Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 27
Erlent 27Helgarblað 23.–25. nóvember 2012 n Fjölskyldan faldi sig undir stiganum í fjóra daga n Heimilið í rúst eftir loftárás n Óhljóðin í sprengjunum ærandi n Borgin lyktar af blóði „Ég trúði því ekki að Ég væri lifandi“ búnir að ráðast að öllum skotmörk- um sem tengjast stjórnvöldum. Hér eftir munu þeir bara ráðast að borg- urum,“ segir hún. „Fólkið á Gaza er fólk friðarins. Við vonum að þetta taki brátt enda svo við getum verið hamingjusöm. Ég vona að við getum vaknað upp á morgun og hafið upp- bygginguna á ný. Við misstum allt sem við áttum en mig langar til þess að halda áfram, laga það sem eyði- lagðist og hefja daglegt líf, fara að vinna og komast út, hitta vini mína og anda að mér fersku lofti. Við höf- um aldrei verið inni svona lengi og það er að buga okkur.“ Aðspurð hvort það sé nóg fyrir hana að stríðinu ljúki þá svarar hún játandi. „Það er nóg fyrir mig núna. En sem palestínsk stelpa þá er það ekki nóg til lengri tíma litið. Ég vil vera frjáls, ég vil að umsátrinu ljúki og að við öðlumst frelsi til þess að ferðast um og það verði bundinn endi á að Ísraelar geti ráðist á okkur þegar þeir vilja. Það er auðvitað ekki nóg að binda endi á þetta stríð. En akkúrat núna, er það það eina sem ég bið um. En auðvitað þráum við frelsi og öryggi og viljum fá að búa við frið Átta daga martröð lokið n Átökin rakin frá upphafi til enda Miðvikudagurinn 21. nóvember „El 7amdullah (Guði sé lof), þessu er lokið!“ Íbúar á Gaza-svæðinu þustu út á götur klukkan níu og fögnuðu. Þeir kölluðu og klöpp- uðu í gleðivímu og margir skutu af byssum sínum upp í loftið í fagnaðar skyni. Árásir beggja aðila héldu áfram til klukkan níu á miðvikudagskvöld en þá tók vopnahléið gildi. Einn af þeim síðustu sem féllu var Nader Abu Mgsab, 14 ára palestínskur drengur sem lést í loftárás á bæinn Deir al- Balah. Þá særðist 28 ára gamall hermaður frá Ísrael en hann lést degi síð- ar af sárum sínum. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mohamed Morsi, forseti Egyptalands, tilkynntu að samkomulag hefði náðst og að vopnahlé hæfist að tveimur tímum liðnum, eða klukkan níu að staðartíma. Samkvæmt upplýsingum frá Ísrael fól samkomulagið í sér að Ísraelar stöðvi allar hernaðaraðgerðir á Gaza, að herskáir Palest- ínumenn stöðvi allar hernaðaraðgerðir frá Gaza að Ísrael, meðal annars flugskeytaárásir og sjálfsvígsárásir, að landamærin verði opnuð innan sólarhrings svo fólk geti farið um og vöruflutningar séu greiðir. Sam- kvæmt upplýsingum frá Palestínu fólst það hins vegar í sér að Ísraelar myndu stöðva hernaðaraðgerðir sínar, að árásum Palestínumanna myndi linna, að opnað yrði á vöruflutninga til og frá Gaza, að borgarar í grennd við landamærin yrðu ekki gerðir að skotmörkum, að palestínsk- um sjómönnum yrði frjálst að róa á miðin. Egypsku stjórninni var þakkað fyrir að miðla málum. Hamas-liðar komu fyrir sprengju í strætisvagni í miðborg Tel Aviv í Ísrael. 21 særðist þegar sprengjan sprakk, þar af einn alvarlega. Sam- kvæmt ísraelska dagblaðinu Ha‘aretz hafði leyniþjónustan fengið upplýs- ingar um tugi hryðjuverka sem stæði til að fremja í Ísrael á næstunni og áttu árásirnar meðal annars að beinast gegn ráðherrum eða háttsettum herforingjum í Ísrael. Í Palestínu var meðal annars ráðist á ráðuneyti, lögreglustöðvar og fjölmiðlamiðstöðvar auk þess sem tveir fréttamenn voru drepnir þegar skotið var á bíl þeirra. Auk þess var söguleg brú á milli Nusseirat-flótta- mannabúðanna og þorpsins Mughraqa sprengd í loft upp. Þriðjudagurinn 20. nóvember Hamas-liðar lýstu því yfir að vopna- hlé væri í nánd og forseti Egypta- lands, Mohamed Morsi, taldi að árásunum yrði lokið áður en dagur væri úti. Það gekk ekki eftir og árás- ir á Palestínu voru hertar. Sprengj- um var varpað á flóttamannabúðir, lögreglustöðvar, banka og verslunar- miðstöð. Ísraelar dreifðu flugritum í þorpum nærri Gaza þar sem íbúar voru hvattir til þess að flýja heimili sín og halda til miðborgarinnar vegna yfir- vofandi árása. Fjögurra manna fjölskylda var drepin í árás í Beit Lahiya og táningsbræður voru drepnir í Rafah. Palestínumenn héldu einnig áfram að skjóta flugskeytum yfir til Ísraels. Eitt þeirra lenti í ólífulundi við þorpið Jabaa, um 15 kílómetrum suður af Jerúsalem. Þá voru sex Palestínumenn teknir af lífi á Gaza fyrir að vera uppljóstrarar Ísraelsstjórnar. Framkvæmdastjóri Arababandalagsins kom til Gaza ásamt tíu arab- ískum utanríkisráðherrum til að lýsa yfir samstöðu með íbúum svæðis- ins. