Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 15

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 15
79 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags matinn af þræðinum hélt hann sem fastast í bitann. Þegar þekking styðst við skilning eru tilraunir eða þreifingar yfirleitt óþarfar. Hins vegar er hægt að ná árangri með því að þreifa sig áfram án nokkurs skilnings á orsakasam- hengi fyrirbæranna.c Þeir Heinrich og Bugnyar vildu fullvissa sig og aðra um að hrafnar- nir hefðu þrátt fyrir allt ekki rekið sig á það af tilviljun að hægt væri að draga matarbita upp í áföngum. Þeir breyttu því tilrauninni þannig að hrafnarnir gátu sem fyrr dregið matinn til sín í áföngum en við aðstæður sem ætla mátti að stríddi gegn „heilbrigðri skynsemi“ þessara klóku fugla. Í nýju tilrauninni var spottinn sem maturinn hékk í leidd- ur yfir vírgrind niður á slána sem hann var bundinn við og krummi sat á (6. mynd). Til þátttöku í tilrauninni völdust „óreyndir“ hrafnar (sem ekki höfðu lært að draga matinn upp í áföng- um). Þeir sýndu matnum áhuga og reyndu á ýmsa lund að nálgast hann, en engum tókst að ná honum, þótt til þess hefðu dugað jafn einfald- ar og sams konar hreyfingar og í fyrri tilrauninni. Ef árangur í henni hefði náðst með tilviljunarkenndum þreifingum hefði sá árangur verið óháður því hvort toga þurfti upp eða niður. Mismunurinn bendir til þess að hrafnarnir prófi í huganum ákveðnar aðgerðir og sjái útkomuna fyrir sér. SKELMAR Á SKÓLALÓÐ Hverfum nú um stund frá Heinrich og Bugnyar og hröfnum þeirra til hjóna nokkurra, Nicola S. Clayton og Nathan Emery. Þau starfa við Cambridgeháskóla á Englandi og rannsaka hátterni flórídaskaða6 (Aphelocoma coeruloscens, 7. mynd), sem er amerískur frændi evrópska skrækskaðans (Garrulus glandarius). Nicola Clayton veitti þessum fuglum fyrst athygli á útivistarsvæði í Kaliforníuháskóla í Davis, þar sem þeir stálu af stúdentum öllum matar- leifum sem þeir komust yfir og grófu megnið af þýfinu. Stundum komu fuglarnir aftur, grófu upp feng sinn og földu annars staðar. Clayton átt- aði sig á því að þetta gerðu þeir því aðeins að aðrir skaðar hefðu orðið vitni að þjófnaðinum og urðuninni. Síðan fylgdist hún með manni sínum áfram með flóridasköðum. Þau hjónin ólu þessa fugla heima í Cambridge á Englandi og gerðu á þeim ýmsar tilraunir. Í einni þeirra settu þau á svið atvik þar sem einn skaði komst yfir mat og flutti síðan tvisvar, og var sinn skaðinn vitni að flutningnum í hvort sinn. Í návist vitnisins að síðari flutningnum lagði þjófurinn sig fram um að flytja þýfið sem laumulegast og fela það fyrir keppinautnum eða hrekja hann burt, en ef fyrra vitnið var eitt til staðar hreyfði þjófsi ekki við fengnum, og honum var greinilega ljóst að hann einn vissi af felustaðnum. Af þessu réðu hjónin að skaðarnir þekktu félaga sína hvern frá öðrum. Skaðarnir voru misleiknir og mis- iðnir við að flytja feng sinn milli staða. Þetta virðist fara eftir þjófs- reynslu þeirra. Leiknir þjófar gátu oftast falið feng sinn fyrir öðrum, en „frómir“ fuglar sem hvorki höfðu stolið frá mönnum né öðrum sköð- um virtust ekki kunna að færa þýfið á milli staða. Clayton og Emery tóku eftir því að skaðarnir reyndu að fela feng sinn utan sjónlínu hugsanlegra keppinauta. Þetta – og fleira – benti til þess að fuglarnir gætu sett sig í spor annarra skaða. Hrekkjóttir hrafnar Heinrich og Bugnyar tóku eftir sams konar felu- og flutningstilburðum hjá hröfnum. Ljóst er að þeir greina ekki aðeins mun á öðrum hröfnum heldur þekkja líka í sundur menn sem þeir umgangast. Villtir hrafnar hafast oft við í grennd við úlfa eða önnur landrándýr. Sem fyrr segir vísa þeir rándýrunum á bráð 7. mynd. Flórídaskaði er amerískur fugl af hröfnungaætt sem breskir atferlisfræðingar hafa alið til tilrauna.7 c Áður en menn kynntust sýklum og smitleiðum malaríu var til dæmis talið að sýkin stafaði af fúlum gufum frá mýrum – enda þýðir malaría „vont loft“ og veikin er stundum kölluð mýrakalda á íslensku – og drepsóttinni var með góðum árangri haldið í skefjum með því að ræsa fram nálægar mýrar. 6. mynd. Krumma datt ekki í hug að toga spott- ann niður til að færa matinn upp.2

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.