fylgja kostir og gallar. Heimskt er heimaalið barn. Ég vissi ung að heimurinn væri flóknari en okkar ís­ lenska samfélag sagði til um.“ Frá árinu 1991 bjó Þórdís Elva í Seljahverfinu og stóð sig alltaf vel í skóla. „Ég var alltaf dúxinn eða allavega með þeim allra hæstu og tranaði mér fram í stjórnir, söngleiki og leikrit. Einhverra hluta vegna hef ég alltaf þurft að skipta mér af samfé­ laginu sem ég er stödd í hverju sinni. Ég var því aldrei til vandræða þótt á vissan hátt hafi ég verið týnd. Mér var nauðgað þegar ég var 16 ára og kunni ekki að leita mér stuðnings. Var villuráfandi og múruð inn í mína þögn. Eftir á að hyggja tel ég að ef ég hefði haft tæki og tól þá hefði ég sparað mér ákveðna þjáningu. En auðvitað kennir öll lífsreynsla manni eitthvað. Kannski væri lífið öðruvísi í dag ef ég hefði ekki farið þessa leið.“ Hún segir að þrátt fyrir vanlíðan hafi hún aldrei leitað á náðir eitur­ lyfja. „En þegar mér leið sem verst reyndi ég að skemmta mér til að hífa mig upp úr vanlíðaninni, eins og gengur. Skemmtanir og djamm eru aldrei nein lausn, bara skammtíma gleði því svo tekur hversdagsleik­ inn við. Galdurinn er að kunna vel við hversdagsleikann, að kunna að vera hamingjusamur og maður sjálf­ ur í hverdeginum en ekki bara við fín tækifæri. Manni verður að geta líkað vel við þann mann sem maður hefur að geyma á venjulegum þriðjudegi klukkan fjögur eða um hánótt þegar maður liggur andvaka; að kannast við sálina sem maður býr yfir. Ef maður er vansæll er það á slík­ um tímapunktum sem reynir á, ekki þegar maður er staddur í glaumi og gleði. Að halda að maður geti djammað burt einhverja vanlíðan er blekking.“ „Nördisti“ og „besserwisser“ Hún viðurkennir að hafa verið ein­ mana fyrstu árin eftir að hún kom til Íslands. „Ég var tólf ára og allir höfðu fundið sína félaga í bekknum mínum. Það var ekki fyrr en líða tók á grunnskólann að ég fann mér vini og ég var döpur fyrst um sinn. Ég átti mér samt alltaf félaga í bókum og las mikið sem barn. Mað­ ur var að rækta aðra hluti í staðinn. Ég var alveg bullandi nörd og er enn. Finnst mjög gaman að sökkva mér ofan í alls konar hluti sem ég held að margir velti aldrei fyrir sér. Ég get bitið í mig að ég verði að vita eitthvað og fengið algjört æði. Um árið ákvað ég að ég yrði að kunna Evrópulandakortið utan að og linnti ekki látum fyrr en ég gat merkt öll löndin inn á innan við tveim mínútum. Ég var ansi lengi að púsla Balkanskaganum en var ánægð með mig þegar það tókst. Svo já, ég er „pjúra nördisti“. Ég hef gam­ an af því að lesa fræðigreinar og las um daginn fræðigrein um avókadó af mikilli áfergju og komst að því að það eru til 22 tegundir af avókadó í heim­ inum. Þetta er oft eitthvað sem gagn­ ast manni ekki neitt.“ Hún viðurkennir að fyrir vikið sé hún ansi góð í spurningaspilum á borð við Trivial Pursuit. „Pabbi og föðuramma mín verða aldrei sigruð en ef þau eru ekki með á ég séns. Ég var mikill límheili áður en ég eignaðist barn, sem gat verið mjög pirrandi eiginleiki fyrir fólk í kringum mig. Límheili veit alltaf best. Ég gat þulið upp nákvæm smáatriði; jú, þú sagðir víst þetta, stóðst þarna og ég var í rauðu peysunni, manstu? Það er náttúrulega ótrúlega óþolandi fyr­ ir aðra sem eru ekki jafn minnugir. En svo eignaðist ég barn og því fylgir ákveðinn skammtímaminnisbrestur, maður er ekki jafn fljótur að grafa upp hluti í minningarbankanum því það er svo margt annað sem maður þarf að muna er varðar umönnun barns. En þetta er að lagast; var verst fyrstu árin þegar maður var ósofinn,“ segir hún og játar því þegar hún er spurð hvort hún eigi til að vera svo­ kallaður „besserwisser“. „Ég skal fús­ lega játa það að ég jaðra við að vera „besservisser“ og nú hlakkar örugg­ lega í nánum vinum og fjölskyldu. En ég reyni að vera meðvituð um þetta og stoppa mig af ef ég er farin að derra mig. Að vísu er ég í draumastarfi fyrir „besserwissera“. Ég vinn sem texta­ smiður á auglýsingastofu og fæ að prófarkalesa. Ég get tekið allan mál­ fræðifasismann og velt mér upp úr honum. Málfræði er draumaland „besserwissersins“, þar lifir hann sælulífi í sínu kommustríði,“ segir hún brosandi og bætir við: „Ég var illa haldin af fullkomnunaráráttu þegar ég var yngri en er sífellt að lækn­ ast meir af henni. Fullkomnunar­ árátta er ekki gott ástand því slíkt elur af sér kvíða. Maður er alltaf með frammistöðukvíða ef maður ætlast til þess að vera fullkominn. Ég get með góðri samvisku sagt að þetta var sjálfsprottin fullkomnunar­ árátta því ég átti góða fjölskyldu sem ætlaðist aldrei til neins annars en að ég væri ég sjálf. Líklega er þetta bara hluti af persónuleika mínum. Eftir að ég gerði mér grein fyrir þessu langaði mig að draga úr áráttunni og fá meiri frið í beinin. Ég hef verið með sjálfa mig í þjálf­ un undanfarin ár í því að leyfa mér að gera mistök, vera hallærisleg og klúðra málunum. Sem listamaður verður maður að átta sig á því að Þórdís Elva 36 Viðtal Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur alltaf haft mikla þörf fyrir að skipta sér af mönnum og málefn- um. Hún hefur um árabil verið virk í samfélagsum- ræðunni og sér í lagi þeirri sem lýtur að kynbundnu ofbeldi. Hér ræðir Þórdís Elva um erótísku bókina sem hún var að þýða, flakkið í æsku, „nördismann“ og fjölskylduna sem hún bjóst ekki við að eignast. — pönkast í teprunum 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.