Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 16

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 16
Náttúrufræðingurinn 80 eða hræ og deila síðan fengnum með þeim. Takmarkaður tími er til stefnu – úlfahjörð klárar skrokk af fullorðnum hirti á nokkrum dögum – svo hrafnarnir sæta færi að ná sér í sem flesta bita og fela til neyslu síðar. Eins og skaðarnir leitast þeir við að búa einir að feng sínum (eða hjón saman). Inn í samspilið kemur áberandi goggunarröð innan hrafna- hópsins, þar sem samskipti þjófs og þjófsnautar ráðast af innbyrðis stöðu þeirra. Í þessum samskiptum virðast fuglarnir hugsa fram í tím- ann og geta sér til um líkleg við- brögð annarra hverju sinni. Og það á ekki aðeins við um viðbrögð annarra hrafna. Rándýr sem deila með krumma fæðu hafa í fullu tré við hann og færu létt með að drepa hann. Hrafnarnir verða því sérfróðir í að „lesa hug“ úlfa, bjarna og annarra rándýra sem þeir eru háðir. Oft má sjá unghrafna „hrekkja“ rándýr eins og úlfa, svo sem með því að gogga í dýrin aftan frá. Með svona ögrunum læra fugl- arnir hve langt þeir geta gengið í samskiptum við þessa loðnu félaga sína. Greind og eðlishvöt Mörg dýr bregðast við flóknum aðstæðum með hátterni sem stjórn- ast af erfðum og verður að mestu séð fyrir. Má þar nefna geitunga, sem frá því að þeir skríða úr púpu- ham búa til pappír úr viði og móta úr honum flókin, hólfuð bú. Aðrar vespur nota leir við gerð bústaða sem eru gerólíkir geitungabúum en jafnflóknir og fastmótaðir að gerð. Hunangsbýþernur gegna á um sex vikna ævi misjöfnum bústörfum. Ungþernur sinna heimilisstörfum, svo sem að annast lirfur og vinna hunang úr sykurlegi sem eldri bý bera í bú. Svo tekur við stutt „her- þjónusta“, varðstaða við op búsins þar sem aðeins íbúum er hleypt inn, en þeir þekkjast af lykt búsins. Að lokum er svo útivinnan, þar sem þernurnar fljúga um víðan völl og sækja mat – sykurlög og frjóduft – úr blómum. Margt í fari fugla ræðst af erfðum, þótt reynsla – og stundum rök- hugsun – komi líka við sögu. Fyrr hefur verið getið um hreiðurgerð, en raunar er flest sem snertir eðlun og umönnum unga verulega komið undir erfðum. Margt í ratvísi far- fugla er okkur enn hulið, en víða blandast þar arfgeng eðlishvöt og reynsla. Má þar nefna þegar þýskir fuglafræðingar handsömuðu vorið 1944 nærri 900 grákrákur (Corvus cornix) hjá frægri fuglarannsókna- stöð í Rossitten í Austur-Prússlandi (nú Rybachiy í Kalíníngrad), þar sem fuglarnir voru á leið til varpstöðva í Eystrasaltslöndum, Finnlandi eða Rússlandi, merktu þá og fluttu með járnbrautarlest allt að 1000 km leið vestur á bóginn til staða í Norður- Þýskalandi. Tuttugu merktar krákur, líklega gamlar og reyndar, fundust síðan á eðlilegu róli forfeðra sinna, en 156 náðust mun vestar, í Svíþjóð eða Danmörku, og höfðu flogið í sömu átt og þeim var eðlilegt (8. mynd).8 Mörgum dýrum nýtist meðfædd eðlisávísun – stundum að viðbættri áunninni þekkingu – betur en rök- hugsun, sem vissulega getur verið brigðul, eins og flestir menn kann- ast við af eigin reynslu. Heinrich og Bugnyar geta sér til að greind hafi helst þróast hjá dýrum sem lifa flóknu félagslífi við svo breytilegar aðstæður að hvorki meðfædd hegð- un né áunnin reynsla geti kallað fram eðlileg andsvör við áreitum daglegs lífs. Og þetta á einkar vel við um hrafninn. Hann hefur þróast við síbreytilegar aðstæður, þar sem rökhugsun og útsjónarsemi koma sér vel, oft í sambýli við rándýr sem sjá honum fyrir fæðu eins og hér hefur verið lýst. Heim ild ir Rösner, S. & Müller, T. 2005. Der Kolkrabe. (http://is.wikipedia.org/wiki/Hrafn, skoðað 12.12.08)1. Heinrich, B. & Bugnyar T. 2007. Just how smart are ravens? Scientific American 296/4. 2. 46–53. Attenborough, D. 1999. Lífshættir fugla. Skjaldborg.3. Thorpe, W.H. (án ártals). Instinct. Modifiable action patterns. Encyclopædia Britannica.4. Weir, A.A.S. & Kacelnik, A. 2006. A New Caledoninan crow (Corvus moneduloides) creatively 5. re-designs tools by bending or unbending aluminium strips. Animal Cognition 9 (4). 317–334. Dally, J. 2007. Don’t call me birdbrained. New Scientist 194/2609. 34–37.6. Bull, J. & Farrand, Jr. J. 1977. The Audubon Society Field Guide to North American Birds. 7. Alfred A. Knopf, Inc., New York. Welty, J.C. & Baptista, L. 1988. The life of birds. Saunders College Publishing, New York. 4. útg.8. Um höfundinn Örnólfur Thorlacius (f. 1931) lauk fil.kand.-prófi í líffræði og efnafræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð 1958. Hann var kennari við Menntaskólann í Reykjavík 1960–1967, Menntaskólann við Hamrahlíð 1967–1980 og rektor þess skóla 1980–1995. Samhliða kennslustörfum hefur Örnólfur samið kennslu- bækur og hann hafði um árabil umsjón með fræðsluþáttum um náttúrufræði í útvarpi og sjónvarpi. Hann var um skeið ritstjóri Náttúrufræðingsins. Póst- og netfang höfundar Örnólfur Thorlacius Hringbraut 50 107 Reykjavík oth@internet.is 8. mynd. Þegar grákrákur á leið til varp- stöðva voru fluttar 750 km leið frá Rossiten í Austur-Prússlandi vestur til Flensborgar héldu flestir fuglarnir óbreyttri stefnu á far- flugi sínu og fóru að verpa í Danmörku og Svíþjóð í stað Eystrasaltslanda, Finnlands og Rússlands.10

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.