Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 43
Menning 43Helgarblað 23.–25. nóvember 2012 „Nístandi fegurð“ „Þekking, leikni og næmni“ „Superstar heiðingjanna“ Strandir Gerður Kristný Appelsínur frá Abkasíu Jón Ólafsson Börn Loka Skálmöld megin, Landakotskirkju hinum megin og út um eldhúsgluggann sá ég til Snæfellsjökuls – sem ég þekkti eins og lófann á mér frá því að ég bjó á Akranesi. Mér fannst ég sjá allan heiminn.Það var þarna sem hann mætti mér, engillinn í Vesturbænum.“ Að horfa heim Hún segir breytingarnar hafa markað skil í ferli sínum. Hún hafi fundið sér nýtt vinnufyrirkomu­ lag sem veitir henni innblástur og kraft. „Mig var búið að langa svo lengi til Reykjavíkur. Það var svo mikið líf og ég var svo glöð að ég flaug eiginlega fyrsta árið. Ég kom varla við götuna, ég var svo glöð. Ég gekk um og var að upplifa að ég væri komin til borgarinnar. Mig vantaði einhvern veginn að fara upp úr hjólförunum og prófa eitthvað nýtt. Upp frá þessu hef ég farið í tvo mánuði á vetri í burtu og skrifað. Ég hef verið í Róm, París og Berlín og Barcelona og er að reyna að leggja drögin að því að komast til Vínar­ borgar í vetur. Þetta hlýtur að hljóma undarlega; að fara til stór­ borgar í stað þess að fara í næði að skrifa. En að fara til stórborgar og vera þar og horfa heim gefur mér skýrleika. Það er svo gott að fara í burtu. Það laukst upp fyrir mér þegar ég kom til Reykjavíkur og fann frelsið. Svo hef ég bara haldið því áfram með því að fara út með reglulegu millibili.“ n Dísa fær orðið Kristín Steins- dóttir segir sögu Bjarna-Dísu sem ekki hefur átt sér málsvara fyrr. mynDir Sigtryggur Ari E ftir heldur dræmt sumar virðist Bíó Paradís nú ætla að rísa undir nafni, því ekki færri en tvær kvikmynda­ hátíðir eru þar yfirstand­ andi. Það fer hver að verða síðastur að bregða sér á evrópsku kvik­ myndahátíðina REFF (sem ekki ber að rugla saman við alþjóðlegu kvik­ myndahátíðina RIFF). Margt er hér á boðstólum og sjálfur sendiherra Grikklands í Noregi kom til lands­ ins til að vera viðstaddur sýningar. Djöfullinn og bláa hafið Ein mynda á hátíðinni er einmitt hin gríska Alps, en leikstjórinn Giorgos Lanthimos gerði síðast hina frumlegu Dogtooth sem sýnd var á RIFF árið 2010. Alps þykir ekki síð­ ur áhugaverð, og fjallar um fyrirtæki sem fær leikara til að leika látið fólk í þeim tilgangi að hjálpa ættingjum þess í gegnum sorgarferlið. Einnig er sýnd hér myndin The Deep Blue Sea, sem fjallar um ástarsamband konu bresks dómara og flugmanns. Ekki ber að rugla henni saman við Djúp Baltasars Kormáks, sem áfram er sýnd hér og þá með enskum texta. Hluti af hátíðinni er haldinn í samstarfi við samtökin UN Women sem helga sig baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Í þeim hluta má meðal annars sjá hina ensku Tyrannosaur sem segir frá alkó­ hólista sem kynnist konu sem verð­ ur fyrir ofbeldi af hálfu eiginmanns síns, og hina þýsku Die Fremde, sem fjallar um tyrkneska konu sem reyn­ ir að yfirgefa eiginmann sinn. Að­ eins kostar 500 krónur inn á sýn­ ingar hátíðarinnar, sem er ekki mikið fyrir að sjá fyrsta flokks bíó­ myndir og að auki leggja góðum málstað lið. Páll Óskar og Woody Allen Hin hátíðin nefnist Bíó Dox og er til­ einkuð heimildamyndum sem fjalla um listamenn. Tvær af áhugaverð­ ustu myndum RIFF í ár voru Woody Allen: A Documentary og Searching for Sugarman og er hér tækifæri að sjá þær fyrir þá sem misstu af. Woody Allen er flestum að góðu kunnur, en sú síðarnefnda fjallar um misheppn­ aðan tónlistarmann sem kemst að því að hann er einhver stærsta rokk­ stjarna Suður­Ameríku og er, þótt ótrúlegt megi virðast, sönn saga. Á sunnudaginn er svo fastur liður á enn annarri hátíð, sem nefnist Svartir sunnudagar. Í hverri viku er þjóðþekktur einstaklingur fenginn til að kynna uppáhaldshryllings­ mynd sína. Í þetta sinn mun sjálfur Páll Óskar koma og kynna myndina Freaks eftir Tod Browning, sem var gerður útlægur úr Hollywood í kjöl­ far hennar. næsti george Lucas? Auk alls þessa munu almennar sýningar halda áfram. Frumsýn­ ing helgarinnar nefnist Safety Not Guaranteed og er frá framleiðendum hinnar stórskemmtilegu Little Miss Sunshine. Sýnishornið úr myndinni ætti að vera fastagestum bíósins vel kunnugt, en segir þar frá blaða­ mönnum sem skrifa grein um sér­ vitring sem segist geta ferðast aftur í tímann. Ætlun hans er meðal annars að segja barnsútgáfu af sjálfum sér frá því að betra sé að halda Star Wars­leikföngunum í óopnuðum umbúðunum, því þannig verði þau mun meira virði í framtíðinni. Þess má svo til gamans geta að leikstjór­ inn, Colin Trevorrow, er einn af þeim sem kemur til greina til að leikstýra næstu Star Wars­mynd, eftir að Ge­ orge Lucas seldi Disney vörumerk­ ið. Verður forvitnilegt að sjá hvernig stjörnustríði mun reiða af í höndum manns sem ólst upp við myndirnar. Framhjáhald í konungshöll Að lokum ber að nefna hina frábæru Kóngaglennu, eða En kongelig af­ fære, sem byggð er á raunveruleg­ um atburðum er komu upp í höfuð­ stöðvum Danakonungs á þeim tíma er hann var einnig konungur Ís­ lands. Konungur gengur af göflun­ um og ástmaður drottningar tek­ ur við stjórn ríkisins. Reynir hann hvað hann getur að bæta hag alþýð­ unnar við dræmar undirtektir lands­ manna. Hljómar hann á köflum eins og Steingrímur J. Sigfússon, það er að segja ef Steingrímur ætti í ástar­ sambandi við Dorritt. Mads Mikkel­ sen, best þekktur sem Bond­skúrkur en virðist einnig leika í annarri hvorri mynd sem gerð er í Danmörku, leik­ ur elskhugann. n Valur Gunnarsson Frábær helgi í Bíó Paradís framundan n Woody Allen, Alpafjöll og tímaflakk á dagskrá um helgina Woody Allen - A Documentary frá riff á reff Þeir sem misstu af einni af áhugaverð- ustu myndum RIFF geta séð hana á REFF. tyrannosaur Hluti af hátíðinni er haldinn í samstarfi við samtökin UN Women sem helga sig baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Í þeim hluta má meðal annars sjá hina ensku Tyrannosaur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.