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Kaíró til að taka þátt í friðarviðræðum en lýsti yfir stuðningi við Ísrael. Mánudagurinn 19. nóvember. Að minnsta kosti 105 Palestínumenn eru fallnir og 700 særðir. Margar fjölskyldur eru orðnar uppiskroppa með mat og drykkjarvatn. Háttsettur liðsmaður Hamas-samtakanna féll í loftárás á fjölmiðla- miðstöð í Gaza-borg og tugir heimila forystumanna í Palestínu hafa verið sprengdir í loft upp. Ísraelsmenn fresta landárás en 75.000 manna varalið hefur verið kallað til og 40.000 hermenn bíða við landamærin. Palestínumenn héldu áfram að skjóta flugskeytum yfir Ísrael. Alls hafa þeir skotið 1.200 flugskeytum á Ísrael og drepið þrjá Ísraelsmenn. Ísrael- um hefur tekist að granda um þriðjungi flugskeytanna og gert um 1.350 loftárásir á Gaza. Eygptar hafa milligöngu um viðræður um vopnahlé og ríkisstjórn Ísraels kom saman til að ræða tillögur þeirra. Hamas-samtökin krefjast þess að einangrun Gaza verði rofin og að Ísraelar hætti að vega liðsmenn hreyfingarinnar. Ísraelar kröfðust þess að flugskeytaárásir Palestínu- manna yrðu stöðvaðar strax og að alþjóðlegt eftirlit sé með því að þeim berist ekki langdrægar eldflaugar eða önnur tortímingarvopn. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom til Kaíró. Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, kallaði Ísrael ríki hryðju- verkamanna og sagði að árásirnar væru þjóðernishreinsanir. Ahmet Davutoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði árásirnar glæpi gegn mannkyni og ræddi við Hillary Clinton. Taldi hann hægt að koma á vopnahléi ef Bandaríkjamenn tryggðu að Ísraelsmenn stæðu við skilmál- ana. Sunnudagurinn 18. nóvember Að minnsta kosti 80 eru látnir. Særðir Palestínumenn streyma á spítalana. Læknar segja frá gríðarlegu álagi og segja að lyf og aðrar nauðsynjar séu á þrotum og deildir séu yfirfullar. Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin seg- ir að ástandið á spítölunum sé orðið skelfilegt. Al Dalou-fjölskyldan féll í loftárás en tólf féllu í árásinni, þar af fjórar konur og fimm börn. Í Rafah féllu tveir er bíll var sprengdur upp. Sex palestínskir fréttamenn særðust í árásum á fjölmiðlamiðstöðvar og búnaður erlendra fréttastöðva eyðilagðist. Al- þjóðleg samtök fréttamanna fordæmdi árásirnar og sögðu þær ógn við frjálsa blaðamennsku. Skotið var á Gaza úr lofti og af sjó en herskipin áttu erfiðara með að hitta skotmörk sín. Í norðurhluta Gaza fór rafmagnið af og fólkið þar hafðist við í myrkri. Mikið mannfall Stríðið stóð yfir í átta daga. Á þeim tíma dóu 160 Palestínumenn sam- kvæmt palestínsku fréttastofunni Sama News Agcency, þar af 42 börn, 11 konur og 18 öldungar. Að minnsta kosti 1.222 eru særðir, þar af 431 barn, 207 konur og 88 öldungar. Sex Ísraelsmenn eru látnir, 117 særðir. Hús nágranna Areej fékk sjokk þegar hún fór út og sá ástandið í hverfinu. Mörg húsin voru ansi illa farin eftir árásirnar en fólk var þegar farið að huga að endurreisn á fimmtu- daginn. Grunnskólinn Var í rúst eins og annað í hverfinu, enda þorði fjölskylda Areej ekki að leita skjóls í einhverjum skólanum eins og margir ákváðu að gera. Földu sig undir stiganum Frá því á föstudaginn faldi fjölskyldan, sem telur átta manns, sig undir stiganum í plássi sem er um þrír fermetrar. Þau leyfðu sér þó að fara aðeins fram á daginn þegar árásirnar lægði til þess að anda, borða og þvo sér. En þarna voru þau allar nætur á meðan óhljóðin af sprengjuregninu var að æra þau. Síðustu sprengjurnar falla Reykur stígur upp til himins þar sem sprengjurnar falla á miðvikudaginn, rétt eftir að tilkynnt var að samkomulag um vopnahlé hefði náðst og það ætti að hefjast tveimur tímum síðar. Þráir frið „Heyrirðu?“ spurði Areej blaðamann DV þar sem hún sat undir stiganum og hlustaði á sprengjurnar falla í kringum sig. Í loftinu var lykt af púðri og blóði en Areej þráði engu að síður að komast út undir bert loft. Nú þráir hún ekkert heitar en að friðurinn verði varanlegur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.