Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 31

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 31
95 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Gígurinn og misgengin tilheyra eld- stöðvakerfi Trölladyngju á Reykja- nesi. Gossögunni má skipta í fjóra þætti eða lotur og í hverri hrinu runnu ólíkar hrauntungur frá gíg- num (2. mynd). I. Straumsvíkurlota. Í upphafi goss rann hraunið niður í sigdalinn og eftir honum til suðvesturs í átt að Kaldárbotnum. Þar hefur það sveigt til vesturs og síðan til norðvesturs hjá Stórhöfða og runnið til sjávar í Straumsvík og þar í grennd. Nær allur sá hraun- straumur er nú hulinn yngri hraunum, en komið hefur í ljós að Búrfellshraun leynist þar undir. Við boranir hjá nýrri skolphreinsistöð við ströndina austur af Álverinu í Straumsvík sást að hraunið er þar að finna.3 Yfirborð þess er á 15,5 m dýpi í borholunni, eða 8 m undir sjávar- máli. Nýverið benti Haukur Jóhannesson greinarhöfundi á að Búrfellshraun sæist hugsanlega á yfirborði á dálitlum bletti í svokölluðu Selhrauni sunnan við Straumsvík. Á jarðfræði- korti hefur þetta hraun verið nefnt Selhraun 1 og uppruni þess talinn óljós en tekið er fram að um dyngjuhraun sé að ræða.4 Ekkert í landslaginu mælir gegn því að Búrfellshraun gæti hafa runnið þarna yfir en bæði útlit, berggerð og dílasamsetning, sem og aldursafstaða hraunsins til annarra hrauna, benda til þess að þetta sé Búrfellshraun- ið. II. Lambagjárlota. Næsti kafli í gossögunni hófst þegar hraun- ið hafði hlaðið vel undir sig og komst yfir misgengisþröskuld við Kaldá. Þá gat það farið að renna niður með Ásfjalli og hefur hugsanlega náð til sjávar utan við Hamarinn í Hafnarfirði. Ystu tungur hraunsins þar eru nú huldar yngri hrauntungum sem runnu í þriðja kafla gossins. Á þessum tíma myndaðist Lamba- gjá, sem er hrauntröð við Kaldár- botna (2. mynd). III. Urriðavatnslota. Þegar enn lengra leið á gosið fyllti hraunið sigdal- inn neðan við Búrfell og komst yfir misgengisstalla við Smyrla- búð. Þá hætti það að flæða niður með Ásfjalli en rann þess í stað niður með Vífilsstaðahlíð, stíflaði uppi Urriðavatn og náði til sjávar bæði við Hafnarfjörð og í Arnar- nesvogi. Þessa leið hefur hraunið runnið alllengi og þá hefur Búr- fellsgjáin og hellarnir í tengslum við hana myndast og verið megin- farvegur hraunstraumsins frá gígnum (2. mynd). IV. Goslok. Við goslok virðist hraun- ið hafa hætt að flæða um Búrfells- gjána og tekið að streyma um undirgöng til suðurs frá gígnum. Þar urðu til sérkennilegar hraun- tjarnir sem tæmdust í goslok og mynduðu Kringlóttugjá (2. mynd). Erfitt er að gera sér grein fyrir hversu lengi gosið stóð. Ekkert bendir þó til mikils gosofsa og hrauntraðir og hellar í hraunum þurfa oftast nokkurn tíma til að myndast. Það er því líklegt að gosið hafi staðið alllengi, jafnvel í eitt til tvö ár. Land hefur sigið nokkuð á höfuð- borgarsvæðinu síðan þetta var og að auki stóð sjór nokkrum metrum lægra í heimshöfunum þá en hann gerir nú, svo ystu tungur hraunsins teygja sig út fyrir ströndina. Í bor- holunni við skolphreinsistöðina hjá álverinu í Straumsvík sést að sjávar- borð var a.m.k. 8 m neðar en nú og Guðmundur Kjartansson nefnir að aðstæður í Hafnarfirði sýni að sjór gæti hafa staðið um 10 m neðar en í dag þegar hraunið rann.2 Búrfellshraun er miðlungshraun að stærð á íslenskan mælikvarða. Flatarmál þess á yfirborði er rúm- lega 16 km2. Ekki er gott að átta sig á hversu stórt hraunið hefur verið í upphafi því yngri hraunstraumar hafa runnið yfir það og þekja nánast alla álmuna sem teygði sig til sjáv- ar við Straumsvík. Hér er reiknað með því að þriðjungur hraunsins sé hulinn og það sé því 24 km2 að flatarmáli. Jón Jónsson álítur meðalþykkt þess vera um 20 m og byggir það á borholugögnum frá Hafnarfirði og Garðabæ.5 Rúmmál hraunsins er því um 0,5 km3. Búrfellshraun er með elstu hraun- um sem vitað er um á Heiðmerkur- svæðinu. Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur lét gera aldursgrein- ingar á gróðurleifum undir og ofan á því og birti um það grein í Náttúru- fræðingnum (1. tafla).2 Þegar aldurs- greiningarnar eru umreiknaðar yfir í raunaldur fæst að fjörumórinn undir hrauninu er um 8100 ára.6 Hraunið sjálft er lítið eitt yngra, eða að lík- indum rétt um 8000 ára og hefur því runnið um 6000 f.Kr. Á þessum tíma er talið að hið almenna yfirborð heimshafanna hafi staðið um 10 m lægra en nú.7 Athugunum á hraun- inu, sem fyrr hefur verið greint frá, ber saman við þetta. Hrauntraðir Miklar hrauntraðir mynduðust í Búrfellshrauni meðan á gosinu stóð, 1. tafla. Aldursgreiningar á Búrfellshrauni.2 Kvarðaður aldur er fenginn með Calib 5.0 hugbúnaði sem og IntCal04 gagnasettinu.6 Aldur BP miðast við 1950 e.Kr. – Age deter- minations for Búrfellshraun lava. Dates were calibrated using Calib 5.0 and the IntCal04 calibration dataset. Ages BP refer to the year 1950 AD. Nr. – No. Sýni – Sample 14C aldur PB – 14C age BP Kvarðaður aldur PB – Calibrated age BP Ár f.Kr. – Years BC K-1758 Birkilurkar yfir Búrfellshrauni 5850 ± 110 6657 ± 127 4581–4835 K-1756 Fjörumór fast undir Búrfellshrauni 7240 ± 130 8062 ± 123 5990–6236 K-1757 Neðstu jurtaleifar 8740 ± 140 9732 ± 186 7597–7968

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.