Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 24
Náttúrufræðingurinn 88 dýrafræðilega fyrirlestra, þrjá grasa- fræðilega og fjóra almenna, kom eftirfarandi fram í tilkynningunni: Ritnefnd The British Journal of Experimental Biology býður þér að taka þátt í ráðstefnu í Birkbeck College [London] … 21. og 22. des- ember 1923 til þess að ræða um og stofna félag sem á að efla sam- skipti, samræður og birtingar- möguleika meðal lífvísindamanna sem fást við rannsóknir byggðar á tilraunum.53 Á stofnráðstefnu Tilraunalíffræði- félagsins (Society of Experimental Biology, SEB) var Hogben kjörinn dýra- og lífeðlisfræðiritari og plöntu- erfðafræðingurinn R. Ruggles Gates (1882–1931), prófessor við King’s College í London, grasafræðiritari félagsins. Með því að stofna sérstaka stjórnunarstöðu fyrir grasafræðinga í félaginu var reynt að vekja áhuga þeirra á félaginu. Þótt dýrafræðifyrir- lestrar hafi verið fyrirferðarmestir á ráðstefnunni mættu grasafræðingar vel á hana. Barcroft, sem var félagi í Konunglega félaginu og sat í stjórn þess, mætti einnig til ráðstefnunnar, ásamt félögum sínum úr lífeðlis- fræðideildinni í Cambridge, og var aðkoma hans að stofnun félagsins mikil lyftistöng fyrir nýburann.12 Þrátt fyrir að hafa afrekað að koma BJEB á koppinn voru Hogben, Crew og Huxley nánast frá upp- hafi óánægðir með vísindalega stöðu tímaritsins. Ein ástæða þess var að þeir neyddust til að birta ýmsar grein- ar sem þeir voru ekki ánægðir með. Vandamálin lágu hins vegar víðar. Á vormánuðum ársins 1924 gat Crew þess að honum væri fyrirmunað að fá breska lífeðlisfræðinga til þess að ger- ast áskrifendur að tímaritinu fyrr en í því birtust greinar sem þeir „yrðu að lesa“. Slíkar greinar gæti ritnefnd- in ekki fengið meðan það var „gagn- legra fyrir lífeðlisfræðinga að birta í lífeðlisfræðitímaritum“.54 Framtíð tímaritsins valt því á að ritnefndinni tækist að „ná lífeðlisfræðingum og dýrafræðingum saman“. Þar sem Crew hafði sem framkvæmdastjóri tímaritsins ekki náð þessu takmarki var hann í byrjun sumars sama ár tilbúinn að láta af starfinu. Hogben benti hins vegar á að ekki væri við Crew einan að sakast því starf hans takmarkaðist „við greinarnar sem bárust til hans“.55 Tæpu ári síðar var staða tímarits- ins orðin svo bág að Hogben gerði sér grein fyrir að það ætti sér enga framtíð nema dýrafræðingarnir í Cambridge gengju til liðs við það. Eftir að hafa rætt ástandið við G.P. Bidder, sem var stofnfélagi í SEB, fór Hogben þess formlega á leit við Crew að hann leitaði eftir aðstoð Bidders. Í bréfum sínum til Bidders bað Crew hann að telja Gray á að hefja samstarf við ritnefnd BJEB, því ef klofningurinn héldi áfram þyrftu „báðir aðilar að berjast“ til síðasta blóðdropa. Crew var tilbúinn að leggja niður ritnefndina og gera Gray að ritstjóra ef það tryggði sam- runa Biological Proceedings og BJEB.56 Í svari sínu til Crews gat Bidder þess að hann hefði borið erindið undir Gray og samstarfsmann hans, J.T. Saunder,57 sem voru reiðubúnir að vinna með ritnefndinni að uppfyllt- um ákveðnum skilyrðum: Eigandi félagsins á að vera hluta-1. félag, þar sem um 60 líffræðingar eru hluthafar. Hogben (formaður), Saunders 2. (ritari), Crew, Bidder og Gray mynda stjórn fyrirtækisins. Gray á að verða ritstjóri. 3. Bidder og lögfræðingar hans sáu um stofnun hlutafélagsins,58 en markmiðið með því var að búa til eiganda „sem deyr ekki, verður ekki elliær og úr takti við kynslóðina“.57 Sem verðandi ritstjóri BJEB setti Gray einnig ákveðin skilyrði varð- andi ritstjórnarstefnu tímaritsins. Hann lagði áherslu á að fræðigreinar sem með réttu ættu heima í öðrum tímaritum, svo sem greinar um erfðafræði, ættu ekkert erindi í BJEB. Einnig var talsverður fjöldi greina sem Gray hefði ekki samþykkt, ým- ist vegna skorts á gæðum eða óhóf- legrar lengdar. Gray gerði sér grein fyrir að gagnrýni hans var óvægin, en sagði hana nauðsynlega til þess að „ganga úr skugga um hvort raunverulegur skoðanamunur væri á milli okkar um ritstjórnarstefnu tímaritsins“.59 Ritnefndin gekk að öllum kröfunum. Stjórn SEB ræddi tillögur Cam- bridge-hópsins í lok maí, rúmum hálfum mánuði eftir að Crew fór fram á aðstoð Bidders, og sam- þykkti þær. Næsta dag samþykkti aðalfundur félagsins einnig tillög- urnar.60,61 Af ýmsum ástæðum var félagið, Company of Biologists, þó ekki stofnað fyrr en í byrjun nóv- ember 1925.62 Síðar í mánuðinum samþykkti stjórn Heimspekifélags- ins í Cambridge samrunann endan- lega. Hún komst einnig að þeirri niðurstöðu að Biological Proceed- ings, sem nú skyldi heita Biological Reviews, ætti að einblína á „birtingu almennra og sérhæfðra líffræðilegra yfirlitsgreina“.63 Gray tók við rit- stjórn tímaritsins í október 1925 og tryggði samruni tímaritanna vís- indalega stöðu BJEB, því nú birtu til- raunadýrafræðingarnir í Cambridge greinar í tímaritinu. Frá og með sjöunda árgangi var nafni tímarits- ins breytt í Journal of Experimental Biology til þess að endurspegla al- þjóðlega stöðu tímaritsins og hefur það síðan verið algjörlega helgað dýrafræði. Spurningin sem eftir stendur er hvort Gray hafi haft jafn jákvæð viðhorf til formfræðinnar og meðlimir gömlu ritnefndarinnar. Tilraunadýrafræði gegn formfræði? Uppgangur tilraunadýrafræði um aldamótin 1900 hefur hlotið tals- verða athygli vísindasagnfræðinga frá því bók Garlands Allen Life Sci- ence in the Twentieth Century kom út árið 1975. Í bókinni setti Allen fram tilgátu sína um „byltingu gegn form- fræði“ til þess að skýra þá þekking- arfræðilegu breytingu sem átti sér stað innan dýrafræðinnar á síðasta áratug 19. aldar, þegar ákveðnir vís- indamenn fóru að leggja áherslu á nauðsyn þess að finna orsakaþætti sem lágu til grundvallar þrosk- un og starfsemi einstaklingsins.64 Allen dró upp skýra átakalínu milli þeirra dýrafræðinga sem aðhylltust tilraunanálgunina og þeirra sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.